Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 íslandslax hf. í Grindavík: Framkvæmdir hafnar við 500 tonna eldisstöð Kostnaður á annað hundrað milljónir kr. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu 500 tonna eldisstöðvar íslands- lax hf. á Stað í Grindavík. Þorsteinn Olafsson stjórnarformaður fslandslax hf. tók fyrstu skóflustunguna fyrir skömmu og síðan tóku stórvirkar vinnu- vélar Hagvirkis hf. við jarðvegsframkvæmdum. Á Stað er nú þegar risin seiðaeldisstöð eins og kunnugt er og er ráðgert að eldisstöðin taki við seiðun- um til framhaldseldis í byrjun júní. Byggingarkostnaður stöðvarinnar er áætlaður eitthvað á annað hundrað milljónir kr. ólafsson, fram- Þórður ákveðið að kerin yrðu Þórður H. kvæmdastjóri íslandslax hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að bygging stöðvarinnar hefði verið boðin út í sumar í fimm áföngum. Hann sagði að mörg tilboð hefðu borist en eingöngu væri búið að semja um jarðvinnuna. Bjóst hann við að ákvarðanir um næstu áfanga yrðu teknar á næstu dög- um. Islandslax samdi við Hagvirki hf. um jarðvinnuna fyrir um 2,5 milljónir kr. Eldið á að fara fram í óupp- hituðum sjó í kerum á landi. Sagði steinsteypt, byggð úr forsteyptum einingum. Þau verða samtals 20, 12 með 13 metra þvermál og 8 með 26 metra þvermál. Þórður sagði að tvö tilboð hefðu verið lægst í byggingu keranna, um 50 milljónir kr., frá Hagvirki og fstaki. Stálver átti lægsta tilboðið í véla- og lagnahliðina, um 6 milljónir, og Geisli í Keflavík átti lægsta til- boðið í rafmagnsvinnu, 3,5 milljón- ir kr. Þá hafa framkvæmdir við sjótöku verið boðnar út og áttu Hagvirki og Norðurverk lægstu Báti stolið í Hafnarfírði Rannsóknarlögregla ríkisins lýsir eftir báti sem stolið var ásamt kerru á tímabilinu 15.—30. september síð- astliðinn. Báturinn stóð við Lýsi og mjöl í Hafnarfirði. Báturinn var smíðað- ur í Noregi og er 21 fet að lengd, frambyggður og brúnn að lit. Ekk- ert nafn var á bátnum. Meðfylgjandi mynd er af bátn- um. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um hvarf bátsins eða vita hvar hann er núna, eru beðnir að •hafa samband við RLR. Austfirðir: Fjögur félög hafa fellt bónussamninga FORYSTUMENN verkalýðsfélaganna í Neskaupstað, á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík hittast á Egiísstöðum í dag til að bera saman bækur sínar um nýja bónussamninga en á þessum stöðum hafa félagsmenn í verkalýðs- félögunum felit nýgerða bónussamninga Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda. Samningarnir hafa auk þess verið felldir á Hornafirði en sam- þykktir á Eskifirði og Fáskrúðs- firði. Seyðfirðingar eiga enn eftir að taka afstöðu til samninganna og sömuleiðis verkalýðsfélögin á Vopnafirði og Borgarfirði eystra en þar er ekki unnið við fiskverkun (aðra en saltfiskverkun) sem stendur vegna yfirstandandi slát- urtíðar. Fundur um prófkjör DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri flyt- ur ræðu á almennum fulltrúa- ráðsfundi sem haldinn verður í kvöld, miðvikudaginn 16. október, kl. 20:30 í sjálfstæðishúsinu Val- höll. Á fundinum verður ennfrem- ur tekin ákvörðun um það hvort halda skuli prófkjör vegna borgar- stjórnarkosninga vorið 1986. Fundurinn er opinn öllum með- limum fulltrúaráðsins og eru þeir hvattir til að fjölmenna. tilboðin, um 8 milljónir. Fyrir utan þetta er eftir að kaupa allan vél- búnað og taldi Þórður að hann myndi kosta 10—15 milljónir kr. Með öðru er þetta dæmi upp á eitthvað á annað hundrað milljón- ir kr., að sögn Þórðar. t seiðastöð Islandslax hf. eru nú seiði af norskum stofni, seiði sem keypt voru sem augnhrogn frá Noregi í apríl. Þau verða sett í útikerin í byrjun júní og eiga að vera komin í sláturstærð um ára- mótin 1987/88. Morgunblaöið/RAX Prins Jóakim á Reykjavíkurflugvelli á leið norður í land ásamt félögum sínum, þar sem þau dvöldu við Mý- vatn og skoðuðu meðal annars Detti- foss og Ásbyrgi áður en haldið var til Akureyrar og þaðan aftur til Reykja- víkur. Danskir menntaskólanemar heimsækja Menntaskólann í Reykjavík: Prins Jóakim á meðal gestanna PRINS Joakim, yngri sonur Margrétar Danadrottningar og prins Henrik, er í hópi nemenda úr Öregaard Gymnasium í Hellerup, sem hingað eru komnir í stutta kynnisferð. Nemendurnir eru hér á vegum Menntaskólans í Reykjavík og tóku nemendur hans á móti þeim við komuna. Dönsku gestirnir gista allir á einkaheimilum nemenda Menntaskólans á meðan á heimsókninni stendur nema prins Joakim, sem þáði boð forseta Islands Vigdísar Finnbogadóttur um að dvelja hér á hennar vegum. Að sögn Guðna Guðmundssonar inni. Brugðu menn fyrir sig ýmsum Kvikmyndahátíð kvenna Agnés Varda viðstödd sýningu kvikmyndar sinnar FRANSKI kvikmyndaleikstjórinn Agnés Varda, annar gestur kvik- myndahátíðar kvenna, verður við- staddur er rekinn verður endahnút- urinn á hátíðina með sýningu á nýjustu kvikmynd hans Sans toit ni loi, nk. föstudag, 18. október, kl. 21. Varda hefur verið talin í hópi virtustu kvikmyndahöfunda Frakklands. Hún hlaut Gullljónið i Feneyjum í síðasta mánuði fyrir myndina Sans toit ni loi, en það eru ein eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru fyrir kvikmyndaleik- stjórn. Á fimmtudag kl. 17 mun Varda svo kynna þrjár aðrar myndir sínar sem sýndar eru á kvikmyndahátíðinni, Daguerre- otypes, Ulysse og Réponse de femmes. Fréttatilkynning rektors Menntaskólans í Reykjavík sátu Danirnir nokkra tíma í Menntaskólanum og kynntu sér skólastarfið. Skólinn bauð þeim síðan í skoðunarferð um borgina og síðan tóku nemendur Mennta- skóians á móti þeim í Casa Nova þar sem boðið var upp á veitingar. Vel fór á með gestum og gestgjöf- um, sem héldu í stuttar ferðir um nágrenni borgarinnar og skoðuðu það sem ekki náðist í skoðunarferð- tungumálum, nokkrir þökkuðu fyr- ir sig á ensku, aðrir töluðu íslensku og var svarað á dönsku. Síðastliðið vor stóð til að nem- endur fimmta bekkjar Menntaskól- ans í Reykjavík færu til Danmerkurx og sæktu heim öregaard Gymnas- ium. Af því gat ekki orðið þá en vonir standa til að það verði hægt síðar og verður það þá í fyrsta skipti um langt árabil sem nem- endaskipti sem þessi fara fram. Franski kvikmyndaleikstjórinn Agn- és Varda. Það eru einkum ákvæði um að samningarnir væru samþykktir á öllum stöðum, að því er Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusambands Austurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið. „Við munum ráða ráðum okkar á þessum fundi en fundir með atvinnurekendum hafa ekki verið ákveðnir enn,“ sagði hann. Davíð Oddsson borgarstjóri Enn kemur FIAT á óvart Tveir verðlaunabíl- ar á frábæru verði Fiat Uno 45 s kr. 278.000 Fiat Panda 4 x 4 kr. w 328.000 Þeir eru á heimavelli í snjó og ófærð FIAT PANDA Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.