Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÖBER1985
21
Kasparov vann snilldarlega
Skák
Margeir Pétursson
GARY KASPAROV tók í gær-
kvöldi forystuna í heimsraeistara-
einvíginu með því að vinna sext-
ándu skák einvígisins á svart
Kasparov hefur þar með hlotið átta
og hálfan vinning en heimsmeist-
arinn, Anatoly Karpov, sjö og hálf-
an. Taflmennska Kasparovs í sext-
ándu skákinni var sérlega glæsi-
leg. Hann fórnaði peði í byrjuninni
og hélt síðan frumkvæðinu allt til
loka. Karpov gafst upp eftir 40.
leik áskorandans. Þá gat hann
með engu móti forðað máti í öðr-
um leik.
Kasparov beitti peðsfórn í Sik-
ileyjarvörn, eins og í tólftu ein-
vígisskákinni. Þá var búist við
því að Karpov hefði öflugt svar á
reiðum höndum, þar eð tvær vik-
ur eru síðan Kasparov beitti
henni fyrst. Svo virtist sem
áætlun Karpovs gengi út á það
að skila peðinu til baka og ná
örlítið betri stöðu án áhættu, en
Kasparov lét peðið eiga sig og
virtist sá leikmáti koma flatt
upp á Karpov.
Heimsmeistarinn lék leikjum
sem virtust afar eðlilegir en eftir
að Kasparov náði að hrekja báða
hvítu riddarana á reiti þar sem
þeir höfðu engin áhrif á gang
mála, var ljóst að Karpov hafði
orðið undir í baráttunni um
frumkvæðið. Sífellt þrengdi að
heimsmeistaranum og þó staðan
liti ekki illa út við fyrstu sýn,
átti hann enga góða reiti fyrir
menn sína og var nánast leiklaus
á meðan lið Kasparovs réði lög-
um og lofum á miðborðinu.
Eftir að hafa náð þessu helj-
artaki á heimsmeistaranunum
fór Kasparov sér að engu
óðslega. Karpov gat hvort eð var
ekki bætt stöðu sína. í 30. leik
missti heimsmeistarinn síðan
þolinmæðina, hann veikti kóngs-
stöðu sína til að ná mótspili. Þá
var ekki að sökum að spyrja,
Kasparov réðst að hvíta kóngn-
um með mestöllu liði sínu á með-
an riddarapar Karpovs hímdi
enn aðgerðarlaust hinu megin á
borðinu. í örvæntingu fórnaði
Karpov drottningunni fyrir tvo
menn til að létta sóknarþung-
ann, en það frestaði aðeins
óumflýjanlegu máti.
Glæsileg skák hjá Kasparov
sem minnir á glæsilegustu sigra
Aljekíns, heimsmeistara, á þrið-
ja og fjórða áratugnum og lang-
bezta skák hans í einvíginu til
þessa. Karpov virtist hins vegar
vera sáttur við jafntefli í byrjun-
inni og hann áttaði sig ekki á
hættunum sem leyndust í stöð-
unni, fyrr en í óefni var komið.
Sextánda skákin:
Hvítt Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rb5
Gamalt uppáhaldsvopn Karp-
ovs, en eftir þetta einvígi kann
það að lækka í áliti.
— d6, 6. c4 — Rf6, 7. Rlc3 — a6,
8. Ra.3 — d5T?
Þessi peðsfórn var fyrst reynd
í tólftu einvígsskákinni.
9. cxd5 — exd5, 10. exd5 — Rb4,
11. Be2
í tólftu skákinni jafnaði Kasp-
arov taflið eftir 11. Bc4 — Bg4,
12. Be2 — Bxe2, 13. Dxe2+ —
De7. Nú hyggst Karpov gefa peð-
ið strax til baka og ná örlítið
betri stöðu.
— Bc5, 12. 0-0
Það kom Karpov greinilega á
óvart að Kasparov skyldi ekki
þiggja peðið því hann notaði 35
mínútur á þennan og næsta leik
sinn.
— 0-0, 13. Bf3 — Bf5, 14. Bg5 —
He8, 15. Dd2 — b5, 16. Hadl —
Rd3!
Karpov hefur leikið eðlilegum
liðsskipunarleikjum og hefur
greinilega ekki gert sér grein
fyrir þeim miklu óþægindum
sem þessi vel staðsetti riddari á
eftir að valda honum. t fram-
haldinu kemur hann t.d. aldrei
hrók á c- og e-línurnar, sem eru
þær einu opnu.
17. Rabl
Nú verða riddarar hvíts herfi-
lega illa staðsettir og það er upp-
hafið að endinum. Reynandi var
17. Rc2!? og reyna að koma ridd-
aranum i gagnið á e3.
— H6, 18. BH4 — b4, 19. Ra4 —
Bd6, 20. Bg3 — Hc8
Þó ótrúlegt megi virðast er
hvítur nánast í leikþröng í stöð-
unni. Hann getur engum manni
leikið án þess að verða fyrir
miklu liðstapi, nema kóngnum,
auk þess sem hann getur skipt
upp á biskupnum.
21. b3 — g5!
Hótar 22. — g4, 23. Be2 — Re4
og vinnur.
22. Bxd6 — Dxd6, 23. g3 — Rd7,
24. Bg2?!
í beinu framhaldi af 21. leik
sinum hefði Karpov hér átt að
reyna 24. Rb2, því hann lifir af
bæði 24. - Re5, 25. Bg2 - Hc2,
26. Dd4 og 24. - Rxb2, 25. Dxb2
— Hc2, 26. Dd4 - Hxa2. Nú
hindrar Kasparov þennan mögu-
leika:
— Df6!, 25. a3 — a5, 26. axb4 —
axb4, 27. Da2
Urræðaleysi hvíts er algjört.
Hér var e.t.v. skárra að leika 27.
d6 strax.
— Bg6!, 28. d6 — g4
Eftir 28. — Rel!? má hvítur
ekki leika 29. Hdxel — Hxel, 30.
Hxel vegna 30. — Hc2, en 29.
Db2! bjargar einhverju.
29. Dd2 - Kg7!
Á meðan hvítur getur engu
leikið liggur ekkert á. Karpov er
nú orðinn leiður á tilgangslaus-
um leikjum og reynir að opna
taflið á kostnað kóngsstöðunnar.
30.13?! — Dxd6
Loksins tekur Kasparov peðið
til baka eftir 22 leiki.
31. fxg4 — Dd4+, 32. Khl — Rf6,
33. Hf4
Vegna afkáralegrar stöðu
hvítu riddaranna fær Karpov
enga björg sér veitt.
— Re4!, 34. Dxd3 — Rf2+, 35.
Hxf2 — Bxd3. 36. Hfd2 — De3,
37. Hxd3 — Hcl!
Síðasti hnykkurinn.
38. Rb2 — Df2, 39. Rd2 —
Hxdl+, 40. Rxdl — Hel+
Karpov gafst upp því mátið blas-
ir við.
Það voru mikil fagnaðarlæti í
skákhöllinni í Moskvu eftir að
Karpov hafði gefist upp. Nú er það
heimsmeistarinn sem á á brattann
að sækja. Hann þarf að vinna
a.m.k. eina skák af þeim átta sem
eftir eru og tapa engri sjálfur, til
þess að halda titlinum.
Sérfræðingar í Moskvu voru af-
ar hrifnir af taflmennsku Kasp-
arovs, jafnvel sumir aðstoðar-
manna hans viðurkenndu að
áskorandinn hefði teflt snilldarl-
ega. Enski stórmeistarinn Raym-
ond Keene, sem (itað hefur bækur
um þrjú síðustu einvígi, tók djúpt í
árinni: „Þetta er bezta skák sem
þeir hafa teflt. Menn Karpovs voru
jafn gjörsamlega lamaðir og hann
og eftir byrjunina var hann eins og
kalkún sem festur hefur verið upp
og bíður eftir slátraranum. Kasp-
arov tefldi af hreinni snilld,“ sagði
Keene í samtali við AP-fréttastof-
una.
George Bush varaforseti í Kína:
Ekki í valdi Bandaríkja-
manna að leysa Taiwan-málið
Peking, 15. október. AP.
ÞAÐ stendur ekki í valdi Bandaríkj-
anna að leysa Taiwan-málið, sagði
George Bush varaforseti í dag, þegar
Deng Xiaoping, leiðtogi Kínverja,
tjáði honum, að stuðningur Banda-
ríkjamanna við þjóðernissinnastjórn-
ina á Taiwan væri meginhindrunin
fyrir bættum samskiptum þjóöanna.
Bush sagði á fréttamannafundi
að loknum tveeeria darr>) v;ðr*nðnm
við kínverska leiðtoga, að hann
hefði m.a. rætt mannréttindamál,
skýrt geimvarnaáætlun Banda-
ríkjastjórnar og svarað spurning-
um um verndarstefnu vegna inn-
flutnings til Bandaríkjanna.
„Mér líkar það sem fyrir augu
ber hér í Kína,“ sagði Bush. „Enn
er grundvallarágreiningur milli
Rnndaríkianna nrr Kínn f vmwm
málum og það er grundvallarmun-
ur á þjóðfélagsgerð ríkjanna, en
við erum alltaf að koma auga á
fleiri og fleiri atriði, sem tengja
okkur saman."
I gær kynnti Bush Kínverjum
bandaríska skýrslu um geim-
vopnarannsóknir Sovétmanna, en
Kínverjar hafa fordæmt hvers
kvns vicrbúnað í himinf'e’n,n>”>’
GENGI GJALDMIÐLA
Orrustuþota framtíðarinnar?
Bandaríski flugherinn hefur beðið flugvélaframleiðendur að gera tilli
ur um hvernig orrustuþota aldamótanna skuli líta ÚL Meðfylgjandi
mynd er af hugmynd Lockheed-sainsteypunnar. Flugherinn hugar nú
að nýrri flugvél, sem ætlað að er komi i notkun eftir áratug og leysi
þá af hólmi F-15 og F-16- þoturnar.
London. 15. október. AP.
AUKIN eftirspurn eftir Bandaríkja-
dollar varð til þess, að gengi hans
hækkaði í dag þrátt fyrir ráðstafanir
seðlabankans í Vestur-Þýzkalandi til
þess að halda gengi hans niðri. Seldi
bankinn um 35 millj. dollara og varð
það til þess að koma í veg fyrir enn
meiri hækkun dollarans.
Dollarinn hækkaði lítillega
gagnvart sterlingspundinu, sem
kostaði síðdegis í dag 1,4135 doll-
ara (1,4137). Gengi dollarans varð
að öðru leyti þannig, að fyrir vest-
ur-þýzk mörk (2,6580), 2,1820
svissneskir frankar (2,1788), 8,1125
franskir frankar (8,1000), 3,0005
hollenzk gyllini (2,9965), 1.796,50
ítalskar lírur (1.793,50), 1,3705
kanadískir dollarar (1,3680) og
215,70 jen (215,05).
Gullverð hækkaði og var verð á
því 327, 25 dollarar hver únsa
(326,50).
•f-I.-i-M-l-j
GETUR
UNGT FÓLK
EIGNAST ÍBÚÐ
ÍDAG?
Ertu ungur/ung og nýfarinCn)
að búa?
Þú færð svör við spurningum þínum á fundi,
sem Kaupþing h.f. heldurað Hótel
Loftleiðum, Kristalsal, fimmtudaginn
17. október kl. 20.30.
Frummælendur verða:
Martha Eiríksdóttir:
“Hvernig keypti eg íbúðina
mina?"
Ungur ibúðarkaupandi segir
frá reynslu sinni.
Baldvin Hafsteinsson,
iögfr.: “Ererfiðarafyrirungt
__fólk að eignast íbúð en
foreldraþess.
Samanburður á lána-
möguleikum og kjörum á
fasteignamarkaði fyrr og nú.
Sérstakir gestir fundarins verða:
Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ
GunnarS. Björnsson, Húsnæðismálastofnun
og munu þeir taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum fundargesta.
Dr. Pétur H. Blöndal
KAUPÞING HF
Husi Verzlunarmnar, simi 68 69 88