Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBBR1985
33
Flugferðir — Sólarflug:
„Fyrirhyggjuafsláttur“
á Kanaríeyjaferðum
FERÐASKRIFSTOFAN Flugferðir, Sólarflug hefur tekið upp þá nýjung, að
þeir sem panta fyrstir í Kanaríeyjaferðir hjá fyrirtækinu fá ódýrustu ferðirnar.
í fréttatilkynningu frá ferða-
skrifstofunni segir m.a.: „Oft hefur
það tíðkast að fyrirhyggjufólkið,
sem pantar snemma í sólarlanda-
ferðir, borgar hæsta verðið, og fær
ekki notið þeirra afsláttar, og út-
sölukjara, sem stundum hefur
tíðkast varðandi „síðustu sætin".
Margir hafa líka misst af óskaferð-
inni og hvergi fengið pláss, vegna
þeirrar áhættu, sem tekin var með
því að bíða eftir útsölusætum, sem
svo oft urðu engin.
Með þessu nýja fyrirkomulagi
verður sú breyting á, að þeir sem
hafa fyrirhyggju og panta fyrstir
fá einmitt „útsöluafsláttinn" í sól-
arlandaferðina, og getur hann í
þessum tilvikum numið allt að kr.
10.000, tíu þúsund krónum á fer,
eða samtals kr. 40.000, fjörutíu
þúsund krónum fyrir fjögurra
manna fjölskyldu.
Með því að fólk panti snemma
er raunverulega hægt að lækka
ferðakostnaðinn svona mikið, því
þá gefst tækifæri til þess að njóta
allra bestu kjara með gistingu og
flugkostnað, og skipuleggja nýt-
inguna betur.
Þetta fyrirkomulag færir þenn-
an hagnað til hins forsjálna ferða-
langs og gerir mönnum kleift að
ferðast, sem annars ættu þess
varla kost.
„Fyrirhyggjuafslátturinn" gild-
ir fyrir takmarkaðan sætafjölda í
öllum ferðum Flugfeða, Sólarflugs
til Kanaríeyja, Tenerífe, nema á
jólum og páskum."
Danska uppboðshúsið:
Gott skinnaverð á
„septemberuppboðinu“
SVOKALLAÐ septemberuppboð á
loðskinnum sem haldið var í upp-
boðshúsi danska loðdýraræktarsam-
bandsins í Kaupmannahöfn fyrir
skömmu gekk vel, að sögn Jóns
Ragnars Björnssonar framkvæmda-
stjóra Sambands íslenskra loðdýra-
ræktenda. Á uppboðinu er selt það
sem eftir er af framleiðslu síðasta
árs, m.a. mikið af skinnum í lélegri
skinnaflokkunum.
Sagði Jón Ragnar að verðið hefði
verið sambærilegt við verðið sem
fékkst á uppboðunum i vor. Á
uppboðið fóru 930 þúsund minka-
skinn og tæplega 8 þúsund refa-
skinn auk annarra teguna. Öll
skinnin seldust upp.
Jón Ragnar sagði að útlitið væri
nokkuð bjart fyrir komandi sölu-
tímabil. Sagði hann að menn spáðu
vel fyrir blárefnum, en hins vegar
ættu menn frekar von á verðlækk-
un á minkaskinnum. Uppboðshús
danska loðdýraræktarsambands-
ins er orðið eitt af þeim allra-
stærstu í heiminum. í vetur verða
seld þar um 10 milljón minkaskinn
og 200 þúsund refaskinn auk ann-
arra tegunda og er söluverðmætið
áætlað 12-14 milljónir ísl. krónur.
Ekki er vitað hvað mikið af ís-
lenskum skinnum fer til sölumeð-
ferðar þar, því íslensku skinnin
fara einnig til sölu hjá Hudson’s
bay uppboðshúsinu í London. Jón
Ragnar sagði áætlað að héðan
færu samtals um 44 þúsund refa-
skinn og 22 þúsund minkaskinn.
Gestir Fredda sitja við leiktæki, en þarna er boðið upp á nýjung, sem víða
tíðkast erlendis, að gestir geti setið við tækin.
Freddi flytur
í Tryggvagötu
1. OTKTÓBER sl. flutti leiktækja-
salurinn Freddi sig um set í mið-
bænum, úr Fjalakettinum, Aðal-
stræti 8, í Tryggvagötu 32, sem er
við hliðina á ESSO á horni Tryggva-
götu og Kalkofnsvegar.
Hið nýja er sérhannað fyrir
rekstur leiktækjastofu og allt hið
glæsilegasta. Á staðnum eru um
30 tæki og í næstu viku er von
á nýjum leiktækjum erlendis frá.
Leiktækjasalurinn Freddi er op-
inn daglega frá klukkan 10 til
23.30.
í halanum
en ekki á
MISRITUN varð í fyrirsögn á
grein eftir Garðar Cortes í föstu-
dagsblaði Morgunblaðsins. Fyrir-
sögnin átti að vera: „Oft dregur
lofið háðið í halanum.“
Ég kalla mig ekki aflakló64
55
ÞORSTEINN
VILHELMSSON
skipstjóri á frystitogaranum
Akureyrinni EA 10
í viðtali viðÓlafH.T orfason.
Annað fólk í 9. tbl. 1985:
HANNES PÉTURSSON skrifar um „Draug í Austur-
dal“ og galdrahringi, STEINDÓR STEINDÓRSSON
frá Hlöðum um nýjustu árásir á Darwinismann, ÞOR-
BJÖRN KRISTINSSON um unglingaástir og BJARNI
FRÍMANNSSON frá Efrimýrum um fyrstu búskapar-
árin. GUNNAR SVERRISSON, GUÐJÓN SVEINS-
SON og ÓSKAR ÞÓRÐARSON frá Haga yrkja um
haustið. BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR á Leifs-
stöðum birtir smásöguna „Bananar og brennivín“.
MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR leikstjóri og ÞÓRA
HJALTADÓTTIR forseti Alþýðusambands Norður-
lands etja kappi í spurningagetrauninni. Frumbirting
á ,,Fjármannsrímu“ HÖSKULDAR EINARSSONAR
frá V atnshorni um Sigurð J ónsson frá Brún.
Heimaerbezt
© 96-22500 (EKKI SELT Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM)
_________Fyrirtaki sem nota IBM System/36_________
Hagræðing fyrir
skrifstofufólk!
Meö stööugri þróun og markvissum rannsóknum á sviöi hugbúnað-
ar hefur IBM endurbætt stýrikerfið fyrir System/36. Nýja stýrikerfiö
felur í sér möguleika sem auka til muna notagildi tölvunnar.
Því fylgja fullkomin, samvirkandi kerfi, einkar gagnleg fyrir skrif-
stofufólk, sem getur nú án aðstoðar kerfisfræðinga leyst fjölbreyti-
legustu verkefni varðandi ritvinnslu, gagnasöfnun og fleiri
skrifstofustörf.
Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiðum í notkun þessara
kerfa. Á þrem fyrstu námskeiðunum verða tekin fyrir:
DisplayWrite/36 Displaywrite ritvinnslutölvan er fyrirmynd þess
öfluga kerfis sem auk hefðbundinna ritvinnslu-
aðgerða býður upp á ýmsa tengingarmöguleika,
m.a. við kerfi varðandi útsendingu dreifibréfa,
innanhússpóst og leiðréttingar texta.
Query/36 Með þessu nýja fyrirspurnamáli, geta notendur
útbúið hvers konar fyrirspurnir og tölvulista út frá
skrám á diskum, bætt við gagnaskrár og leiðrétt.
IDDU Með IDDU eru settar upp nýjar gagnaskrár og
Query kerfið tengt við þær skrár sem fyrir eru í
tölvunni.
Námskeiðin byggjast að mestu leyti á verklegum æfingum og mark-
miðið er að þátttakendur öðlist sjálfstæði í notkun kerfanna.
Stjórnunarfélag Islands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66