Morgunblaðið - 20.10.1985, Side 25

Morgunblaðið - 20.10.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 25 Vidtal/Illugi Jökulsson Myndir/Friðþjófur Helgason Harpa frá 1972, úr epoxykvars. „Ég hef líklega verið um ferm- ingu þegar ég byrjaði að móta í léir,“ heldur hann áfram, „og fyrsta myndin mín er reyndar ennþá til. Það var lágmynd af litl- um vasa eða öllu heldur könnu; hún var breið neðst og mjókkaði upp og var með eitt handfang. Mamma tók þennan litla platta og hefur geymt hann alla tíð síðan en hann var ósköp fátæklegur og svo sem ekki þess virði að vera varð- veittur. En hvað sem því leið varð ég fljótlega heillaður af leirnum og ákvað að þetta væri það sem ég vildi gera í lífinu, að vera mynd- höggvari. Ég var nattúrlega feim- inn sem strákur og þorði ekki að segja þetta upphátt en það fór ekkert á milli mála að ég vissi sjálfur hvað ég ætlaði mér.“ Veistu hvers vegna höggmynda- listin höfðaði svona sterkt til þín? „Nei, ég geri mér enga grein fyrir því. Þegar ég var krakki ætl- aði ég alltaf að verða gullsmiður en svo þegar ég fór að móta í leir gleymdi ég mér alveg yfir því. Krakkar á þessum aldri eru nátt- úrlega hrifgjarnir og mér fannst bara svo ægilega gaman; ég hélt bara áfram og áfram. Um sama leyti fór ég líka að búa til svona víravirki, eða það sem við köllum í dag rýmisverk. Ég byrjaði því eig- Fönsun V, járnmynd frá 1981. Vísun III, járnmynd frá 1982. öllu er á botninn hvolft. Högg- myndir eru vissulega mismunandi merkilegar en það er ekki fyrr en fólk er orðið vel læst á þetta tungumál forma, lína og lita sem við getum sagt að það átti sig á því hvað er að gerast, hvenær eitthvað hefur tekist vel og hvenær eitt- hvað hefur mistekist.“ Hvernig vildi það til að þú fórst að fást við höggmyndir? Voru það máske áhrif frá föðurbróður þín- um, Ásmundi Sveinssyni? „Nei, það held ég ekki, ekki beinlínis að minnsta kosti. Þegar ég var barn var ekki mjög mikill samgangur á milli heimilanna, ég man til að mynda ekki til þess að við höfum farið mikið til Ásmund- ar í fjölskylduboð eða þess háttar. Pabbi hjálpaði hins vegar Ás- mundi mikið, sérstaklega þegar þurfti að tala við fólk. Ásmundur Maður og kona, epoxykvars-mynd frá 1976. var alveg handónýtur í því að tala við fólk en aftur á móti hreinasta hamhleypa þegar kom að fram- kvæmdum. Pabbi reyndist honum því betri en enginn að þessu leyti og annar bróðir þeirra, Hallsteinn sem ég er skírður eftir, aðstoðaði hann svo mikið við sjálfar högg- myndirnar. Hann hefur sömuleið- is lagt mér mikið lið; safnaði t.d. ellilaununum sínum til að skaffa mér fyrsta verkefnið mitt. Undarlegur draumur Það er raunar saga að segja frá því hvernig ég hlaut nafn,“ segir Hallsteinn og hikar sfðan, eins og hann sé að velta því fyrir sér hvort hann ætti að láta söguna flakka. Ákveður svo að láta slag standa; „Þannig vildi til að skömmu áð- ur en ég fæddist dreymdi mömmu að hún myndi eignast son og hann yrði myndhöggvari. Þegar ég kom svo í heiminn hugsaði hún með sér að ef svo færi nú að ég yrði myndhöggvari væri ákjósanlegt að láta mig heita Hallstein eftir frænda mínum. Ég frétti þetta raunar ekki fyrr en löngu, löngu seinna, þegar ég var um tvítugt og kominn í Myndlista- og handíða- skólann. Þá sagði bróðir minn mér þessa sögu og ég fór að reyna að átta mig á því hvort höggmynda- listinni hefði á einhvern hátt verið haldið að mér í æsku. Mér tókst ekki að rifja upp neitt sem benti til þess. Á þessum draumi hef ég enga skýringu. Og Hallsteinn hlær, enn einu sinni, en harðneitar að leggja dýpri merkingu í þennan draum móður sinnar. inlega strax með hvorttveggja, leirmyndirnar og víravirkin." Hætti fljótlega í bókbandinu Fórstu í MHÍ um leið og þú hafðir aldur til? „Nei, einn vetur eða hluta úr vetri var ég að læra bókband. Það var ekki það að ég hafi hikað, þetta var eiginlega uppástunga pabba sem vildi að ég útvegaði mér einhver réttindi svo ég hefði eitthvað upp á að hlaupa í lífinu. Auðvitað var það vel meint hjá honum en mig minnir að það hafi ekki tekið mig nema mánuð að átta mig á því að þetta átti alls ekki við mig. Maður þurfti að taka á pappírnum með silkihönskum og mátti ekki krumpa neitt og þetta gat ég engan veginn. Ég hljóp því á brott og held að mamma og pábbi hafi litið á mig sem mesta vandræðagrip. Þegar ég var svo kominn í Myndlista- og handíða- skólann var gerð önnur tilraun til þess að útvega mér réttindi. Þá byrjaði ég þar í teiknikennara- deildinni en á miðjum vetri kallaði Kurt Zier, sem þá var skólastjóri, á mig og benti mér á að ég málaði ósköp lítið, ynni ósköp lítið með liti. Hann var eitthvað efins um að það væri hægt að treysta mér fyrir heilum bekk og spurði mig hvort ég héldi að ég væri á réttri hillu. Það endaði með því að ég hætti í teiknikennaradeildinni og eftir það gerði ég ekki fleiri til- raunir til að fá réttindi!" Þú fórst í teiknikennaradeild, segirðu. Var þá engin höggmynda- deild við skólann? „Nei. Vorið ’66 þegar ég var að hætta eftir þriggja ára nám var Jóhann Eyfells hins vegar að byrja að kenna við skólann og þá varð til vísir að höggmyndadeild. Hún var svo starfrækt býsna skrykkjótt í ein fimmtán ár en er nú komin á fastan grunn.“ En þú hélst áfram námi? „Já, ég fór til London og var þar í sex vetur. Fyrst var ég einn vetur í undirbúningsskóla meðan ég var að komast inn í tungumálið og þjóðfélagið almennt, síðan var ég tvo vetur í Hammersmith College of Art og loks þrjá vetur í St. Martin’s School of Art. I síðast- nefnda skólanum var Anthony nokkur Caro kennari minn en hann er kannski sá myndhöggvari sem hefur haft hvað mest áhrif á mig, ásamt David Smith frá Bandaríkjunum sem Caro vitnaði reyndar mikið í. Smith, sem er lát- inn fyrir alllöngu, var af indíána- ættum minnir mig en Caro -er enskur gyðingur. Af þeim báðum lærði ég heilmikið og áhrifin eru líklega augljósust í þessum járn- myndum mínum. St. Martin’s var fjári góður skóli, sérstaklega hvað snerti járnsmíðar." Áhugasamur um listasögu Kunnirðu vel við þig í London? „Afskaplega vel. Ég var eigin- lega farinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti nokkuð að snúa heim, svo sennilega hef ég verið búinn að vera þarna hættulega lengi. En ég hefði átt í erfiðleikum með að útvega mér atvinnuleyfi og reyndar var nú ekki ýkja mikil al- vara í þeim vangaveltum að setj- ast að úti. Ég kom þess vegna heim ’72 og var þá 27 ára gamall og hafði svo sem engin sérstök áform. Tvo hálfa vetur var ég síð- an á Ítalíu og var þar viðloðandi norskt institút þó ég væri hvergi innritaður. Ég fékk að sækja fyrirlestra og fara með í ferðalög og satt að segja gerði ég mest af því að ferðast og lesa bækur. Það er ákaflega gott veganesti fyrir hvern myndlistarmann að kíkja aðeins í listasöguna, þó ekki sé nema með því að skoða bara göm- ul verk. Ég var mjög áhugasamur, sérstaklega um renisans-tímabilið og svo Etrúskana sem Rómverjar undirokuðu löngu fyrir Krist.“ Þessi gömlu verk hafa þó ekki haft nein áhrif á þig? „Nei,“ svarar Hallsteinn ákveð- ið. „Mér þótti þetta ómetanleg reynsla en mig langaði ekkert að vinna svona.“ Heldurðu að sömu hvatir hafi legið að baki hjá myndhöggvurum renisans-tímans annars vegar og hins vegar ykkar sem nú eruð á dögum? „Ég giska nú á að það séu svip- aðar hvatir, já, en þetta er samt allt, allt annað sem við erum að gera, sérstaklega það ófígúratífa. Til þess að einfalda flókinn hlut getum við sagt að viðhorfið sé allt annað. Og þeir voru, mikil ósköp, með allt aðra tækni. Þeir hjuggu mest með hamri og meitli. Nú er- um við kallaðir myndhöggvarar en kunnum ekki að höggva með hamri og meitli. Ég nota starfsh- eitið myndhöggvari en ég kann ekki að fara með hamar og meitil. Aftur á móti handleik ég logsuðu- tæki ágætlega ... “ Getur ekki verid aukastarf Kettinum Páli eða Pálínu eða Linusi Pauling þykir nú nóg kom- ið. Hann bítur húsbónda sinn þétt- ingsfast í hælinn til þess að vekja á sér eftirtekt og mjálmar svo allt hvað af tekur þegar það dugir ekki til. Ég þykist hins vegar enn eiga ýmislegt vantalað við Hallstein og spyr hvað hafi tekið við þegar hann var alkominn hingað heim. „Fyrstu sýninguna mína hélt ég ’71 og svo aðra árið eftir en á báð- um þessum sýningum voru í raun- inni verk sem ég hafði unnið í skóla. Svo fluttist ég upp að Korp- úlfsstöðum seinni part vetrar ’74 og var þar fjögur ár í haughúsinu í kjallaranum. Ég fékk að vera þarna án nokkurrar leigu og held að þetta séu bestu iistamannalaun sem ég hef nokkurn tíma fengið. Þarna byrjaði ég aftur að smíða úr járni og verkin drógu eiginlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.