Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
27
Fjárlögin í Noregi
1200 milljarðar króna
Osló. 14. október. Frá Jmn Erik Lmuré, frétUi iUra Morgunblmósins.
FJÁRLöG norska ríkísins fyrir áriö 1986 nema samtals 237 milljörðum
norskra króna eða tæpum 1200 milljörðum íslenskra króna. Er gert ráð fyrir
að hallinn verði 15 milljarðar norskra króna. Fjárlögin þýða aukin útgjöld
fyrir hinn almenna þegn í Noregi. Gert er ráð fyrir að fargjöld hækki, áfengi
og bjór hækkar einnig, sem og verð á tóbaki.
Útgjöld til félagsmála hækka
mest samkvæmt fjárlögunum. Er
greinilegt að stjórnin hefur breytt
viðhorfum sínum gagnvart þeim
eftir að hún féll næstum í kosn-
ingum í sumar vegna hugmynda
um samdrátt á því sviði. Nær
þriðjungur fjárlagana er vegna út-
gjalda til félags- og heilbrigðis-
mála og hefur Willoch, forsætis-
ráðherra, látið undan kröfum
Kristilega þjóðarflokksins og Mið-
flokksins um aukin útgjöld á ýms-
um sviðum. Upphæð fjárlaganna
hækkar meira en spár um verðlag
í Noregi á næsta ári, en spáð er
6% verðlagshækkun. Spár um
verðbólgu á næsta ári gera þó
flestar ráð fyrir meiri hækkun.
Willoch hefur hins vegar sagt
að ekki sé svigrúm til neinna
breytinga á fjárlögunum í meðferð
Stórþingsins, en þau hækka venju-
lega við umfjöllun þess. Hann hef-
ur látið að því liggja að stjórn
hans mundi segja af sér verði ekki
farið að vilja hans í þeim efnum.
Stjórnin styðst hins vegar við
mjög veikan meirihluta í þinginu.
Verkamannaflokkurinn getur
knúið fram breytingar á fjárlög-
unum með stuðningi tveggja þing-
manna Framfaraflokksins og hef-
ur annar þeirra sagt að hann muni
styðja ýmsar tillögur Verka-
mannaflokksins. Það er því búist
við viðburðaríkum umræðum um
fjárlögin í Stórþinginu og leiða
sumir getum af því að þær viðræð-
ur kunni að valda stjórnarkreppu.
AP/Símamynd
Leikari kveður
Bandaríski leikarinn Yul Brynner lést sl. fimmtudag eins og sagt hefur verið frá, en þessi mynd af honum
og konu hans, Kathy, var tekin á næturklúbbi í New York fyrr á árinu. Frægastur varð Brynner fyrir leik
sinn í myndinni „Konungurinn og ég“, þar sem hann lék konunginn af Síam. Brynner var hálfsjötugur þegar
hann lést, farinn að heilsu og kröftum.
Genf:
Vilja ekki flóð-
öldu flóttafólks
Flokkur andvígur útlendingum næststærstur í kantónunni
Genf, Svias, 14. október AP.
FLOKKUR, sem amast við útlend-
ingum og sér í lagi þeim sem vilja
setjast að í Sviss, stórjók fylgi sitt í
sveitarstjórnarkosningum, sem fram
fóru í Genfarkantónu á sunnudag.
Þegar 95% atkvæða höfðu verið
talin hafði flokkurinn fyrrnefndi
nærri þrefaldað þingmannatölu
sína á fylkisþinginu, sem skipað er
100 mönnum, eða úr sjö í 19 menn.
Er hann þar með orðinn næst-
stærsti flokkurinn f kantónunni.
Pólitískir fréttaskýrendur velkj-
ast ekki í vafa um, að þessi úrslit
sýni vaxandi andúð á straumi
fólks til landsins, einkum Asíu-
manna, sem þar vilja setjast að.
í septemberlok voru óafgreiddar
14.000 umsóknir um landvist í
Sviss og voru tamílar frá Sri
Lanka og Tyrkir langflestir í þeim
hópi. Nýlega hertu yfirvöldin
mjög þær reglur, sem gilda um
landvistarleyfi, og juku landa-
mæravörsluna til að stemma stigu
við flóðöldu fólks frá öllum heims-
hornum. ,
t kosningunum á sunnudag
fengu umhverfisverndarmenn í
fyrsta sinn menn kjörna á fylkis-
þingið og hafa þar nú átta sæti.
Þrír hægri flokkar, sem fóru með
málefni kantónunnar, töpuðu
meirihluta sinum, misstu tíu
menn og þar af tapaði Frjálslyndi
flokkurinn fimm. Sú breyting varð
samt á, að nú er hann stærstur
með 20 þingmenn en Jafnaðar-
mannaflokkurinn, sem löngum
hefur verið með forystuna, er nú í
þriðja sæti með 18 þingmenn. Tap-
aði hann átta mönnum.
PHILCOWD8Q4.
ÞVOTTAVEL,
ÞURRKARIOG
VAKTMAÐUR.
Philco WD 804 er þvottavél. Hún
tekur bæði inn á sig heitt og kalt vatn
og lækkar þannig orkureikninga þína.
Vinduhraðinn er 800 snúningar á
mínútu, - þvotturinn verður þurrari
orka og tími sparast í þurrkaranum.
Philco WD 804 er þurrkari. Þurrkarinn
hefur tímarofa fyrir allt að 2 klst., auk
sérstakrar 8 mínútna kælingar í lok
þurrkunar. Sérstakt þurrkkerfi er fyrir
viðkvæman þvott.
Philco WD 804 hefur sérstakan
öryggisbúnað, - vaktmaðurinn.
Öryggið sem hann skapar er ómetan-
legt, endingin verður betri og viðhalds-
kostnaður lækkar.
Láttu Philco skila þér þvottinum
hreinum og þurrum - engar snúrur,
engar áhyggjur.
Við erum sveigjanlegir í samningum.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655
Hvernig líturAfton
í Dallas út nakin?
Hún er svo ótrúlega lík Aíton í Dallas,
að vlð urðum að biðja um nafnskírteini til að
sannfærast um að svo væri ekki.
NÝR OC HRESS
Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM
ALLT LAND