Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 3 30.000 manns hafa séð Amadeus NÚ HAFA um það bil 30.000 manns séð kvikmyndina Amadeus sem Há- skólabíó hefur sýnt undanfarnar þrjár vikur. Myndin var frumsýnd um miðjan september, og varð það að samkomulagi milli framleiðandans Saul Zaentz og Háskólabíós að öll innkoma af frumsýningunni rynni til styrktar hjartaskurðlækningum hér á landi. Að sögn Friðberts Pálssonar, framkvæmdastjóra Háskólabíós, var aðsókn strax góð, en hefur aukist jafnt og þétt, sem ekki er óvanalegt þegar sýndar eru jafn frægar og viðamiklar myndir eins og Amadeus, en nú virðist ekkert Aðrir áskrift- artónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar AÐRIR áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu starfs- ári verða í Háskólabíói annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi er aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, Jean-Pierre Jacquillat og einsöngvari Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú verk; Cosi fan tutte, forleikur eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Sie- ben fruhe Lieder eftir Alban Berg og Sinfónía nr. 9 í C-dúr „Hin stóra" eftir Franz Schubert. (FrétUtilkynning.) lát vera á aðsókninni. Friðbert sagði að það tæki jafnan lengri tíma að fá fullorðna fólkið í bíó. Hann sagði ennfremur að myndin yrði sýnd í Háskólabíói enn um sinn, en síðan yrði hún færð yfir í Regnbogann, sem Háskólabíó er með á leigu, og þar myndi hún verða næstu vikurnar. Háskólabíó vakti athygli á í auglýsingu um helgina að þessa dagana væru að koma út í Bret- landi myndbönd með kvikmyndun- um The Killing Fields og Amad- eus, og þar sem borið hefur á því að nokkrar kvikmyndaleigur á íslandi hafi reynt að kaupa eða keypt þessi myndbönd til leigu á íslandi vildi Háskólabíó benda á að bíóið hefur einkarétt á að selja þessi myndbönd til dreifingar eða leigu hér á landi. Bíóið fór því fram á að myndbönd þessi verði ekki keypt eða leigð út nema þau séu keypt af Háskólabíói. I sömu auglýsingu óskaði bíóið eftir samstarfi við neytendur eða viðskiptavini myndbandaleiga á íslandi. Háskólabíó mun greiða 1.500 kr. til þeirra sem skila myndum þessum til skrifstofu Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi. Morgunblaðiö/Snorri Snorrason Kanadíski togarinn lengdur Vinna við fyrsta kanadíska togarann sem verið er að breyta í Slippstöð- inni á Akureyri gengur vel að sögn Gunnars Ragnars forstjóra Slipp- stöðvarinnar. Eins og sést á myndinni er búið að taka togarann í sundur, en verið er að lengja hann um 6,4 metra til þess að hann beri jafn mikið af fiski og áður eftir að hann hefur verið kassavæddur. Breytingunum verður lokið fyrir áramót, en annar togarinn í þessu verkefni Slippstöðvarinnar kemur í næsta mánuði og tveir til viðbótar eftir áramót. Liðsmenn Mezzoforte, Gunnlaugur Briem, Noel McCalla söngvari, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson. Steinar Records eyknr umsvifín: Stór útgáfufyrirtæki slást um Mezzoforte — og Shady Owens á samning í Bandaríkjunum STEINAR Records í London hefur gert samning við stórfyrirtækið RCA um útgáfurétt á tónlist hljómsveitarinnar Mezzoforte í Pýskalandi og Austurríki, sem er þriðji stærsti hljómplötumarkaður heims, á eftir Bandaríkjunum og Japan. Jafnframt hefur Steinar Records gert samning við banda- ríska hljómplötufyrirtækið „Em- ergency Records" um útgáfu á lagi Shady Owens, „Get Right Next To You“ í Bandaríkjunum. „Eftir að hafa kynnt lagið „This Is The Night“ með Mezzo- forte í Evrópu hefur síminn ekki stoppað hjá mér og það má segja að öll stærstu fyrirtækin sláist um að fá Mezzoforte á samning hjá sér,“ sagði Steinar Berg ís- leifsson í samtali við Morgun- blaðið. „Eftir að samningurinn við Polydor rann út ákvað ég að gera ekki samning við neitt eitt fyrirtæki um útgáfuréttinn í Evrópu, heldur semja um hvert land fyrir sig. Öll stærstu fyrir- tækin hafa sett sig i samband við mig, svo sem CBS, WEA, Teldec, Bellaphone, Ariola, RCA og fleiri, sem vildu gera samn- inga til langs tíma við hljóm- sveitina eftir að þeir vissu að við vorum lausir. Ég vissi reyndar fyrir að Mezzoforte var vel kynnt í Evrópu, en þessi mikli áhugi þessara stórfyrirtækja kom mér mjög á óvart. Þýska- land er okkar mikilvægasti markaður og þessi samningur við RCA er að mínum dómi mjög hagstæður,“ sagði Steinar Berg. „Hann felur i sér miklar og góðar tryggingar. Þeir tryggja okkur á næsta ári sem nemur einni milljón íslenskra króna fyrir næstu LP-plötu. Þetta er bara fyrirframgreiðsla upp i ágóðahlut, en þess ber að geta að ein plata með Mezzoforte kostar um 2 milljónir í framleiðslu. En það er auðvitað mikill kostur að hafa helminginn af þeim kostn- aði tryggðan með þessum hætti. Auk þess skuldbinda þeir sig til að eyða annarri milljón í auglýs- ingar og kynningar á hljómsveit- inni og jafnframt skuldbinda þeir sig til að meðhöndla Mezzo- forte sem forgangsatriði ásamt þeim stóru sem þeir hafa á sín- um snærum, svo sem Stevie Wonder og Eurythmics." Steinar sagði ennfremur að gengið hefði verið frá samningi um útgáfu á lítilli plötu með Shady Owens fyrir Bandaríkja- markað. „Að ná svona samningi inn á Bandarikjamarkað er i sjálfu sér stórmál en þetta fyrir- tæki er mjög sterkt í útgáfu danstónlistar í Bandaríkjunum, hefur meðal annars verið með söngkonuna Shannon á sínum snærum. Þeir hafa einnig sýnt Mezzoforte mikinn áhuga og vilja gefa „This is the Night“ út í Ameríku. En þeirra stefna er að gera aðeins skammtíma samn- inga um eitt og eitt lag, en hins vegar hef ég haft það fyrir reglu að gera ekki skammtímasamn- inga með Mezzoforte. En það standa yfir samningaviðræður um þetta og ekki hægt að segja á þessu stigi hvað úr verður,“ sagði Steinar Berg ísleifsson. 3 FLUGLEIÐIR GERA ÞÉR KLEIFT AD TAKA ELSKLÍNA ÞINA MEÐ -fr\4t ÍNNANLANDS Ef þú ferðast mikið með Fluglelðum Innanlands átt þú það á „hættu“ að fá einn daginn frímiða upp í hendurnar, sem gildir til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands - fram og til baka. Við gefum þér nefnilega punkta í hvert skipti sem þú ferðast með okkur og þegar þú ert búin/n að fljúga 13—17 sinnum á fjórum mánuðum finnst okkur tími til kominn að við borgum farið - ekki þú. Fáðu safnkort hjá afgreiðslufólki Flugleiða og láttu það kvitta fyrir þegar þú kaupir flugmiða. Við munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frímiðann — og þá getur þú tekið elskuna með þér i flugið til tilbreytingar — frítt... FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.