Morgunblaðið - 16.10.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.10.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBBR1985 Askriftarsímmn er 83033 Þing Landssambands slökkviliðsmanna: Áhyggjur af aukinni hættu á slysum af völdum eiturefna Morgunblaöiö/Bjarni Höskuldur Einarsson, formaður Landssambands slökkviliðsmanna, ávarpar þingfulltrúa. DAGANA 11—13 október sl. var 13 þing Landssambands slökkviliðs- manna haldið að Hótel Hofi, Reykja- vík. Mættir voru þingfulltrúar frá félögum slökkviliðsmanna víðs vegar af landinu. Mörg stórmál voru tekin fyrir og rædd á þinginu og ber þar hæst menntunar- og öryggismál slökkviliðsmanna. Mættir voru þingfulltrúar frá félögum slökkviliðsmanna víðs vegar af landinu. Mörg stórmál voru tekin fyrir og rædd á þinginu og ber þar hæst menntunar- og öryggismál slökkviliðsmanna. Þingfulltrúar fögnuðu þeim skilningi sem félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson hefði sýnt málefnum slökkviliðsmanna m.a. með skipan skólanefndar til undir- búnings stofnunar skóla fyrir stéttina. Þingfulltrúar lýstu ánægju sinni með það samstarf sem tekist hefur milli SVFÍ og L.S.S. varðandi öryggisfræðslu sjómanna og hvatti til aukinnar samvinnu um þennan málaflokk. Þingið samþykkti að fela stjórn LSS að vinna að stofnun þjálfunar og fræðslumiðstöðvar fyrir slökkviliðsmenn og aðra þá er á slíku þurfa að halda. í ávarpi formanns stjórnar Brunamálastofnunar ríkisins, Inga R. Helgasonar, kom fram að L.S.S. stendur til boða að fá full- komna slökkvi- og björgunarbif- reið ásamt tveim leiðbeinendum frá Noregi. Stjórn LSS hefur ákveðið að þiggja þetta boð og er ljóst að bifreið þessi verður mjög mikil lyftistöng fyrir væntanlega þjálfunar- og fræðslumiðstöð sambandsins og kemur til með að bæta að einhverju leyti úr hinni geysilegu vöntun á fræðslu til slökkviliðsmanna þar til að fyrir- hugaður skóli slökkviliðsmanna verður að veruleika. Slökkvi- og björgunarbifreið þessi er eign Storebrand Norden sem er endur- fryggjandi Brunabótafélags ís- lands og munu þeir standa straum af öllum kostnaði. Fram kom að slökkviliðsmenn hafa miklar áhyggjur af aukinni hættu á eiturefnaslysum og telja að fræðsla á því sviði sé í algeru lágmarki og svo er almennt tækja- kostur slökkviliðanna ekki í neinu samræmi við þann útbúnað sem til þarf. „Stjórn LSS skipa eftirtaldir menn: Formaður: Höskuldur Einarsson, Reykjavík, varaformaður: Ágúst Magnússon, Selfossi, gjaldkeri: Þorbjörn Sveinsson, Hafnarfirði, ritari: Birgir ólafsson, Reykjavík- urflugvelli, meðstjórnendur: Þórir Gunnarsson, Keflavíkurflugvelli, Halldór Vilhjálmsson, Keflavíkur- flugvelli og Baldur Baldursson Keflavík. j raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar | Akranes Aöalfundur sjálfslæöiskvennafélagsins Bárunnar veröur haldinn mánudaginn 21. október og hefst kl. 20.30 i sjálfstæöishúsinu viö Heiöarbraut. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Landsmálafélagiö Vöröur Ráðstefnu Varðar frestað. Áöur auglýstri ráöstefnu landsmálafélagsins Varöar um utanríkis- og varnarmál sem halda átti laugardaginn 19. október nk. hefur veriö frestaö af óviöráöanlegum orsökum. Ný dagsetning hefur ekki veriö ákveöin en verður auglýst nánar síöar. Stiórnin Hvöt - Trúnaðarráðsfundur Trúnaðarráösfundur veröur haldinn miö- vikudaginn 16. október kl. 18.00. Þórunn Gestsdóttir talar um aógeröir 24. október. Gestur fundarins veröur Salome Þorkels- dóttir alþingismaöur og mun hún ræöa þau mál sem efst eru á baugi á þingi. Stjórnin. Týr30ára í tilefni af 30 ára afmæli Týs, félags ungra sjálfstæöismanna i Kópavogi, boöar stjórn félagsins lil afmælishófs laugardaginn 19. október nk. kl. 16.00-20.00 í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Húsið veröur opið öllum stuöningsmönnum Sjálfstaaöisflokksins frá kl. 18. Stjórn Týs. Húsvíkingar — Þingeyingar Breytt viðhorf — breytt stjórn Almennur stjórn- málafundur veröur haldinn i Félagsheim- ilinu Húsavík laugar- daginn 19. október kl. 13.30. Frummæl- endur: Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins og Halldór Blöndal alþingismaöur. Sjálfstæðis/élögin Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna f Reykjavík — Almennur fulltrúaráösfundur Fulltrúaráó sjálfstæóisfélaganna í Reykjavik heldur almennan fulltrúaráösfund í kvöld, miövikudaginn 16. okt., kl. 20.00 í Sjálfslæö- íshúsinu Valhöll. Dagskrá: 1. Ákvörðun tekin um hvort halda skuli próf- kjör vegna borgarstjórnarkosninga voriö 1986. 2. Ræóa Davíös Oddssonar borgarstjóra. 3. önnurmál. Fundurinn er opinn meölimum fulltrúaráðsins. Stjórn fulltrúaráðsins. Garðabær Bessastaðahreppur Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna i Garöabæ og Bessastaóahreppi boða félaga sína til fundar fimmtudaginn 17. okt. kl. 18.15 i sjálfstæðishúsinu Lyngási 12. Ólafur G. Ein- arsson alþingismaöur mætir á fundinn og ræöir stjórnmálaviöhorfin. Fjölmenniö. Stjórnin. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi boöar til fundar miövikudaginn 23. októbor nk. kl. 20.30 í sjálfstæöis- húsinu í Kópavogi aö Hamraborg 1,3. hæö. Fundarefni: 1. Tillaga stjórnar um prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninganna voriö 1986. 2. Kosning fjögurra fulltrúa íkjörnefnd. 3. Umræður um kosningaundlrbúning og bæjarmál. Bæjarfulltrúar flokksins flytja stutlar framsögur og svara fyrlrspurnum. Fulltrúar eru hvattir til aö f jölmenna á fundinn. Stjórnin. Fulltrúaráð Sjálfstæöísfélaganna í Reykjavík Almennur fulltrúa- ráðsfundur Almennur fundur í fulltrúaráöi sjálfstæöis- félaganna i Reykjavík veröur haldinn miö- vikudaginn 16. okt. kl. 20.30 í Sjálfstæóis- húsinu Valhöll, Háaleltisbraut 1. Dagskrá: 1. Ákvöröun tekin um hvort halda skuli prófkjör vegna borgarstjórnarkosninga' voriö 1986. 2. Ræöa Davíös Oddssonar borgarstjóra. 3. Önnur mál. Fulltrúaráösmeðlimir eru hvattir til aö f jölmenna. Stjórnin Noröurland eystra Aðalfundur kjördæmisráös sjálfstæöisfélag- anna í Noröurlands- kjördæmi eystra hefst meö almenn- um stjórnmálafundi í félagsheimilinu á Húsavík laugardag- inn 19. október kl. 13.30 en aöalfund- arstörf hefjast kl. Gestlr fundarins veröa Þorsteinn . Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins og alþingismennirnir Halldór Blöndal og Björn Dagbjartsson. Kjördæmisþinginu veröur slitiö á sunnudag. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.