Morgunblaðið - 16.10.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
„bf þú átt etnhverja peninga,
ndbu þér þd. i sto'L
ást er ...
... að brœöa
hjarta hennar.
TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
«1985 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
Boða Hrafnar feigð yfir
óskum gamla fólksins?
Gamli skrifar:
Margt er sér til gamans gert.
Nú hefur farið fram ráðherra-
bylting hjá Sjálfstæðisflokknum.
Menn segja að það muni marka
tímamót í íslenskri stjórnmála-
sögu. Hvorki meira né minna. Það
er eðlilegt að formaður flokksins
sé í ríkisstjórn og sagt er, að nýir
vendir sópi best. Að öðru leyti
sýnist mér að verið sé einungis
að setja ný sköft á gömul kústa-
höfuð. Nóg um það.
Sitthvað er um að vera hjá
útvarpinu. Það stakk mig illa
þegar ráðamenn ýmissa deilda
voru að útlista framtíðarstefn-
una og þá einkum í tónlistarmál-
um. Þá forðuðust allir sem einn
að minnast nokkru orði á gamla
fólkið fremur en að sá þjóðfélags-
hópur væri ekki til. Ekki er það
nýtt að frá þeirra stofnun andi
köldu í garð hinna eldri. Tjáir
víst lítt um það að fást, því sá
hópur hefur ekki sakarafl né
aðstöðu til kröfugerðar hvað þá
verkfallsaðstöðu að vopni við þá
stofnun. Við lauslega athugun
sýnist mér að tónlist sú sem ungt
fólk krefst með miklum hávaða
og fær nálgist 60 klukkustundir
á viku hverri á báðum rásum og
nokkra huggun að auki í sjón-
varpi. Gamla fólkinu er náðar-
samlegast úthlutað þrem til fjór-
um klukkustundum á sama tíma.
Jafnræði og lýðræði — ekki satt?
Var einhver að tala um kynslóða-
bil? Arftakar þjóðarinnar segja:
Ingvi Hrafn Jónsson
að einhverju lágmarki? Ég segi
eins og karlinn í þjóðsögunni:
„Hlæja skyldi ég, væri ég ekki
dauður."
„Það launa sjaldan kálfar
ofeldi," segir máltækið og hvað
heimilin varðar segir annað mál-
tæki: „Sér að grís hvar í garði
er alinn.“ Það er þjóðtrú að það
sé feigðarboði ef hrafnar krunka
á bæjarburstum.
Skyldi hið nýja krunk á bæjar-
burstum ríkisútvarpsins boða
feigð yfir óskum gamla fólksins?
*
..
Hrafn Gunnlaugsson
„Það er ekkert gert fyrir okkur
unga fólkið. Við eigum hvergi
samastað. Vitum ekkert hvað við
eigum að gera við tímann!" Skoð-
un það: Unga fólkið fær tónlistina
sína 60 tíma á viku. Það fær
myndbönd, plötuspilara með til-
heyrandi að vild sinni. Það fær
íþróttatæki og aðstöðu úti og inni.
Það fær tómstundaheimili, sam-
komustaði og fleira. Einhver tími
hlýtur að fara í lögskylt skóla-
nám. Er svo ekkert sem heitir
heimili? Þarf ekki að rækja það
Víkverji skrifar
I gær voru 10 ár liðin frá því að
fiskveiðilögsaga okkar var færð út
í 200 sjómílur. I kjölfarið fylgdu
harðar deilur við Breta, átök á
fiskimiðunum og tilraunir til að
ná samkomulagi milli þessara
tveggja þjóða. Ein slík var gerð
er Geir Hallgrlmsson, sem þá var
forsætisráðherra, fór til Lundúna
til viðræðna við Harold Wilson,
sem þá var forsætisráðherra
Breta, og James Callaghan, sem
þá var utanríkisráðherra. Eftir að
þota Flugleiða var lent á Heat-
hrow-flugvelli hélt Geir Hall-
grímsson ásamt fylgdarliði sínu
rakleiðis til sveitaseturs brezka
forsætisráðherrans að Chequers
en það nafn þekkja menn úr frétt-
um. Tvennt vakti athygli þeirra
Islendinga, sem þarna komu fyrir
tæpum 10 árum — svona fyrir
utan sjálfar viðræðurnar um land-
helgismálið. Annað var hve ótæp-
lega Bretarnir dreyptu á sterkum
drykkjum bæði fyrir hádegisverð
og meðan á honum stóð án þess
að þeir sýndu þess nokkur merki,
að það hefði einhver áhrif á þá.
Hitt var hrifning Callaghans af
gráðosti frá Akureyri, sem hann
hafði kynnzt þegar hann kom
þangað með brezkri flotadeild. Það
kom í Ijós, að Callaghan hafði
„misnotað" aðstöðu sína eftir að
hann varð utanríkisráðherra og lét
brezka sendiherrann á íslandi
senda sér gráðost.
XXX
Þ egar landhelgisdeilan leystist
hafði Wilson sagt af sér embætti
og Callaghan tekið við en Anthony
Crosland orðinn utanríkisráð-
herra. Hann hafði þá um langt
árabil verið þingmaður fyrir
Grimsby. Fimm árum áður en
Crosland varð utanríkisráðherra,
eða á árinu 1971, höfðu tveir ungir
blaðamenn frá Morgunblaðinu,
heimsótt hann á heimili hans í
Lundúnum til þess að ræða við
hann viðhorf í landhelgismálinu,
sem þá var í uppsiglingu, sem
deilumál á milli þjóðanna tveggja.
Eitt af því, sem þeim hafði komið
á óvart, var að hitta fyrir þing-
mann Verkamannaflokksins fyrir
fiskimannabæinn Grimsby, sem
hafði allt yfirbragð menntaðs há-
stéttar Breta. Þeim var sagt, að
sjómennirnir í Grimsby væru
stoltir af því að eiga fulltrúa í
brezka þinginu, sem sómdi sér vel
meðal fína fólksins í íhaldsflokkn-
um og gæfi því hvergi eftir. Ant-
hony Crosland átti mikinn þátt í
að leysa landhelgisdeiluna en dó
fyrir aldur fram, skömmu síðar.
Fyrir nokkrum misserum kom út
bók um hann í Bretlandi, rituð af
bandarískri eiginkonu hans.
XXX
R eykvíkingar eru að eignast
tvo skemmtilega lystigarða, fyrir
utan grasagarðinn í Laugardal,
þar sem er Hljómskálagarðurinn
og Miklatún. Fyrir þá sem muna
Klambratún og kjötverzlunina,
sem þar var á miðju túninu fyrir
þremur áratugum eða svo, er
skemmtilegt að ganga um Mikla-
tún nú og kynnast þeim mikla
gróðri, sem þar hefur vaxið upp.
Þar hefur vel tekizt til, eins og svo
víða í garðyrkjumálum Reykvík-
inga, Hafliði Jónsson skilur eftir
sig djúp spor í þeim efnum.
Bæði Miklatún og Hljómskála-
garðurinn eru vel fallin til útivist-
ar, gönguferða, skokks og göngu-
skíðaiðkunar að vetri til. Raunar
er merkilegt hve lítið þessir garðar
eru notaðir af Reykvíkingum, til
þess að trimma í. Það eru helzt
útlendingar, sem kunna að not-
færa sér þessa garða í því skyni.
Þannig mátti oft sjá Marshall
Brement fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna hér, skokka í
Hljómskálagarðinum, hvernig sem
vioraði. Hinn steypti hluti hörp-
unnar að baki styttu Einars Bene-
diktssonar á Miklatúni hefur
veðrazt og þyrfti að mála þann
hluta hennar.
XXX
H ér er ein ábending til íslend-
inga á ferð I Bandaríkjunum, sem
vilja spara peninga í innanlands-
flugi þar í landi: Kannið, hvort
hægt er að komast á áfangastað
með People Express. íslenzk hjón,
sem þar voru nýlega þurftu að
komast frá Boston til Chicago. I
beinu flugi þar á milli með Americ-
an Airlines, kostaði hvor farseðill
292 dollara. Með því að fljúga með
People Express og skipta um vél í
Newark kostaði hvor farseðill 119
dollara, 3 dollarar fyrir hverja
tösku og u.þ.b. 2 dollarar á mann
fyrir kaffi og snarl um borð í flug-
vélinni. Ef flogið er með þessu fé-
lagi eftir kl. 19 á kvöldin kostar
fargjaldið á þessari leið 99 dollara.