Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER1985 55 VELVAKANDI SVARAR í SIMA 10100 KL. 10—11.30 FRAMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Til hvers er númerið á ávísanareikningum? Guömundur skrifar: Hvers vegna þurfum við, sem notum ávísanareikninga í bönkum, að skrifa númer reikningsins á eyðublaðið? Tölvurnar á Reikni- stofu bankanna vita hver er út- gefandi ávísunar, hvort sem rétt eða rangt reikningsnúmer er skrif- að á hana. Til hvers er þá númerið? Eru þetta ekki bara leifar frá þeim tíma, þegar fullkomin tölvukeyrsla var ekki fyrir hendi? Nú liggur það auðvitað í augum uppi, að til þess að geta keypt ávís- anahefti og óskað upplýsinga um innistæðu á ávísanareikningi sín- um þurfa menn að vita númerið sitt. Þá spyr ég: Er ekki nóg að nota númerið aðeins í þessum til- vikum? Mér hefur skilist, að það sé regla að gefa fólki ekki upplýsingar um innistæðu á ávísanareikningi i gegnum síma. Frá þessu eru þó undantekningar; af einhverjum ástæðum er auðvelt að fá slíkar upplýsingar I sumum bönkum og bankaútibúum, en öðrum ekki. Hugsunin á bak við regluna er væntanlega sú, að óviðkomandi fái ekki upplýsingar um fjármál við- skiptavina bankanna. Ég held að það sé ákaflega sjaldan sem óvið- komandi fólk er að hnýsast í ávís- anareikninga annarra, enda eru varla inni á þeim mjög háar upp- hæðir (spariféð er geymt á annars konar reikningum) og því bitnar reglan á eigendum reikninganna, sem átti þó að vernda. Þetta mætti leysa með því að úthluta viðskipta- vinum leyninúmeri, sem þeir nefna við starfsfólk bankanna þegar þeir þurfa að fá upplýsingar um inni- stæðu á ávisínareikningi í gegnum síma. Og kem ég þá að kjarna málsins: Er ekki eðlilegast, að þetta leyninúmer verði hið sama og reikningsnúmerið og menn skrifi það þá framvegis ekki á ávís- anaeyðublöð, heldur noti það að- eins þegar þeir þurfa að kaupa ávísanahefti eða leggja inn á reikning sinn (eða taka út af hon- um án'avísunar)? Forvitnilegt væri að heyra hvað formælendum bankanna finnst um þessa hugmynd? Hver vill botna? Eftirfarandi vísa kom á borð Velvakanda og biður sendandi að vísan verði botnuð. Ekki er Vel- vakandi fróður í bragfræðum og því væri ekki úr vegi að einhver hagyrðingurinn léti fylgja undir hvaða hætti kvæðið er ort. Svona er fyrri hlutinn: Ef þú ógiftur ert or vilt festa þér fljóö faróu á dansskemmtun hverja þau ráð eru góð komdu þér þar fyrir á einn eöa annan hátt svo allar stelpur þú sjáir bæöi hátt og lá^t, andlitinu byrjar þú auðvitaö á, alla hana viröiröu alveg niöur að tám. Vertu naskur að sjá þvi nú þiggur á hver er sú sem að hjarta þitt girnist að fá? HEILRÆÐI Mörgum hættir til aö gleyma sér andartak, og ganga skyndilega út á akbraut án þess að huga að sér. Sumir gera sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem því fylgir að fara út á akbraut framan við eða aftur fyrir kyrrstæða bíla. Oft kemur fyrir að fólk fer hiklaust út á gangbraut án þess að taka tillit til akandi umferðar. Komið hefur fyrir að fólk misskilur Ijós- merkin. Við handstýrð gangbrautarljós hefur það hent oftar en einu sinni að fólk hefur ýtt á hnappinn og farið svo beint út á akbrautina - án þess að bíða eftir grænu Ijósi. Umferðarvikan 1985 — VERTU MEÐ E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. Og nú erum við í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.