Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
15 manns fórust í
flóðum á Thailandi
Bangkok, Thailandi, 15. okt. AP.
FIMMTAN manns létu lífið og þrír
slösuðust i skyndilegum flóðum, sem
urðu í Mið-Thailandi á sunnudag í
kjölfar gífurlegs úrfellis, að því er
talsmaður innanríkisráðuneytisins
og embettismenn í þessum lands-
hluta sögðu í dag.
Suan Phung-sýsla í Ratcha-
buri-héraði (um 80 km suðvestur
af höfuðborf'inni. Bangkok) varð
verst úti, en þar fórust 12 manns
og 50 íbúðarhús gereyðilögðust, að
sögn embættismanna. Vegasam-
band rofnaði víða og brýr brustu
undan vatnsflaumnum.
I Damnoen Saduak-sýslu, næstu
sýslu við Suan Phung, fórust þrír
og þrír slösuðust. Þar skemmdust
415 hús og þúsundir manna urðu
heimilislausar.
Ránið á Achille Lauro:
Samstarfsmanna
sjóræningjanna
leitað á Italíu
Tórínó, 15. október Frá Brvnju Tómer, fréttaritara Morjfunblaðsin.s.
ACHILLE Lauro, ítalska farþega-
skipið, sem Palestínuskæruliðar
rændu á dögunum, er nú á heimleið
og er væntanlegt til Genúa á
morgun, miðvikudag. Um borð í
skipinu eru 20 farþegar, þar af sjö
ítalir, auk áhafnarinnar, en megin-
hluti farþeganna fór frá borði við
lok sjóránsins. Áhöfn og farþegar
verða yfirheyrðir við komuna til
Ítalíu til að reyna að fá botn í
morðið á Bandaríkjamanninum,
sem Palestínumennirnir neita stað-
fastlega að hafa drepið.
Sjóræningjarnir voru yfir-
heyrðir í 10 klukkustundir í gær
og hafa föt þeirra verið send á
rannsóknarstofu til að kanna
hvort í þeim finnast blóðblettir.
í sjónvarpsfréttum ítalska ríkis-
sjónvarpsins i gærkvöldi var
dregið í efa að Palestínumenn-
irnir hefðu myrt Leon Kling-
hoffer.
Skæruliðarnir voru fluttir á
nýjan dvalarstað á Sikiley í
gærkvöldi, en ekki er vitað hvar
þeir eru nú niðurkomnir. Óttast
var að ráðist yrði á fangelsið,
sem þeir voru í, og reynt að frelsa
þá, einkum eftir yfirlýsingar
Mohammed Abbas, leiðtoga
skæruliðanna, í Júgóslavíu um
helgina. Italir leyfðu Abbas að
fara frá Ítallu á laugardag þar
sem talið var að hann væri ekki
viðriðinn ránið sjálft, og hefur
sú ákvörðun leitt til mikilla póli-
tískra deilna hér.
Áherzla er nú lögð á að finna
hugsanlega samstarfsmenn sjó-
ræningjanna á Ítalíu, einkum í
Genúa. Skömmu fyrir sjóránið
var Palestínumaður með tvö föls-
uð vegabréf í fórum sínum hand-
tekinn. Hann bar því við að hann
væri að leita sér lækninga og
taldi einu leiðina að komast inn
í landið með þessum hætti. Ekki
var lagður trúnaður á söguna,
en samt var honum sleppt. Fór
hann síðan í siglinguna með
Achille Lauro en fór frá borði
þegar skipið kom til Alexandríu
í Egyptalandi, en skipinu var
rænt skömmu eftir brottförina
þaðan.
Þá hefur tekizt að hafa hendur
í hári grunsamlegs manns, sem
pantaði far fyrir Palestínumenn-
ina fjóra, sem nú eru í haldi á
Sikiley. Ennfremur er í ljós
komið að tveir fjórmenninganna
dvöldu á hóteli í Genúa stuttu
fyrir brottför Achille Lauro í
þrjá daga. Yfirgáfu þeir hótelið
í fylgd Araba eftir langt símtal
til útlanda.
Dómarinn, sem yfirheyrði
fjórmenningana, segir þá líta á
sig sem hermenn og ekkert ann-
að. Ágreiningur er sprottin upp
um forráð í máli þeirra. Dóms-
málayfirvöld í Genúa gera tilkall
til ræningjanna og segja eðlileg-
ast að sækja þá til saka í heima-
höfn Achille Lauro.
Angóla:
Tólf Sovétmenn felldir
Lissabon, 14. október AP.
SKÆRULIÐAR UNITA-hreyringar-
innar í Angóla héldu því fram í dag,
að þeir hefðu fellt 12 sovéska hernað-
arráðgjafa, skotið niður eina þyrlu
stjórnarhersins og laskað aðrar fjór-
ar. Kom þetta í dag fram hjá tals-
manni hreyfingarinnar í Lissabon í
Portúgal.
Að sögn talsmanns UNITA lét-
ust 12 sovéskir hernaðarráðgjafar
þegar sprengja, sem skæruliðar
höfðu komið fyrir, sprakk í her-
mannaskálum í borginni Huambo
10. október sl. en sama dag réðust
skæruliðar á varðstöð stjórnar-
hersins í bænum Que í Huila-
héraði og felldu 17 hermenn að
eigin sögn. Auk þess segjast þeir
hafa skotið niður eina herþyrlu og
skemmtfjórar.
UNITA-hreyfingin hefur í ára-
tug barist gegn Angólastjórn, sem
styðst við Sovétmenn og Kúbu-
menn, en UNITA hefur hins vegar
notið aðstoðar Suður-Afríku-
manna.
Davíð gegn Golíat
AP slmamynd
Franska freigátan Balny, sem staðsett er við Mururoa-eyju í Suður-
Kyrrahafi, þar sem kjarnorkutilraunir Frakka fara fram, hefur hér nánar
gætur á fleka Greenpeacemanna, sem mótmæla kjarnorkutilraunum
Frakka á þessu svæði.
Peres sæk-
ir þing jafn-
aðarmanna
Vín, 15. október. AP.
ALÞJÓÐASAMTÖK félags-
hyggjumanna hófu tveggja daga
þing sitt hér í dag, en það sækja
félagar frá um 50 félagshyggju-
flokkum víðsvegar að úr veröld-
inni. í forsæti þingsins er Willy
Brandt, formaður jafnaðarmanna-
fiokks Vestur-Þýskalands, en auk
hans má nefna að forsætisráð-
herra ísrael, Shimon Peres, situr
einnig þingiö, auk annarra leið-
toga félagshyggjuflokka.
Peres heldur fund með frétta-
mönnum í kvöld, en á morgun
heldur hann til Bandaríkjanna
í vikulanga heimsókn. Bruno
Kreisky, fyrrum kanslari Aust-
urríkis, hefur gert það að tillögu
sinni að Verkamannaflokkurinn
í ísrael verði rekinn úr Alþjóða-
samtökunum vegna loftárásar
ísraelsmanna á höfuðstöðvar
PLO í Túnis. Peres sagðist ekki
taka þessa tillögu alvarlega,
hann efaðist um að aðrir jafnað-
armannaflokkar hefðu unnið
betur fyrir jöfnuði, lýðræði og
friði. Gert er ráð fyrir að þróun
mála í Austurlöndum nær verði
til umræðu á þinginu og að
Peres geri grein fyrir afstöðu
Israelsmanna til skæruliða-
hreyfingar Palestínuaraba, sem
þeir segja að stundi hryðjuverk
á alþjóðavettvangi. Önnur atriði
sem rædd verða á þinginu eru
umhverfisvernd, 40 ára stofnaf-
mæli Sameinuðu þjóðana, efna-
hagsmál og staða mála i Suður-
Afríku.
Aflýstu PLO-fundi vegna
þrýstings frá Bandaríkjunum
London, 15. október AP.
ÞRYSTINGUR frá Bandaríkjunum
olli þeirri kúvendingu bresku stjórn-
arinnar að hætta á síðustu stundu
við fund með tveiraur fulltrúum PLO,
Frclsissamtaka Palestínuaraba.
Sendiráð Breta í Miðausturlönd-
um bjuggu sig í dag undir hefndar-
aðgerðir vegna afboðunarinnar.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra kvað ástæðu afboðunarinnar
þá, að mennirnir hefðu ekki viljað
staðfesta fyrri yfirlýsingar PLO
um að samtökin höfnuðu beitingu
ofbeldis og viðurkenndu ísraels-
riki.
En í Lundúnablaðinu Daily Tele-
graph segir í dag, að það hafi fyrst
og fremst verið fyrir þrýsting frá
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta,
sem breska stjórnin skipti svo
snarlega um skoðun.
„Heimildarmenn á bandaríska
þinginu sögðu, að Reagan forseti
hefði haft samband við Thatcher
forsætisráðherra og kynnt henni
sjónarmið sín „umbúðalaust",
einkum með tilliti til ránsins á
skemmtiferðaskipinu Achille
Lauro," sagði í blaðinu, en Daily
Telegraphstyöur íhaldsstjórnina í
Bretlandi.
Denis Healey, talsmaður Verka-
mannaflokksins í utanríkismálum,
sagði í sjónvarpsviðtali á mánu-
dagskvöld, að aflýsing viðræðn-
anna væri „hörmulegur stjórn-
málaósigur".
Breskir stjórnmálaskýrendur
sögðu í gær, að aflýsing bresku
stjórnarinnar gæti bundið enda á
friðarumleitanirnar í Miðaustur-
löndum. „Það gæti reynst náðar-
höggið á frumkvæði Husseins
Jórdaníukonungs til að koma á
friðarviðræðum," sagði í The
Times. „Þetta stjórnmálalega áfall
kann að útiloka allar frekari frið-
arumleitanir," sagði í The Finan-
cial Times.
Arabísk dagblöð sökuðu Breta í
dag um að veita Bandaríkjamönn-
um og Israelum liðsinni sitt við
að niðurlægja Araba með því að
aflýsa fundinum með fulltrúum
PLO.
I gær felldi Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna tillögu um
að bjóða Yassir Arafat, leiðtoga
PLO, að vera við hátíðahöld vegna
40 ára afmælis samtakanna, og
gerðist það fyrir þrýsting frá
Bandaríkjunum ogfleiri ríkjum.
Þá sögðu heimildamenn innan
ríkisstjórnarinnar í Lúxemborg,
að sameiginlegum fundi fulltrúa
PLO og fulltrúa Efnahagsbanda-
lagsins, sem halda átti á morgun,
miðvikudag, hefði verið aflýst að
beiðni Palestínumanna.
KYNNAST SHARP
r ÖRBnqUOfNUNUMt
Þér er boöiö á SHA RP örbylgjuofnanámskeið
n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.00 íHljómbæ,
Hverfisgötu 103. Leiðbeinandi er Jenný
Sigurðardóttir. Tilkynnið þátttöku f síma 25999.
Yilja kennslu
árið um kring
San Diego, 15. október. Frá Jónui Egilssyni frétUriUra Morgunbladsins.
Lögð hefur verið fram tillaga hjá
yfirstjórn barna- og unglingaskóla í
Los Angeles-borg þess efnis að kennsla
verði tekin upp árið um kring. Tillaga
þessi er lögð fram í því skyni að auð-
velda skólayfirvöldum að mæta mikilli
fjölgun nemenda, en þeim fjölgar um
14.000 árlega.
Þessi mikla aukning á nemendum
er aðallega tilkomin vegna mikils
fjölda innflytjenda frá Mexikó, en
einnig vegna fjölgunar barnsfæð-
inga i borginni, að sögn Harry
Handlers, sem lagði fram umrædda
tillögu.
Handler, sem er formaður skóla-
nefndar Los Angeles-borgar, sagði
að hinir 19 skólar sem áætlað væri
að reisa næstu fimm árin, fyrir 365
milljónir dollara, myndu hvergi
duga til að mæta þessari gifurlega
fjölgun nemenda.
Handler sagði ennfremur að nú
þegar störfuðu 94 af 618 skólum
borgarinnar allt árið og þrátt fyrir
talsverða andstöðu, bæði meðal
kennara og foreldra nemenda í
upphafi, telur Handler afstöðu
þeirra breytta nú.
Samkvæmt tillögu Handlers, yrði
skólaárinu skipt i ársfjórðunga og
væri alltaf einn fjórði nemenda í
fríi í einu. Handler segir að með
þessu móti nýtist skólarnir betur og
hægt verður að sinna fleiri nemend-
um með minni tilkostnaði en ella.
Að auki gætu kennarar tekið fri sin
þegar þeim hentaði frekar en ekki
eingöngu á sumrin.