Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 16.10.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985 37 Minning: Níels Finsen Fæddur 23. maí 1909 dáinn 30. september 1985 Að kvöldi 30. september sl. sátu þau hjónin Jónína og Níels Finsen á heimili Áslaugar dóttur þeirra í Hollandi og nutu kvöldsins ásamt fjölskyldunni I kyrrð og ró. En skyndilega stöðvaðist hjarta Níels og lífi þess góða drengs var lokið. Níels Ryberg Finsen var sonur hjónanna Ingibjargar ísleifsdótt- ur prests í Arnarbæli og Ólafs Finsens héraðslæknis á Akranesi. ólafur hefur verið talinn einn af merkustu íbúum Akraness. Hann var héraðslæknir á Akranesi í 43 ár, hreppsnefndarmaður, for- ystumaður í ýmsum félögum og heiðursfélagi sumra þeirra. Einnig var hann annar fyrsti heiðursborgari Akraneskaupstað- ar. Níels Finsen var fæddur 23. maí 1909 á Akranesi. Hann var næst yngstur átta barna foreldra sinna og bjó alla ævi sína á Akra- nesi. Hann lauk námi frá Verslunar- skólanum 1930, en var þá orðinn veikur af berklum í baki, sem hann barðist við í nokkur ár og sigraði. Þegar þessum veikindum lauk, hóf hann störf sem gjaldkeri við út- gerðarfyrirtæki Haraldar Böðv- arssonar, og því starfi gengdi hann þar til hann varð sjötugur og reyndar lengur. Við þau störf sýndi hann, eins og við allt annað, sem honum var trúað fyrir, einstæða trúmennsku, árvekni og nákvæmni sem hvergi skeikaði. Níels hafði mjög ákveðnar þjóð- málaskoðanir og fylgdi Sjálfstæð- isflokknum að málum, en hann haslaði sér aldrei völl í stjórn- málaátökum, enda mikill frið- semdarmaður. Hann komst þó ekki hjá því að gegna ýmsum störfum á þeim vettvangi og sitja í nefnd- um fyrir sína menn, svo sem í bókasafnsstjórn, og í sóknarnefnd var hann samfellt í 12 ár. Margskonar félagsmál voru honum hugleikin, og var hann þar meðal frumkvöðla. Hann var t.d. meðal stofnenda Skátafélags á Akranesi og starfaði í því félagi í mörg ár. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Akraness 1956 og starfaði í honum til dauðadags, en ég mun koma nánar að því síðar. Níels var einnig einn af frum- herjum Frímúrarareglunnar á Akranesi, mikilvirkur þar í störf- um og í forystusveit. Níels var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lilja Þórhallsdóttir. Þau giftust 1938, en hún lést 1946. Barn þeirra, Björn, var lengi mennta- skólakennari á Laugarvatni, en er nú nýfluttur til Akraness og kenn- ir við Fjölbrautaskólann þar. Hann er giftur Guðrúnu Engil- bertsdóttur, og eiga þau 3 börn. Síðari kona Níelsar, Jónína Norð- dahl, kom til hans sem ráðskona 1947 og giftust þau 1948. Dóttir hennar, kjördóttir hans, Áslaug, fædd 1946, er gift Roel Woudstra, bankamanni í Hollandi, og eiga þau tvær dætur. Leiðir okkar Níelsar Finsens lágu fyrst saman, þegar ég gekk í Lionsklúbb Akraness fyrir nær 25 árum. Hann var þá formaður klúbbsins og hafði verið einn af stofnendum hans fimm árum áður. Allmörgum árum seinna varð hann aftur formaður klúbbsins, en sliks trausts hefur aðeins einn fé- lagi annar notið, að vera tvívegis kjörinn formaður þess félags. Grundvöllur kynna okkar var þessi ágæti félagsskapur, þar sem hver góður félagi nýtur þess að starfa öðrum til gagns, félagi sínu til vegsauka og sjálfum sér til ánægju. Vinfengi okkar náði þó langtum lengra en hvað þennan félagsskap snerti, og hefur staðið alla tíð síðan. Níels var í starfi og skemmtan bæði glaðlyndur og kíminn maður, en fór þar aldrei hamförum, heldur var ljúfur, ísmeygilegur gáski einkenni hans á því sviði. Eins var það í ferðalög- um, þar var alltaf glatt og left andrúmsloft í kringum hann. Þar er mér sérstaklega í minni Kanarí- eyjaför sem við fórum þrenn hjón saman fyrir tæpum 10 árum. Ferð- in sú var eitthvert skemmtilegasta ferðalag sem ég hef nokkru sinni farið, og var það ekki síst Níelsi að þakka. Níels var einlægur trúmaður og kirkjurækinn. Mér er ekki grun- laust um, að hann hafi getað sagt með sanni það, sem annar mér nákominn hefur sagt mér, að í kirkju líði sér best af öllum stöð- um. Hann var einnig músíkmaður, þannig að hann naut góðrar tón- listar. Hann var á unga aldri þátt- takandi í karlakór hér á Akranesi, en ekki er mér kunnugt um, að hann hafi iðkað hljómlist síðan. Níels var, að því er mér virtist, ekki dulur maður, en þó bar hann ekki tilfinningar sínar á torg. Eitt var hann þó afar dulur á. Það var eigin vanlíðan, eigin þjáningar og sviði, og fannst mér hann þar stundum ganga feti Iengra í karl- mennsku sinni en skynsamlegt mátti kalla. Árið 1970 varð hann fyrir bifreið fyrir utan heimili sitt og mjaðmar- Kveðjuorð: Bragi Kristjánsson grindarbrotnaði. hann kvartaði þó ekki en lagðist bara til hvíldar. Afleiðingar þessa urðu þó þær, að hann varð síðar tvívegis að ganga undir meiriháttar skurðaðgerðir á mjöðmum og bar aldrei fullkom- lega sitt bar eftir. Þegar ég nú kveð vin minn, Níels finsen, veit ég, að vinátta hans og Ijúfmennska mun verða mér hugljúf minning svo lengi sem ég lifi. ' Ég og kona min sendum Jónínu, börnum þeirra og öllum ættingjum og vinum, hugheilar samúðar- kveðjur á kveðjustundu. Bragi Níelsson Fæddur 17. ágúst 1924 Dáinn 5. október 1985 Samstarfsmaður okkar, Bragi Kristjánsson, lést í Landspítalan- um að morgni 5. þ.m. Andlát hans kom okkur ekki á óvart því í nokkra mánuði var hann alvarlega veikur, og barðist við illvægan sjúkdóm. Það var aðdáunarvert að sjá þann mikla kjark og hugarró, sem Braga var gefin en hann vissi vel að dauðinn nálgaðist óðum, og ræddi hann við mörg okkar síðustu dægrin enda þótt hann væri hel- sjúkur. Bragi hafði unnið samfleytt í 29 ár við Landspítalann og átti hann lengstan starfsaldur þeirra, sem vinna við Vakt- og flutningadeild spítalans og vann sem vaktstjóri síðustu árin. Hann skilur eftir sig ljúfar og góðar minningar, sem mannkosta- maður, sem vildi öllum vel, viljug- ur og þægilegur í starfi og greiddi götu allra sem til hans leituðu af bestu getu, og þökkum við sam- starfið af alhug. Við samstarfsfólk hans vottum honum virðingu, og sendum eigin- konu hans og börnum dýpstu samúðark veðj ur. Starfsfólk Vakt- og flutninga deildar Landspítalans. Reynið nýja heimilispappírinn 100 metrar - samsvara 4-6 eldhúsrúllum M Fæst í flestum matvörubúðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.