Morgunblaðið - 16.10.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
29
Þingmenn Alþýðubandalagsins:
Vilja skýrslu um
aukafjárveitingar
NOKKRAR þingsályktunartillögur
og nokkur þingmannafrumvörp voru
lögð fram í Sameinuðu þingi og neðri
deild Alþingis í gær.
1 Sameinuðu þingi flytja Jó-
hanna Sigurðardóttir o.fl. þings-
ályktunartillögu um réttarstöðu
heimavinnandi fólks; Guðrún
Helgadóttir o.fl. um framlag ríkis-
ins til listskreytingar Hallgríms-
kirkju í Reykjavík; Kristín S.
Kvaran o.fl. um úttekt á aðstæðum
barna að 12 ára aldri; Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir o.fl. um
að meta heimilisstörf til starfs-
reynslu; Jóhanna Sigurðardóttir
um lífeyrisréttindi heimavinnandi
fólks; Guðmundur Einarsson o. fl.
um gerð frumvarps til stjórnskip-
unarlaga um fylkisstjórnir; Eiður
Guðnason o.fl. um stofnun lands-
nefndar til stuðnings jafnréttis og
frelsis í Suður-Afríku; Hjörleifur
Guttormsson o.fl. um sama gjald
fyrir símaþjónustu á öllu landinu
og Svavar Gestsson o.fl. um mál-
efni myndlistarmanna.
f neðri deild flytur Kristín S.
Kvaran frumvarp til stjórnskipun-
arlaga um breytingu á stjórnar-
skránni, sem gerir ráð fyrir því
að ráðherrar eigi samkvæmt emb-
ættisstöðu sinni sæti á Alþingi, en
eigi þar ekki atkvæðisrétt; Kjartan
Jóhannsson o.fl. flytja frumvarp
til laga um breytingu á lögum um
almannatryggingar, sem gerir ráð
fyrir nýju ákvæði um ferðakostnað
sjúklinga; Guðrún Helgadóttir
flytur frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um almannatrygg-
ingar, sem felur í sér að hækka
skuli aldursmark barna, sem
mæðra- og feðralaun eru greidd
með, úr 16 ára í 18 ára aldur.
Þá hafa allir þingmenn Alþýðu-
bandalagsins lagt fram í Samein-
uðu þingi beiðni um skýrslu frá
fjármálaráðherra um aukafjár-
veitingar frá 15. júlí, sem ekki eiga
rætur að rekja til breytinga á
forsendum fjárlaga.
Bornar saman bækur
Morgunblaöið/RAX
Alþingi var sett sl. fimmtudag. Þingstörf hófust að fullu frá og með gærdegi. Það er því í mörg horn að líta
fyrir þá sem leiða störf í stjórnmálaflokkunum. Hér bera þeir saman bækur sínar Friðrik Sophusson og
Þorsteinn Pálsson, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjárlagafrumvarpið 1986:
Alþingi:
Forsetar og
skrifarar
endur-
kjörnir
ÞORVALDUR Garðar Kristjáns-
son (S) var kjörinn forseti Sam-
einaðs þings í gær. Fyrsti varafor-
seti var kjörinn Helgi Seljan
(Abl.) og annar varaforseti var
kjörinn Olafur Þ. Þórðarson (F).
Forseti efri deildar Alþingis
var kjörin Salome Þorkels-
dóttir (S). Fyrsti varaforseti
var kjörinn Stefán Benedikts-
son (BJ) og annar varaforseti
Davíð Aðalsteinsson (F).
Forseti neðri deildar var
kjörinn Ingvar Gíslason (F).
Fyrsti varaforseti var kjörin
Jóhanna Sigurðardóttir (A) og
annar varaforseti Birgir tsleif-
ur Gunnarsson (S).
Skrifarar Sameinaðs þings
voru kjörnir Árni Johnsen (S)
og Þórarinn Sigurjónsson (F).
Skrifarar efri deildar voru
kjörnir Egill Jónsson (S) og
Skúli Alexandersson (Abl.)
Skrifarar neðri deildar voru
kjörnir Halldór Blöndal (S) og
ólafur Þ. Þórðarson (F).
Heildartekjur ríkissjóðs
1986 nema 33,5 milljöröum
HEILDARGJÖLD ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi, sem lagt var fram
á Alþingi í gær, nema 33.417 milljörðum króna og er það hækkun um 10,8%
frá áætlaðri útgjaldatölu 1985. Samneysla ríkisins hækkar um 11,3%, vaxta-
kostnaður um 28,9 % og ýmsar rekstrar- og neyslutilfærslur til einstaklinga
og atvinnuvega um 9,1 %.
Heildarinnheimta tekna ríkis-
sjóðs er áætluð 31.999 m. kr. á
árinu 1986 eða tæp 18% meiri en
í endurskoðaðri áætlun 1985. Hlut-
deild óbeinna skatta hækkar úr
rösklega 84% 1985 í tæpt 85%%
1986. Á móti lækkar hlutdeild
beinna skatta tilsvarandi. Heildar-
tekjur ríkissjóðs nema 33.540
milljörðum króna og eru þá með-
taldar vaxtatekjur endurlána-
reiknings ríkissjóðs að fjárhæð
1.541 milljarður kr.
Samkvæmt þessu verður tekju-
afgangur ríkissjóðs um 122 millj-
þnir króna á fjárlagaárinu 1986.
Lauslega áætlað virðast skattar
til ríkisins nema 3,8% á árinu 1986
miðað við tekjur greiðsluárs, en í
ár er hún talin verða í kringum
4,4%.
I athugasemdum með frum-
varpinu segir, að það einkennist
af áframhaldandi viðleitni ríkis-
stjórnarinnar til að draga úr
þenslu í þjóðarbúskapnum og
sporna þar með gegn viðskipta-
halla og verðbólgu, ná jafnvægi í
fjármálum ríkisins og hamla gegn
vexti opinberra umsvif a.
Síðan segir, að þótt verulegur
árangur hafi náðst í efnahagsmál-
um á undanförnum tveimur árum,
ekki síst í baráttu við verðbólgu,
skorti nokkuð á til þess að nægjan-
legur stöðugleiki sé í hagkerfinu
og varanlegt jafnvægi hafi náðst.
„Verðbólga er meiri en í viðskipta-
og samkeppnislöndum íslendinga
og viðskiptahalli og þar með er-
lendar lántökur meiri en við verð-
ur unað til frambúðar. Mjög náið
samhengi er milli þessara þátta
efnahagslífsins og hins opinbera
búskapar. Þess vegna skiptir
meginmáii að stjórn ríkisfjármála
sé með þeim hætti að hún styðji
við bakið á viðleitni stjórnvalda i
glímunni við þau vandamál sem
hér hafa verið nefnd.“
Þá segir: „Með fjárlagafrum-
varpi þessu nást þrjú meginmark-
mið. í fyrsta lagi er erlendum lán-
tökum stillt í hóf, þannig að nýjar
erlendar lántökur opinberra aðila
verða ekki meiri en nemur af-
borgunum eldri gengisbundinna
lána. í öðru lagi er með þessu
frumvarpi séð til þess að sem næst
jöfnuður verði á rekstri ríkisins,
en það er veigamikil forsenda jafn-
vægisbúskapar á efnahagssviðinu
almennt. Loks er méð þessu frum-
varpi stefnt að því, að umsvif ríkis-
ins verði ívið minni en á yfirstand-
andi ári. Hlutfall ríkisútgjalda af
Lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs 4,5 milljarðar
Frumvarp til lánsfjárlaga lagt fram með fjárlagafrumvarpinu
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar til lánsfjárlaga fyrir árið 1986 var lagt fram
með fjárlagafrumvarpinu í gær. Samkvæmt því er fjármálaráðherra fyrir
hönd rikissjóðs heimilt að taka lán á árinu 1986 að fjárhæð allt að 2.724.000
þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Jafnframt er fjár-
málaráðherra heimilt að taka lán á innlcndum lánsfjármarkaði að fjárhæð
allt að 1.850.00 þús. kr. Samtals er hér um 4.574.000 þús. króna lánsfjárþörf
að ræða.
Landsvirkjun er heimilt að taka
lán að upphæð allt að 740.000 þús
kr.' og 200.000 þús. kr. til viðbótar
semjist um stækkun álversins í
Straumsvík.
Orkubúi Vestfjarða er heimilt
að taka lán að fjárhæð allt að
20.000 þús. kr. til hitaveitu- og
raforkuframkvæmda.
Þróunarfélaginu er heimilt að
taka lán að fjárhæð allt að 150.000
þús. kr. til að efla nýjungar í at-
vinnulífi.
Heimilt er að taka lán vegna
framkvæmda og skuldbreytingar
hitaveitna sveitarfélaga að fjar-
hæð allt að 95.000 þús. kr.
Framkvæmdasjóði íslands er
heimilt að taka lán að fjárhæð
allt að 1.242.000 þús. kr.
Byggðasjóöi er heimilt að taka
lán að fjárhæð allt að 350.000 þús.
kr.
Iðnþróunarsjóði er heimilt að
taka lán að fjárhæð allt að 80.000
þús. kr.
þjóðarframleiðslu verður þannig
27,6% miðað við hið nýja uppgjör
þjóðhagsreikninga, en er áætlað
27,9% í ár. Þetta þýðir að svigrúm
atvinnulífs og einstaklinga verður
heldur meira 1986 en 1985.“
í athugasemdunum segir enn-
fremur, að til að ná settum mark-
miðum 1986 hafi reynst nauðsyn-
legt að slá á frest margs konar
áformum er bæði snerta tekju- og
gjaldhlið fjárlaga. „Miðað við þá
erfiðleika sem að hafa steðjað í
efnahagsmálum þjóðarinnar þarf
engum að koma á óvart þótt við
núverandi aðstæður verði ýmsar
þarfar framkvæmdir að bíða og
áformum um skattalækkanir
seinki. Það sem mest er um vert
er það, að skuldamál þjóðarinnar
út á við eru nú tekin föstum tökum
og ekki ráðgert að fjármagna
rekstrarhalla hins opinbera með
erlendu lánsfé."
f greinargerð með frumvarpinu
segir, að það byggi í öllum megin-
atriðum á forsendum um þróun
launa-, verðlags og gengis. „Sam-
kvæmt síðustu spám er talið að
verðlag hér á landi í iok þessa árs
verði um 12-13% hærra en meðal-
verðlag ársins og hefur þá verið
tekið tillit til 1-2% áætlaðrar
hækkunar innflutningsverðlags á
síðari hluta árs 1985. Verðbreyt-
ingar frá upphafi til loka ársins
1985 yrðu skv. þessu um 30%, en
meðalhækkun verðlags milli 1984
og 1985 er talin verða heldur meiri
eða 31-32%,“ segir í greinargerð-
inni.
Þar segir ennfremur: „Kjara-
samningar flestra launþega eru
lausir nk. áramót og þróun launa
á árinu 1986 því óráðin. Svipuðu
máli gegnir um verðlagsþróun.
Miklar breytingar hafa orðið á
gengi erlendra gjaldmiðla á al-
þjóðagjaldeyrismarkaði að undan-
förnu. Evrópumyntir hafa hækkað
og þar með innflutningsverðlag.
Dollaragengið hefur aftur á móti
MÞinGI
lækkað sem á sinn hátt rýrir út-
flutningstekjur landsmanna.
Spár um verðbólgu á næsta ári
í helstu viðskiptalöndum okkar
fela í sér 2-3% hækkun verðlags
frá áramótum fram til miðs næsta
árs. Af þessu fara menn ekki var-
hluta í hækkandi innflutnings-
verðlagi.
Breytingar á óbeinum sköttum
sem kynntar eru í fjárlagafrum-
varpinu munu valda 1-1 % % hækk-
un framfærslukostnaðar. Á móti
vegur lækkun tekjuskatts ein-
staklinga og aðrar skattbreytingar
sem skoða þarf í tengslum við
verðlags- og kaupmáttarhorfur
fyrir árið 1986.
Áætlun um tekjur og gjöld ríkis-
sjóðs byggir á því að laun hækki
í samræmi við kjarasamninga
fjármálaráðherra, BSRB og BHM
frá því á fyrri hluta ársins 1985
og í samræmi við niðurstöður
kjaradóms hjá þeim aðilum sem
taka laun í samræmi við úrskurð
dómsins. Laun hækka því um
3637% að jafnaði milli áranna 1984
og 1985 og 31-33% frá upphafi til
loka ársins 1985.
Forsenda frumvarpsins um
gengisþróun er sú að gengi erlends
gjaldmiðils hækki um 5% frá áætl-
uðu meðalgengi 1985 til ársloka
1986. Vegna gengisbreytinga og
erlendra verðhækkana er talið að
verðlag almenns vöruinnflutnings
verði að jafnaði 6,7% hærra í lok
ársins en að meðaltali 1985. Auk
þess er í tekjuáætlun frumvarps-
ins reiknað með 1-2% aukningu á
viðskiptaveltu."
Formenn
þingflokka
SIGRÍÐUR Dúna Kristmunds-
dóttir verður formaður þingflokks
Samtaka um kvennalista á þingi
því, sem nu hefur hafið störf.
Formenn annarra þingflokka
verða hinir sömu og á síðasta
þingi:
Formaður þingflokks sjálfstæð-
ismanna Ólafur G. Einarsson.
Formaður þingflokks framsón-
armanna Páll Pétursson.
Formaður þingflokks Bandalags j
jafnaðarmanna Guðmundur Ein-
arsson.
Formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins Eiður Guðnason.
Formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins Ragnar Arnalds.
Ka
Bmm-