Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
25
Matthías Bjarnason, þíverandi sjávarútvegsráöherra, undirritar reglugerð-
ina um útfærslu fiksveiöilögsögunnar í 200 mílur 15. júlí 1975. Meö honum á
myndinni er Jón L. Arnalds ráöuneytisstjóri.
unnar, en án árangurs. Þvert á móti
harðnaði deilan og 19. febrúar 1976
slitu íslendingar stjórnmálasam-
bandi við Breta. í maí 1976 var enn
á ný reynt að finna viðunandi lausn
og dagana 31. maí og 1. júní 1976
fóru fram að loknum utanríkisráð-
herrafundi Atlantshafsbandalags-
ins viðræður í Osló milli íslenskra
og breskra ráðherra. Lauk þeim
með samkomulagi, sem fól í sér
skýlausa viðurkenningu Breta á 200
mílunum. Stjórnmálasamband við
Bretland var aftur tekið upp 2. júní
1976.
Samkvæmt samkomulaginu í
Osló, sem Einar Ágústsson, þáver-
andi utanríkisráðherra, og Matt-
hías Bjarnason, þáverandi sjávar-
útvegsráðherra, undirrituðu fyrir
íslands hönd, fengu 24 breskir
togarar að meðaltali að veiða innan
íslenskrar lögsögu næstu sex mán-
uði. Eftir þann tíma ættu Bretar
engin veiðiréttindi innan 200 mílna,
nema til kæmi leyfi íslenskra
stjórnvalda.
Oslóarsamningur var mikill sigur
fyrir íslendinga. Sjálfur Anthony
Crossland, utanríkisráðherra
Breta, sagði að samkomulagið væri
sigur heilbrigðrar skynsemi og í
samræmi við heimshreyfingu, sem
stefndi að 200 mílna efnahagslög-
sögu. „Crossland kvaðst að vísu eiga
erfitt með að koma í kjördæmi sitt
í Grimsby eftir samningana, en
hann talaði mál fólksins þar og það
myndi skilja sig,“ sagði í frétt hér
í blaðinu 2. júní 1976.
Andstæðingar ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar töldu mikla
annmarka á samningnum. „Það
hefði ekki átt að semja við Breta,“
sögðu Ragnar Arnalds og Karvel
Pálmason. Benedikt Gröndal taldi
mikla annmarka á samningnum og
kvað viðurkenningu Breta ekki
nógu skýra.
I forystugrein hér í blaðinu 2.
júnf var samkomulagið hins vegar
talið mesti áfangi, sem íslendingar
hefðu náð í landhelgisbaráttunni.
„Málstaður íslands hefur sigrað,"
sagði þar, og á því fékkst svo stað-
festing í desember sama ár er síð-
ustu bresku togararnir sigldu út úr
fiskveiðilögsögunni. Þá var komist
svo að orði í forystugrein blaðsins
„Fullveldi og fiskimið": „Á þessum
fullveldisdegi þjóðar okkar höfum
við náð fullum yfirráðum yfir fiski-
miðunum við landið. Það er íhugun-
arefni að telja má næsta öruggt,
að þessu marki hefði ekki verið náð
ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
tekið stjórnarforystu í sínar hendur
haustið 1974. Það er út af fyrir sig
einnig til marks um sögulegt hlut-
verk Sjálfstæðisflokksins í íslensku
þjóðlífi, að þessu marki hefur verið
náð fyrir forystu þess flokks og
baráttu. Sjálfstæðisflokkurinn var
sá íslenskra stjórnmálaflokka, sem
barðist harðast fyrir því að lýðveldi
var stofnað á íslandi 17. júní 1944.
Sjálfstæðisflokkurinn tók fyrstur
íslenskra stjórnmálaflokka upp
baráttu fyrir útfærslu í 200 sjómíl-
ur sumarið 1973, fylgdi henni fram
í kosningabaráttunni 1974 og við
samninga um stjórnarmyndun þá
um haustið. Áhugi annarra stjórn-
málaflokka á 200 mílna útfærslu
var svo takmarkaður í upphafi að
telja verður ólíklegt að við stæðum
í þessum sporum í dag ef mál hefðu
ekki skipast á þann veg í kosning-
unum 1974, sem raun bar vitni um.
Matthías Bjarnason
ég held að einhver mesta ánægju-
stundin hafi verið þegar samning-
arnir voru gerðir í Osló og maður
sá fram á, að Bretar myndu fara
úr fiskveiðilögsögunni innan sex
mánaða. Það var búin að ríkja
mikil spenna og það var mikill
æsingur og reiði út í Breta. Samn-
ingaleiðin hafði verið reynd marg-
sinnis, en ekkert gekk fyrr en
þarna úti f Osló.
Anthony Crosland var nýorðinn
utanríkisráðherra Bretlands þegar
samningar tókust. Hann skildi að
þetta var tapað fyrir Breta og
gæti ekki lengur haldið áfram.
Hann sýndi þarna muninn á
stjórnmálamönnum, sem skilja
aðstæður, og hinum sem ætla að
halda dauðahaldi í það sem er
tapað,“ sagði Matthías Bjarnason.
„Hver dagur var lengi að
líða meðan á þessu stóð“
— segir Geir
Hallgrímsson
„Menn geta gert sér gleggsta grein
fyrir þýöingu útfærslunnar í 200
mflur með því að rífja upp að fyrír
hana tóku útlendingar allt að helm-
ing af botnfiskaflanum hér við
land. Menn geta rétt ímyndað sér
þau lífskjör sem við byggjum við
ef við þyrftum nú að láta helming
aflans af hendi,“ sagði Geir Hall-
grímsson. Það var ríkisstjórn hans,
sem færði fískveiðilögsöguna í 200
sjómflur í október 1975, og undir
forystu Geirs markaði Sjálfstæðis-
flokkurinn 200 mflna stefnuna,
fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka,
og bar hana fram til sigurs í þing-
kosningunum 1974.
„Til voru þeir sem sögðu að
útfærsla í 200 mílur hefði enga
þýðingu vegna þess að það væri
engan fisk að fá milli 50 og 200
mílna og aðrir töldu óráð að hugsa
til frekari útfærslu fyrr en Haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna væri lokið. Við töldum hins
vegar að hér væri um lífshags-
munamál að ræða og biðum því
ekki með að koma útfærslunni í
framkvæmd,“ sagði Geir.
„Eins og kunnugt er komu fram
mjög snögg viðbrögð af hálfu
Breta. Þeir sendu freigátur sínar
inn fyrir 200 mílurnar skömmu
seinna til að gera togurum sínum
kleift að halda áfram veiðum.
Starfsmenn Landhelgisgæslunn-
ar reyndu að gæta laga og réttar
og af þvi leiddi hættulega
árekstra. Við kærðum framferði
Breta fyrir öryggisráðinu og slit-
um síðan stjórnmálasambandi við
þá um tíma. Jafnframt þessu leit-
uðumst við við að „semja til sig-
urs“, eins og ég held að ég hafi
orðað það á þessum tíma. Eg átti
m.a. viðræður við Wilson, forsæt-
isráðherra Breta, og Callaghan,
utanríkisráðherra, í London og á
sveitasetri forsætisráðherrans,
en þar tókst ekki samkomulag.
Mér er minnisstætt að Callaghan
sagði við mig, að úr því að það
væri svona erfitt að semja, gætum
við þá ekki orðið ásáttir um að
vera ósammála. Ég svaraði því til
að hér væri um lífshagsmunamál
íslendinga að ræða og hvenær
sem væri gæti orðið manntjón á
miðunum, ef svo héldi fram sem
horfði. Með það kvöddumst við.“
„Það voru uppi um það háværar
raddir, að við segðum okkur úr
Atlantshafsbandalaginu. Eg
beitti mér eindregið gegn því og
benti á, að aðildin að bandalaginu
væri forsenda öryggis okkar og
frelsis og um leið væri bandalagið
vettvangur til að skýra málstað
okkar og fá aðrar þjóðir innan
bandalagsins á okkar band til
þess að knýja Vestur-Þjóðverja
og Breta til að viðurkenna rétt
okkar. Einn af lokaþáttum máls-
ins átti sér síðan einmitt stað i
tengslum við utanrikisráðherra-
fund Atlantshafsbandalagsins í
Osló vorið 1976. Þá áttum við
Einar Agústsson, þáverandi utan-
ríkisráðherra, fund með Anthony
Crosland, sem þá hafði rétt áður
tekið við embætti utanríkisráð-
herra Bretlands úr hendi Callag-
ans, sem varð forsætisráðherra.
Fundur þessi fór fram á heimili
sendiherra Islands í Osló, Arna
heitins Tryggvasonar, og þar voru
lögð drögin að því samkomulagi
sem undirritað var í Osló mánuði
siðar. Með því samkomulagi var
fullur sigur unninn í þessu mikla
hagsmunamáli okkar,“ sagði Geir.
„Þegar ég rifja þetta tímabil
upp er mér efst í huga að meðan
á þessu stóð var hver dagur lengi
að líða og ég tók ekki svo upp
símann að ég óttaðist ekki að fá
voðafregnir af manntjóni. Til
allrar hamingju lauk þessu gi.'tu-
samlega og róma verður í alla
staði frækilega framgöngu ís-
lensku Landhelgisgæslunnar.
Þessi tími var lengi að liða meðan
á honum stóð, en eftir á að hyggja
er undravert hversu fljótt tókst
að ná sigri i þessari harðvítugustu
landhelgisbaráttu, sem við höfum
átt í,“ sagði Geir Hallgrímsson.
„Mestu skipti að tryggja
yfirráð yfir landgrunninu“
— segir Magnús
Sigurjónsson
„Um þessar mundir stóð enn
yfír barátta fyrir viðurkenningu á
útfærslunni í 50 mflur, en við vor-
um þeirrar skoðunar aö talan 50 í
þessu sambandi væri aðeins póli-
tísk og mestu skipti að tryggja
yfirráðin yfir öllu landgrunninu,
þar sem voru auðug fiskimið, og
því lögðum við til að sú stefna yrði
mörkuð að lögsagan yrði 200 sjó-
mflur,“ sagði Magnús Sigurjóns-
son. Hann var einn helsti frum-
kvöðull að hinni merkilegu áskor-
un 50 frammámanna í sjávarútvegi
í júlí 1973 til Alþingis og ríkis-
stjórnarinnar, að lýsa þegar yfir
að íslendingar muni krefjast 200
mflna fiskveiðilögsögu á væntan-
legri hafréttarráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna.
„í Suður-Ameríku höfðu tvær
þjóðir þegar tekið sér 200 mílna
lögsögu þegar við tókum þetta
mál upp,“ sagði Magnús. Hann
sagði, að hugmyndin um áskorun-
ina hefði fyrst borið á góma í
viðræðum sínum og Hreggviðs
Jónssonar og þeir ákveðið að
hrinda henni í framkvæmd.
„Fyrsti maðurinn, sem ég ræddi
þetta við var Einar heitinn Sig-
urðsson útgerðarmaður og hann
tók málaleitan minni ákaflega
vel. Hann útvegaði okkur meira
að segja aðstöðu á skrifstofu sinni
og þar var bækistöð okkar meðan
á söfnuninni á listann stóð.“
„Við ákváðum í upphafi að fá
50 forystumenn í sjávarútvegi og
landhelgisgæslu til að skrifa
undir áskorunina og báðum þá að
gera það sem einstaklinga. Við
lögðum áherslu á, að þetta væri
ekki flokkspólitískt mál, heldur
málstaður sem samstaða ætti að
geta náðst um á breiðum grund-
velli. Undirtektir þeirra manna,
sem við leituðum til, voru yfirleitt
mjög góðar. Menn sáu að þetta
var þjóðþrifamál," sagði Magnús.
Það var Eiríkur Kristófersson,
fyrrverandi skipherra, sem af-
henti síðan áskorun 50 menning-
anna hinn 27. júlí 1973. Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra,
veitti henni móttöku fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, þar sem ólaf-
ur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, var erlendis. „Einar sagðist
vera mjög ánægður með þessa
áskorun og kvaðst vera henni
fyllilega samþykkur. Hann sagð-
ist ætla að leggja hana fyrir fund
ríkisstjórnarinnar, sem þá átti að
hefjast skömmu seinna," sagði
Magnús. „En á fundi ríkisstjórn-
arinnar fékk áskorunin ekki sama
hljómgrunn og stjórnarblöðin
reyndu að gera lítið úr henni.
Þjóðviljinn reis upp á afturfæt-
urna og úr varð hörð barátta og
óvægin. Mér er sérstaklega minni-
stætt hversu rætin skrif Svavars
Gestssonar, þáverandi ritstjóra
blaðsins, voru, en hann hafði
forystu um skrifin gegn 200 mílna
stefnunni. Það var reynt að eyði-
leggja æru okkar sem stóðum að
áskoruninni, enda var það eina
ráðið til að hnekkja málinu. Úr
þessu varð mikill slagur og ég á
ritstjórum Morgunblaðsins þðkk
að gjalda fyrir það hversu drengi-
lega þeir studdu okkur í þessari
orrahríð," sagði Magnús Sigur-
jónsson.
Þess má geta, að hinn 26. júli
1978 ritaði Magnús Sigurjónsson
svofellt bréf til ritstjóra Morgun-
blaðsins: „í dag eru liðin fimm ár
síðan áskorunin um 200 mílna
fiskveiðilögsögu fyrir Island kom
fyrst fram. Þið hafið ... frá fyrsta
degi verið málsvarar þeirrar
stefnu sem þá var mörkuð og
Morgunblaðið frá upphafi beitt
sér í orrustunni, en hún var lengi
háð af fullum fjandskap gegn
málinu. I upphafi var við ramman
reip að draga, en eins og laxinn
brýst gegn straumnum og stiklar
flúðir létuð þið aldrei deigan síga,
og nú þegar litið er yfir sviðið
má sjá að heill Islands og ham-
ingja hafa sigrað. Fyrir fáum
dögum komu saman nokkrir
„fimmtíumenninganna“, þar var
mér falið að flytja ykkur ham-
ingjuóskir og þakkir fyrir drengi-
legan málatilbúnað og baráttu-
hug sem aldrei brást.“