Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 57

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 57 Sálumessan eftir Verdi er stórkostlegt verk og við flutning þess verður að gera miklar kröfur til hæfni flytjenda ... dauðum. Þarna skaust Jóni yfir einn fjórðapart, þannig að enda- tónninn missti marks. Samsöngs- atriði einsöngvaranna voru nokkuð góð þó mjög hafi það litað allan sönginn hversu ólíkar raddirnar voru og á köflum ósamhljómandi. Kór fslensku óperunnar stóð einnig að þessum góða flutningi og þrátt fyrir að kórinn væri óvenjulega fámennur, miðað við það sem gerst hefur við flutning stærri kórverka, var greinilegt að í hljóm naut hann þess að vera skipaður þrautreyndu og vel menntuðu söngfólki. Eina röddin sem hefði þurft aukinn styrk, var bassinn, einkum þar sem þessi „dauðamessa" er á köflum byggð á tónhugmyndum sem bassinn á að flytja sérstaklega. Þarna er um að ræða eitt af ein- Það var sem sagt at- vinmimannasvipiir á flutningi kórs íslensku óperunnar... kennum blandaðra kóra á íslandi, að karlaraddirnar eru oftast skað- lega fámennar. í þessu verki hefðu bassaraddirnar mátt vera fjöl- mennari en sópraninn, sem ásamt alt- og tenór-röddunum hljómuðu mjög vel. Það er ekki að bassaradd- irnar syngi illa, heldur aðeins að í þessu verki hafa þær sérstöku hlut- verki að gegna, eins og t.d. í Rex tremendæ. Það er í raun merkilegt hversu vel þessi litli kór söng Sanc- tus-þáttinn, sem er ritaður fyrir tvo kóra og eru þá um það bil átta söngvarar í hverri rödd. Þá var Libera-fúgan vel og örugglega flutt, þrátt fyrir mikinn hraða stjórnand- ans. Aðrir staðir þar sem kórinn var góður voru upphafið á Dies iræ, Lacrimosaþátturinn, nokkrar stróf- ur í Agnus Dei og Requiem-þáttur- inn, sem sópraninum í Libera me. Allt eru þetta mikilvægir snerti- fletir og þó heildarsvipurinn hafi verið góður eru einstaka þættir ávallt mikilvægir í svo marg- slungnu verki sem Sálumessan eftir Verdi er. Það var sem sagt atvinnu- mannasvipur á flutningi kórs Is- lensku óperunnar, en hann hefði samt mátt vera fjölmennari og þá sérstaklega bassarnir. ekki alveg í jafnvægi og áður en langt um líður fara hann og aðrir sveitungar að ímynda sér að Eli sé norn sem spinni álagavef í félagi við kölska. Þetta er hið áhugaverðasta efni. En því miður tekst norska leik- stjóranum Anja Breien ekki að ná neinum tökum á því. Nornaveiðar er stirðlega samansett mynd. Svið- setningar, einkum inniatriða, eru klaufalegar. Myndræn vinnsla minnir stundum á sjónvarpsupp- tökur aftan úr forneskju, einkum hefði klipping þurft að vera mun þéttari. Svei mér ef Lénharður fóg- eti kom ekki í hugann. Breien nær ekki að draga upp ágenga mynd af þeim ofsafengna hjátrúarfaraldri sem heltók þjóðfélagið á þessum tíma og hafi hún ætlað að skírskota til stöðu konunnar, hinnar marg- umræddu, óháð tíma og rúmi, tekst það ekki heldur. Persóna Eli er í sjálfu sér heilsteypt og klár, og eig- inlega það eina í myndinni sem hefur einhverja dramatfska virkni, en hins vegar er engan botn unnt að fá í ástmann hennar, Áslák. Handrit og samtöl þess eru slök. Einstaka sinnum tekst myndatöku- manni að skila stuttum stemmn- ingum úr fögru langslagi, en ekki tekst heldur að nýta það að neinu niarki. Nornaveiðar er mynd sem sannarlega hefði ekki veitt af smá galdri. tökuvogir og prentar ir + nákvæmni í hönnun + hámarksgædi ver Greinargóð innihaldslýsinglá matar- og drykjt Rétt verð og ai Góð fjárfesting uð tölvuvogir, margar gerðir nota með eða án prentara >em hægt er að merking og alls konar jarvörum. veldari vinnubrögð. fyrir framtíðina. ÞÖKK FYRIR VIÐSKIPTIN SPIEGIPVLSA INNIH.SUIHA 06 KNLFHKJóTi ShLT SUIHhFIThi KRYDOiSYRúi E3Ú0 GDL. LI ThREÆ 124.RQT' 'iEFH I. E250 HIERINGHRGILDI I 1006: HUITH.13G. FITH 3SG.K0LUETHI OG.HIThGIH.- 394 KCHL.i 1781 K J. S HVERS MfiNNS DISK 34.03.35- STl SOUXMOU* 30.03.P5 Kr k'3' 679.81 00,2001(9 heimsþekkt gæðamerki prentarinn sem hægt er að nota með eða án vogar. Hefur 900 vörutegundir í minninu og prentar 8-9 línur um innihald á límmiða. Fimm mismunandi stærðir af miðum í boði með eða án strikalykils (EAN/ UPC). RÖKRÁS SF. Rafeindatækniþjónusta Hamarshöfða 1 Sími 39420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.