Morgunblaðið - 16.10.1985, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1985
+ Móðirokkar, GRÉTA BJÖRNSSON, Noróurbrún 20, Reykjavík, lést í Borgarspitalanum mánudaginn 14. október. Börnin.
+ Móöir mín og tengdamóöir, SIGRÍÐUR GUOMUNDSDÓTTIR, Skipholti 18, andaöist i Borgarspítalanum 14. október. Kristín Guómundsson, Hulda Valdimarsdóttir.
+
Maðurinn minn og faöir okkar,
EINAR GUÐBJARTSSON,
Efstasundi 6,
lést í Borgarspítalanum 15. október.
Fyrir okkar hönd, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna.
Skúlína Haraldsdóttír
og börn hins látna.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
VILBERG SIGFÚS HELGASON,
Holtageröi 78,
Kópavogi,
andaöist í Landspítalanum föstudaginn 11. þessa mánaöar.
Margrét N. Guójónsdóttir,
Elsa K. Vilbergsdóttir, Sveinn Mór Gunnarsson,
Guðjón S. Vilbergsson, Ásrún Kristjánsdóttir
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faðir, sonur og bróöir okkar,
SÆVAR ÞÓROARSON,
Faxabraut 78,
Keflavík,
lést í Borgarspítalanum þann 14. október.
Særún Ólafsdóttir,
Katrín Sævarsdóttir, Guðrún Sævarsdóttir,
Kristín Sævarsdóttir, Eiríkur Sævarsson,
Þóröur Björnsson, Guörún Guöbjörnsdóttir
og systkini.
+
Maöurinn minn. faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓHANN KRISTINSSON,
Sporðagrunni 3,
Reykjavík,
lést i Landakotsspítala sunnudaginn 13. október.
Sigríóur H. Þórðardóttir,
Jóhann G. Jóhannsson,
Guðlaug I. Jóhannsdóttir, Mats Hjelte
og barnabörn.
+
Útför móöur okkar,
ÓLAFAR GUDMUNDSDÓTTUR,
Efstasundí 57,
verður geröfráFossvogskirkju ídag miðvikud. 16. okt. kl. 3e.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Minningarsjóð Krabbameinsfélags Islands.
Bjarni Grímsson,
Guðmundur Grimsson.
+
Móöirokkar,
ÁSTA AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR,
Víkurbraut 22, Vík í Mýrdal,
sem andaöist 8. október í Sjúkrahúsi Suöurlands veröur jarösungin
frá Víkurkirkju laugardaginn 19. októberkl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna.
Erla Alexandersdóttir,
Áslaug Kjartansdóttir,
Þórir Kjartansson og
Halla Kjartansdóttir.
Minning:
Olöf Guömundsdóttir
Móðursystir mín, ólöf Guð-
mundsdóttir, lést 10. þessa mánað-
ar. Hún var fædd á Svertingsstöð-
um í Miðfirði 11. júní 1906, dóttir
Guðmundar Sigurðssonar bónda
þar og Guðrúnar Einarsdóttur,
Skúlasonar á Tannstaðabakka.
Þau hjón, Guðmundur og Guðrún,
fluttust síðar að Hvammstanga,
þar sem hann var kaupfélagsstjóri.
Eiginmaður Ólafar var Grímur
Bjarnason tollvörður. Hann var
fæddur á Húsavík 24. apríl 1898,
en lézt 11. janúar 1981.
Þau Grímur og Ólöf eignuðust
tvo syni, Bjarna og Guðmund.
Við systkinin á Efra-Núpi í
Miðfirði kölluðum ólöfu alltaf Lóu
frænku. Lóa frænka kom ekki oft
norður, en þegar hún kom á sumr-
in, var það upplifgandi. En vænst
þótti okkur systkinunum um hana
vegna jólagjafanna og sælgætis-
ins, sem hún og Grímur sendu
okkur fyrir hver jól. Þar var rausn-
arlega að verið.
Það var ekki eins auðvelt að
komast í skóla haustið 1944 og það
er nú. Þá um haustið tóku þau
Grímur og Lóa mig til sín yfir
vetrarmánuðina, og hjá þeim
dvaldist ég alla veturna 1944—
1949, fyrst í Ingimarsskólanumog
síðan í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Ég veit ekki, hvað hefði orðið
úr skólagöngu minni, ef ég hefði
ekki átt þau hjón að.
Það var gott að vera hjá Lóu og
Grími. Fyrsta vetur minn hjá þeim
voru þar í fæði Karl móðurbróðir
minn og kona hans Gunnlaug
Hannesdóttir. Þá var oft glatt á
hjalla.
Þegar ég kom til Reykjavíkur,
bjuggu þau Lóa og Grímur ásamt
sonum sínum tveimur í Meðalholti
11, en 1957 fluttust þau í Efstasund
57 og bjuggu þar til æviloka. Mér
verður hugsað til þess nú, að
þröngt hafi verið um okkur öll,
hjónin og syni þeirra tvo auk mín.
En ég fann ekki til þess þá, að
þröngt væri. Þó var íbúðin ekki
meira en ein stofa og hjónaher-
bergi. Herbergi í kjallara fylgdi
íbúðinni, en það var leigt út fyrstu
veturna, sem ég var þar. Ég svaf
í stofunni ásamt Bjarna og Guð-
mundi. Af þessu má sjá, að það
var ekki svo lítið, sem þau Lóa og
Grímur lögðu á sig mín vegna. Ég
fullyrði lika, að þessi ár voru bezti
og skemmtilegasti tími ævi
minnar. Því á ég þessari fjölskyldu
mikið að þakka.
Heimili þeirra Lóu og Gríms var
myndarheimili í orðsins fyllstu
merkingu. Ekkert var sparað til
heimilisins. Þau hjón unnu bæði
hörðum höndum. Auk tollvarðar-
starfsins var Grímur einnig gjald-
keri Byggingafélags verkamanna,
og innti hann það starf að hendi
á kvöldin. Margir komu til hans
vegna þessa aukastarfs hans. Ég
veit, að hann naut mikils trausts
og virðingar í því starfi.
Eftir að ég fór frá Lóu og Grími
hafa margir spurt mig um þau.
En af viðræðum við fólk, sem
þekkti þau, hef ég komizt að því,
hve mikilla vinsælda og virðingar
þau nutu.
Ólöf Guðmundsdóttir var glað-
vær og skemmtileg. Hún var, að
því er hún sagði sjálf við mig,
nokkuð skapmikil. Én hún bætti
því við, að það væri einstakt, að
okkur skyldi aldrei verða sundur-
orða alla fimm veturna, sem ég
var hjá henni. Það ríkti friður á
heimili Lóu og Gríms. Grímur var
þekktur fyrir hógværð og jafn-
lyndi. Ég hefði ekki getað kosið
mér betri dvalarstað þessa fimm
vetur en hjá Lóu og Grími.
Ég lenti í harðvítugu stórn-
málabrasi veturinn 1948—1949,
síðasta vetur minn í Meðalholti 11.
Þá kom það vel í ljós sem oftar,
að þau Grímur og Lóa höfðu metn-
að fyrir mína hönd, sem ég væri
sonur þeirra. Grímur talaði oft
lengi við mig og rökræddi um hin
ýmsu málefni. Ekki er ég í neinum
vafa um það, að ég, ófróður og
óreyndur sveitapiltur, þroskaðist
mikið af rökræðum okkar Gríms.
Ég hringdi til Lóu frænku i
sumar, rétt áður en hún fór á
sjúkrahús. Hún var þá glöð og
bjartsýn. Fyrir áratugum heyrði
ég á tal hennar, er hún sagði, að
jarðvistin hefði lítinn tilgang, ef
ekki væri líf eftir þetta líf. Hún
trúði á annað líf.
Fráfall Lóu frænku kom ekki á
óvart. Eftir veikindi á efri árum
hefur hún nú hlotið hvíld.
Blessuð sé minning Ólafar Guð-
mundsdóttur.
Sonum hennar, barnabörnum og
venzlafólki votta ég hluttekningu.
Skúli Ben.
Með nokkrum orðum langar mig
til að minnast langömmu barna
minna, Ólafar Guðmundsdóttur
eða ömmu Lóu í Efstó eins og hún
var oftast kölluð. í Efstasund kom
ég fyrst fyrir tíu árum. Fann ég
strax hversu mikill kærleikur og
trú ríkti þar í húsi, og ekki stóð á
henni Lóu minni að bera eitthvað
gott á borð fyrir mig og mína.
Ég átti því láni að fagna í veik-
indum sonar míns, að ég gat ætíð
leitað í Efstó um athvarf fyrir
hann og þá báða ef þess þurfti, las
hún margar sögurnar fyrir þá,
kenndi þeim á spil og tafl, o.m.fl.
og ekki má gleyma garðinum
hennar ömmu, við hann lagði hún
mikla rækt.
Hjálpsemi sat í fyrirrúmi hjá
þessari gömlu konu og njótum við
þess í ríkum mæli og verður aldrei
fullþakkað.
Þessi missir veldur vissum
breytingum í ungum hjörtum sem
mættu þessum aðstæðum af hug-
rekki, vitandi að hún amma Lóa
væri á leið til afa, og því trúi ég
best að heimferð hennar til ást-
vina sinna verði henni og hennar
gleðirík stund, því hún trúði að
endalok væru upphaf nýrrar til-
veru.
Að lokum vil ég þakka henni
alla vináttu og tryggð og bið Guð
að varðveita minningu hennar.
Erla Waltersdóttir
og synir
Leiðrétting
í GREIN sem birtist í B-blaði
Morgunblaðsins 11. október sl.
undir yfirskriftinni „Nei, það er
ekki nóg að fara í nudd“, féll niður
orð í viðtali við sjúkraþjálfarana
Gunnar Rúnar Leifsson og Þorleif
Stefánsson. Gæti setningin valdið
misskilningi en þar átti að standa:
„ ... en í Sjúkraþjálfaranum er
nánast eingöngu tekið við sjúkl-
ingum í sjúkraþjálfun með tilvísun
læknis, eins og reyndar gerist í
heilsuræktinni Stjá og mikið til í
Gáska". Þarna er eingöngu átt við
þá sem koma til sjúkraþjálfunar
en ekki í æfingar og heilsurækt,
eins og setningin gaf til kynna í
viðtalinu. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á mistökunum.
+
Útför móður minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR,
síðast vistkonu Hrafnistu, Hafnarfiröi,
hefur farið fram í kyrrþey aö hennar eigin ósk.
Þökkum lækni og starfsfólki St. Jósefsspítala og Hrafnistu, Hafnar-
firði, framúrskarandi umönnun, hlýju og vinsemd.
Þökkum auösýnda samúö.
Sigrún Gísladóttir, Gunnlaugur Þorfinnsson,
Þorfinnur,
Gísli Ágúst, Berglind,
Sigríóur Ólöf, Magnús,
Gunnlaugur yngri, Ásgeir.
+
Bróöirokkar,
HANNES ÞÓRDUR THORSTEINSSON,
Framnesvegi 61,
veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17. október
kl. 10.30f.h.
Systkinin.
+
Otför eiginmanns míns,
GUOMUNDAR SIGUROSSONAR,
Ottarstööum,
sem lóst 11. október í St. Jósefsspítalanum i Hafnarfiröi, fer fram
17. október kl. 13.30 frá Hafnarfjaröarkirkju,
fyrir hönd ættingja og vina,
Helga Guómundssdóttir
+
Útför eiginmanns míns, föður og tengdafööur,
GESTS ELÍASAR JÓNSSONAR,
Odda,
Seltjarnarnesi
sem andaöist aö heimili sínu 8. október veröur gerö frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 17. október kl. 15.00.
Kristín Jónsdóttir,
Valgeir Gestsson,
Lovísa Ágústsdóttir.