Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
45
saman og ætluðum allir að verða
ríkir og bjuggum til hluti og seld-
um en enginn varð ríkur, nema af
vináttu og ekki sist hans.
Og ekki vantaði okkur leikara,
þegar einn úr hópnum eignaðist
kvikmyndatökuvél og stofnað var
kvikmyndafélag, þá var hann kjör-
inn í aðalhlutverkið.
Ef spilin verða tekin upp, eins
og okkar var vani, verður Eyjólfur
ekki í sínu sæti og hláturinn hans
heyrist ekki á meðal okkar, þar
verður hans saknað því hann var
hrókur kátínu og gleði.
Eyjólfur var einn þeirra, sem
gekk í Björgunarsveitina Stakk,
er hann hafði aldur til, þar var
hann traustur og góður félagi, og
þar var hann að störfum, er sá sem
öllu ræður kallaði hann burt —
kannski hefur vantað góðan björg-
unarsveitarmann handan móð-
unnar miklu.
Eyjólfur var fæddur 15. sept-
ember 1964 en við þann mánaðar-
dag er skrifað, þú ert gæddur
eldmóði og hrifnæmi, einlægni og
alúð, mikilli skarpskyggni í hugs-
un og mannþekkingu, þú ert glað-
lyndur og jafnlyndur og ætíð
nærgætinn við aðra.
Eyjólfur lauk námi á málmiðn-
aðarbraut við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja vorið 1985, og vann við
blikksmíðar hjá íslenskum aðal-
verktökum.
Á heimili hans var gott að koma,
en hann átti heimili hja'foreldrum
sínum, Maju Sigurgeirsdóttur og
Sigurði Ben Þorbjörnssyni, að
Faxabraut 80.
Er við kveðjum vin okkar Eyjólf
með söknuði vottum við foreldrum
hans og systur okkar dýpstu sam-
úð.
Já, sefist sorg og tregi,
þér saknendur við gröf,
þvítýnderyðureigi
hinyndislegagjöf:
Hún hvarf frá synd og heimi
til himins — fagnið því —
svo hana Guð þar geymi
oggefifegriáný.
Björn Halldórsson frá Laufási.
Höskuldur, Jón Mír, Karl Jóhann,
Ragnar.
Það er ávallt erfitt að horfa á
eftir vinum sínum yfir móðuna
miklu og standa frammi fyrir
þeirri nöturlegu staðreynd að geta
aldrei aftur notið návistar við þá.
Ekki vekur þetta síst blendnar
tilfinningar í hópi, sem á því að
venjast að hittast reglulega, á
stundum undir erfiðum kringum-
Leiðrétting
í minningargrein um Helga Finn-
bogason frá Hítardai sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 8. þ.m. voru
tvær vísur eftir Guðmund Sigurðsson
fyrrv. bónda á Höfða í Eyjarhreppi.
Því miður var seinni vísan röng.
Rétt er hún svona:
Burt ég sveima af bænum þeim
beiskjueimi hlaðinn.
Mig skal dreyma í dalinn heim.
Drottinn geymi staðinn.
Er hér með beðist velvirðingar
á þessum mistökum.
Sigurður Helgason'
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLl skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
stæðum, en ávallt undir þeim
merkjum sem prýða mega góðan
hóp — samheldni, vináttu og kank-
vísi. Þegar skarð er höggvið skipu-
lega í slíkan hóp verður erfitt að
sameinast aftur — hópurinn er
breyttur og okkur setur hljóð. Og
víst er um það, starf björgunar-
sveita hlýtur að þjappa einstakl-
ingum þeirra nánar saman en
almennt tíðkast.
Nú höfum við misst Eyjólf Ben
úr röðum okkar og við því kunnum
við engin svör. Svo snöggt, svo
óvænt. Hann varð ekki gamall en
náði á skammri ævi að ávinna sér
fágætt traust og væntumþykju
með þægilegri framkomu sinni og
ósérhlífni. Það eru ekki hvað síst
þeir þættir í fari hans sem gera
okkur svo ráðþrota og agndofa.
Hópinn setur hljóðan.
Björgunarsveitin Stakkur naut
veruleega góðs af kröftum og
manngildi Eyjólfs Ben. Nokkrar
myndir þjóta um hugann. Ungur,
áhugasamur drengur fylgir föður
sínum á æfingar og nær strax að
vinna hug og hjörtu sveitarmanna.
Hann fylgir fordæmi föður síns
Vog gengur í sveitina um leið og
aldur leyfir, tekur þegar að sér
ábyrgðarstörf tengd tækjum sveit-
arinnar og skilar þeim óaðfinnan-
lega, rétt eins og öðru sem hann
tók að sér.
Við kveðjum góðan félaga með
þessum fátæklegu orðum. Hann á
það inni hjá okkur að við höldum
á loft því merki sem hann reisti
með vaskri framgöngu sinni og
veitti okkur svo þægilega með ná-
vist sinni.
Foreldrum, systur og öðrum
aðstandendum sendum við djúpa
hluttekningu á erfiðri stundu.
Megi blessun fylgja góðum
dreng.
Félagar úr Björgunarsveitinni
Stakk, Keflavík og Njardvík.
I
I* • éi»i»i«*ai«ifl«mi laiyii **
Stykkishólmur:
Sjúkrahúsið máiað
Stvkkishólmi; 5. október.
SJUKRAHÚSIÐ hefur nú verið málað að utan hátt og lágt og er nú til
mikillar prýði fyrir bæinn. Þar er nú verið að innrétta nýbygginguna, sem
verður að mestum hluta heilsugæzlustöð. Árni.
Danir KurniA
GOTTAD META
Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara og neytendur.
Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar
metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því aö segja aö íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku
ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meðaleinkunn í gæðamati dönsku sérfræöinganna, eöa
rúmlega 11 af 15 mögulegum.
Danir eru annálaöir fagmenn í ostagerö og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi
fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leiö skýring á því hvers vegna íslendingar hafa skipað sér
á bekk meö mestu ostaneysluþjóöum heims.
íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru:
> 4
Mysingur sem fékk 12,8 í einkunn.
Framleiðandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri
og ostameistari er Oddgeir Sigurjónsson.
45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn.
Framleiöandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauöár-
króki og ostameistari er Haukur Pálsson.
Smurostar frá Osta- og smjörsölunni sem fengu
12,5 í einkunn. Ostameistari er Guömundur Geir
Gunnarsson.