Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
9
Öllum þeim sem glöddu mig á sjötugasta
afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum, skeyt-
um og hverskonar öðrum hætti, færi ég mínar
hjartanlegustu þakkir og árnaðaróskir.
Guð blessi ykkur öll.
Baldur Skarphéðinsson.
ÞESSIR ERU
ÓDÝRASTIR
Kr. 4.400 — kr. 8.000
60 cm 100 cm
Okkar vinsælu hvítu fataskápar eru nú fyrirliggj-
andi en í takmörkuðu magni. Vinsamlegast stað-
festið pantanir.
Kalmar
Skeifan 8 Reykjavík
Sími 82011
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^íóum Moggans!
Í^laá
Verðbólga —
vöxtur eða
rénun
Þeir sem grandskoða
undirstrauma í atvinnu- og
cfnahagslífi okkar þykjast
sjá ýmis verðbólguteikn á
lofti. Haerri neyzluskattar,
sem að er stefnt, hækka
verðlag. Gengisþróun
Bandaríkjadals ýtir fremur
en hið gagnstæða undir
,,sig“ krónunnar. Launa-
þróun næstu mánuði og
misseri, sem er nátengd
verðlagsþróun, er óráðin
gáta. I þessum efnum öll-
um þarf að ganga hægt
fram og gá að sér svo
víxlspor, með ilhim afleið-
ingum, verði ekki stigin.
Þjóðhagsáæthin, sem
forsætisráðherra byggir
pólitíska veðurspá sína að
hhita á, mun hinsvegar
gera ráð fyrir hjaðnandi
verðbólgu síðustu mánuði
líðandi árs. Verðbólgan
verður i árslok 1985, séð
um gleraugu Þjóðhags-
stofnunar, liðlega 20%
Farí þetta eftir er niður-
staðan talin sú að kaup-
máttur ráðstöfunartekna
1985 aukizt um 4,5% frá
fyrra ári, og verði 6% meiri
en á síðari hluta þessa árs
en á 4. ársfjórðungi 1983.
Óðaverðbólgan, sem
náði hámarki á fyrri hluta
árs 1983 (130%), hafði
margþætt neikvæð áhrif:
1) skekkti samkeppnis-
stöðu íslenzkrar fram-
leiðslu, 2) stuðlaði að
ótímabærri eyðslu, fjárfest-
ingarmistökum og viðskip-
tahalla, 3) braut niður inn-
lendan sparnað og 4)
brenndi upp umsamdar
kauphækkanir svo að segja
samtímis og til þeirra var
stofnað.
Fyrirbyggja verður með
öllum tiltækum ráðum að
rata í þá höfuðvillu á ný.
Samhliða því að koma í
veg fyrir vöxt erlendra
skulda og viðskiptahallans
— og snúa blaði við í þeim
efnum — verðum við að
stcfna, helzt á stuttum
tíma, í sambærilega verð-
þróun hér á landi og ■
nuræða forsætisráöherra:
’aupmáttur ráðstöfunartekna
[eykst um 4,5 % á þessu ári
i i«
ii á uý fara h,
*i"H
_ __________________________________
Iað hau »et*i •% mtki á rrfteri ktau þ»— «». « * *•
| 1983.
I rri. U.,Mk.rr. k«..r m.kií krfk mjí
V fram aA halli ríkiMlóAi & þeMU Ari miklum affðllum á opoum markaftt.
I - ámUSkir 1800 milUtair knkm, Um^ Umrmm, l<0
I vi» U«r.iM. fikrlw 1985 ..r « m«l.r <m
| kmm kmUtóm 100 milli«r.
legt verfti að leRgja áheralu i aA
hjoftnun rerftbólgu haldi áfrmm.
Gert er ráð fyrir þtrí I þjóAha**-
ájetlun aó vióakiptakjðr haldiat I
mefinatrióum óbreytt næatu 3 árin,
þótt gengi dollara Imkki an Ev
rópugjaldmiAla hatkki Bygft aé á
5% árlegri aukningu ótflutninga
næatu 3 árin of aA aflaverAmæti
aukiat um 4 til 5% áári.
FormætiaráAherra aegir aA ekki
aé haagt aA gera ráð fyrir aA rió-
akiptajöfnuAur náiat fyrr en á árinu
og á næata ári M% Þaer lækki
aiAaa 1987 I 5*5% af landeíram-
leiAelu of 149% áriA 1988.
■pamaAarleiAir, bæAi i rtkiarekatn
of hjá almenningi. aem leiAir aA
ofangreindum markmiAum. Sefir
hann *A stjórnarflokkarnir hafl
_____ frekar 6r rikiaótfjóWum.
þannig aA aem minnet viAbótar-
skattheimta verAi nauAeynleg til
þeaa aA tryggja hallalaus fjárlðg
Halli ríkissjóös 1.800 milljónir króna
Samkvæmt frétt í Morgunblaöinu í gær kemur fram í
stefnuræðu forsætisráðherra, sem væntanlega veröur flutt
nk. fimmtudag, aö halli ríkissjóðs 1985 stefnir í 1.800 m.kr.
í staö 700 m.kr., sem gert var ráö fyrir í fyrri áætlunum.
Hér valda mestu launasamningar frá sl. vori, en laun eru
langstærsti útgjaldaþáttur ríkissjóðs. 3% launahækkun til
BSRB-fólks frá 1. október sl. kemur einnig við sögu.
Staksteinar glugga í þessa framvaröarfrétt þjóömálanna í
dag.
hetztu samkeppnislöndum
okkar.
Vidskiptajöfn-
uður 1988
f tilvitnaðri frétt Morg-
unbiaðsins segir
„Gert er ráð fyrir því í
þjóðhagsáæthin að við-
skiptakjör haldist í
meginatriðum óbreytt
næstu þrjú áirn, þótt gengi
dollars lækki en Evrópu-
gjaldmiðlar hækki. Byggt
er á 5% árlegri aukningu
útfhitnings næstu þrjú árin
og að aflaverðmæti aukizt
um 4—5%á ári.
Forsætisráðherra segir
aö ekki sé hægt að gera
ráð fyrir að viöskiptajöfn-
uður náist fyrr en á árinu
1988. Því vakii hinar miklu
erlendu skuldir. Aætlað sé
að erlendar skuldir þjóðar-
innar í árslok í ár nemi um
53% af landsframleiðslu og
á næsta ári 54%. Þær
lækki síðan 1987 í 52,5 %af
landsframleiðshi og í 49%
árið 1988.“
Skuldabaggar þeir, sem
þjóðin kjagar nú með á vit
framtíðarinnar, vóru að
drýgstum hluta til komnir
fyrir daga núverandi ríkis-
stjórnar, þó þeir hafi ekki
létzt síðan. Leigan eftir
þetta erlenda fjármagn er
himinhá og níðþung. Sam-
kvæmt heimildum frá
Þjóðhagsstofnun í ágúst-
mánuði sl. var greiðslu-
byrði langra erlendra lána
1985 (skammtímalán ekki
meðtalin) sem hér segir:
• Afborganir af löngum
erlendum lánum 4.700
milljónir króna.
• Vaxtagreiðslur af þess-
um sömu lánum 5.400
milljónir króna.
• Greiðshibyrði samtals
10.100 milljónir króna
1985.
Þessi greiðslubyrði kem-
ur til frádráttar lífskjörum
á líðandi stund, dregst
annað tveggja af þjóðar-
lekjum (áður en til skipta
þeirra kemur) eða kemur
fram í þyngingu skulda-
byrðarinnar, nema hvort
tveggja veröi.
Alþýðubandalagið,
„stærsti" stjórnarand-
stöðuflokkurinn, stóð fyrir
skemmstu upp í axlir i
svokölluðum ráðherrasósí-
alisma. Ávextir hans vóni
veröbólgan, viðskiptahall-
inn og erlenda skuldasöfn-
unin, ítem alger kyrrstaða,
afturfor fremur en framfor,
í atvinnuhTi þjóðarinnar,
tilurð þjóðartekna. Háð-
herrasósialisminn seinkaði
í raun lífskjarabata í land-
inu um fjölmörg ár. Hann
bauð hinsvegar og býður
upp á feikn slagorða og
upphrópana, sem eru, þeg-
ar til kastanna kemur,
fyrirferðarmiklar umbúðir
utan um nákvæmlega ekki
neitL
Alþýðubandalagið stend-
ur nú í feiknmikhim inn-
byrðis slagsmáhim. Þar
hefur það verk við hæfi.
Bezt fer á því að það fái
óáreitt að stunda þá iðju,
ótruflað af stjórnarfarslegri
ábyrgð. Meðan svo verður
er enn von, þrátt fyrir alla
vandamálasúpuna.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
almennur
fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna í
Reykjavík heldur almennan fulltrúa-
ráösfund í kvöld, miövikudaginn 16.
okt., kl. 20.00 í sjálfstæöishúsinu.
Valhöll.
Dagskrá:
1. Akvörðun tekin um hvort halda skuli prófkjör
vegna borgarstjórnarkosninga voriö 1986.
2. Ræða Davíös Oddssonar borgarstjóra.
3. Önnurmál.
Fundurinn er opinn öllum meðlimum fulltrúaráösins.
Stjórn fulltrúaráðsins