Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. OKTÓBER1985 49 miðað við stærðarmælingu skip- anna. Töframenn Siglingamálastofn- unarinnar mæla skipin endalaust niður fyrir utgerðarfélögin vegna lægri hafnargjalda og færri manna í áhöfn. Þarna eru peninga- sjónarmiðin að brjóta öll lögmál. Þetta þýðir, að meira álag kemur á þá sem eftir eru á skipunum, sem var þó álitið nægilegt fyrir. Þetta kemur einnig niður á viðhaldi og þrifum skipanna og rýrir öryggi áhafna og skipa. Við erum þannig komnir langt niður fyrir þann mannafla sem nauðsynlegur er, ef eitthvað ber útaf, en því má ekki gleyma, að aðstæður til sjós á Atlantshafi geta verið og eru oftast erfiðar í vetrarveðrum og stórsjóum, þegar standa þarf í lagfæringum á farmi og sjóbúnaði við verstu aðstæður. ' Störf sjómanna eru með þessu, stuttum stoppum í heimahöfn, sambandsleysi við fjölskyldurnar og löngum fjarvistum, gerð óeftir- sóknarverð, og það mest af þeim, sem þurfa á góðum og dugmiklum sjómönnum að halda, útgerðar-, mönnunum okkar. Slík er þeirra skammsýni og skilningsleysi. í sambandi við menntun sjó- manna og áhuga og skilning ráða- manna á þeim málum er rétt að líta aðeins aftur og minnast þess, að það stóð í þrefi í um 20 ára skeið á sjálfu Alþingi íslendinga, að taka ákvörðun um að stofnaður yrði hér á landi Stýrimannaskóli. Þetta var fyrir um eitt hundrað árum, en höfum við nokkuð lært í afstöðu okkar til sjómanna? Það var þó loks ákveðið að stofna skól- ann með lögum frá 22. maí 1880. Það var þó ekki fyrr en um haustið 1891, að skólinn tók til starfa. Það tók sem sagt rúm tíu ár að gera hann að veruleika eftir allt stappið sem á undan var geng- ið. Svona geta ráðamenn okkar lands verið skilningslausir og blindir á þarfir þjóðar sinnar og þegna. Fyrsti skólastjóri stýri- mannaskólans var Markús Bjarna- son. Vélstjóraskóli íslands tók til stafa 1915 og var fyrsti skólastjóri hans Marius Jensen. Ottó B. Arnar símaverkfræðingur annaðist menntun loftskeytamanna allt til ársins 1932 að Landssími íslands tók við þeirri kennslu og annaðist bæði tæknilegt, verklegt og bók- legt nám loftskeytamanna allt til ársins 1979, en síðan hefur enginn skóli í þessu fagi verið haldinn. Félag íslenskra loftskeyta- manna hefur lagt fram kröfu um skólahald í þessum fræðum og unnið að námsbraut þar sem lögð er stóraukin áherzla á fjölbreytta tæknimenntun og verklegt nám, og farið fram á að kennsla í faginu verði tekin upp við Iðnskólann í Reykjavík. Mér er sagt, að þetta hafi fengið góðar undirtektir og farið í gegn- um kerfið alla leið til menntamála- ráðuneytisins, en þar hafi málið verið svæft og týnst, og engan skilning væri þar að fá á málinu, eða fjárhagslega getu til fram- kvæmda. Nú er svo komið, að loftskeyta- mannaskortur er víða orðinn baga- legur á strandstöðvum Landssíma Islands, ritsímastöðvum, og á far- skipunum, og menn fást ekki til afleysinga. Meðalaldur starfandi loftskeytamanna sé á milli 50—60 ár. Slíkt ófremdarástand er þegar orðið í þessum málum. Það er ekki vansalaust, að þegar ríkið á að sjá um hlutina eða ráðamenn menntakerfisins þá leggst hönd dauðans á flestar iðngreinar. Þeir virðast aldrei ætla að skilja, ráðamenn okkar, að framtíð þjóð- félagsins byggist á menntun, dugn- aði og getu þegnanna og aðstöðu þeirra til þess að geta stundað atvinnu sína sem vel menntað og fært fólk í sinni grein. Ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta? Ef þeir menn og konur, sem við kjósum til þess að sjá ráð fyrir okkur, svíkjast um, eða bera ekki gæfu til að sjá hvar skórinn kreppir á hverjum tíma þá verðum við að fá nýja menn. Menn með opin augu. Menn, sem hafa skilning, vilja, vit og kjark til þess að bæta úr hlutunum, og manndóm til þess að koma því í verk sem vinna þarf, landi og þjóð til heilla og þrifa. Loftskeytamenn eru og hafa verið og munu verða um ófyrirsjá- anlegan tíma nauðsynlegir menn á skipum og á strandastöðvum, vegna alþjóðlegra viðskipta og alþjóðaákvæða. Þeir annast öll viðskipti til og frá skipi og hafa til þess bæði mála- og tækni- menntun og aðra kunnáttu. Nú fjölgar rafeindastaðsetning- artækjum og tölvustýrðum búnaði í skipum og stjórntækjum hvers- konar, sem þarfnast umhirðu, viðhalds og viðgerða, ef þau bila, slíkt getur komið fyrir öll tæki og til viðgerða þarf menntun og kunn- áttu, sem loftskeytamennirnir búa yfir manna mest á skipunum. í ræðu Guðjóns A. Kristjánsson- ar skipstjóra og forseta Far- manna- og fiskimannasambands íslands á umræddri ráðstefnu, kom fram eftirfarandi: „Eitt lang- ar mig til að minnast á, sem ekki hefur komð hér fram. Það er menntun loftskeytamanna. Það hefur ekki verið útskrifaður úr skóla loftskeytamaður nú í nokkur ár hér á landi, og það fer að verða vöntun á þessum mönnum, hvort sem það endar með, að þeir fari af togaraflotanum eða ekki. Fari svo, þurfum við samt sem áður að hafa loftskeytamenn, bæði fyrir Strandstöðvarnar og flutn- ingaskipin, þannig, að það er alveg óviðunandi ástand, að menn geti ekki menntað sig í þessari grein." Halldór Ásgrímsson skipstóri tekur í sama streng í erindi sínu á ráðstefnunni, og kemst þar meðal annars svo að orði: „Nú um áramótin (1984—1985) stendur til að leggja niður loftskeytamanns- starf á hinum svo nefndu stóru togurum, þar held ég að falli niður nokkuð stór öryggisstuðull þar sem þessi skip eru oftast mikið dreifð á miðunum og hafsvæði þau, sem þessi skip stunda veiðar á, ná langt út fyrir VHF sambönd strandstöðva." í sambandi við „Öryggisstuðul- inn“, vildi ég benda á, að loft- skeytamenn á togurunum stóðu hlustvörð yfir vetrarmánuðina, eða frá 1. október til 1. marz ár hvert meðan ég var loftskeytamað- ur á togurum, þannig að tvö skip skiptu á milli sín vaktinni á 500 kc/s og 2182 kc/s. Þessi vakt var algjör þegnskylduvinna. En þessi hlustvarzla á nóttunni yfir versta og dimmasta árstímann kom oft að góðum notum í neyðartilfellum, þó að erfitt sé að meta hana til peninga. Á neyðarstundu annast loft- skeytamenn neyðarþjónustu, bæði fyrir sitt skip og önnur, er þarfnast aðstoðar á 500 kc/s á morse og hinum 14 öðrum bylgjulengdum. Það kunna þeir einir á skipunum. Þegar slys ber að höndum, oft við verstu aðstæður á hafinu, eru skipstjórar og stýrimenn oftast manna uppteknastir við að bjarga því, sem bjargað verður, og störf- um hlaðnir vegna veðurofsa, blind- byls og bálviðris, enda lætur þá oftast eitthvað undan, og þeir fáu skipstjórnarmenn sem enn eru eftir á skipunum, eiga fullt í fangi, með að verja skipið áföllum, festa farm, sem er að losna og fleira og fleira. Þeir hefðu ckki tíma eða aðstæður til að annast nauðsynleg viðskipti. Skipin þurfa því sannarlega á loftskeytamönnum að halda, ekki þó bara á neyðarstundum, heldur alla daga ársins, enda næg verk- efni á skipunum fyrir þá og þá fáu skipverja, sem enn eru þar eftir. Það tilheyrir góðri sjómennsku að fylgjast vel með veðri og óveð- urstilkynningum og aðvörunum til sjófarenda um siglingarhættu, vitabilanir, baujubreytingar, ís- tilkynningar, flutning á olíubor- pöllum og tilkynningar um ferðir olíuleitarskipa, skotæfingar her- skipa, tilkynningar um skipsflök og svo ótal margt fleira. Að fylgj- ast með þessu, er eitt af mörgum verkefnum loftskeytamanna, og eitt af því sem aldrei verður óþarft né úrelt, að ógleymdri neyðar- þjónustunni. í ræðu Páls Sigurðssonar for- manns rannsóknarnefndar sjó- slysa kom fram, að þrátt fyrir ýmsan tæknibúnað og tæknifram- farir, sem útgerðarmenn virðast ætlað að byggja allt sitt traust á, segir Páll, að sér virðist litlar breytingar vera á hinum mannlega þætti sjóslysa, sem sýni, að enginn tæki geti leyst af hólmi dómgreind, árvekni, kunnáttu og reynslu sjó- mannanna sjálfra. Þetta vita allir sem eitthvað þekkja til á sjó. Bótaskyld sjóslys hér við land eru rúmlega 300 á ári, sem þýðir að þau eru alltof tíð. Það fer ekki á milli mála, að sjómennskan er lang áhættusamasta atvinnugrein okkar í slendinga. Á árunum 1964 til 1983 fórust 365 menn á sjó. Þetta eru 18 menn að meðaltali á ári. Á siðustu tíu árum fórust 91 skip, þar af 83 fiskiskip. Góð og gjöful fiskimið hafa ekki alltaf nægt til góðrar afkomu. Það þarf haldgóða sjó- mannsmenntun, góð skip og vel búin tækjum i höndum manna, sem kunna með þau að fara. Það er það sem skiptir máli og sköpum um alla afkomu okkar í sjávarút- vegi. Þekking sjómanna okkar og menntun þarf að vaxa að sama skapi og tækni, tæki og skip vaxa í höndum þeirra. Allar tilslakanir á þessu sviði eru okkur öllum til skaða. Allt sem vinnst í menntun sjómanna okkar, er til heilla fyrir heildina, og sameiginlegur ávinn- ingur okkar allra. Færri slys þýða minni kostnað, heilbrigðara þjóð- félag. Útkoman í þessum málum sem öðrum, verður aldrei réttari, en forsendurnar, sem hún er byggð á, ef við ætlum að láta niðurskurð- armenn útgerðarmanna blinda okkur og blekkja, og sofandahátt ráðamanna og andvaraleysi ásamt undanþáguplágunni ráða í þessum málum, þá er illur nærri. Það sem nú skiptir máli, er að starfandi sjómenn og aðstandend- ur þeirra gerist virkir þátttakend- ur í þessum málum, og knýi á og vinni að því, að skipin okkar séu ávallt sem öruggust í sjó að leggja. Undir stjórn velmenntaðra, færra og þrautreyndra skipstjórnar- manna. Það er ekki forsvaranlegt að slaka á í neinu með menntun sjómanna okkar, og loftskeyta- menn eru ekki engin undantekn- ing. Við íslendinar erum háðir al- þjóðasamþykktum og reglugerðum þar t.d. STCW-samþykktinni frá 1978, Solas- og Torremolinos- al- þjóðasamþykktinni um siglingar, og samkvæmt þessum samþykkt- um, er langt í land þar til loft- skeytamenn verða úreltir eða óþarfir. Sú villa er alíslensk skammsýni. Það eru einnig illa skammsýnir menn, sem kalla á minni menntun fyrir meiri réttindi. Viðhorf út- gerðarmanna eru þarna misjöfn, og segja má að þessi mál séu við- kvæm og erfið í umræðu, en þau þarf að ræða hispurslaust og hreinskilnislega, og allt það er miður fer í málum sjómanna, ekki síður en vanda og nauðsynjamál annarra þjóðfélagsþegna. Það þarf að breyta þeim hugsun- arhætti að nóg sé að skrifa bréf, hringja, eða hafa í frammi harma- grát í ráðuneyti samgöngumála til þess að kríja út undanþágur fyrir skipstjórnarmenn. Þess í stað þarf að fylgja tíman- um og auka námið á verklega svið- inu og því tæknilega. Þeir sem hafa hér æðsta vald, og eiga að fjalla um þessi mál, verða að hafa þar á þekkingu, og líta á þessi mál af víðsýni og raunsæi. Undan- þágurnar eru vanvirða við sjó- mannastéttina, að ógleymdu því tjóni, sem þær þegar hafa unnið, eða haft í för með sér. Menntun alla og störf verður að byggja á þeirri ögun, sem nauðsyn krefur á hverjum tíma, að við- bættri skyldurækni og trú- mennsku allra manna. Þessa þætti starfsins verður að grunnmúra í meðvitund samfélagsþegnanna og þjóðarsálina, því að þar erum við öll hvert öðru háð. Skyldurækni og trúmennska í störfum ber vott um gróna og sanna menningu, og verður öllum sannur menningarvaki, andstætt tilslökunum og undanþágum. Krafa okkar loftskeytamanna og krafa tímans er sú, að þegar í stað verði hafin kennsla í loft- skeytafræðum og tæknimenntun með verklegri þjálfun við Iðnskól- ann eða Tækniskólann, þannig að loftskeytamenn verði færir um að svara þeim kröfum, er til þeirra verður að gera í tæknivæddu nú- tíma þjóðfélagi. Höíundur er lofLskertamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.