Morgunblaðið - 16.10.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
5
Opinberri heimsókn Matthíasar A. Mathiesen til Japan lýkur f dag:
„Skapar betri skilyrði til að
auka útflutning til Japan“
MATTHÍAS Á. Mathiesen viðskiptarádherra, gerir sér góðar vonir um að
aukin viðskipti íslendinga við Japani komi í kjölfar opinberrar heimsóknar
hans til Japan, en þeirri heimsókn lýkur í dag.
„Við áttum á mánudag viðræður
við verzlunarráð Japans og í dag
áttum við viðræður við viðskipta-
ráðherra Japans, Murata, og síðar
í dag við utanríkisráðherra Jap-
ans, Shingoro Abe,“ sagði Matth-
ías í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann sagðist í dag mundu
ræða við samtök stórfyrirtækja í
Japan.
Viðskiptaráðherra sagði að
markmið þessara viðræðna væri
að skapa möguleika á auknum
viðskiptum milli Islands og Jap-
Skólamir í Reykjavík:
Skólastjórar og
fræðsluráð hafna
fyrirhuguðum kynn-
ingardegi KÍ
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu skólastjóra í Reykjavík
að falla frá fyrirhuguðum kynningardegi í skólum borgarinnar laugardaginn
2. nóvember næstkomandi. Þess í stað verði skólar opnir fyrir foreldra og
forráðamenn nemenda vikuna 4.—8. nóvember á venjulegum starfstíma
hvers skóla. Upphafleg hugmynd um kynningardag laugardaginn 2. nóvem-
ber og leyfi mánudaginn 4. nóvember kom frá kynningarnefnd Kennarasam-
bands íslands og var kynnt í bréfi til skólastjóra dagsettu 20. ágúst síðast-
liðinn.
Að sögn Ragnars Júlíussonar,
skólastjóra Álftamýrarskólans og
formanns Fræðsluráðs
Reykjavíkur samþykktu skóia-
stjórar á fundi, sem haldinn var
dagana 25. til 27. september, með
17 atkvæðum gegn 2 eftirfarandi
tillögu: „Fundur skólastjóra í
Reykjavík haldinn 27.9. 1985 sam-
þykkir að beina til Fræðsluráðs
Reykjavíkur að hugmynd Kenn-
arasambands íslands um kennslu
laugardaginn 2. nóvember og leyfi
mánudaginn 4. nóvember til kynn-
ingar á starfi í skólum borgarinnar
verði breytt þannig: Starfsemi
skólanna raskist eigi heldur verði
þeir opnir foreldrum og forráða-
mönnum nemenda vikuna 4.-8.
nóvember á venjulegum starfst-
íma hvers skóla." Tilmæli skóla-
Tveir þingmenn BJ segja sig úr landsnefndinni:
Kristófer Már og
Valgerður ætla að
hætta formennsku
„VIÐ Valgeröur munum ekki bjóða okkur fram til formennsku að nýju
á fundi landsnefndar næstkomandi laugardag. Við nennum ekki að vera
í pólitísku samfélagi með kerlingum eins og Kristínu S. Kvaran og
Kolbrúnu Jónsdóttur, sem vilja gera Bandalag jafnaðarmanna að mjög
hallærislegum anga úr Alþýðuflokknum," sagði Kristófer Már Kristins-
son, formaður landsnefndar BJ, en í fundarboði fyrir lokaðan fund
landsnefndarmanna sem fram á að fara nk. laugardag er tekið fram að
kosið skuli til formanns og varaformanns. Varaformaður er Valgeröur
Bjarnadóttir.
Tveir þingmenn BJ, þær Kristín
S. Kvaran og Kolbrún Jónsdóttir,
hafa sagt sig úr landsnefndinni
vegna óánægju með störf for-
mannsins: „Okkur hefur ofboðið
sú þróun sem átt hefur sér stað
að undanförnu og endurspeglast í
margítrekuðum yfirlýsingum for-
manns landsnefndar í fjölmiðl-
um,“ sagði Kristín. „Þessar yfir-
lýsingar hafa beinst að því fólki
sem unnið hefur hvað mest með
BJ frá fyrstu byrjun. Þegar heyr-
ist hósti eða stuna er fyrsta hugs-
unin hvort eigi að reka þennan eða
hinn. Það er auðvitað ekki hægt
að starfa í pólitík með fólki sem
hefur tilhneigingar á borð við
þessa.“
En hvaða afleiðingar hefur
þessi deila fyrir BJ? Kristófer
Már: „Dauða, geri ég ráð fyrir.
Þetta fólk hefur stefnt að því frá
í vor að drepa BJ og nú hefur því
tekist það. Og ég óska því bara til
hamingju með það.“
Kristín S. Kvaran: „Lands-
nefndin var orðin hálf lömuð og
óstarfhæf vegna flokkseigendatil-
burða fárra einstaklinga, og þess
vegna breytir það litlu sem engu
um starfsemi BJ þótt við hættum
að taka þátt í störfum landsnefnd-
ar.“ í landsnefnd BJ eru 30 ein-
staklingar auk fjögurra þing-
manna, en áður hafði einn maður
sagt sig úr nefndinni.
ans, en Japansstjórn hefði nú tekið
ákvarðanir um breytingar á ýmsu
því sem torveldað hefði innflutn-
ing til Japans, svo sem verndar-
tolla ýmis konar, kvóta og fleira.
„Við vorum í gær viðstaddir
þingsetningu hér í Tókýó, og
hlýddum á forsætisráðherra Jap-
ans, Nagasone, flytja stefnuræðu
sína, þar sem hann undirstrikaði
þessi áform Japansstjórnar," sagði
Matthías, „og lýsti yfir áhuga
stjórnvalda á því að koma í veg
fyrir að verndartollastefna næði
aftur undirtökum í alþjóðavið-
skiptum."
Viðskiptaráð.herra sagði að það
væri íslendingum að sjálfsögðu
mikið áhugamál að Japanir slök-
uðu á þeim reglum sem giltu um
innflutning til Japan. Jafnframt
því sem það væri okkur kappsmál
að slíkar reglur næðu ekki einungis
til iðnaðarvara, heldur og til sjáv-
arafurða, til þess að við gætum átt
greiðari aðgang að japönskum
Matthías Á. Mathiesen
mörkuðum. „Við höfum rætt við
Japanina um samstarf á sviði
orku- og iðnaðarmála, í ljósi þess
að japanska fyrirtækið Sumi Tomo
gerðist á sl. ári eignaraðili að Járn-
blendifélaginu á Grundartanga.
Við undirstrikuðum að í framhaldi
af því gæti verið um að ræða
samstarf og viðskipti og þar með
aukin viðskipti af okkar hálfu við
þá,“ sagði viðskiptaráðherra.
Viðskiptaráðherra sagði að full-
trúar þeir frá útflytjendum, sem
með í förinni væru, hefðu átt við-
ræður við þá aðila sem þeir hefðu
skipt við, þannig að bæði hefði
verið rætt við ráðherra í ríkis-
stjórn Japan og forystumenn í
innflutningsfyrirtækjum. Jafn-
framt sagði Matthías að á jap-
anska þinginu hefði verið stofnuð
sérstök þingmannanefnd sem
fjalla myndi um málefni íslands,
og sagði hann að starf þessarar
nefndar gæti orðið mjög þýðing-
armikið fyrir útflutning frá ís-
landi til Japan, því þar gæti verið
skapaður grundvöllur til þess að
byggjaá.
Matthías var spurður hvort
hann gerði sér vonir um að út-
flutningur íslendinga til Japan
myndi aukast í lýölfar heimsóknar
hans þangað: „Eg hef þá skoðun
að í kjölfar þessarar heimsóknar,
sem er sú fyrsta sinnar tegundar,
þar sem fulltrúar útflytjenda eru
með ráðherra í opinberri heimsókn
hans, þá eigi það eftir að hafa sín
áhrif, og skapa okkur betri skilyrði
til þess að auka útflutning til
Japans,“ sagði Matthías Á. Math-
iesen viðskiptaráðherra.
stjóranna voru lögð fram í fræðs-
luráði, sem samþykkti þau með
fimm samhljóða atkvæðum.
Ragnar Júlíusson sagði enn-
fremur að sent hefði verið út bréf
til foreidra nemenda Álftamýrar-
skólans þar sem meðal annars
segir að samkvæmt samhljóða
samþykkt kennarafundar í Álfta-
mýrarskóla verði skólinn ekki
opinn laugardaginn 2. nóvember
næstkomandi, svo sem Kl hefði
auglýst sem kynningardag, en hins
vegar veri skólinn opinn alla
starfsdaga svo sem verið hefði
undanfarin 20 ár. Ragnar kvaðst
' ekki eiga von á öðru en að aðrir
skólar borgarinnar féllu frá fyrir-
huguðum kynningardegi sam-
kvæmt samþykkt skólastjóra og
fræðsluráðs.
MKIAWLE
111 11
Matseðill helgarinnar
Rjómasúpa prinsesse
(fuglakjötsúpa)
Broadwaysteik (lamba-
piparsteik)
Franskur súkkulaðibúð-
ingur með rjóma
Hinn landskunni píanósnill-
ingur Ingimar Eydal spilar
fyrir matargesti.
hin eina og sanna, meö alla helstu skemmtikrafta
landins í fararbroddi er svo sannarlega búin aö
setja svip sinn á helstu skemmtistaði landsins sl.
15 ár meö söng, dansi, gríni og gleöi.
Enn gera þeir þaö gott, strákarnir í Sumargleð-
inni, og nú í Broadway, glæsilegasta veitingahúsi
landsins.
Troðfullt hús var í Broadway sl. tvær helgar.
Nú er um aö gera aö vera snöggur aö panta sér
miöa og borö í síma 77500 — því næsta skemmtun
þeirra Sumargleðimanna veröur í Broadway nk.
föstudags- og laugardagskvöld.
Góöa skemmtun í gleöinnar-kvöldi meö þeim gleö-
innar-mönnum í Broadway.
ókrýndurKo^^^’j'apánskl
daB9urt6nl>«»rsl6ni,.