Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 40
- 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. OKTÓBER1985
Leggjum niður
vinnu þann 24. okt.
eftir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur
í ár er lokaár kvennaáratugar
Sameinuðu þjóðanna sem hófst
árið 1976. Það ár voru margar ís-
lenskar konur fullar bjartsýni og
vongóðar um að brátt myndi staða
Itvenna breytast verulega til batn-
' aðar. Enda mörg teikn á lofti.
Konur höfðu sýnt og sannað
með eftirminnilegum hætti þann
24. okt. 1975 hversu gífurlega mik-
ið vinnuframlag þeirra til þjóðfé-
lagsips er. Með því að leggja niður
vinnu þann dag höfðu þær jafn-
framt sannað fyrir sjálfum sér
hvers þær væru megnugar ef þær
stæðu saman. í kjölfar þessa at-
burðar sigldu svo jafnréttislög ár-
ið eftir en samkvæmt þeim var at-
vinnurekendum óheimilt að mis-
muna fólki eftir kynferði m.a.
hvað varðaði laun, ráðningu og
starfskjör. Jafnréttisráð var sett á
laggirnar til að fylgjast með því
að lögunum væri framfylgt.
* Samhliða þessu fór aukin
áhersla á menntun kvenna enda
trúðu konur því að aukin menntun
myndi skila sér í bættum launum.
Formlegar menntunarkröfur til
þeirra sem sóttu í hefðbundnar
kvennagreinar s.s. hjúkrun,
fóstrunám, ljósmæðranám,
kennaranám o.fl. jukust sífellt. Og
til að bæta sér upp þá menntun,
sem þær höfðu áður farið á mis
við, streymdu konur í öldunga-
deildir menntaskólanna. Það var
— inikið að gerast í málum íslenskra
kvenna. '
Hvad hefur áunnist?
Nú u.þ.b. tíu árum síðar hljóta
konur að spyrja sig hverju hinn
margumtalaði kvennaáratugur
hafi skilað þeim. í mínum huga er
enginn vafi á því að allt starf og
barátta kvenna þennan áratug
hefur skilað konum þeim ómælda
fjársjóði sem fólginn er í auknum
krafti, kjarki og þori. Sjálfstraust
og sjálfsvirðing kvenna hefur auk-
ist og þær þora að fara sínar eigin
leiðir.
Hitt er jafn augljóst að lítið
hefur tekist að þoka þjóðfélaginu í
«Jafnréttisátt og flestar konur eru
jafn illa settar innan heimilis sem
utan og þær voru áður. Konur
bera enn höfuðábyrgð á heimilis-
störfum og barnauppeldi, þeim
fjölgar sáralítið í stjórnunarstörf-
um (Alþingi, verkalýðshreyfing
o.fl.), meðaltekjur þeirra eru enn
taisvert undir meðaltekjum karla
og auknar menntunarkröfur til
kvennastétta hafa síst orðið til að
færa þær ofar í launastiganum.
Jafnréttislögin hafa reynst mátt-
lítil og Jafnréttisráð stofnun með
þröngan fjárhag og fá úrræði.
Einkenni-
lega vaxin
horn á
lambi
Lamb með einkennilega vaxin
horn kom af fjalli á Snæfellsnesi í
haust. Eigandi lambsins, Guð-
bjartur Þorvarðarson á Hellis-
saadi, er með lambið á myndinni.
'Hornin vaxa upp úr miðjum haus
lambsins. Eins og sjá má á mynd-
. ^inni eru þau flöt eins og sverð, og
strekkja mjög á augum lambsins.
Kvennastörfin
En eins og ég sagði áðan þá hef-
ur sjálfstraust og sjálfsvirðing
kvenna aukist og það skiptir
kannski sköpum. Allir sem fylgst
hafa með fjölmiðlum á undanförn-
um misserum vita, að það gengur
æ verr að manna þau fyrirtæki og
stofnanir sem byggja á hefð-
bundnum kvennastörfum og launa
þau samkvæmt taxta. Ekki alls
fyrir löngu var t.d. staðan sú hjá
slíkum fyrirtækjum og stofnunum
í eigu Reykjavíkurborgar að á
Borgarspítalann vantaði 30—40
hjúkrunarfræðinga, 50—60
sjúkraliða og eitthvað af Sókn-
arstúlkum. Af þessum sökum stóð
og stendur enn fjöldi rúma ónot-
aður, m.a. rúm fyrir aldraða, sem
spítalinn fær engin daggjöld fyrir
sem leiðir aftur af sér mikinn
hallarekstur. Hjá Heimilishjálp
borgarinnar, sem m.a. sinnir þeim
sjúku öldruðu sem ekkert pláss er
fyrir hjá stofnunum borgarinnar,
vantaði u.þ.b. 100 konur í hluta-
störf til að fullmannað væri. Hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur geta 120
konur unnið við snyrtingu og
pökkun þegar fullmannað er en
fyrir stuttu mættu aðeins 30—40
konur til þeirra starfa, þrátt fyrir
að mikið væri auglýst. Mannekl-
una á dagvistarstofnunum borgar-
innar þarf svo varla að tíunda,
hún ætti að vera öllum kunn.
Þetta er það ástand sem blasir
við í dag og undirrót þess er, að
enn er konum boðið upp á smánar-
laun fyrir vinnuframlag sitt, laun
sem eru þeim engan veginn sam-
boðin og því leita þær á önnur og
fengsælli mið. Þetta vita allir sem
vilja vita en hvorki atvinnurek-
endur né verkalýðshreyfing hafa
verið tilbúin til að gefa baráttu-
málum kvenna sérstakan forgang.
Konan, vinnan, kjörin
I launamálum sem og öðrum
baráttumálum sínum verða konur
fyrst og síðast að treysta á sjálfar
sig, mátt sinn og megin. 1 þeim
efnum er samstaða kvenna mjög
mikils virði og hafi verið þörf fyr-
ir hana þann 24. okt. fyrir tíu ár-
um, þá er hennar ekki síður þörf í
dag.
Eins og fyrr segir lögðu konur
niður vinnu þann dag til að sýna
fram á vinnuframlag sitt. Nú tíu
árum síðar hefur verið ákveðið að
nota þennan sama dag til að
benda á hversu illa launamálum
kvenna er komið. Þennan dag
verður opnuð sýning í nýju seðla-
bankabyggingunni undir kjörorð-
inu „konan, vinnan, kjörin" en hún
hefur það að markmiði að leiða
fólki fyrir sjónir hversu mikil og
víðtæk atvinnuþátttaka kvenna er
en jafnframt hversu vanmetin
Morgunblaðið/Bcring Cecilsaon
hún er til launa. Fyrir sýningunni
stendur hin sk. ’85-nefnd, sam-
starfsnefnd um lok kvennaára-
tugarins, en í henni eiga m.a. sæti
fulltrúar frá 16 félögum og sam-
tökum kvenna. Þennan sama dag
mun nefndin einnig gangast fyrir
útifundi þar sem konum gefst
kostur á að sýna með þátttöku
sinni að þær sætta sig ekki við þau
smánarlaun sem þeim er boðið
upp á fyrir vinnuframlag sitt.
Sjálfstæð aðgerð eða
minningarathöfn?
Til þess að gefa mótmælum sín-
um þennan dag aukið vægi hafa
konur á Akureyri og í Hafnarfirði
ákveðið að leggja niður vinnu, rétt
eins og 1975. Mikill hugur er í
mörgum reykvískum konum að
fara að dæmi kynsystra sinna
fyrir norðan og sunnan en aðrar
eru hikandi. Astæðan fyrir hiki
þeirra virðist öðru fremur sú, að
þær óttast að ekki verði hægt að
endurtaka hið glæsilega „kvenna-
frí“ eða „kvennaverkfall" ársins
1975. í hugum þeirra var þetta
óviðjafnanlegur atburður sem þær
vilja ekki fyrir nokkurn mun
gengisfella í endurminningunni.
Þessi afstaða er mjög vel skiljan-
leg en að mínu mati er óttinn sem
að baki henni býr ástæðulaus. Ef
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Til þess að gefa mót-
mælum sínum þennan
dag aukið vægi hafa
konur á Akureyri og í
Hafnarfirði ákveðið að
leggja niður vinnu, rétt
eins og 1975. Mikill
hugur er í mörgum
reykvískum konum að
fara að dæmi kynsystra
sinna fyrir norðan og
sunnan en aðrar eru
hikandi.“
konur fyrir tíu árum hefðu látið
stjórnast af óttanum við mistök
þá hefði þessi sögulegi atburður
aldrei átt sér stað. Þær renndu
blint í sjóinn og það tókst.
Síðan þá hafa konur oft sýnt að
þær bæði þora og geta — nú er
viljinn allt sem þarf. Og það er
ótrúlegt annað en að konur vilji
einmitt núna leggja niður vinnu
til að mótmæla sínum lélegu laun-
um. Núna, þegar varla er hægt að
manna skólana, sjúkrahúsin,
frystihúsin, dagvistarstofnanirn-
ar, skrifstofur hins opinbera o.fl.
vegna lélegra launa. Ef konur vilja
það ekki núna, þá hvenær?
Ef konur hins vegar leggja
niður vinnu þann 24. okt. nk. þá er
það vegna þeirra aðstæðna sem
þær búa við í dag, en ekki vegna
þess að þær ætli að halda minn-
ingarathöfn um eitthvað sem
gerðist fyrir tíu árum. Enda eng-
um hollt að lifa í endurminningu
þar sem slíkt líf leiðir ekki til ann-
ars en vonbrigða með atburði líð-
andi stundar. Það má heldur ekki
gleymast að það er komin ný
kynslóð kvenna út á vinnumarkað,
konur sem vegna ungs aidurs voru
þar ekki fyrir tíu árum og hafa því
kannski lítils að minnast. Það má
ekki svipta þær þeirri dýrmætu
reynslu sem felst í því að upplifa
samstöðu kvenna.
Að öllu þessu sögðu vil ég hvetja
reykvískar konur til að hugsa
þessi mál gaumgæfilega og ræða
þau hvar sem tvær eða fleiri eru
samankomnar. Það er skammur
tími til stefnu en ef andinn er
reiðubúinn þá er okkur ekkert að
vanbúnaði. Þá fetum við í fótspor
kynsystra okkar fyrir norðan og
sunnan.
Höfundur er borgarfulltrúi
Krennaframboðsins í borgarsíjórn
Reykjaríkur.
Steve Bauer og David Caruso sem glæpaspírur f HJARTAÞJÓFNUM.
Dagbókin og
draumaprinsinn
Kvikmyndir
Snæbjörn Valdimarsson
REGNBOGINN: HJARTAÞJÓF-
URINN - THIEF OF HEARTS
irVt
Leikstjóri Douglas Day Stewart.
Handrit Stewart. Kvikmyndataka
Andrew Laszlo. Búningar Michael
Kaplan. Klipping Tom Rolf. Tón-
list Harold Faltermeyer. Aðalhlut-
verk Steven Bauer, Barbara Willi-
ams, John Getz, David Caruso.
Bandarísk, frá Paramount, gerð
1984. 100 m.
Eftir því sem mér er best
kunnugt þá er leikstjóri Hjarta-
þjófsins lítt þekktur utan hann
skrifaði handrit An Officer and a
Gentleman, sem öllum á óvart,
sló rækilega í gegn á því herrans
ári 1982. Sá samsetningur hefur
sjálfsagt stappað stálinu í ráða-
menn Paramount að hleypa
kauða i leikstjórnina, sem hann
ræður svo engan veginn við.
Fytir það fyrsta er efnisþráð-
urinn orðinn ansi slitinn og
framlágur, þolir illa þessa við-
vaningslegu viðbótarnauðgun.
Ef myndin hefði átt að eiga ein-
hverja möguleika þá hefði ekki
veitt af frísklegra handriti og
efnistökum. Taugaslappur, fola-
legur innbrjótsþjófur í einni
ránsferðinni hefur af tilviljun á
brott með sér dagbækur munað-
arlegrar eiginkonu. í þær hefur
hún skráð vonir sínar og drauma
um hressilegra og villtara kynlíf
en hún á víst að venjast með sín-
um slyttingslega eiginmanni.
Þetta kitlar þjófinn og þar sem
hann uppfyllir folaímynd frúar-
innar verður honum ekki skota-
skuld úr að leggja snörur sínar
fyrir hana og ganga enn frekar á
það sem ektamannsrolan taldi
vísar eigur sínar.
En upp komast svik um síðir.
Folinn þverfur helsærður á
braut, en frúin, nýupplýst um að
jafnvel hin fjölbreytilegasta
upplyfting í kynlífi er kannski
ekki alveg eins eftirsóknarvelð
þegar á heildina er litið og hún
hafði borið upp við dagbókina,
tekur nú að daðra við dauðyflið
sitt á nýjan leik og ailt fellur í
ljúfa löð.
Þær eru harla fáar, jákvæðu
minningarnar, sem sitja eftir
sýningu Hjartaþjófsins. Bauer,
(Scarface), er reyndar sennilegur
í hlutverki þjófsins enda hefur
hann útlit strætislyddu, „sem
ekki á heima í kreditkortahimn-
aríki hinna útvöldu, heldur í
göturæsinu með sínum jafningj-
um“, en eitthvað á þesas leið
hljóðaði ein háfleygasta setning
myndarinnar.
Þessu merglitla efni hefur
oftsinnis verið skilað betur í
myndum og sjónvarpi, einkan-
lega eru málalokin óviðunandi
og ósennileg. Tilgangur Hjarta-
þjófsins er því harla óljós. Leik-
stjórnin og leikurinn er flatur,
tónlistin minnir óþægilega á þá
sem kennd er við Emmanuelle og
frænkur hennar allar, en rýkur
upp í óþægilegan gassagang þeg-
ar minnst varir. Tímasóun, þeg-
ar á heildina er litið.
I
+