Morgunblaðið - 16.10.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
43
11 u 11 i \
I ? J S í! I S R
iYiai nTTinr/fiirtr
—
- VELVAKANDI
; SVARAR í SÍMA
] 10100 KL. 10—11.30
r FRÁ MÁNUDEGI
J TIL FÖSTUDAGS
luvtttMmíML'M.
9254 gestir komust á 14 fyrstu sýningar Grímudansleiksins.
Unnið að tölyuvæðingu miða-
sölunnar í Þjóðleikhúsinu
Vegna fyrirspurnar Kr.Kr. í
blaðinu í dag er mér bæði ljúft og
skylt að upplýsa eftirfarandi:
1. Um margra ára skeið hefur
forsala á aðgöngumiðum í Þjóð-
leikhúsinu verið 5 dagar (var áður
4 dagar), öll aðstaða og mannafli
er við þetta miðað. Þessu er að
sjálfsögðu hægt að breyta og er
nú unnið að því, svo lengja megi
forsöluna nokkuð meira. Enn-
fremur má geta þess að nú er
hafinn undirbúningur að tölvu-
væðingu, sem vonandi verður til
þess að færa þetta til betri vegar.
2. Að því er varðar forsölu að-
göngumiða á „Grímudansleik" sér-
staklega, þá vil ég geta þess að
verið var að selja aðgangskort allt
til 5. október og ekki mögulegt að
sinna langri forsölu á sama tíma.
Ennfremur vil ég skýra frá því,
að fyrirspurnir eru mjög miklar
um það, hvenær sala hefjist fyrir
viðkomandi sýningardag og er þá
að sjálfsögðu upplýst um það, áð-
urnefndur 5 daga fyrirvari. Ef sala
hæfist áður, eftir að búið er að
gefa þessar upplýsingar, mundi að
sjálfsögðu skapast réttmæt og
mikil óánægja.
í sambandi við „Grímudansleik"
má geta þess að á þessar 14 sýning-
ar komust 9.254 leikhúsgestir, en
trúlega hefðu 35—40 þúsund gestir
viljað komast að. Þannig hefði
ekkert sölufyrirkomulag getað
uppfyllt allar þær óskir. Nú þegar
sýningar hefjast aftur um miðjan
nóvember mun annar háttur verða
hafður á, það er fleiri sýningar til
sölu í einu og vonandi verða þá
allir ánægðir.
3. Nefnt hefur verið við mig að
ekki ætti að selja 50—100 miða í
einu lagi. Því er til að svara að
þeir sem kaupa svona marga miða
eru að kaupa fyrir félagasamtök,
svo -sem starfsmannafélög, söng-
kóra, kvenfélög og margskonar
klúbba, sem hafa fyrir venju að
fara saman í leikhús. Varla er
ætlast til að þeim sé neitað um
miða, þegar sýnd eru sérlega vin-
sæl verk.
Ennfremur heyrist að ekki eigi
að svara í síma, meðan biðröð er.
Vegna þessa má upplýsa að mikill
meirihluti aðgöngumiða er seldur
í gegnum síma og ég fæ ekki séð
hvernig fólk utan af landi ætti að
komast í ieikhúsið með öðrum
hætti, en sem betur fer er leikhúsið
mikið sótt af fólki frá landsbyggð-
inni.
f sambandi við sölu símleiðis vil
ég geta þess að mjög fljótlega
verður hægt að panta og greiða
aðgöngumiða með greiðslukortum
Visa og Eurocard gegnum síma.
Að lokum þetta: Þegar sýning
(sýningardagur) er auglýst í fyrsta
sinn í útvarpi og eða dagblöðum,
þá hefst bæði sala og móttaka á
pöntunum.
Virðingarfyllst,
Halldór Z. Ormsson,
miðasölustjóri Þjóðleikhússins.
Neytendasamtökin verðlauni
þá sem skara fram úr í þjónustu
Ágæti Velvakandi.
Laugardaginn 5. október síðast-
liðinn birti Morgunblaðið ýtarlega
verðkönnun á kjötvörum í hinum
ýmsu stórmörkuðum og minni versl-
unum um land allt. Þar kennir
ýmissa grasa að vanda og stórfurðu-
legur verðmismunur á kjötvörum
þar, skiptir hundruðum króna.
Á höfuðborgarsvæðinu er verð-
mismunur á kjötvörum í þeirri
verslun sem kemur best út úr könn-
uninni og er ódýrust (Kjötmiðstöðin
við Laugalæk) og þeirri dýrustu sem
er verslunin Þingholt við Grundar-
stíg 753 krónur eða 18,4%. Það
munar um minna varðandi afkomu
fjölskyldunnar. Húsmæður ættu að
athuga vel og vandlega áður en þær
fara út að versla, hvar kjörin eru
hagkvæmust.
Kjötmiðstöðin er tvímælalaust
ein vandaðasta og besta kjötversl-
unin á höfuðborgarsvæðinu og þótt
víðar væri leitað. Það tíðkast víða
erlendis að neytendasamtök veiti
þeim framleiðendum og seljendum
vöru, sem skara fram úr hvað varðar
verð, vörugæði og góða þjónustu,
sérstaka viðurkenningu. Neytenda-
samtökin hér á landi ættu að hafa
sama háttinn á.
Verðlagsstofnun ber að þakka
framtak varðandi verðkannanir
sem hafa vakið þjóðarathygli enda
er fólk nú almennt farið að notfæra
sér þær. Einnig hafa dagblöðin í æ
ríkari mæli komið til móts við
neytendur varðandi upplýsingar um
málefni þeirra. í því sambandi hef
Sigrún Jónsdóttir skrifar f.h.
Kvennalistans:
Til Ingibjargar Halldórsdóttur
og ef til vill fleira fólks.
Vinningaskrá í vorhappdrætti
Kvennalistans birtist í Morgun-
blaðinu þann 29. júní og í öðrum
dagblöðum á svipuðum tíma. Þau
leiðu mistök urðu að símsvari sem
leigja átti hjá Pósti og síma til
þess að lesa upp vinningsnúmer á
morgnana reyndist ekki til.
Skrifstofa Kvennalistans á Hót-
el Vík er opin frá kl. 14—18 alla
virka daga og þá eru að sjálfsögðu
veittar upplýsingar um vinninga í
síma 13725.
ég sérstaklega í huga DV. Önnur
dagblöð mættu taka DV sér til fyrir-
myndar í þeim efnum. Útvarp og
sjónvarp hafa því miður ekki sinnt
neytendamálum sem neinu nemur.
Þar mætti verða bót á.
Parísarferðarinnar hefur enn
ekki verið vitjað og gaman væri
að Ingibjörg lumaði nú á rétta
miðanum, eftir alla fyrirhöfnina.
Til öryggis látum við vinninga-
skrána fljóta hér með og okkur
þykir leitt þetta með símann.
Nr. 1 2056. Nr. 2 1742. Nr. 3 9791.
Nr. 4 5899. Nr. 5 9343. Nr. 6 8342.
Nr. 7 8437. Nr. 8 7843. Nr. 9 6638.
Nr. 10 7048. Nr. 11 6739. Nr. 12
7042. Nr. 13 6273. Nr. 14 2739. Nr.
15 6676. Nr. 16 3177. Nr. 17 6013.
Nr. 18 2551. Nr. 19 1668. Nr. 20
5490. Nr. 21 8523. Nr. 22 5876. Nr.
23 3366. Nr. 24 5536. Nr. 25 2415.
Nr. 26 5708. Nr. 27 5634. Nr. 28
1795.
Parísarferðin er enn ósótt
í happdrætti Kvennalistans
Bauhaus
borðstofustólar
á aðeins
kr1.260staðgrew.
Sem sagt...
... á óumflýjanlega hag-
stæðu verði.
HIH
nwi
Bláskógar
Ármúla 8. S: 686080 — 686244.
SRINUIHHM ^SÖLUBOÐ
□ Gróft matarsalt 2 kg
f Piparkökur 250 gr Skorpur 225 gr
qö'€ Ananasmauk y ||agj|567 gr Ananassneiðar 567 gr
siom Tómatsósa ^ _. 525 gr Sinnep 490 gr
•S TekexpPpoo gr Kruður 110 gr
...vöruveró í lágmarki SAMViNNUSOtUROONH <6