Morgunblaðið - 16.10.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.10.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 19 Fljótsdalsvirkjun: Kostnaður vegna rannsókna nemur nú 610 milljónum króna — þar af eru 538 milljónir króna frá Rafmagnsveitum ríkisins sem Landsvirkjun yfirtók árið 1982 Á VEGUM Landsvirkjunar og þar á undan Rafraagnsveitna ríkisins hefur um einum milljarði króna verið varið til rannsóknarstarfa vegna virkjunar- framkvæmda á áætluðu verðlagi í árslok. Þar af hefur um 610 milljónum króna verið varið í rannsóknir vegna Fljótsdalsvirkjunar. Rannsóknir þessar hafa verið fjármagnaðar meira og minna með erlendum lántökum eins og gildir um virkjanaframkvæmdir fyrirtækisins. Á næsta ári er áætlað að Landsvirkjun taki erlend lán að upphæð 888 milljónir króna vegna fram- kvæmda og rannsókna. Afborganir af erlendum lánum verða hins vegar um einn milljarður króna og lækkar því heildarskuld fyrirtækisins um rúmar 100 milljónir að sögn Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Hann segir rannsóknum mikið til lokið í bili og verði þær í lágmarki á næsta ári. sömu á öllum sviðum. Þannig má leiða rök að því, að fyrir utan ís- lendinga sjálfa hafa engir eins mikla sérhagsmuni af því og Norðmenn, að hér skuli haldið uppi nokkrum varnarviðbúnaði. Augljósast kemur það fram í því, að þeir telja sig geta sloppið við að hafa erlent varnarlið í landi sínu. Með þetta í huga hlýtur að geta komið til álita að biðja Norðmenn um að aðstoða okkur við að efla almannavarnaaðstöðu hérlendis. Þeir eiga svo mikið undir því að mál séu hér með skaplegum hætti að við ættum að taka upp viðræð- ur við þá, líka sjálfra þeirra vegna. Eitt af því sem borið gæti á góma í slíkum viðræðum, fyrir utan áðurnefnda aðstoð, væri leyfi til Norðmanna að byggja flugvöll og höfn við Hornafjörð, sem yrði í almennri notkun, en væri þeim til sérstakrar ráðstöfunar á hættu- stund. Norðmenn hafa tvisvar komið hingað til lands án alls und- irbúnings og væri ekki lakara að hafa nokkurn viðbúnað, ef að þriðju ferðinni kæmi. Hins vegar yrðu engir fegnari en Norðmenn sjálfir, ef sú för yrði aldrei farin. Hvað væri hægt aö gera? í grein sinni bendir Björn Bjarnason á, að nú sé rétti tíminn til að viðra hugmyndir er tengjast mannvirkjagerð og varnarmálum, þar sem frumvarp um almanna- varnir liggi fyrir Álþingi. Tillögur og hugmyndir verða settar fram hér að lokum og miðast þær allar við suðvesturhorn landsins, þar sem tveir þriðju hlutar þjóðarinn- ar búa í eins konar kví á milli Keflavíkurflugvallar og Hval- fjarðar. 1) Vegur verði lagður frá Hvals- nesi, vestan flugvallar svo að greiðfært verði hringinn og sem leið liggur norðan Grinda- víkur og þaðan með ströndinni á Krísuvíkurveg og síðan áfram að Ölfusárósi með brú yfir ósinn. Þessi vegur gæti komið að góðum notum við varnarað- gerðir og til hjálpar í náttúru- hamförum hvort heldur væri á Suðurlandi eða á Reykjanes- skaga sunnanverðum. 2) Vegur verði lagður frá Kefla- víkurflugvelli, alllangt inni á nesinu, og austur og norður, ofan Heiðmerkur, og um Mos- fellsheiði og Kjósarskarð og síðan sem stysta leið að Hval- fjarðarbotni. 3) Upphækkaður vegur verði lagð- ur frá Þingvöllum um Uxa- hryggi og niður í Lundar- reykjadal og á sama hátt um Lyngdalsheiði. Með þessu móti myndast greiðfær bakleið framhjá Faxaflóasvæðinu og bein tenging milli Suðurlands og Vesturlands. Reykjavíkurflugvöllur tengist þessum hugleiðingum. Hann er að sjálfsögðu hernaðarmannvirki, ef svo stendur á, hvað sem hver seg- ir. Innrás á hann af her eða skæruliðum er ekki líkleg, en held- ur ekki óhugsandi. Til að draga úr líkum á að flugvöllurinn verði til vandræða, af þessum ástæðum eða öðrum, mætti hugsa sér að hann yrði fluttur upp undir áðurnefnd- an veg frá Keflavík að Hvalfirði. Þar væri hann kominn í bein tengsl við varnarviðbúnað og að- staða allt önnur til að láta ekki allt fara úr böndum. Þetta sýnir að það eru miklu fleiri hliðar á þessum málum en umræðan hefur leyft að fram kæmu til þessa. Enn má nefna Hvalfjörð. Fyrir stuttu sigldi skipafloti þangað inn og minnti á gamla tíma. Þá voru þar vopnaðir verðir, sem takmörk- uðu umferð um þjóðveginn í fjög- ur ár. Hvaða varúð vilja nú ábyrg- ir aðilar sýna í þessu sambandi? Nefnd hafa verið göng undir fjörð- inn framanverðan til að greiða fyrir umferð á öllum tímum og einnig hafa verið settar fram hug- myndir um garð, stutta brú og siglingarennu fyrir stórskip. Er ekki tími til kominn að öll þessi mál verði athuguð, þar sem nú er ekki sama þörfin og áður að drepa niður alla umræðu af ótta við að einhver fari að rugga bátn- um. Oft er það ábyrgðarhlutur að tala of mikið en því fylgir líka ábyrgð að þegja langtímum sam- an. Höfundur er riðskipta- og landfræðingur og er búsettur í Reykjarík. Halldór Jónatansson sagði í samtali við Morgunblaðið, að áætl- aður kostnaður vegna rannsókna við Fljótsdalsvirkjun væri 610 milljónir króna á áætluðu verðlagi í árslok, en samtals næmi kostnað- ur vegna rannsóknarstarfa á þessu sviði um einum milljarði króna. Af þeirri upphæð, sem varið hefði verið vegna Fljótsdalsvirkjunar væru 538 milljónir króna, eða 88%, sem Landsvirkjun hefði verið gert að yfirtaka af Rafmagnsveitum ríkisins samkvæmt samningi við ríkisvaldið frá árinu 1982. Nú væri þessum rannsóknum nánast lokið ásamt rannsóknum á fjórum öðr- um virkjunarkostum, Sultartanga- virkjun, stækkun Búrfellsvirkjun- ar, Vatnsfellsvirkjun og Villinga- nessvirkjun. Þessir kostir væru því komnir á það stig, að bjóða mætti þá út með tiltölulega stuttum fyr- irvara, ef markaður væri fyrir hendi en þeir hefðu enn sem komið væri ekki verið tímasettir enda nýr orkufrekur iðnaður óvissu orpinn. Halldór sagði að rannsóknir vegna Fljótsdalsvirkjunar og Vill- inganessvirkjunar hefðu upphaf- lega ekki verið á vegum Lands- virkjunar, en henni hefði verið gert að taka við þeim og áföllnum kostnaði og það væri skylda Lands- virkjunar að sjá landsmönnum fyrir rafmagni með hagkvæmu móti á öllum tímum. Hún þyrfti einnig að vera í stakk búin til að mæta aukinni eftirspurn og geta þá boðið fleiri en einn kost eftir því um hve stóra áfanga og orku- í HANDTÖKU felst frelsissvifting og því yrði handtekinn maður aldrei látinn fara einn í leigubifreið á lög- reglustöð,“ sagði William Möller fulltrúi lögreglustjóra í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær er hann var spurður um framkvæmd hinna nýju reglna um flutning handtekinna manna. „En handtekinn maður getur fengið að fara í leigubifreið á eigin kostnað ef hann kýs það frekar en að fara í lögreglubíl. Þetta er ákveðin leið til að koma til móts við borgarana svo þeir verði ekki fyrir meiri óþægindum en nauð- synlegt er vegna handtöku. freka væri að ræða. Því yrði Landsvirkjun að búa yfir sveigjan- leika á þessu sviði á hverjum tíma. Það hefði verið stefna stjórnvalda á undanförnum árum að svo væri. Því hefðu stjórnvöld fremur hvatt til rannsókna á þessu sviði en hitt. Þvi markmiði væri því náð nú, að fyrirtækið hefði aldrei verið í betri aðstöðu til að sinna hlutverki sínu og geta mætt aukinni eftirspurn eftir raforku. Því yrði rannsóknar- starfsemi stöðvuð að mestu um óákveðinn tíma. Rannsóknir og undirbúningur nýrra virkjana væri á hinn bóginn auðvitað for- senda þess, að bygging þeirra tækist vel og bezti kosturinn hverju sinni yrði valinn. Stundum eru menn handteknir eftir átök, en oft er einnig nauð- synlegt að flytja menn til yfir- heyrslu þó slíkt hafa alls ekki komið til. Ef minnsta ástæða er til að halda að til einhverra átaka geti komið á leiðinni kemur ekki til greina að maðurinn fái að fara í leigubifreið. En í mörgum tilfellum er skilj- anlegt að handtekinn maður vilji ekki fara í merktri lögreglubifreið með einkennisklæddum lögreglu- þjónum til yfirheyrslu og kjósi frekar að fara með leigubifreið og jafnvel í fylgd með óeinkennis- klæddum lögregluþjóni," sagði William Möller. Handtekinn maður fær ekki að fara einn í leigubifreið — segir William Möller fulltrúi lögreglustjóra 22ja punda bleikja úr Skorradalsvatni Grund, Skorradal 13. október. TUTTUGU og tveggja punda flskur fékkst í net í Skorradalsvatni á laugardaginn. Þetta er stærsti flskur, sem fengist hefur úr vatninu, og er trúlega um íslandsmet og jafnvel Norðurlandamet aö ræða á vatna- bleikju. Veiði í net í Skorradalsvatni, hefur mjög glæðst að undanförnu. í Hvammi í Skorradal hafa verið lögð net undanfarnar helgar og hefur veiði verið góð, t.d. veiddust um síðustu helgi fiskar, sem voru 9,10,12ogl6punda. Farið var með þann stóra, sem fékkst nú um helgina, í Borgarnes og var hann vigtaður þar á lög- giltri vikt. Reyndist hann losa 22 pund og vera 87,5 sm langur. Ummál hans var mest 59 sm. - DP Risableikjan úr Skorradalsvatni. STEFNUMÖRKUN í ÚTFLUTNINGS- VERSLUN Átthagasalur Hótel Sögu föstudagur 18. október 1985 kl. 13.00—16.30 DAGSKRÁ: 13.00—13.15 Mæting. 13.15—13.30 Setning. Ragnar S. Halldórsson form. Vl. 13.30— 14.30 HVERNIG EIGA FYRIRTÆKI OG ÞJÓÐIR AO SKIPU- LEGGJA ÚTFLUTNING SINN? Hans Stahle, stjórnarformaöur ALFA-LAVAL, Sænska útflutningsráösins og varaformaöur Verslunarráðsins iStokkhólmi. Fyrirspurnir. 14.30— 14.45 Hlé. 14.45- 15.45 ÍSLANDOG ÚTFLUTNINGSMÁLIN. Fimmstutterindi: 1) Aöhefjaútflutning —AndrésSigurösson, frkvstj. 2) Ríkisvaldiö og útflutningsmálin — Friörik Pálsson, frkvstj. 3) Samskipti útflyljenda og fjölmiöla Páll Heiðar Jónsson, dagskrárfulltrúi. 4) Tengslin viö EBE-framtíö fríverslunar Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri. 5) Útflutningslánogtryggingar Þóröur Friöjónsson, hagfræðingur. 6) Útflutningsmiðstöð eða útflutningsráð. Þráinn Þorvaldsson, frkvstj. 15.45— 16.30 Fyrirspurnirogumræður. 16.30 Fundarlok. Þátttaka er öllum heimil. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Vinsamlegast tilkynniö þátttöku í sima 83088.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.