Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 31

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. OKTÓBER1985 31 iára Eitt er víst: Ef Jóhannes Sveinsson hefði orðið skipstjóri á skútu, hefði íslenskt þjóðlíf orðið litlausara en varð. Það kostaði þennan pilt úr Borgarfirði eystra ekki lítið að ganga listagyðjunni á hönd, og margur veraldarmunaður varð að sitja á hakanum hennar vegna, en forlögin voru ráðin. Skipsstjórnin vék fyrir seiðmagni listagyðjunnar og íslenska þjóðin eignaðist snill- ing. Lífshlaup Jóhennesar Sveins- sonar Kjarvals sem málara er langt og margþætt. Þegar best lætur koma frá honum ótrúleg meistaraverk, sem eru það per- sónuleg í eðli sínu og útfærslu, að þeir, sem til þekkja í listasögu veraldar, verða undrandi. Hann framleiðir listaverk á þann mæli- kvarða, sem raunverulega er ekki til hér á landi, og fara verður langt og breitt til að finna eitthvað til samanburðar. Hann er það per- sónulegur í vinnubrögðum og skilningi á verkefnum sínum, að engu er líkt. Á stundum breytir hann í miðju kafi um aðferð og stíl, og úr landslagi verður andlit eða dansandi fígúrur. Kjarval fylg- ir fyrirmyndum sínum mjög tak- markað á köflum, og þegar hann sleppir beislinu fram af skáld- fáknum, verður árangur hans á þann veg, að flokkast undir hið órtúlega. Hitt er svo annað mál, að mikið af því, sem hann lét frá sér fara, er miklu miður, hvað myndræn gæði snertir. En það einstæða og stórfenglega er í svo miklum meirihluta, að ekkert annað hugtak verður notað um það en: Meistaraverk. Stórt orð Hákot, en á samt við í þessu tilfelli. Sem málari er Kjarval svo einstakt fyrirbæri, að ekki verður fundið annað eins í samtíð hans hér á landi né þótt víðar væri leitað. Hann var ekki ánetjaður neinum listastefnum í málverki sínu, þótt hægt sé í sumum tilfellum að greina viss áhrif, sem gerist með öllum listamönnum, hvað persónu- legir sem þeir annars eru. Þetta á einkum og sér í lagi við um seinni verk Kjarvals, en allt frá byrjun- arverkum hans má finna hið sér- stæða, sem sérdeilis er áberandi í teikningu hans og ekki síður í lita- meðferð. Landslagið sjálft er oft á tíðum aðeins hvati, og Kjarval fór að eins og allir góðir málarar, hann hermdi ekki eftir fjallinu, hann notaði bað. Samferðamenn Kjarvals áttu oft í brösum með að gera sér grein fyrir, hvað hann var að fara, og mat þeirra á verkum hans var í meira lagi skrítið á köflum. En Jóhannes Sveinsson Kjarval kunni ráð við slíku. Hann gerðist skrítinn í háttum og öðruvísi en fólk er flest. Þannig komst hann inn að' hjörtum íslendinga, og með til- tektum og skringilegheitum tókst honum að kenna mönnum að meta verk sín. Aðeins örfáir voru að- dáendur hans fyrstu árin, og þar blandaðist ýmislegt í málin. Til að mynda urðu fyrstu málarar okkar að vissu afli í sjálfstæðis- baráttu íslendinga, og þeir kenndu einnig landsfólkinu, að Island væri fagurt í allri sinni hrikalegu nátt- úru. Málararnir voru engir eftir- bátar hinum rómantísku skáldum á sínum tíma og áttu sinn mikla þátt í að kenna þessari niðurlútu þjóð að meta land sitt og allt umhverfi. Þeim, sem þekktu Jóhannes Sveinsson Kjarval á unga aldri, kemur saman um, að hann hafi verið afar alvarlegur ungur maður og mjög upptekinn af að komast sem mest í kynni við myndlist. Hann var til að mynda nokkur ár á Akademíinu í Kaupmannahöfn og lét sér ekki nægja eitt eða tvö burtfararpróf. Hann lauk öllum prófum í öllum greinum, sem mögulegt var að þreyta á þeim árum við Konunglega Akademíið, og geri aðrir betur. Það var til þess tekið, hve vel hann stundaðl námið, og einn af skólabræðrum hans hitti ég fyrir mörgum árum, sem staðfesti þann vitnisburð og lauk miklu lofsorði á dugnað þessa alvarlega íslendings við mig. Þeg- ar ég sagði Kjarval frá þessu, brosti hann og sagði: Já, hann — hann var ágætur piltur, en gerðist svo frekur að námi loknu, að hann fór út í heim og ætlaði að gerast heimsfrægur eins og skot, en það gekk nú ekki, en hann varð að vísu heimsfrægur í Danmörku. Nú er öldin önnur, menn fara í Handíða- og myndlistarskólann og verða heimsfrægir á stundinni. Já, heim- urinn breyttist mikið við að þeir fóru að stríða í tvigang, og nú er maður farinn að eldast. Svona er riú lífið, litli minn. Jóhannes Sveinsson Kjarval var marþættur persónuleiki. Margir héldu, að þeir hefðu kynnst honum nokkuð vel, en ég er hræddur um, að þeir hinir sömu hafi oft farið villu vegar, hvað það snerti. Það var afar erfitt að vita, hvenær hann gerði að gamni sínu eða hver var alvaran að baki þeim uppá- komum, sem hann stóð að. Hann var að eðlisfari nokkuð sérvitur og fór ætíð sínar eigin leiðir, en það var bókstaflega ómögulegt að vita fyrirfram, hvernig viðbrögð hans yrðu við hinu og þessu. Á stundum var hann svo kátur, að ekkert virtist honum alvara, og í annan tíma var hann svo dulur, að ómögulegt var að gera sér grein fyrir, hvað hann var að fara. Sér- lega gat hann verið erfiður er valdar skyldu myndir eftir hann á sýningar, og eru til margar sögur af því, en ekki skal flíka þeim hér. Hann gat einnig verið stríðinn, og fengu sumir vinir hans að kenna á þeim eiginleika hans meira en góðu hófi gegndi. Það bjargaði stundum málum, að þeir sem í hlut áttu, gerðu sér ekki grein fyrir, hvað hann var í raun að fara, og héldu allt grín og gaman. Hann gat verið harður í horn að taka, ef honum mislíkaði við fólk, en alltaf fór hann krókaleiðir og dró oft viðkomandi sundur og saman í háði, án þess að nokkur þyrði að reiðast við hann. Þegar ég sest við að skrifa um Jóhannes Sveinsson Kjarval koma fram í huga mér alls konar myndir frá margra áratuga viðkynningu. MorKunbladiA/Ól.K.M. Að velja úr þeim er vandasamt verk, og raunverulega er nokkurn veginn sama, hvernig farið er að. Allar endurminningar um þá miklu stærð, sem Kjarval var, eru þess virði, að þeim sé haldið til haga. Ég verð að láta það flakka hef, að ég get ekki annað en kennt í brjósti um það fólk, sem var samtíða honum og öðlaðist ekki þá miklu lífsreynslu að kynnast meistaranum. Það voru til þeir samtíðarmenn hans, sem ekki kunnu að meta daglega háttu Kjarvals, og ég hef þekkt menn úr listamannastétt, sem máttu vart á hann minnast. Ég held, að þarna hafi ekki verið um öfund að ræða heldur hitt, að þeir sem í hlut áttu, fundu vanmátt sinn í meðal- mennskunni og gátu ekki dulið tilfinningar sínar, en sú saga er ekki til umræðu hér og er betur gleymd en geymd. Afköst Kjarvals sem málara eru með ólíkindum. Það veit enginn, hve mikil afköst hans voru, og engin marktæk tala er til um lista- verk frá hans hendi. Hann vann jafhan mjög hratt og var þá oftast í miklum ham. Stundum var eins og hann réði vart við sig, og vitað er til, að hann málaði einar þrjár myndir sama daginn. Vinnubrögð listamannanna eru afar persónu- leg, og sumir vinna sama verkið ár eftir ár. Það gerði Kjarval einnig, og hann átti enga fasta formúlu, hvað vinnubrögð snerti. Eitt sinn í desember lá hann úti í tjaldi í tvær vikur crg málaði myrkranna á milli undir Vífilfelli. Eitt lista- verk úr þeirri útilegu er í eigu Listasafns Islands, og ljósmynd er til af Kjarval, er hann kom til byggða úr þeirri för. Þar er hann nokkuð úfinn og líkastur útilegu- manni. Það er mikið skap á þeirri mynd, en hana tók góðvinur Kjar- vals, Jon Kaldal ljósmyndameist- ari. Já, Kjarval var mikill skap- maður og einn viðkvæmasti ein- staklingur, sem unnt var að kom- ast í kynni við. Hann gat tekið hluti svo nærri sér, að sumum blöskraði, og hann átti það til að gera mikið mál úr því, sem öðrum þótti lítilfjörlegt. Hann var allra manna bónbestur og alltaf búinn til að hjálpa fólki, ef hann gat, og hann gat það í mjög mörgum Jil- vikum. Hann var sérlega vinfastur og tryggur fremur öðrum mönn- um. Peningar voru fyrir honum óhjákvæmileg blöð til daglegra nota, en ekki sá pappír, sem gaman væri að eiga. Einn fjárhaldsmaður hans sagði eitt sinn við mig, að það væri alveg sama, hvort hann fengi 200 krónur á dag eða 2000, það væri alltaf búið að kvöldi. Á síðustu árunum, sem Kjarval var í fullu fjöri, gerði sumt fólk út börn sín í vinnusstofu til hans og lét þau betla af honum fjármuni. Þetta fór í fínu taugarnar á Kjar- vai, og honum sárnaði þetta svo mikið, að hann gerði það að laun- ungarmáli. Eitt sinn var ég stadd- ur í vinnustofu hans, er einn slíkan sendimann bar að dyrum og beiddi . um peninga. Kjarval var snöggur I svörum og sagðist enga peninga hafa — og farðu og segðu móður þinni, að svo sé guði fyrir að þakka, að enn skuli vera til humor í þess- um heimi. Sjálfsagt hefur Kjarval átt sína lífsdrauma, en lítt er um þá vitað, nema það sem lesið verður úr sumum verka hans. Eitt lítið atvik gefur ef til vill svolitla hugmynd um draumsýnir Kjarvals: Einn vina hans, Ásgeir Sigurðsson skip- stjóri á Esju, var í förum til Noregs yfir sumartímann og kom úr einni slíkri ferð með lítinn árabát (norska skektu) og skenkti meist- aranum með rá og reiða. Ég gleymi seint hve hreykinn Kjarval var af þessu fleyi sínu, þar sem það stóð undir fullum seglum á miðju gólfi í vinnustofu hans í Breiðfjörðs blikksmiðju. Gullmávurinn var skipið nefnt. Svo leið sumarið og haustið gekk í garð. Þá birtist einn góðan veðurdag í dagblaðinu Tím- anum mynd af Kjarval, þar sem hann sigldi sínu eigin fleyi inn Borgarfjörð eystra. Gullmávurinn var kominn í höfn undir skipstjórn eigandans. Var þarna gammall draumur að rætast? Ef til vill segir þetta litla atvik sína sögu, sögu um lífsdraum, sem rættist. Hver veit? Kynni okkar Kjarvals byrjuöu einhvern tíma upp úr 1932 og ég þá blaðastrákur að sniglast kring- um þennan einkennilega karl í Austurstrætinu, sem var í einu og öllu öðruvísi en venjulegt fólk og málaði skrítnar myndir af álfum og alls konar kynjaverum á pappír og striga á háaloftinu yfir skó- verslun Stefáns Gunnarssonar. Síðan liðu árin, ég hækkáði i mannvirðingu og fór til sjós. Þau árin sá ég lítið til meistarans, en svo kom stríð, og ég fór að mála eins og ég veit ekki hvað, og árang- urinn, guð minn góður þá kom aftur samband við Kjarval, og það entist, þar til yfir lauk. Það var mikil guðs gjöf, að ís- lendingum auðnaðist sú gæfa að kunna að meta verk Johannesar Sveinssonar Kjarvals. Á mestu fátæktartímum þjóðarinnar í seinni tíð, kreppuárunum, þegar enginn átti pening, voru allmargir, sem auruðu einhvern veginn sam- an í það að eignast mynd eftir meistarann. Engin menntun var þá til í landinu, sem skapaði þær forsendur, að listrænt mat á myndverkum gæti farið fram. Menn gáfu sig tilfinningunum á vald og hrifust á eðlislægan og mannlegan hátt, og þannig varð Kjarval ástmögur þjóðar sinnar á sviði myndlistar á skemmtilegan SJÁ NÆSTII SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.