Morgunblaðið - 15.10.1985, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
\
f>
m
r-
mnmn
JLI2LL
„ Pabbiy m\g vontar tíu rau&a,
09 er\gar spumingar.
ást er ...
118
... að segja stund-
um ekkert.
Þ*A er luegt aó reaje bundinn af
þeasu. Láttu hann fi bita af dinkin-
um þínum, góóa.
HÖGNI HREKKVlSI
„ 0/PPU PANGAP TIL þAU KAUPA HÚSIP1.... f>Á
GBTUfZÐV FENGIP LÁNAÐAN KATTAMAT .' "
Hvað ætla yfirvöld
Umferðin á helztu akstursleið-
um inn í höfuðborgina frá út-
hverfum og helztu nágranna-
byggðum er komin í algert öng-
þveiti á þeim tímum dagsins, þegar
umferðin er mest. Sem dæmi skal
tekin umferðin úr Kópavogi til
Reykjavíkur rétt fyrir kl. 8 á
morgnana.
Þar háttar svo til, að umferðin
úr austurbæ Kópavogs kemur eftir
Nýbýlavegi og eftir hliðarbraut
inn á Kringlumýrarbraut. Eftir
Nýbýlavegi koma ekki aðeins bílar
út austurbæ Kópavogs, heldur
einnig töluverð umferð úr Breið-
holti, en þeir ökumenn telja þá
akstursleið líklega þrátt fyrir allt
skárri en aðrar.
Þar til fyrir nokkrum vikum gat
umferðin úr vesturbæ Kópavogs
farið eftir gömlum malarvegi, sem
lá yfir Fossvogslæk skammt frá
Nesti, og upp á gamla Hafnar-
fjarðarveginn og þar áfram til
Reykjavíkur um Suðurhlíð og
Skógarhlíð. Nú hefur þessum
gamla malarvegi verið lokað þann-
ig að umferðin úr vesturbæ Kópa-
vogs fer inn á sömu hliðarbraut
inn á Kringlumýrarbraut og um-
ferðin af Nýbýlaveginum. Þar er
aðeins ein akrein og þarna verður
fyrsti umferðarhnúturinn á þess-
arileið.
Þegar menn komast loks inn á
Kringlumýrarbraut er um 3—4
leiðir að velja inn í höfuðborgina.
{ fyrsta lagi er hægt að beygja til
vinstri inn á gamla Hafnarfjarðar-
veginn sem nú heitir Suðurhlíð.
Það dugar ekki lengi vegna þess,
að um leið og komið er i beygjurnar
við Fossvogskirkjugarð er komið
umferðaröngþveiti vegna þess, að
þessir bílar þurfa að komast inn á
Bústaðaveginn, sem liggur nú
orðið fram hjá veðurstofubygging-
unni, en þaðan kemur einnig
umferð úr annarri átt og raunar
tveimur þannig að bílar komast
ekki greiðlega þar yfir.
{ öðru lagi er hægt að beygja inn
á Hamrahlíð af Kringlumýrar-
braut en margir ökumenn á þess-
ari leið hafa nú gert sér grein fyrir
því. Þess vegna verður umferðar-
öngþveiti þarna, fyrst þegar kom-
ast þarf yfir aðra akrein Kringlu-
mýrarbrautar og síðan þegar
komast þarf inn á Miklatorg með
því að aka eftir gömlum vegi, sem
þar liggur frá Eskihlíð upp á gamla
Hafnarfjarðarveginn, sem nú heit-
ir Skógarhlíð á þessum slóðum.
Það er ekki auðvelt að komast inn
á hana vegna þess að mikil umferð
kemur eftir henni frá Suðurhlíð
og Bústaðavegi. Sumir reyna frek-
ar að fara inn á Skógarhlíð hjá
Þóroddsstöðum, en að er ekkert
auðveldara. Aðrir aka reyndar út
af vegarspottanum milli Eskihlíð-
ar og Skógarhlíðar til þess að
komast inn á Skógarhlíð. Þar er
raunar bráðfyndið að fylgjast með
þessum æfingum öllum.
{ þriðja lagi er hægt að taka
beygju til vinstri inn á Miklubraut
á ljósunum á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar. Sá hængur er á því, að
ljósið, sem hleypir mönnum til
vinstri inn á Miklubraut, sér til
þess, að einungis 4 og í mesta lagi
5 bílar komast í einu, þannig að
þar er alltaf röð 10—20 bíla á
þessum tíma dagsins.
Sumir þeir, sem fara Skógarhlíð
beygja til vinstri áður en komið
er að Miklatorgi og keyra eftir
Vatnsmýrarvegi fram hjá Um-
Víkveiji skrifar
Um fátt er meira rætt 1 bænum
þessa dagana en sýningu
Þjóðleikhússins á Grímudansleik
Verdis. Nánast ómögulegt er að fá
miða á sýningarnar, enda seljast
þeir upp á fyrsta hálftímanum,
sem aðgöngumiðasalan er opin.
Þessar miklu vinsældir Grímu-
dansleiksins stafa ekki af því, að
svo margar fallegar aríur séu í
þessari óperu. Ástæðan er sú, að
Þjóðleikhúsinu hefur tekizt að
safna saman í þessa sýningu flest-
um beztu ópersöngvurum okkar
íslendinga. Þarna eru þau Krist-
ján Jóhannsson, Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Kristinn Sig-
mundsson. Að auki tvær upprenn-
andi söngkonur Elísabet Eiríks-
dóttir, sem vekur verulega athygli
og Katrín Sigurðardóttir. Hið
eina, sem á vantar til þess, að sýn-
ingin sé fullskipuð beztu söngvur-
um okkar af nýrri kynslóð er að
þar syngi einnig hin stórglæsilega
söngkona Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, sem ekki tekur þátt í þess-
ari sýningu. Ef Þjóðleikhúsinu eða
fslensku óperunni tækist að setja
upp óperu með þessum sex söngv-
urum yrði það menningarviðburð-
ur, sem lengi yrði í minnum hafð-
ur.
Ekki fer á milli mála, að Krist-
ján Jóhannsson nýtur gífurlegra
vinsælda meðal áhorfenda. Hið
sama má segja um Sigríði EUu
Magnúsdóttur, sem lengi hefur
verið í hávegum höfð. Af umtali
áhorfenda í hléum og milli atriða
má ráða, að það er stórsöngvarinn
frá Akureyri, sem dregur að sér
athyglina. Þjóðin gerir sér ber-
sýnilega vonir um heimsfrægð.
XXX
Heimsfrægð er teygjanlegt
hugtak. Í okkar huga á það
sjálfsagt við um hinn vestræna
heim þ.e. Evrópu og N-Ameríku.
Tæpast verður talið, að nokkur Is-
lendingur hafi náð því marki að
verða heimsfrægur. Halldór Lax-
ness varð þekktur víða um lönd,
ekki sízt eftir að hann fékk Nób-
elsverðlaunin fyrir 30 árum. En
bækur hans hafa aldrei selzt í
þeim risaupplögum erlendis, sem
fylgir „heimsfrægð" rithöfundar.
Óg raunar á það við um marga
Nóbelshöfunda. Gunnar Gunnars-
son varð mjög þekktur rithöfund-
ur á Norðurlöndum og í Þýzka-
landi fyrir stríð. Kristmann Guð-
mundsson varð einn vinsælasti
höfur í Noregi um skeið. Pétur
Jónsson náði langt sem óperu-
söngvari í Evrópu á fyrri hluta
aldarinnar. María Markan var
ráðin til Metropolitan óperunnar í
New York og söng þar um skeið.
Það er meiri háttar afrek að ná
svo langt. Erró hefur náð langt.
En sennilega er Helgi Tómasson
sá Islendingur, sem á síðari tím-
um hefur náð einna lengst i list-
grein sinni á alþjóða vettvangi.
Hann hazlaði sér völl í New York,
þar sem samkeppnin er hörðust.
Og þegar upp var staðið hlaut
hann þann dóm hjá Önnu Kisselg-
ofu, balletgagnrýnanda New York
Times, að hann væri einn af fimm
beztu karlbailetdönsurum heims.
Kristján Jóhannsson er ekki
orðinn „heimsfrægur". En honum
hefur tekizt að hazla sér völl í
óperuhúsum beggja vegna Atl-
antshafsins. Það er mikill árang-
ur. Þegar honum verður boðið að
syngja meiriháttar hlutverk í
Scalaóperunni í Mílanó og Metro-
politan óperunni í New York get-
um við í alvöru farið að tala um
heimssöngvara.
XXX
að er að verða óþolandi að
fylgjast með því, hvernig viss
hópur kaupsýslumanna vinnur að
að gera?
ferðarmiðstöðinni og inn á Hring-
braut á ljósunum þar. Það tekur
ekki styttri tíma einfaldlega vegna
þess að svo margir bílar bíða við
þau ljós. Sá möguleiki er til að
losna við umferðarhnútinn á
gatnamótum Suðurhlíðar og Bú-
staðavegar keyra eftir gömlum
malarvegi kringum hálfa öskju-
hlíð eftir svonefndum Hlíðarfæti
fram hjá Loftleiðahótelinu og inn
á Vatnsmýrarveg en þá enda menn
á sömu ljósum og áður var lýst.
Ein leynileið er til, sem verður það
að sjálfsögðu ekki héðan í ffa, sem
er sú, að beygja yfir á hina akrein
Kringlumýrarbrautar, þegar kom-
ið er fram hjá brúnni og aka þar
upp á Bústaðaveg og þá er tiltölu-
lega greið leið að Miklatorgi þar
sem alltaf var umferðarteppa.
Þegar brúin yfir Kringlumýrar-
braut verður opnuð er þessi leið
að sjálfsögðu úr sögunni, sem
greiðfær akstursleið.
Þetta ástand er orðið óþolandi
með öllu. Hvað ætla viðkomandi
bæjaryfirvöld að gera. Ástandið
núna er verra en í fyrra. í fyrra
var ástandið verra en í hitteðfyrra
o.s.frv. Það verða ekki mörg ár
þangað til, að það tekur ekki
styttri tíma að komast til vinnu úr
Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði
og Breiðholti en úr Hveragerði.
Svar óskast um fyrirætlanir yfir-
valda í þeim bæjarfélögum sem
hér eiga hlut að máli. Og þá hefur
ekki verið minnzt á þau ósköp,
þegar byrjar að snjóa og Kringlu-
mýrarbrautin, sem augljóslega er
ranglega hönnuð, verður að stór-
fljóti yfir að fara og hver bíllinn
á fætur öðrum stöðvast, þ.e. þeir
sem ekki komast til þess að aka
eftir þeim. Ká.
því að eyðileggja íslenskt mál.
Hvarvetna blasa við erlend fyrir-
tækjaheiti: Western fried chicken,
Southern fried, Kentucky fried,
Broadway o.s.frv. Við þessi er-
lendu heiti á fyrirtækjum bætist
nú, að þeir eru farnir að setja upp
heljarstór auglýsingaskilti við
hraðbrautir með þessum ósóma,
eins og t.d. má sjá, þegar ekið er
um Mosfellssveit, þar sem skilti
með nafninu: „Western fried
chicken" blasir við augum, þegar
ekið er úr höfuðborginni vestur og
norður. það á að banna erlendu
fyrirtækjaheitin með lögum og
það á að banna þessi auglýs-
ingaskilti. Fyrr en varir verða þau
orðin að alvarlegri umhverfis-
mengun, eins og þau hafa alls
staðar orðið.
xxx
Eftir því, sem hraðbrautir með
varanlegu slitlagi verða lengri
eykst þörfin fyrir lýsingu við þess-
ar brautir. Aksturshraði er meiri
á þeim en á malarvegum og því
mikil hætta á ferðum í misjöfnum
veðrum og slæmu skyggni. Alveg
sérstaklega er nauðsynlegt að
koma strax á götulýsingu á
hraðbrautinni milli Reykjavíkur
og Mosfellssveitar, þar sem um-
ferðin er orðin gífurlega mikil.
XXX
Nokkurra áratuga hlé hefur
orðið á dálkum Víkverja í
Morgunblaðinu. Þeir hefja nú
göngu sína á ný og munu birtast
við og við eftir atvikum. Vanga-
veltur um höfund þeirra eru
óþarfar. Þeir verða margir. En þar
sem þetta er nafnlaus dálkur
munu þeir að sjálfsögðu skrifa á
ábyrgð ritstjóra eins og í gamla
daga.