Morgunblaðið - 16.10.1985, Side 1

Morgunblaðið - 16.10.1985, Side 1
48 SIÐUR STOFNAÐ1913 233. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enga loðnuveidi í Barentshafi 1986 — segja fiskifræðingar Osló, 15. október. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. J.E. Laure. NORSKIR og sovéskir fiskifræding- ar ætla að mælast til þess að engin Kasparov nær forustunni Moskvu, 15. október. AP. KASPAROV knúði fram sigur í 16. skák heimsmeistaraeinvígisins og hefur nú vinnings forskot á heims- meistarann. Karpov gaf eftir 40. leik og gat þá ekki komið í veg fyrir mát. Kasparov hafði svart og sýndi frakka taflmennsku og var vel að sigrinum kominn. Áhorfendur í Tsjaíkovskí-höllinni risu á fætur og fögnuðu lengi er skákmennirnir tókust í hendur að skákinni lok- inni. Sjá einnig skákskýringu á síðu 21. loðna verði veidd 1986 þar sem undanfarin tvö til þrjú ár hafi verið gengið það mikið á loðnustofninn þar um slóðir. Fiskifræðingarnir segja að loðnustofninn hafi numið um 4,5 milljónum tonna árið 1980, en nú reiknast þeim til að hann sé ekki stærri en milljón tonn. Það er ekki aðeins sakir ofveiði að stofninn er i hættu. Margar fisktegundir lifa á loðnu og má þar telja þorsk, ufsa, ýsu og síld. Þessir stofnar hafa stækkað mikið und- anfarin ár. Stöðvun loðnuveiða í Barents- hafi getur haft hvimleiðar afleið- ingar fyrir hringnótaflotann og loðnubræðslur í Norður-Noregi, en síðan síldveiðar lögðust af hefur loðnan verið helsta tekjulind þeirra. AP/Slmamynd Mennirnir fjórir sem rændu Achille Lauro. Þeir hafa ekki verið nafngreindir enn. Sjóræningjar Achille Lauro: Ætluðu þeir að fremja hryðjuverk í ísrael? Genúa, 15. október. AP. HANDTÖKUSKIPUN var gefin út á hendur tveimur Palestínumönnum á Ítalíu í dag, og hafa því sjö manns verið ákærðir fyrir ránið á farþegaskipinu Achille Lauro í síðustu viku. Ræningjarnir fjórir hafa verið fluttir í kyrrþey frá Sikiley ti! öryggisfangelsis í Spol- eto, um 130 km norður af Róm. Mennirnir tveir, sem voru handteknir í dag, hafa ekki verið nafngreindir og neitaði saksóknarinn i Genúa að gefa upp sakargiftir á hendur þeim. En í ítölsku blaði sagði að annar þeirra hefði farið með skipinu, en farið frá borði í Alexandríu og hinn hefði keypt farmiða fyrir fjórmenningana i Genúa. Að minnsta kosti einn maður hjálpaði sjóræn- ingjunum við verknaðinn, er haft eftir manni, sem að rannsókn málsins stendur. Hryðjuverkamenn- irnir hafa sagt í yfirheyrslum að hríðskotabyssum og sprengiefni hafi verið komið fyrir i klefum þeirra, áður en þeir gengu um borð í skipið. Bandaríkjamenn greindu frá því í dag að Sýr- lendingar hefðu fundið sjórekið lík miðaldra manns nærri hafnarborginni Tartus og verið væri að rannsaka hvort hér gæti verið um jarðneskar leifar Leons Klinghoffer að ræða. Hryðjuverkamennirnir eru taldir hafa myrt hann, en þeir neita því stað- íastlega. Hermt er að hryðjuverkamennirnir hafi játað að hafa rænt skipinu, en það hafi ekki verið upp- runaleg áætlun þeirra. Þeir hafi neyðst til að gripa til þessa ráðs þegar þjónn kom að þeim í káetu þeirra með vopnin uppi við. Að eigin sögn ætluðu hryðjuverkamennirnir að fara með Achille Lauro til ísrael og fremja þar hryðjuverk. Sjá nánar á síðu 22. Er borgarastríðið í Líbanon á enda? Damaskus, 15. október. AP. HIN stríðandi öfl í borgarastyrjöld- inni í Líbanon hafa komist að sam- komulagi um að binda enda á átökin, sem staðið hafa í áratug og kostað líf 100.000 manna. Sýrlendingar AP/Símamynd Geir Hallgrímsson ásamt Tómasi Tómassyni, sendiherra, á fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Brussel í gær. Utanríkisráðherrafundurinn í Brussel: Bandaríkjamenn hvattir til að gera gagntilboð Bnissel, 15. október. Frá Önnu Bjamadóttur, I Utanríkisraðherrar ríkja Atlants- hafsbandalagsins samþykktu í Brussel í dag fyrirhugaöa málsmeð- ferð Bandaríkjamanna á fundi Reag- ans og Gorbachevs í Genf í nóvem- ber. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, situr fundinn fyrir íslands hönd og sagði hann að fundinum loknum að samstaða og stuðningur við sjónarmið Bandaríkjamanna heföu komið fram. Hans Dietrich Genscher, utan- fréttaritara MorgunblaÓNÍns. ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sagði eftir fundinn að hann hefði hvatt Shultz til að hafna ekki til- boði Sovétmanna um að skera kjarnorkuvopn niður um helming. Flestir fulltrúa sögðu mikilvægt að Bandaríkjamenn legðu drög að gagntilboði í samráði við banda- menn sína. Geir sagði að þess væri ekki að vænta að komist yrði að endan- legri niðurstöðu í viðræðunum í Genf, en líta bæri á þær sem áfanga í leið að settu marki. Geir ræddi við Shultz í fundar- hléi um „Rainbow-málið" og sagði Geir að Shultz hefði verið bjart- sýnn á að farsæll endir yrði fund- inn á málið, en málstaður Banda- ríkjastjórnar væri sterkur fyrir dómstólum. Sjá nánari fréttir af fundinum á síðu 20. gegndu hlutverki sáttasemjara og skýrðu frá sáttmálanum í dag. í þann mund, sem greint var frá friðarsamkomulaginu, um- kringdu sýrlenskir stríðsbátar eyju skammt undan norðurhluta Líbanon á meðan fallhlífarher- menn vörpuðu sér á eyna í leit að vopnum, er frelsissamtök Palest- ínumanna eru talin hafa falið þar fyrir bandamenn sína, öfgasinnaða múhameðstrúarmenn. Sýrlensku embættismennirnir sögðu að sáttmálinn hefði verið undirritaður á fjórða fundi full- trúa drúsa, síta og kristinna manna og varaforseta Sýrlands, Abdul-Halim Kaddam. Ekki var greint frá skilyrðum fyrir samkomulaginu, en sagt að þau yrðu tilkynnt síðar. „Allir eru staðráðnir í að stöðva borgarastyrjöldina og koma á þjóðarfriði," sagði sýrlenskur embættismaður. Michell Samaha, fulltrúi her- skárra kristinna Líbana, kvað samræðurnar hafa verið jákvæðar og uppbyggilegar. Hann sagði að yfirmanni líbanska hersins, Elie Hobeika, hefði verið boðið til Damaskus nk. mánudag. Þetta er fyrsta sinni sem fulltrú- ar hinna stríðandi afla hafa sam- þykkt að binda enda á borgara- styrjöldina. Leiðtogar stjórnar- innar hafa gert nokkrar sam- þykktir þar að lútandi undanfar- inn áratug, en þær hafa alltaf farið út um þúfur. Fulltrúar fylkinganna þriggja hafa setið fundi í tvær vikur. Sýrlendingar vilja fá kristna menn, sem sitja í stjórn Líbanon, til að samþykkja breytingar á stjórnskipulaginu og veita múha- meðstrúarmönnum valdajöfnuð. Múhameðstrúarmenn eru í meiri- hluta í Líbanon. Kristnir menn hafa verið ein- ráðir í stjórn, dómskerfi og hern- um frá því að Frakkar gáfu Líban- on sjálfstæði 1943. Þá voru kristnir íbúar landsins í meirihluta, en nú er talið að múhameðstrúarmenn séu rúmur helmingur landsmanna. Einn skæruliði var drepinn í dag og fimm borgarar og fimm skæru- liðar særðir í átökum í borgarhluta kristinna í Beirút í nótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.