Morgunblaðið - 16.10.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
23
Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1985:
Kenningar um sparnað
og fjármál fyrirtækja
Franco Modigliani er 13. Bandaríkjamað-
urinn á 17 árum, sem fær verðlaunin
Stokkhólmi, 15. október. AP.
FRANCO Modigliani, banda-
rískur hagfræðingur, fæddur á
Ítalíu, hlaut Nóbelsverðlaunin í
hagfræði fyrir árið 1985.Voru
honum veitt þau fyrir athuganir
og kenningar um það hvernig
fólk sparar til elliáranna og um
það hvernig meta skuli markaðs-
verð fyrirtækja.
Framlag Modiglianis „skýr-
ir fyrir okkur það, sem við
sjáum, og auðveldar okkur
skilning á umhverfinu", sagði
Assar Lindbeck, prófessor,
sem sæti á í Nóbelsnefndinni,
eftir að greint hafði verið frá
verðlaunaveitingunni. í rök-
stuðningi sænsku vísindaaka-
demíunnar sagði, að Modigl-
iani hefði komið fram með
kenningar um sparnað venju-
legrar fjölskyldu á ýmsum
tíma í lífi hennar og sett fram
kenningar um hvernig meta
skuli markaðverð fyrirtæja og
fj ár magnskostnað.
Athuganir Modiglianis á
sparnaðinum, sem hann vann
að á sjötta áratugnum ásamt
nemanda sínum, Richard
Brumberg, sem nú er látinn,
sýndu, að fólk leggur þeim
mun minna fyrir til elliár-
anna, sem það getur betur
AP símamy nd
Eftir að tilkynnt hafði verið, að
bandaríski hagfræðingurinn
Franco Modigliani hefði fengið
Nóbelsverðlaunin í hagfræði,
urðu margir til að óska honum til
hamingju. Hér er Modigliani að
taka á móti hamingjuóskum eins
vina sinna, sem hringdi í hann,
og það fer víst ekki á milli mála,
að það liggur vel á honum.
treyst á örugg eftirlaun. Lind-
beck, prófessor, sagði, að Sví-
þjóð væri ágætt dæmi um
þetta. Fyrir aldarfjórðungi
lagði fólk fyrir 6—7% af tekj-
um sínum en nú, með auknum
eftirlaunum, væri sparnaður-
inn nánast enginn.
Aðrar athuganir, sem Mod-
igliani vann einnig að á sjötta
áratugnum í samvinnu við
starfsbróður sinn, Merton
Miller, snerust aðallega um
fjármál fyrirtækja. Sagði
Lindbeck, að niðurstaða þeirra
hefði verið sú, að forráðamenn
fyrirtækja ættu ekki að leggja
megináherslu á hámarks-
hagnað á ári hverju, heldur á
að markaðsverð hlutabréf-
anna verði sem mest hverju
sinni. Þeir Modigliani og Mill-
er kenndu það einnig, að „fyr-
irtæki, sem skuldar mikið, er
jafn mikils virði og fyrirtæki,
sem skuldar lítið, ef hagnaður
þeirra í framtíðinni er jafn
mikiir.
Modigliani, sem starfar við
Tækniháskólann í Massachus-
etts, fæddist í Róm á Ítalíu
árið 1918, og varð doktor í
lögvísindum við Rómarhá-
skóla árið 1939, skömmu áður
en hann flýði til Bandaríkj-
anna undan fasisma Mussolin-
is. í Bandaríkjunum hélt hann
áfram námi og lauk þar ann-
arri doktorsgráðu, að því sinni
í félagsvísindum. Modigliani
er 13. Bandaríkjamaðurinn á
17 árum, sem fær Nóbelsverð-
launin í hagfræði.
getrauna-
VINNINGAR!
8. leikvika — leikir 12. október 1985
Vinningsröð:2 1 X —X 1 X —X 1 1 — 1 2 X
1.vinningur12réttir
xr.768.570,-
104826(6/11K
2. vinningur: 11 réttir
994 U 56584 104320+ 105190
38664-f 85856 104823+ 105655
42486 87353 104824+ 86272*
4294 1+ 89389 104829+ 88839*+
43950f 91172 104831+ 101156*
50400 94393 104833+ 104777*+
55278 100999 104836
íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærufrestur er til 4. nóvember 1985 kl. 12.00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar Kærueyöoblöð lást h|á umboðsmönnum og á sknfstotunm i
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til grema
Handhafar natnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stotni eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests
Áskriftarsímirm er 83033
NYRIADA STATION
VÉL: 1300 CM3 72 HÖ. 4 GIRA
233.000
VÉL: 1500 CM3 77 HÖ. 4 GÍRA
247.000
VEL: 1500 CM3 77 HÖ. 5 GÍRA
266.000
Söludeild opin
í dag kl. 1-4
ATH. Tökum vel með
farna Lada bíla uppí.
<1 BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
I' OjCtfl í* -N nvnrvt mv m nwm m. vvm « a rt m —. «« ^
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236