Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Israel: Kynna nýja tillögu um málefni Vesturbakkans Tel Aviv, Israel, 14. okt AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra Israels, raun á næstunni kynna bandarísku stjórninni tillögu að bráðabirgðasamkomulagi við Jórd- aníumenn um sjálfstæði Palestínu- manna á Vesturbakkanum, að því er dagblaö í Israel greindi frá í dag. Aætlunin, sem ætlað er að hrinda í framkvæmd með tilstyrk Jórdaníumanna, gæti tekið gildi innan fárra mánaða og náð til þeirra 750.000 Palestínumanna, sem búa á Vesturbakkanum, að sögn dagblaðsins Davar, sem styð- ur Verkamannaflokk Peresar for- sætisráðherra. Ekki greindi blaðið frá neinum efnisatriðum tillögunnar né nefndi Gaza-svæðið á nafn, en Peres hefur áður sagt, að hann geti hugsað sér að setjast að samninga- borðinu með Jórdaníumönnum og hefja viðræður á grundvelli friðar- samkomulags Egypta og Israels- manna frá 1979. Átti að skjóta vélina niður — ef flugmaðurinn neitaði að lenda? Dubrovnik, Júgoslavíu, 14. október. AP. HAFT er eftir sjómönnum af flug- móðurskipinu Saratoga að flug- menn herþotanna, sem knúðu egypsku flutningavélina með pai- estínsku hryðjuverkamennina inn- anborðs, er rændu farþegaskipinu Achille Lauro í síðustu viku, hafi verið skipað að skjóta vélina niður, ef flugmenn hennar þverskölluðust við að hlýða fyrirmælum um að lenda á Sikiley. Dátarnir höfðu landgönguleyfi í Dubrovnik á Júgoslavíu þegar þeir greindu frá þessu. Sögðu þeir ennfremur að sovéskt her- skip heföi elt Saratoga meðan á aðgerðinni stóð. Einn áhafnarmanna kveðst hafa fylgst með ratsjám og loft- skeytaskiptum við herþoturnar. Segir hann að þær hafi flogið í veg fyrir flutningavélina og gefið til kynna með bæði hljóð- og ljós- merkjum að hún yrði skotin niður ef ekki yrði farið eftir fyrirmælum. Þegar Ronald Reagan var spurður hvort hann hefði verið til reiðubúinn að fyrirskipa að vélin yrði skotin niður svaraði hann að bragði: „Þeir geta velt því fyrir sér þegar þeir festa svefn á kvöldin." „Ég fylltist ofsahræðslu" Kafrí, 14. oktdber. AP. EINN palestínsku sjóræningjanna grét þegar ekkja hins myrta Kling- hoffers, leitaði fregna af afdrifum manns síns, segir fyrrverandi gísl af Achilie Lauro. Marylin Klinghoffer spurði í síbylju eftir manni sínum Leon, öryrkja í hjólastól. „Hún spurði sama manninn hvað eftir annað: Hvar er hann, reyndu að finna hann? Að lokum laut skærulið- inn niður að henni, kyssti hana á ennið og bað hana setjast. Svo gekk hann burtu, settist niður og grét,“ sagði Jane Gooch, far- þegi skemmtiferðaskipsins. Hún var ein sex breskra kvenna sem voru um borð. Þær sögðu á blaða- mannafundi í Kaíró að þrír hryðjuverkamannanna hefðu viljað þær allar feigar, en sá fjórði, sem þær kölluðu Ómar, hefði verndað þær. Þær kváðu hryðjuverkamenn- ina oft liafa skipt skapi, ýmist hreyttu þeir ónotum í farþega eða þeir sýndu merki góð- mennsku. Flogið var með nokkra Banda- ríkjamenn, sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu til Ítalíu, svo þeir mættu bera kennsl á sjóræningjana. Dómari nokkur, sem með var í för, sagði að þeir hefðu horft á sig vantrúuðum augum þegar hann sá þá aftur og hann hefði greint um leið að hér væri um sömu menn að ræða. Sjötíu og níu Vestur-Þjóðverj- ar, sem misstu af ráninu þar sem þeir ákváðu að fara landleiðina frá Alexandríu til Port Said, virtust fullir gremju yfir því að sumarfríinu hefði lokið á þennan hátt, stað þess að gleðjast yfir því að verða af ráninu. Um þrjátíu Austurríkismenn voru um borð þegar skipinu var rænt. Þar af höfðu fjórir verið skráðir sem ísraelar fyrir hand- vömm. „Þeir sögðu okkur að við værum á „dauðalistanum“,“ segir Melanie Gratl. „Þeir gáfu mér fimm mínútur til að sækja vega- bréf okkar, þá myndu þeir drepa manninn minn.“ Þegar hún birt- ist með vegabréfin neituðu þeir að trúa: „Ég fylltist ofsahræðslu og var um megn að hugsa,“ sagði frú Gratl. Gífurlegar öryggisráðstafanir í Blackpool Gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar í Blackpool vegna flokksþings breska íhaldsflokksins þar. Hér má sjá breska forsætisráðherrann Margaret Thatcher, koma til flokksþingsins. Bretland: Síkhar handteknir vegna heimsóknar Gandhis London, 14. október. AP. OPINBER tveggja daga heimsókn forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, til Bretlands, hófst í dag. Vegna heimsóknarinnar hefur breska lögreglan handtekið 11 að- skilnaðarsinna síkha og Kashmírbúa vegna gruns um samsæri þeirra um að ráða Gandhi af dögum. Leiðtogar síkha og Kashmírbúa neita ásökun- um um að samsæri hafi verið í undirbúningi og segja handtökurnar til þess eins gerðar að friða ind- versku stjórnina. Breska innanríkisráðuneytið hefur gefið lögreglunni leyfi til að halda aðskilnaðarsinnunum föngnum fram á fimmtudag án þess að ákæra verði gefin út, en lög til að koma í veg fyrir hryðju- verkastarfsemi heimila að mönn- um sé haldið föngnum í sjö daga án þess að ákæra sé gefin út. Breska lögreglan hefur neitað að skýra út hvers vegna mennirnir hafi verið handteknir. Talsmaður aðskilnaðarsinna síkha, sagði að friðsamleg mót- mæli hefðu verið það eina sem Filippseyjan 13 láta lífið í Manila, Filippseyjum, 14. október. AP. HANDSPRENGJA sprakk á sviði þar sem hanaslagur fór fram með þeim afleiðingum að 13 manns létu lífið og tugir manna særðust. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka, þar eð margir þeirra sem særðust eru þungt haldnir á sjúkrahúsum. Um þúsund manns voru í húsinu þegar sprengjan sprakk. Sams konar atvik átti sér stað í síðasta mánuði, þegar hand- fyrirhugað hefði verið vegna heim- sóknar Gandhis til Bretlands og lýsti undrun sinni á handtökunum, þar eð sumir hina handteknu, hefðu hitt innanríkisráðherrann Douglas Hurd og fullvissað hann um að um ekkert ofbeldi yrði að ræða. Gandhi heldur annað kvöld til Nassau á Bahamaeyjum á fund leiðtoga samveldislandanna. Hann mun einnig koma við á Kúbu, í Bandaríkjunum og Hollandi áður en hann heldur aftur til Indlands 25. október næstkomandi. Gandhi hefur ásakað Breta fyrir að vera ekki nægilega einarða í afstöðu sinni til aðskilnaðastefnu síkha og Kashmírbúa og gert er ráð fyrir að það mál beri á góma í viðræðum hans við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, auk þess sem viðræðurnar snúist um afvopnunarmálefni, tengsl austurs og vesturs, stríðið fyrir botni Persaflóa og fleira. Suður-Afríka: Hvítur lögreglu- maður drepinn Jóhanneurborg, Suður-Afríku, 14. okt. AP. FYRSTI hvíti hermaðurinn, sem myrtur er í kynþáttaóeirðunum í sprengingu sprengju var hent inn í kvik- myndahús. Þá létu 18 manns lífið. í báðum tilfellum hafa hryðju- verkamennirnir komist undan, en engin samtök hafa lýst ábyrgð af atburðunum á hendur sér. Stjórn- völd hafa hins vegar ásakað kommúnista eða aðskilnaðarsinna múhameðstrúarmanna fyrir að bera ábyrgð á sprengingunum. Suður-Afríku, var stunginn til bana í gærkvöldi, þar sem hann var að skyldustörfum, að því er yfirvöld sögðuídag. Maðurinn, Johan Schoeman und- irforingi, lét lífið í óeirðum í Kwaza- kele, svertingjabyggð fyrir austan borgina Port Elizabeth í Höfðahér- aði. Fyrr um daginn höfðu tveir svertingjar fallið í átökum nálægt borginni Worcester, sem einnig er í Höfðahéraði, um 110 km frá Höfðaborg. Lögreglan í Höfðaborg reyndi í dag að draga úr hræðslu hvítra manna og kvað löggæslu hafa verið aukna við alla helstu þjóðvegi austan við borgina, en þar eru mestu óróasvæði landsins. Hvemig eiga stjömumerkin saman - í alvöru? Með því að kanna sambúð 25 þúsund para komst úanda- rískur stjörnufræðlngur að því hvernig stjörniimerkin eru 1 sambúð — í raun og veru, og gefur einkunnir eftir þvi. NÝR OC HRESS Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.