Morgunblaðið - 15.10.1985, Page 56
56
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
Willem Brons
Einsöngvararnir og stjórnandi: Jón Sigurbjörnsson, Dino di Domenico, Jutta Bokor, Margarete Curphey og stjórnand-
inn Robin Stableton.
Sálumessan eftir Verdi
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Staða píanóleikara nútímans er
að sínu leyti orðin lík og afreks-
manna i íþróttum, þar sem í mörg-
um greinum eru menn komnir mjög
nærri því sem talist geta verið
endamörk mannlegrar getu. Það
sem einnig gerir þessa stöðu hljóð-
færaleikara svolítið sérstaka er sú
staðreynd að sú mikla tækni er
menn náðu á hin svonefndu aðalein-
leikshljóðfæri, þ.e. píanóið og fiðl-
una, hefur ekki nýst nýskapendum
f tónsmíði nema að litlu leyti. Þar
hafa komið fram ný viðhorf tii tón-
myndunar og má segja að næstum
algjör skil séu á milii þeirrar tækni,
sem nútímalegasta tóniistin notar,
og þeirrar sem gildir í eldri tónlist.
Þfessi skil hafa valdið sérkennilegri
einangrun, þannig að í fyrsta sinn
í listasögunni er ekki um beina
samtengda þróun að ræða nema að
litlu leyti. Nútíma hlustandi hefur
auk þess næstum óþrjótandi mögu-
leika til samanburðar við tækni-
flutning tónlistar, sem hófst við
upphaf tuttugustu aldarinnar. Því
getur sú kynslóð, sem nú hlustar á
tónlist, heyrt tónverk frá öllum
tímum, flutta af allra bestu snill-
ingum á hljóðfæri, án þess nokkurn
tima að fara á tónleika. Það er til
stór hópur tónlistarunnenda, sem
getur helst ekki farið á tónleika,
vegna þess að þeir taka mjög sjald-
an því fram sem þeir beinlínis eiga
sjálfir heima og geta hlustað á
hvenær sem er. Þessi hlustun er
orðin eins konar samanburðarvís-
indi hjá heimahlustunarmönnum
og víst er að þeir eru margfróðir
orðnir í fræðum sínum, svo að segja
má að ekkert komi þeim lengur á
óvart, nema einhverjum flytjanda
takist að merkja sjálfum sér tón-
verkin sem hann flytur. Sérkenni-
leiki og nýr skilningur er að verða
mikilvægur þáttur til mótvægis við
alla þá hrikalegu stöðlun, sem farin
er að einkenna fjölmiðlaframleiðsl-
una á tónlistarflutningi. Willem
Brons er fyrir margt sérkennilegur
flytjandi og líklega, eftir því sem
dæmt verður af einni hlustun, afar
einlægur í túlkun sinni. Tónleikarn-
ir hófust á b-moll prelúdíunni og
fúgunni eftir J.S. Bach, en prelúd-
ían er ásamt prelúdíunni í es-moll
ákaflega mögnuð tónsmíð, bæði í
stíl og tóngerð. Brons lék verkið á
skíran og stílfastan máta. Næst á
efniskránni var B-dúr sónatan eftir
Schubert, ein af þremur síðustu
píanósónötunum, sem hann semur,
og lauk við 26. september, tæpum
tveimur mánuðum áður en hann
lést. Þessar vikur var hann sér til
heilsubótar úti í sveit og mun hafa
ætlað að tileinka Hummel verkin.
Þegar Diabelli gefur verkin út ári
síðar var Hummel látinn og þess
vegna voru þau tileinkuð Schu-
mann. í þessu, sem og mörgum
verkum Schuberts, kemur fram
óendanlegur einmanaleiki.
Þetta og sönggleði Schuberts er
hin undarlegasta blanda og í túlkun
Brons var eitt og annað fallega
gert en í heild var flutningur verks-
ins fremur bragðlítill. Sjö smá lög
eftir Honegger voru mjög vel flutt
og í raun var pfanóleikarinn bestur
í þeim og fúgunni, í síðasta verki
tónleikanna. Franz Liszt-verkin
voru svo sem ekkert, en síðasta
verkið var Prelúdía, kórall og fúga
eftir César Franck og það var eins
og fyrr segir í fúgunni, sem píanist-
inn reisti sig upp. Allt um það þá
var leikur Willem Brons á margan
hátt sérkennilegur og á bak við leik
býr djúp íhugun, trú á listrænt gildi
þess, sem verið er að flytja, og
aldrei gerð tilraun til að nota tón-
verkin til að sýna leikni sína eða
sérvisku.
Nú hefur Sálumessa eftir Verdi
verið flutt þrisvar sinnum, nú síð-
ast í Háskólabíói sl. laugardag,
fyrir þéttsetnu húsi áheyrenda.
Flytjendur voru sópransöngkonan
Margarete Curphey, sem hljóp í
skarðið fyrir Sieglinde Kahmann,
mezzosópransöngkonan Jutta Bo-
kor, tenorsöngvarinn Dino di
Domenico og bassasöngvarinn ís-
lenski, Jón Sigurbjörnsson. Kór
íslensku óperunnar stóð og að flutn-
ingi verksins og Sinfóníuhljómsveit
íslands, undir stjórn Robin Stable-
ton. Æfingastjóri kórsins var Peter
Locke. Sálumessan eftir Verdi er
stórkostlegt verk og við flutning
þess verður að gera miklar kröfur
til hæfni flytjenda, Robin Stableton
valdi verkinu nokkuð mikinn hraða
á köflum, sérstaklega er til umræðu
efi um að mjög mikill hraði henti
í fjölradda þáttum eins og Sanctus
og síðustu fúguþáttunum í Libera
me. Upphafsþáttur verksins, Requi-
em, var hins vegar gæddur sérlega
fallegri andakt. Hvað sem líður
tempóvali, í einstaka tilfellum, var
flutningur verksins feikilega kraft-
mikill. Hljómsveitin var góð en ef
miðað er við aðstæður var leikur
hljómsveitarinnar í nokkur skipti
við efri mörk styrksins. Fámennur
kór og sérstaklega bassaraddirnar,
áttu erfitt gegn sterkum hljómi, til
að nefna dæmi, básúnanna í Rex
tremendæ. Það sem stakk í eyru
hjá hljómsveitinni var cellóleikur-
inn í upphafi fórnarbænarinnar,
óviss innkoma trompetta í Tuba
mirum og illa útfærður fagottleikur
í Quid sum miser. Að öðru leyti var
Einsöngvararnir voru
sérkennilega misleitur
hópur og sannarlega
alþjóðlegur í samsetn-
ingu...
hljómsveitin mjöggóð. Einsöngvar-
arnir voru sérkennilega mislitur
hópur og sannarlega alþjóðlegur í
samsetningu. Sópransöngkonan
Margarete Curphey er ensk og kom
inn fyrir Sieglinde Kahmann. Curp-
hey er mjög góð söngkona og virtist
það ekki há henni neitt að flytja
sinn hluta verksins, þó ekki hefði
unnist tími til að stilla saman við
hópinn áður. Sópraninn er fyrsta
einsöngsröddin sem hefur upp raust
sína í verkinu og leiðir svo sönginn
í niðurlagi verksins Libera me. Tvo
dúetta söng hún með alt-röddinni,
fyrst Recordare og síðar hið fallega
Agnus Dei. Að öðru leyti er sópran-
röddin hluti af samsöng, nema í
lokaþættinum Libera me, sem hún
leiðir og var mjög vel sunginn, sér-
staklega hvíldarbænin, Requiem,
þar sem sópranröddin er fléttuð
saman við undirleikslausan kór-
söng. Aðeins einn tónn stóð þar á
skakk og það var síðasti tónninn f
Requiem, sem söngkonan söng
sterkan en kórinn veikt. Alt-röddin
hefur mun meira umleikis í verkinu
og það hlutverk söng Jutta Bukor
frá Ungverjalandi. Eitthvað var
„intónasjónin" lægri en hjá hljóm-
sveitinni, án þess þó að söngur
Bokor yrði óhreinn. Þessi tónstöðu-
munur var mest áberandi í upphafi
verksins, í Liber scriptus og í Agnus
Dei, þar sem einkennileg tónun
söngkonunnar féll illa að söng sópr-
ansins. Þrátt fyrir þetta söng Bokor
af mikilli innlifun og t.d. mjög fal-
lega upphafið af Lacrymosa. Tenór-
röddin var sungin af Dino di Dom-
enico, ítölskum söngvara. Domenico
er mjög góður söngvari og trúlega
liggur styrkur hans í flutningi
óperutónlistar. Þáttur einsöngvara
í verkinu eru að miklu leyti bundin
við samsöng en einstaka strófur fá
þeir og það er fyrst í Ingemisco, sem
tenórinn fær smá einsöng og þar
naut sín falleg og hljómmjúk rödd
Domenico. Önnur smástrófa er
mikilvæg fyrir tenórinn og það er
Hostias í fórnarbæninni, sem
Domenico söng sérkennilega en
fallega. Bassaröddin er í raun
annað aðal ,einsöngshlutverkið. Þó
það sé samofið samsöng annarra
einsöngsradda að miklu leyti. I
Confutatis fær bassinn einsöngs-
þátt glæsilega unninn en þar átti
Jón Sigurbjörnsson erfiða stund því
röddin hálfpartinn brást honum.
Fram að þessari „aríu“ hafði söngur
Jóns verið góður. Einn viðkvæmasti
þátturinn í verkinu er Mors stupe-
bit og þar vantaði rétta andakt,
sérstaklega í niðurlaginu, þar sem
dauðinn er túlkaður með fallandi
tónferli og þrúgandi þögn á milli
er endar síðan á löngurn tóni, á
orðinu Stupebit er dauðinn furðu
lostinn dregur sig í hlé. Þessi sér-
kennilegi þáttur táknar það augna-
blik er dauðinn dregur sig í hlé við
þau tíðindi er allir rísa upp frá
Samstæðar
andstæður
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Regnboginn: Algert óráð — Heller
Wahn **
Vestur-þýsk. Árgerð 1982.
Handrit og leikstjórn: Margarethe
von Trotta.
Aðalhlutverk: Hanna Schygulla, Ang-
ela Winkler, Peter Striebeck.
Þegar myndin skerpist eftir titla
formast smátt og smátt hendur sem
hanga vonleysislega út um hálfop-
inn glugga og dynjandi regn fellur
á þær. Þetta er ekkert Tarkofskí-
skýfall með gruggugum táknkækj-
um. Þetta er bara venjulegt skýfall
en þegar konan kemur í ljós sem
hendurnar tilheyra sýnir þetta
einfalda atriði sálarástand hennar
með alvegum skýrum og skilmerki-
legum hætti. Þetta upphaf myndar
Margarethe von Trotta sem opnaði
Kvikmyndahátíð kvenna í
Stjörnubíói á laugardaginn og verð-
ur sýnd áfram í Regnboganum er
dæmigert fyrir tilgerðarlaus, bein-
skeytt vinnubrögð þessa ágæta
kvikmyndagerðarmanns.
Dapurlegur heimur og hugar-
heimur annarrar aðalpersónunnar,
Ruth, sem þarna opnast og and-
stæður en þó samstæður heimur
hinnar aðalpersónunnar, Olgu,
verða síðan meginviðfangsefni
myndarinnar. Þegar þær hittast
fyrst kviknar strax gagnkvæmur
áhugi sem þróast í sterka vináttu.
Andstæðurnar eru augljósar: Ruth
er þunglynd og angistarfull, hugar-
ástand hennar birtist í myndlist,
sem annars vegar líkir eftir verkum
sígildra meistara en þurrkar liti
þeirra út, og hins vegar tjáir í lit
víðáttu geimsins, — eða hugarins.
Olga er einbeitt og örugg, fráskiiin
og þar með „frjáls". Ruth er dökk
og þykk. Olga er ljós og fínleg.
Samstaða þeirra felst svo, — auð-
vitað —, í því að þær eru konur,
báðar háðar karlmönnum á ólíkan
hátt, samfélagi, vinum, ættingjum.
í samstöðu sinni finna þær styrk
og af henni stafar jafnframt um-
hverfinu ógn.
Hanna Schygulla og Angela Winkler
eru sem hvítt og svart í mynd Margar-
ethe von Trotta Algert óráð.
Eins og í þeim tveimur myndum
von Trotta sem við höfum áður
fengið að sjá á kvikmyndahátíðum,
Systur eða vogarskálar hamingj-
unnar og Blóðbönd — þýsku syst-
urnar, sem einnig er sýnd hér núna,
er Algert óráð byggð upp á and-
stæðum, dúalisma, — karl: kona,
foreldri: barn, sterkur: veikur,
svart: hvítt, ást: hatur, að vera
sjálfstæður: að vera ósjálfstæður,
að stjórna: að láta stjórnast. En
þótt von Trotta dragi fram slíka
póla þá einfaldar hún ekki tilver-
una. Andstæðurnar skarast og
verða samstæður. Lífið er flókið.
Fólk er flókið. Hún er ekki femín-
ískur áróðursmeistari. Hún er lista-
maður.
En henni tekst ekki sérlega vel
upp í Algert óráð. Myndin er aug-
ljóslega gerð af mikilli þörf, en saga
þessara tveggja kvenna er mun
lausari f reipunum en myndirnar
tvær sem fyrr voru nefndar. Algert
óráð skortir dramatíska stígandi
og hana skortir húmor. Það kann
að vera að myndin hafi virkað sem
„þerapía" fyrir höfundinn eins og
hún sagði í ávarpsorðum sínum, en
þegar myndinni lýkur á einni af
hinum svart-hvítu fantasíum Ruth-
ar og hún ryðst í huganum út úr
vítahring sínum með því að skjóta
aumkunarverðan eiginmann sinn,
þá stendur áhorfandi upp lítt snort-
inn. Af því hann er karl? Karlpung-
ur? Vonandi ekki. Höfundi hefur
því miður ekki tekist að gera efnið
jafn nákomið áhorfanda og það
hefur greinilega verið henni sjálfri.
Lif Terselius sem Eli og Anita Björk
sem frúin á stórbýlinu í Nornaveiðum
Anja Breien.
Lýst eftir
galdri
Stjörnubíó: Nornaveiðar — Forfölg-
elsen
Norsk. Árgerð 1981. Handrit og leik-
stjórn: Anja Breien. Aðalhlutverk: Lif
Terselius, Björn Skagestad, Anita
Björk, Erik Mörk.
Á tímum galdrafársins árið 1630
kemur ung kona, Eli Laupstad, í
afskekktan norskan dal. Hún á erf-
iða fortíð að baki, — fóstureyðingu
og misheppnað hjónaband. Hún
ætlar að byrja nýtt líf á slóðum
forfeðra sinna, hátt upp til fjalla.
Hún eignast ástmann á stórbýli í
grendinni, og hyggur bjarta fram-
tíð blasa við. En ástmaðurinn er
I