Morgunblaðið - 16.10.1985, Page 38

Morgunblaðið - 16.10.1985, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBRR1985 fclk í fiéttum Dóttir Roberts Wagner að gefa út matreiðslubók Robert Wagner var giftur Natalie Wood tvisvar sinnum en á milli þeirra hjónabanda giftist hann Marion Marshall og eignaðist með henni Katie sem nú er 23 ára. Hún býr í London og var að enda við að gefa út mat- reiðslubók sem ber nafnið „Rock’n Roll Cuisine", þar sem poppstjörnur gefa upp- skriftir af sínum uppáhalds- réttum. Hluti af ágóða bókar- innar rennur til „Live Aid“ Eþíópíusöfnunarinnar. Pabbi stúlkunnar tekur gjarnan hlutverk sem bjóðast í London svo hann geti verið nálægt dóttur sinni, en hún er sögð hafa verið hans stoð og stytta fyrsta árið eftir dauða Natalie og verið sam- kvæmisdama hans við hin ýmsu tækifæri. Thatcher komin í nýtt húsnæði Olíklegt er að frúin í forsæt- isráðherrabústaðnum Down- ingstræti 10 í London sé farin að huga að bráðri brottför úr þeim tignarstað en engu að síður er það staðreynd að hún hefur ásamt manni sínum Denis nýlega fest kaup á nýju húsi og um það segir frú Thatcher m.a.: I fyrsta skipti í lífinu fæ ég nú eldhús með nýtísku þægindum sem mig hefur alltaf langað i. ... Ég á dálítið af húsgögnum sem hafa fylgt mér alla tíð og ég er nokkuð lagin við að sauma glugga- tjöld. „Þetta er draumahús,“ sagði járnfrúin, sem varð sextug fyrir nokkrum dögum. Jónina Kjartansdóttir og Sigurlína Guðmunds- dóttir frá Leikfélagi Selfoss á námskeiðinu sem haldið var í „Hjá- leigu“, húsakynnum Leikfélags Kópavogs. Kolbrún Viggósdóttir frá Leikfélagi Skagastrandar. Ágústa Guðnadóttir frá Leikfé- laginu sunnan Skarðsheiðar og Magnús Geir Þórðarson frá Gamanleikhúsinu í Reykjavík. Hrönn Albertsdóttir og Brynja Bjarnadóttir frá Leikhokknum . Hvamms- tanga. Margrét Matthíasdóttir, förðunarmeistari Þjóðleikhússins, Sveinbjörg V. Lúðvíksdóttir frá Leikfélagi Grindavíkur og Þorbjörg Steinsdóttir frá leikfélaginu „Veit mamma hvað ég vil?“ Reykjavík. Um síðustu helgi stóð yfir listförð- unarnámskeið á vegum bandalags ís- lenskra leikfélaga, sem fólk sótti úr áhuga- mannaleikfélögum víðsvegar að af land- inu. Rúmlega 20 manns tóku þátt í nám- skeiðinu en það voru þær Margrét Matt- híasdóttir og Elsa Þórisdóttir, hárkollu- og förðunarmeistarar hjá Þjóðleikhúsinu, sem leiðbeindu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.