Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 44

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Bladburóarfólk óskast! Austurbær Óöinsgata Ingólfsstræti Leifsgata Barónsstígur Minning: Eyjólfur Ben Sig- urðsson, Keflavík Fæddur 15. september 1964 Dáinn 5. október 1985 Minn besti vinur og félagi allt frá barnaæsku, Eyjólfur Ben Sig- urðsson, er látinn. Þegar svo ungur og efnilegur drengur er skyndilega kvaddur burt setur mann hljóðan. Min fyrstu viðbrögð eru hvers vegna, hvers vegna er svo góður drengur í blóma lífsins tekinn burt frá okkur? Við spurningu sem þessari fæst ekki svar. En einhvern tím- ann var sagt og ritað að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Eyjólfur heitinn var sonur hjón- anna Sigurðar Ben Þorbjörnsson- ar og Maju Sigurgeirsdóttur. Hann átti eina systur, Ástu Ben. Eyjólfur var fæddur 15. september 1964 og uppalinn í Keflavík. Hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú í vor á iðnaðar- braut blikksmíða, lærði blikksmíði n O&CUft sa ANMTUM œnsutítM-" W66WOGÍ 9- •Sftf/ 3SOOO • mvt/p., HveuHzyp. ?ösrvj»ksAf< *%-. ty-zz. Cf KARZ.rMZ': pR/ffxJO. a& fíntmTVD. +4../4-2Z • ÍSfVóæo. -tí~/0-/?- hjá íslenskum aðalverktökum og hugðist taka sveinspróf í iðninni í þessum mánuði. En kallið gerir ekki boð á undan sér og Eyjólfur heitinn Ben lést af slysförum 5. þessa mánaðar. Ég man fyrst eftir Eyja er við slóumst við grindverkið sem skildi að lóðarmörk foreldrahúsa okkar, ég þá 4 ára og Eyjólfur ári eldri. Upp frá því hófst vinskapur okkar. Eyjólfur var einstaklega greið- vikinn og jafnframt góður dreng- ur. Ætíð gat ég leitað til hans ef eitthvað bjátaði á. Hann sá alltaf björtu hliðar lífsins og þá sér- staklega þær skoplegu. Mér þótti einna skemmtilegast að sjá og heyra Eyja hlæja en þær stundir voru margar. Gleðin skein úr and- liti hans og hann kom mér ávallt í gott skap. Framtíðin blasti við þessum lífsglaða dreng. Eyjólfur var reglusamur mjög, áreiðanlegur í verki og orði. Var hann þekktur meðal björgunar- sveitarmanna jafnt sem annarra fyrir varkárni í starfi. Ég bar mik- ið traust til hans á ferðalögum og öðrum samverustundum, hann var skemmtilegur og jafnframt ógleymanlegur ferðafélagi og allt- af var hægt að treysta á Eyja. Hann starfaði af lífi og sál í Björgunarsveitinni Stakki í Kefla- vík ásamt föður sínum og vinum. Tók þátt í björgunaraðgerðum, fjáröflunarstarfi og öllum málefn- um innan sveitarinnar. Engan óraði fyrir því að félagar hans og vinir ættu eftir að ganga fjörur í leit að einum virkasta félaga sveitarinnar, Eyjólfi Ben. Er ég kveð nú besta vin minn og félaga vil ég þakka honum þær ógleymanlegu stundir er við áttum saman. Eftirsjáin eftir svo dugleg- um og hjartagóðum dreng, sem ég kynntist fyrir 16 árum, er mikil. Ástvinum hans öllum, en þeir voru æði margir, votta ég dýpstu samúð mína um leið og ég bið Drottin Guð að styðja foreldra hans og systur. Minningin um einstaklega góð- an dreng mun lifa í hjörtum okkar allra sem þekktu hann. Blessuð sé minning hans. Birgir Þórarinsson Þann 5. október sl. barst mér sú sorgarfregn að besta vinar míns, Eyjólfs Ben Sigurðssonar, væri saknað, en hann hafði þá um daginn fallið fyrir borð af litlum gúmmíbáti við æfingu hjá björg- unarsveitinni Stakk í Keflavík. í fyrstu trúði ég þessu ekki, en svo hugsaði ég að enginn maður mundi segja svona ósatt. Við sem sátum heima í stofu fyrir nokkrum dögum og sögðum hvor öðrum sögur af sjálfum okkur og hlógum. Hvernig gat maður ímyndað sér að svona gæti farið. Hann sem var svo varkár og athugull. Við höfðum gert áætlanir um að gera svo margt og fara svo margt. Mér fannst sem öllu væri lokið hvað varðaði framtíðaráætl- anir mínar. Við áttum nákvæm- lega sömu áhugamál, sem voru bílarnir okkar og ferðalög um fjöll- in. Sífellt var tekið feil á okkur, því við vorum sagðir svo líkir. Sumir sögðu líka að við hugsuðum eins. Margir héldu að við værum bræður eða náskyldir. Mér finnst að ég hafi misst meira en vin, mér finnst eins og ég hafi misst bróður. Það er svo margt sem við fáum ekki svör við. Hvers vegna varð hann að kveðja svona ungur? Hann sem virtist eiga svo geysi- lega bjarta framtíð fyrir sér okkar á meðal. Eyjólfur var laginn, allt lék í höndum hans. Hann var búinn að iæra blikksmíði og starfaðt hjá fslenskum aðalverktökum. Eyjólfur var alls staðar einstak- lega vel liðinn. Ég get því imyndað mér að það hafi verið tómlegt hjá starfsfélögum hans á mánudags- morguninn, þegar Eyjólfs var saknað. Allir sem kynntust Eyjólfi urðu strax vinir hans og vinahópur hans var geysilega stór. Við gerðum margt skemmtilegt saman í sumar. Stundum lékum við okkur á hraðbáti og alltaf var Eyjólfur fyrstur að spenna á sig björgunarvestið. öryggið og gætn- in sátu í fyrirrúmi hjá honum, en það ræður enginn því hvenær Guð kallar okkur til sín. Við fórum í tvær skemmtilegar jöklaferðir í sumar og ætluðum að endurtaka slíkar ferðir næsta vor. Vorum við farnir að skipuleggja þær ferðir, sem áttu að verða upp á Snæfellsjökul og víðar. Ég minnist þess sérstaklega þegar við fórum í sumar að Goðasteini, sem er uppi á Eyjafjallajökli. Þar vor- um við fjórir félagar svo ánægðir með lífið og tilveruna. Mynd, sem tekin var af okkur öllum á tindin- um, ber vitni um það. Þegar við fórum í sumar á Vatnajökul var mjög gaman. Við gistum eina nótt í litlum skála á Esjufjöllum og ætluðum síðan að halda lengra inn á jökulinn daginn eftir, en Eyjólgur vildi snúa við, því það var að skella á blindbylur, hann vildi ekki láta þurfa að leita að okkur. Eyjólfur var sjálfur í björgunarsveit og vjssi hvað hann var að gera. Hann var virkur félagi í sveitinni og alltaf var hann boð- inn og búinn hvað sem á bjátaði, alltaf vildi hann hjálpa hverjum sem var. Faðir Eyjólfs var hans besti vinur. Þeir voru mjög samrýndir feðgar, reyndar var öll fjölskyldan samrýnd. Foreldrar Eyjólfs eru Sigurður Ben Þorbjörnsson og Maja Sigur- geirsdóttir. Eyjólfur átti eina syst- ur, Ástu Ben. Hann reyndist henni góður bróðir. Eyjólfur var bindindismaður bæði á vín og tóbak. Það litu líka margir upp til hans vegna þess, bæði yngri og eldri. Hann hafði gott lag á að umgangast gamalt fólk, hans gaf sér alltaf góðan tíma og prúðmennskan var honum í blóð borin. Ég vil að lokum votta for- eldrum hans og systur og öðrum aðstandendum mína dýpstu sam- úð. í huga mínum lifa margar góðar minningar um einstaklega góðan vin, sem hefur yfirgefið þennan heim. Megi minning hans lifa. Elentínus Sverrisson Hví fölnar j urtin fríða og fellir blóm syo skj ótt? hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hvi berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf ? Björn Halldórsson frá Laufási Myndir liðinna daga skýrast í huga manns við fráfall vinar. Margar minningar og gleðistundir rifjast upp með Eyjólfi Ben Sig- urðssyni frá æskudögunum. Oft var glatt á hjalla í uppskeru og söluferðum' okkar með Halli, þegar hann tók okkur strákana með sér út á Nes til að taka upp rófur og síðan.í söluferðir um ná- grennið. Ekki lá Eyjólfur á liði sínu þar. Eða er við sjö strákamir stofn- uðum félag, er við nefndum Sjö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.