Morgunblaðið - 16.10.1985, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
25
fllttgtiiilriUiMfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árnl Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innaniands. i lausasölu 35 kr. eintakiö.
Sjávarútvegur
— efnahagsstefna
Vandi sjávarútvegs var meg-
inefni ræðu sem Ginar K.
Guðfinnsson, útgerðarstjóri í
Bolungarvík, flutti á fjórðungs-
þingi Vestfirðinga síðla sum-
ars. Hann vitnar m.a. til
skýrslu Félags fiskvinnslu-
stöðva á Vestfjörðum. Þar er
vanda þessarar undirstöðu-
greinar í þjóöarbúskapnum
þannig lýst, efnislega eftir haft:
Algjör óvissa ríkir um fram-
tíð sjávarútvegsfyrirtækja, sem
nú eru í rekstri. — Mjög gengur
á eigin fé þeirra og skuldir
hrannast upp. — Fjármagn
leitar frá sjávarútvegi til ann-
arra atvinnugreina. — Mikill
fólksflótti er brostinn á úr fisk-
vinnslu og frá fiskvinnslupláss-
um. — Fyrirtæki í sjávarútvegi
verða stöðugt verr undir það
búin að tæknivæðast og takast
á við nauðsynleg framtíðar-
verkefni. — Hætta er á stað-
bundnu og síðar almennu at-
vinnuleysi, ef sjávarútvegs-
fyrirtæki stöðvast.
Einar K. Guðfinnsson fjallar
sérstaklega um mótun efna-
hagsstefnu til næstu ára, sem
nú sé að unnið. Hann staðhæfir
að sú stefnumörkun muni
skipta sköpum um starfsskil-
yrði sjávarútvegs næstu árin.
Stjórnvöld eigi leikinn og á
mjög miklu velti að hann verði
vel grundaður og markviss.
Einar víkur sérstaklega að
tveimur efnahagsþáttum: geng-
isskráningu og erlendri skulda-
söfnun. Hann segir mikilvægt
fyrir útflutningsgreinar „að
gengið sé rétt skráð". En bætir
við: „Á hinn bógin er gengis-
skráningin ein og sér alls ekki
einhlít. Stöðung streymi er-
lends fjár inn í hagkerfið verði
ævinlega til að skekkja sam-
keppnisstöðu útflutningsins
gagnvart innflutningi... Er-
lenda lánsféð skapar fölsk verð-
mæti og ýtir undir þenslu sem á
stóran þátt í viðskiptahallanum
við útlönd."
Vandi íslenzks sjávarútvegs
— sem leggur til þrjár af hverj-
um fjórum krónum útflutnings-
tekna okkar og drýgstan hluta
þeirra verðmæta sem almenn
lífskjör í landinu eru sótt til —
varðar vissulega þjóðina í heild.
Flestir þéttbýlisstaðir byggja
atvinnu fólks og afkomu að
drjúgum hluta, sumir nær al-
farið, á veiðum og vinnslu.
Þetta á jafnvel við um heila
landshluta, eins og Vestfirði.
Verulegur hluti þeirrar efna-
hagslegu velferðar, sem við
blasir svo að segja hvert sem
litið er á landi, er sóttur á sjáv-
armið.
Hinsvegar verður sjávarút-
vegurinn að sæta „ákveðnu
endurmati", eins og Einar K.
Guðfinnsson kemst að orði, í
ljósi framvindu og breytinga í
þjóðarbúskapnum. Tvær nýj-
ungar hafa í vaxandi mæli sett
svip sinn á framþróun í sjávar-
útvegi. Hin fyrri er frystitogar-
arnir, sem skilað hafa góðri
rekstrarniðurstöðu miðað við
annað úthald. Hin síðari er
vaxandi útflutningur ferskfisks
— og fisks í gámum — einkum
á Evrópumarkað. Frá arðsem-
issjónarmiði séð hafa þessar
nýjungar reynzt hagkvæmar,
bæði fyrir úthald og sjómenn.
Þær hafa, enn sem komið er,
ekki höggvið að ráði að vinnu-
öryggi fiskverkunarfólks, enda
hefur framboð vinnu víða verið
meira en eftirspurn undanfarið
og vinnuafl jafnvel verið flutt
inn. Eðlilegt er engu að síður,
að fiskvinnslan grundi vel
þessa framvindu, sem og þeir
strjálbýlisstaðir, þar sem fisk-
vinnsla er nánast eini atvinnu-
vegurinn.
Utgerðarstjórinn bendir á
tvennt þegar hann ræðir endur-
mat á stöðu sjávarútvegs. Hið
fyrra er fiskverðsmyndunin.
Hann telur hana „í veiga-
miklum atriðum ranga". Hún
sé „oft á tíðum tekin út frá póli-
tískum forsendum fremur en
markaðslegum." Það skorti
stundum mikið á „að fiskverðs-
ákvörðun sé samningur milli
fiskkaupenda og fiskseljenda,
eins og þó er eðlilegt". Ný lög
um Verðlagsráð sjávarútvegs-
ins hafi að vísu „stigið örlítið
skref í rétta átt. Þó megi öllum
vera ljóst að betur megi ef duga
skal.“
Síðara atriðið, sem útgerðar-
stjórinn bendir á, er tæknivæð-
ing sjávarútvegsfyrirtækja.
Þar stöndum við að vísu all-
sæmilega að vígi, miðað við
samkeppnisþjóðir. Þó má enn
margt bæta á þessu sviði.
Það meginlögmál, sem ráða
þarf í sjávarútvegi (og verð-
mætasköpun yfirhöfuð), er að
ná þeim afla, sem veiðþol
nytjafiska leyfir, með sem
minnstum tilkostnaði, og vinna
hann og/eða selja þann veg, að
sem hæst verð fáist fyrir hann.
Lífskjör hér á landi eru lak-
ari en ella fyrir það, að arðsem-
issjónarmið hafa ekki nægilega
ráðið ferð, hvorki í fjárfestingu
né rekstri, en þau eru nær al-
farið sótt í þann gróða eða
hagnað, sem eftir verður þegar
kostnaður við öflun verðmæt-
anna hefur verið dreginn frá
söluverði þeirra. Þessi megin-
staðreynd verður ekki falin í
orðaleppum skammsýnna
stjórnmálamanna, sem lifa
sumir hverjir í hrófatildri
kenningakerfa, langt utan við
veruleikan sjálfan.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR
íslensk skólastefna f jar-
kennsla og opinn skóli
Skólaárið er hafið og að þessu sinni sitja
um 65.000 nemendur, eða rúmlega fjórð-
ungur þjóðarinnar, á skólabekk. Grunn-
skólanemendur eru að vonum flestir, um
42.000, enda nemendur skyldaðir lögum
samkvæmt að sækja skólann. I giidi eru
sem kunnugt er lög um grunnskóla nr.
63/1974, en sú skólastefna sem gildir í
hverju landi er fyrst mótuð með lagasetn-
ingu og síðan sjá framkvæmdavaldshafar
um að framfylgja henni.
Kjarabarátta kennara og verkföll settu
mikinn svip á síðasta skólaár og enn
ekki ljóst hvaða áhrif það mun hafa á
skólastarfið framundan. Margir kennar-
ar hafa sagt upp störfum sínum eða farið
í ársleyfi án launa og illa hefur gengið
að manna skólana með réttindakennur-
um. Verst hefur það þó gengið úti á
landi. Pétur Bjarnason fræðslustjóri á
ísafirði sagði í samtali við blaðið að varla
nema helmingur kennara I umdæminu
hefði tilskilin kennararéttindi. Kennarar
hafa ýmist flutt af svæðinu, farið í orlof
eða til frekara náms. Hið sama var á
döfinni hjá Guðmundi Magnússyni á
Reyðarfirði, fræðslustjóra Austfjarða-
umdæmis, en hann sagði réttindalausa
kennara fleiri nú en í fyrra, og minni
eftirspurn eftir kennarastöðum nú en
áður, þrátt fyrir fleiri auglýsingar. Hann
sagði að hreyfing væri alltaf mikil á
kennurum úti á landi, ungir kennarar
fara gjarnan til starfa úti á landsbyggð-
inni í einn til tvo vetur til að afla sér
starfsreynslu og síðan liggur leiðin til
höfuðborgarsvæðisins á nýjan leik.
Sveitafélög hefðu lengi reynt að fá til
sín kennara með þvi að láta jafnframt I
té húsnæði, ýmist frítt eða gegn lágri
leigu, en því til viðbótar væru sumir
farnir að bjóða réttindakennurum upp á
fararstyrk.
Ráðstefnur um skólastarfið
Launamál og kjarabarátta voru i
brennidepli sl. skólaár. í sumar og það
sem af er þessu hausti má segja að
áherslupunktarnir hafi öðrum fremur
verið skólastarfið sjálft, innra starf skól-
anna. Þann 31. ágúst var haldin ráð-
stefna um islenska skólastefnu á vegum
Bandalags kennarafélaga og Kennarahá-
skóla fslands og var ráðstefnan sótt af
300 manns. Þá voru flutt erindi og haldn-
ar umræður á vegum Skólameistarafé-
lagsins og HÍK. f Námsgagnastofnun
voru haldin erindi um álitamál í náms-
efnisgerð og kennslu og nú er nýlokið
dagskrá um jafnréttismál og skólastarf
sem var haldin að frumkvæði Jafnrétt-
isráðs í samvinnu við Námsgagnastofn-
un, Bandalag kennarafélaga, Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkurumdæmis, Kenn-
araháskóla íslands, Kvenréttindafélags
íslands og skólaþróunardeild mennta-
málaráðuneytisins.
óhætt er að segja að allar umræður,
ráðstefnur og skrif um skólastarfið séu
af hinu góða. Skólaskyldu var ekki komið
á hér um land allt samkvæmt lögum
fyrr en með grunnskólalögunum 1974,
fram að þeim tíma var fræðsluskylda,
en fyrstu fræðslulögin fyrr en 1907, um
leið og fyrstu fræðslulögin voru sam-
þykkt, og lögin voru samþykkt 1907.
Skólaskyldu var m.a. komið á vegna
breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu, í gamla
bændaþjóðfélaginu hefði skólaskylda
verið í hrópandi andstöðu við samfélagið,
enda sáu heimiliskennarar um að upp-
fræða bðrn og unglinga. Breytingar I
þjóðfélaginu eru örar, veruleikinn í dag
er um margt ólíkur því sem fólk átti að
venjast fyrir um tuttugu árum, þó ekki
sé farið lengra aftur í tímann. Og hver
veit hvernig skólinn verður eftir annan
mannsaldur eða hvort hann verði yfir-
höfuð til.
Hlutverk grunnskólans
En hvernig lítur hin íslenska skóla-
stefna út í dag? Hvað á skólakerfið lögum
samkvæmt að gera fyrir hina rúmlega
og fræðsluskyldu frá 1946, lög um
fræðslu barna og unglinga og lög um
gagnfræðanám frá sama árL Lögin gengu
undir nafninu fræðslulöggjöfin.
Frumvarp til laga um grunnskóla var
á sínum tíma unnið af nefnd sem Gylfi
Þ. Gíslason skipaði til að endurskoða
fræðslulöggjöfina, en hún hóf störf í maí
1969. í nefndinni áttu sæti ýmsir framá-
menn í skólamálum, ásamt Birgi
Thorlacius ráðuneytisstjóra sem var
formaður nefndarinnar.
í frumvarpinu sem nefndin lagði fram
var áhersla lögð á fjögur atriði:
40.000 nemendur sem eru skyldaðir til
að vera þar? Ef litið er á lögin um grunn-
skóla sem í gildi eru segir svo í annarri
grein:
„Hlutverk grunnskólans er, í samvinnu
við heimilin, að búa nemendur undir líf
og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í
stöðugri þróun. Starfshættir skólans
skulu því mótast af umburðarlyndi,
kristilegu siðgæði og lýðræðislegu sam-
starfi. Skólinn skal temja nemendum
víðsýni og efla skilning þeirra á mannleg-
um kjörum og umhverfi, á íslensku þjóð-
félagi, sögu þess og sérkennum og skyld-
um einstaklingsins við samfélagið.
Grunnskólinn skal leitast við að haga
störfum sínum í sem fyllstu samræmi
við eðli og þarfir nemenda og stuðla að
alhliða þroska, heilbrigði og menntun
hvers og eins.
Grunnskólinn skal veita nemendum
tækifæri til að afla sér þekkingar og
leikni og temja sér vinnubrögð, sem
stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar
og þroska. Skólastarfið skal því leggja
grundvöll að sjálfstæðri hugsun nem-
enda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs
við aðra.“
í erindi Sólrúnar Jensdóttur um mótun
íslenskrar skólastefnu á áðurnefndri ráð-
stefnu kom m.a. fram að lög um grunn-
skóla leystu af hólmi lög um skólakerfi
I fyrsta lagi jöfnun aðstöðu allra barna
á landinu til náms. Aðstöðuna átti m.a.
að tryggja með lengingu skólaskyldu úr
átta árum í níu og lengingu skólatíma ár
hvert. Þegar frumvarpið var lagt fram
var mikill munur á skólatíma í dreifbýli
og þéttbýli, dreifbýlisbörnum í óhag.
I öðru lagi skyldi reynt að taka tillit
til hvers einstaklings í kennslunni, þarfa
hans og áhugamála þannig að hæfileikar
hans nýttust sem best, m.a. er í lögunum
ákvæði um aukna sérkennslu. í þriðja
lagi er gert ráð fyrir aukinni valddreif-
ingu í skólakerfinu með skiptingu lands-
ins í fræðsluumdæmi. Fræðsluráð sem
kosin eru af heimamönnum og fræðslu-
stjórar, starfsmenn menntamálaráðu-
neytis, tóku við ýmsum verkefnum ráðu-
nevtis.
I fjórða lagi er gert ráð fyrir að leið
til framhaldsnáms væri eingöngu ein,
þannig að próf úr níunda bekk grunn-
skóla veitti nemendum inngöngu í hvern
þann framhaldsskóla sem þeir kysu.
Enn sem komið er hefur Alþingi ekki
markað heildarstefnu um framhalds-
skóla, en frumvarp um framhaldsskóla
hefur verið lagt fram á Alþingi sex sinn-
um, í fyrsta sinn 1977, og síðast vorið
1983. Eitt af meginmarkmiðum fram-
haldsskólafrumvarpsins var að breyta
skólakerfinu þannig að þar mynduðust
ekki blindgötur og nemendur gætu skipt
um námsleiðir ef þeir óskuðu án þess að
verða fyrir töfum. Þó frumvarpið hafi
ekki náð fram að ganga hefur þróunin í
framhaldsskólunum verið á þann veg
undanfarin ár og heldur sú þróun eflaust
áfram.
Samkvæmt grunnskólalögunum eiga
nemendur að fá kennslu, sem er við
hæfi hvers og eins, og skólinn á einnig
að undirbúa nemendur undir líf og starf
I lýðræðisþjóðfélagi sem er í stöðugri
þróun. I þeirri umræðu sem fram hefur
farið að undanförnu hefur m.a. verið lögð
áhersla á mikilvægi þess að kennarar séu
vel meðvitaðir um þau áhrif sem þeir
hafa beint og óbeint á nemendur sína
með skoðunum sínum og viðhorfum. Það
er grundvallaratriði í lýðræðisþjóðfélagi
að benda á margar hliðar á sama málinu
og reyna að auka víðsýni nemenda.
Þannig var fjallað um álitamál í kennslu,
og mikilvægi þess að sýna að minnsta
kosti tvær hliðar á hverju máli, og til
að það gæti orðið þyrftu kennarar að búa
yfir mikilli þekkingu, siðferðilegu þreki
og miklu sjálfstrausti. Svipaðar umræð-
ur voru uppi á dagskrá um jafnréttismál
og skólastarf sem nú er nýlokið, en þar
var m.a. rætt hve hægt miðaði í jafn-
réttisátt milli kynjanna, þrátt fyrir að
lagalegu jafnrétti hafi verið náð á hinum
ýmsu sviðum þjóðlífs og á hvern hátt
skólinn gæti haft áhrif til breytingar. í
lögum um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla frá 19. júni sl. segir svo
í annarri grein:
Konum og körlum skulu með stjórn-
valdsaðgerðum tryggðir jafnir möguleik-
ar til atvinnu og menntunar og í 10. grein
segir:
„í skólum og öðrum upðpeldisstofnun-
um skal veita fræðslu um jafnréttismál.
Kennslutæki og kennslubækur skulu
vera þannig úr garði gerð að kynjum sé
ekki mismunað. Við náms- og starfs-
fræðslu í skólum skal leitast við að
breyta hinu venjubundna starfs- og
námsvali kvenna og karla til samræmis
við tilgang laga þessara. Menntamála-
ráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd
þessa ákvæðis i samráði við jafnréttis-
ráð.“
í ljós hefur komið að misjafnlega er
fjallað um konur og karla í skólabókun-
um, oft er hefðbundinni verkaskiptingu
kynjanna þar viðhaldið, og kannanir
hafa jafnframt sýnt að kennarar veita
drengjum meiri athygli og hvatningu en
stúlkum. Erindi og umræður um þessi
mál hljóta þvi að vera gagnleg sem liður
i að ná þvi jafnrétti og þeirri jöfnu stöðu
sem kveður á í áðurnefndum lögum.
í lok dagskrár um jafnréttismál og
skólastarf voru pallborðsumræður þar
sem þingmenn allra stjórnmálaflokk-
anna áttu að sitja fyrir svörum. Það
vakti athygli að þingmennirnir voru allir
konur, eini karlmaðurinn í hópnum, full-
trúi Framsóknarflokksins, mætti ekki til
leiks. Dagskrárgestir voru einnig nær
undantekningalaust kvenfólk, af þrem
karlmönnum sem voru mættir voru tveir
starfsmenn Námsgagnastofnunar.
Hvernig sem á stendur, virðist umræðu-
efnið ekki höfða mikið til karla.
Skólinn á tölvuöld
Eins og segir í grunnskólalögunum á
skólinn að undirbúa nemendur undir líf
og störf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í
stöðugri þróun. Eins og flestum er kunn-
ugt, stöndum við nú á þröskuldi nýrrar
þjóðfélagsgerðar þar sem tölvur eiga
eftir að setja stöðugt aukinn svip á
umhverfi okkar og líf. Erfitt er að sjá
fyrir hvernig framtíðarsamfélagið verð-
ur, en eflaust verður það þó mjög ólíkt
því sem við eigum að venjast í dag. Að
mörgu leyti má því segja að brestir séu
komnir í hina hefðbundnu skólaveggi,
og hver veit hvort þeir verði til eftir
nokkra áratugi. Hlutverk kennara er að
breytast, öðru fremur þurfa þeir nú að
benda nemendum á leiðir til að nálgast
allt það upplýsinga- og fræðslumagn sem
til er, því enginn gerir þær kröfur til
kennara lengur að hann viti allt. Með
nýrri tækni er einnig hægt að miðla
þekkingu á annan hátt en áður, mögu-
leikar eru á skólasjónvarpi og skólaút-
varpi þó þeir hafi lítið sem ekkert verið
nýttir enn sem komið er, en væri hægt
að nota t.d. í sambandi við öldungadeildir
og margs konar fullorðinsfræðslu og
endurmenntun.
Tölvur og myndbönd hafa rutt sér til
rúms á hinum almenna markaði að
undanförnu, og smám saman verður
þessi tækni tekin til notkunar í skólun-
um. Að sögn Karls Jeppesen fram-
kvæmdastjóra fræðslumyndadeildar hjá
Námsgagnastofnun eiga nú um 40%
grunnskólanna myndbandstæki og
fræðslumyndadeild Námsgagnastofnun-
ar hefur að undanförnu fest kaup á
myndböndum til notkunar í skólunum, i
eigu stofnunarinnar eru nú um 200 titlar,
25 eintök af hverri, mest er til af efni
til kennslu í líffræði, mannkynssögu,
ensku og dönsku. Stefnt er að því að
fræðsluskrifstofur víða um land eigi
nokkur eintök af hverri mynd til útláns
til skólanna i umdæmunum. Mest allt
efnið hefur verið keypt erlendis frá, skól-
arnir hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa
eitthvað af fræðsluefninu sem sýnt hefur
verið í sjónvarpinu, en enn sem komið
er hafa ekki tekist samningar um slík
kaup, en Námsgagnastofnun kaupir tals-
vert efni frá erlendum sjónvarpsstöðv-
um.
Námsefnisgerð fyrir tölvur er lítil sem
engin enn sem komið er, enda ekki enn
verið tekin ákvörðun um samræmd inn-
kaup á tölvum, að sögn Karls, en ákvörð-
unar er að vænta innan skamms. Mennt-
un kennara í tölvufræðum hefur einnig
verið ábótavant fram að þessu. Á næstu
árum má þó búast við talsverðum breyt-
ingum, tölvur eru talsvert notaðar í
skólastarfi erlendis svo sem í Bandaríkj-
unum, en að sögn sérfróðra manna er
þó lítið til af góðum kennsluforritum og
möguleikar tölvunnar lítt sem ekkert
nýttir í kennslu. Vilhjálmur Þorsteinsson
hjá íslenskri forritaþróun sagði nokkra
aðila hafa fengist við gerð kennsluforrita
hér á landi, kennara og nemendur, en
enn sem komið er væri þetta á algjöru
byrjunarstigi. íslendingar standa þó
nokkuð framarlega í tölvuvæðingunni,
eins og sjá má á þeim einstaklingum sem
nú eru að hefja sölu á íslenskum hug-
búnaði í Bandaríkjunum. Myndbönd og
tölvur bjóða upp á ýmsar nýjungar í
fræðslustarfi, hægt er að tengja mynd-
diska tölvum og býður það upp á
skemmtilegar nýjungar, nemendur geta
t.d. ferðast um lönd og borgir á tölvu-
skerminum, jafnvel á mismunandi tim-
um.
Öldungadeildir
og opinn skóli
Skólakerfið er einnig að opnast frá því
sem verið hefur. öldungadeildir hafa sem
kunnugt er verið starfræktar frá því upp
úr 1970, fyrst við menntaskóla, svo við
fjölbrautaskóla, og nú er fyrirhugað að
stofnuð verði öldungadeild í bókagerð við
Iðnskólann fáist til þess fé á fjárlögum.
Árlega ljúka um 100 nemendur lokaprófi
úr öldungadeildum, og eru konur þar í
meirihluta. Hið sama má segja um opna
háskólann sem er starfræktur víða um
heim, í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi
og víðar. I grein eftir Hildi Einarsdóttur
sem birtist um opna háskólann í Bret-
landi í Morgunblaðinu 9. júní sl. kemur
fram að nemendur skólans eru flestir á
aldrinum tuttugu og eins til áttræðs,
flestir þó um þrítugt. Námið fer fram í
frístundum, nemendur fá sent heim
kennsluefni, bækur, ýmis verkefni og
snældur til að hlusta á og BBC-útvarps-
og sjónvarpsstöðvarnar senda út sérstak-
ar útsendingar sem nemendur um allt
land geta fylgst með. Sérstakar kennslu-
miðstöðvar, um 260 talsins, eru um landið
þar sem tilsögn er veitt, og starfandi eru
sumarskólar sem nemendur geta sótt i
fríum sínum, en flestir nemendanna eru
i fullu starfi. Engrar undirbúnings-
menntunar er krafist, en um 40% nem-
enda hafa ekki þá menntun sem krafist
er í venjulegum háskólum. Nemendur
ráða sjálfir námshraðanum og hvaða
námskeið þeir taka. Opni háskólinn í
Bretlandi býður upp á nám til lokaprófk,
nám til BA. og BS. i sex deildum, hugvís-
inda-, félagsfræði-, stærðfræði-, visinda-,
tæknifræði- og kennslufræðideild og ef
áhugi er á framhaldsnámi fá nemendur
við OH. inngöngu i aðra breska háskóla.
Árlega útskrifast um 5.000 stúdentar og
konur þar sem fyrr segir í meirihluta.
Sigmundur Guðbjarnarson háskóla-
rektor er nýkominn úr heimsókn i Opna
háskólann, og sagði hann i samtali við
blaðið að hann hefði mikinn áhuga á að
nýta möguleika fjarkennslunnar. Hann
taldi að athuga bæri þennan valkost
mjög gaumgæfilega áður en ákvarðanir
verða teknar um að reisa útíbú frá HÍ
viða um land, en fjarkennsla getur veitt
nemendum um allt land, óháð aldri eða
búsetu, kennslu. óformlegar viðræður
hafa átt sér stað milli háskólarektors og
útvarpsstjóra varðandi skólaútvarp og
sjónvarp. í nýju útvarpslögunum er einn-
ig gert ráð fyrir að ríkisútvarpið sjái um
fræðsluútvarp og er Sigrún Stefánsdóttir
fréttamaður að gera útttekt á því hvernig
best verði staðið að því. Búast má við
að fjarkennsla og opinn skóli verði tals-
vert á dagskrá i vetur og væntanlega
fróðlegt að fylgjast með þróun mála.
■ r