Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 Varnir, almanna- varnir og vegagerð — eftir Valdimar Kristinsson Umræður um varnarmál á ís- landi hafa í fjóra áratugi ein- kennst af svörtu og hvítu. Mildari blæbrigði hafa lítið verið inni í myndinni, en nú eru horfur á að Alþýðubandalagið sé hætt að fitna á andstöðu við öryggi landsins og þá gæti þessi umræða farið að breytast. Eftirfarandi forystu- grein í Mbl. frá 17. apríl sl. er þó fremur í anda fyrri tíðar: „Bandarísk vegagerð“ „Þær raddir heyrast alltaf af og til, að það sé nú ekki mikill vandi að koma vegakerfi íslendinga í gott horf, hið eina sem þurfi sé að fela varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli verkefnið. Á nýafstöðn- um landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins var þessu sjónarmiði hafnað. Þeir sem bera vegina fram á hinum bandaríska silfurbakka reyna að færa mál sitt í þann bún- ing, að vegna varna landsins sé nauðsynlegt að hafa sem besta og fullkomnasta vegi. Helst sé þetta brýnt vegna almannavarna, því að mestu skipti að geta flutt stóra hópa fólks á milli staða á hættu- tímum. Þessar röksemdir halda ekki þegar á reynir. í fáum löndum er vegakerfið fullkomnara en í Sviss. Þar hefur verið að því unnið að leggja lá- rétta hraðbraut þvert í gegnum Alpana. Svisslendingar sem huga betur en flestir aðrir að hervörn- um, þótt hlutlausir séu, hafa á hinn bóginn einsett sér að eyði- leggja þessa góðu vegi, ef á land þeirra yrði ráðist, þar með hindr- uðu þeir afnot óvinarins af þeim. Almannavarnakerfi Svisslend- inga, sem þykir hið fullkomnasta í heimi, byggist alls ekki á því að flytja tugi þúsunda manna úr ein- um stað í annan á hættutímum, heldur hinu að menn hafi örugg skýli sem næst heimili sínu eða vinnustað. Talsmenn bandarískrar vega- gerðar á íslandi verða að nota önnur rök máli sínu til stuðnings en þau er lúta að hervörnum eða almannavörnum." Fáir munu halda því fram, að lítill vandi sé að koma vegakerfinu hér í gott horf, ekki þurfi annað en að fela varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli verkefnið, en í skoðana- könnun hjá Sjálfstæðisflokknum, samhliða prófkjöri fyrir nokkrum árum, munu einhverjar hugmynd- ir af þessu tagi þó hafa átt miklu fylgi að fagna. Svo að ekki virðist fylgdarliðið alveg í takt við foryst- una. Næst er vikið að Svisslending- um í forystugreininni. Reynslan sýnir, að við getum ekki tekið hlutleysi þeirra okkur til fyrir- myndar, og fáir vildu taka upp áratuga herskyldu og þurfa að geyma rifflana undir rúmunum eins og gert er í Sviss. Hins vegar ætla þeir að sprengja sína góðvegi í loft upp, ef til ófriðar dregur og þar er okkar fyrirmynd, að sögn Mbl. Til skamms tíma hefðum við reyndar lítið þurft að sprengja í þessu skyni en það er önnur saga. Snjallir eru frændur okkar Norðmenn. Þeir hafa fengið að- stoð við að leggja vegi víða um Norður-Noreg og sporta sig lík- lega bara á þessum vegum í góð- ærinu. Á hættunnar stund mundu þeir svo samkvæmt þessu sprengja upp vegina og þakka fyrir góðu árin. Daginn eftir birtingu áður- nefndrar forystugreinar, eða 18. apríl, var frétt í Mbl. undir fyrir- sögninni: Sauðárkróksflugvöllur næsti völlur fyrir millilandaflug? Þar segir m.a.: „Ákvörðun um hvaða flugvöllur á landinu verður valinn sem vara- flugvöllur fyrir millilandaflug verður tekin fljótlega, að sögn Matthíasar Bjarnasonar sam- gönguráðherra. Hann segir að af þeim fjórum flugvöllum sem helst koma til greina sé flugvöllurinn á Sauðárkróki mjög ofarlega á blaði. Þar séu aðflugsaðstæður hvað beztar, ennfremur sé mögu- legt að leggja heitavatnslagnir undir flugbrautina þar, þannig að miklar fjárhæðir sparist í snjó- mokstri og sandburði." Víst er bráðnauðsynlegt að fá varaflugbraut í fullri lengd fyrir millilandaflugið og einstök að- staða að geta haft snjóbræðslu- kerfi undir, því lítill tími getur gefist til snjómoksturs ef stór vél þarf á varavelli að halda. í þessu sambandi má þó minnast þess, að flugvellir hafa meira eða minna gildi hernaðarlega og þá ekki síður þeir sem eru óvarðir Hvað leggur Mbl. nú til að gert yrði á hættunn- ar stund? Flugbrautin sprengd upp eða bara skrúfað fyrir heita vatnið? Grein Björns Bjarnasonar Hinn 10. sept. sl. skrifar Björn Bjarnason grein í Mbl., sem ber heitið „Peningahyggjan og varn- arsamstarfið". Þar er fjallað um sömu mál og í margnefndri for- ystugrein, en framsetningin er önnur og mismunandi sjónarmið ekki útilokuð. Björn segir í grein sinni, að þær reglur gildi innan Atlantshafs- bandalagsins, að hver einstök þjóð beri ábyrgð á almannavörnum sínum. Gildir ekki hið sama um hervarnirnar? Erum við ekki lítt fær um hvort tveggja? Af hverju þarf að leggja svona þunga Valdimar Kristinsson „Óshlíðarvegur: Jafn- framt því sem starfs- mönnum radarstödvar- innar væri boðið upp á fyllsta öryggi, þegar þeir þyrftu að bregða sér á milli byggðarlaga, mundu aðrir íbúar Bol- ungarvíkur njóta aukins öryggis um leið. Myndi slík ráðstöfun flokkast undir peningahyggju? Hverjir standa í vegi fyrir að þessar tvær framkvæmdir verði tvinnaðar saman? áherslu á, að fremur sé verið að verja landið en þjóðina? Vissulega fer það að miklu leyti saman, en er þá engrar hjálpar að vænta á þeim sviðum er á milli kunna að skilja? Hverjir eru þeir mórölsku meistarar, sem alltaf vita nákvæmlega hvar mörkin liggja? Aðstaða verktaka, skipafé- laga, flugfélaga, olfufélaga og jafnvel kjötsala er af hinu góða, en ef minnst er á almannavarna- vegi, þá flokkast það undir pen- ingahyggju (notað sem skammar- yrði jafnvel af Mbl.) og gott ef ekki landráð. Almannavarnavegir þurfa ekki að miðast við þá fyrirætlan að flytja fjölda fólks í skyndingu frá einum stað til annars. Oftast er látið nægja að flytja börn á viss- um aldri og síðan reynt að tryggja aðföng; ef hættuástand dregst á langinn, en þá er einmitt hætta á að umsvif varnaraðila trufli mjög umferð á vissum leiðum og því meiri líkur á að varavegir yrðu áfram tiltækir almennri umferð. En almannavarnavegir ættu einn- ig að geta komið að miklum notum á tímum náttúruhamfara. Á því gæti orðið þörf hérlendis og virð- ist ekki ástæða til að biðjast af- sökunar á því. Bolungarvík og ÓshlíÖ í þessu sambandi má minnast á Bolungarvík og Óshlíð. Ákveðið hefur verið að setja upp radarstöð fyrir ofan bæinn þar vestra. Því mun almennt hafa verið tekið vel af heimamönnum og þar með leggja þeir fram sinn skerf til friðar og öryggis, en hver eru við- horfin til þeirra eigin öryggis- vandamála? Bolvíkingar eru í lífs- hættu í hvert sinn, er þeir fara um Óshlíðarveg. Til að gera veginn fullöruggan þyrfti líklega 1—2 millj. dollara. Mætti ekki bæta þeim við þær 30—35 millj. dollara, sem radarstöðin er sögð munu kosta? Jafnframt því sem starfs- mönnum radarstöðvarinnar væri boðið upp á fyllsta öryggi, þegar þeir þyrftu að bregða sér á milli byggðarlaga mundu aðrir íbúar Bolungarvíkur njóta aukins öryggis um leið. Myndi slík ráð- stöfun flokkast undir peninga- hyggju? Hverjir standa í vegi fyrir að þessar tvær framkvæmdir verði tvinnaðar saman? Hagsmimir NorÖmanna Stundum er sagt, að aðrar Atl- antshafsbandalagsþjóðir séu ein- göngu að hugsa um sig en ekki okkur, þegar um varnarmál er að ræða. Svona tal er annaðhvort grunnhyggni eða blekkingar, hagsmunirnir eru svo samtvinn- aðir eða hvað halda menn að yrði um ísland og íslensku þjóðina, ef t.d. Bandaríkin gætu ekki varið sig? Hitt er svo annað mál, að hagsmunirnir eru ekki alltaf þeir Verur þær sem Jyske Bank hefur pantað til Danmerkur í kynningarskyni fyrir bankann. Hugmyndin er unnin úr sparibaukum Iðnaðarbankans hér á landi, en baukar eru þar til sölu sem bera nafnið „Óskar“. Sviðsmyndir hf.: „Stefnum á leikhúsa- og auglýsingamarkaðinnu — segja eigendur fyrirtækisins I fyrsta skipti 100%greiðsla til bænda fyrir innlagða mjólk Ekki búið að skipta framleiðsluréttinum á milli héraða og bænda BÆNDUR áttu að fá mjólkurinnlegg sitt í september að fullu greitt sl. fimmtudag og er það í fyrsta skipti sem staðgreiðsluákvæði nýju búvöru- laganna taka gildi. Fengu bændur rúmar 22 krónur fyrir hvern lítra, að frádregnum sjóðagjöldum og flutningi að mjólkurbúi. Getur þetta munað miklu fyrir bændur því jafn- framt hækkar útborgunarhlutfall innlagðrar mjólkur sem alltaf er hærra yfir vetrartímann. I sumar fengu bændur greidd 75% af grund- vallarverði, en fá nú 100%. í lok ágúst gerðu bændur og ríkisvaldið samning um það magn búvara sem bændum verður tryggt fullt verð fyrir á verðiagsárinu sem hófst 1. september sl. Stað- greiðsla búvara til bænda tak- markast af þeim framleiðslukvóta sem viðkomandi fær samkvæmt þessum samningi. Landbúnaðar- ráðherra hefur hins vegar ekki enn gefið út reglugerð um skiptingu búmarksins á milli héraða og bænda vegna þess að Stéttarsam- band bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa enn ekki skil- að til hans álitsgerð um þessa skiptingu. Nefnd á vegum þessara samtaka vinnur að tillögum um búmarkið og að sögn Gunnars Guðbjartssonar framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs er vonast til að tillögur nefndarinnar verði teknar til umræðu á næsta fundi Framleiðsluráðs. Gunnar sagði það ekki enn koma að sök þó bú- marksreglurnar vanti, því fram- leiðsluheimildirnar væru það rúm- ar að menn færu ekki fram yfir þær í mjólkinni i vetur. Hins vegar yrðu þær að vera til áður en loka- uppgjör haustgrundvallarverðs sauðfjárafurða færi fram 15. des- ember. Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi er eina mjólkursamlagið sem allt- af greiðir framleiðendum innlagða mjólk inn á bankareikninga. MBF átti nú í fyrsta skipti að inna greiðsluna af hendi 10. október en hefur áður gert það 20. hvers mán- aðar. Önnur mjólkursamlög eru flest rekin í tengslum við kaup- félög og eru mjólkurinnlegg bænda þá færð inn á verslunarreikninga þeirra við kaupfélögin. Verður það framvegis gert 10. hvers mánaðar en var í flestum tilvikum gert í byrjun hvers mánaðar. Bændur eiga að geta náð í peninga fyrir innleggið eftir 10. október, svo framarlega sem þeir skulda ekki á verslunarreikningum sinum. Frumgreiðsla sauðfjárafurða í haustsláturtíð átti að greiðast í síðasta lagi í gær, 15. október, en lokagreiðsla haustgrundvallar- verðs þann 15. desember. Fram- leiðsluráð hefur ákveðið að frum- greiðslan eigi að vera 75% af haustgrundvallarverði, eins og verið hefur undanfarin ár. Svipað form er á greiðslum sauðfjár- afurða og mjólkur. Sláturfélag Suðurlands og ýmsir aðrir slátur- leyfishafar greiða innleggið að frá- dregnum greiddum reikningum inn á bankareikninga, en sláturhús kaupfélaganna færa innleggið á verslunarreikninga. NÝTT fyrirtæki, Sviðsmyndir hf„ Smiðjuvegi 44, tók til starfa fyrir fimm mánuöum en fyrirtækið sér- hæfir sig í gerð leiktjalda, leik- mynda, bakgrunna og smfði sýning- ardeilda á vönisýningum. Einnig tekur fyrirtækið að sér ýmis sérverk- efni fyrir skemmtistaði, fyrirtæki, verslanir og aðra aðila sem kynna eða bjóða fram vöru eða þjónustu. Eigendur fyrirtækisins hafa áratuga reynslu í hönnun leik- mynda, leikmyndagerða, lýsingu og öðrum tæknilegum störfum á þessu sviði. En eigendurnir eru: Birgir Sveinbergsson, Sigurður Kr. Finnsson og Snorri Björnsson. Fyrirtækið býður upp á aðstöðu í allt að 100 fermetra stúdíói. Eigendurnir sögðu á blaða- mannafundi sem haldinn var í gær að þeir hygðust stefna starfsemi sinni að leikhúsa- og auglýsinga- mörkuðum í landinu. Einnig hefði komið upp hugmynd á meðal þeirra um útflutning á hugviti þeirra félaga, og hefur Sviðsmynd- ír hf. fengið beiðni um að gera tvær brúður í tilraunaskyni fyrir Jyske Bank í Danmörku. Sá banki hefur um nokkurt skeið haft nána samvinnu við Iðnaðarbankann á íslandi og heimsótti markaðsstjóri Jyske Bank Island í sumar og sá þá m.a. öskar, sparibauk Iðnaðar- bankans, í útfærslu Sviðsmynda hf., stækkaðan upp í stóra brúðu sem fullorðinn maður gat staðið inn í og hreyft sig í. Þessi stóri Óskar dró að sér mikla athygli á nýafstaðinni heimilissýningu og pantaði fulltrúi Jyske Bank tvær slíkar verur til að nota í kynning- arstarfi í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.