Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 Kristín Steingríms- dóttir - Minning Stína frænka er dáin. Hún veiktist snögglega að morgni föstudagsins 11. október sl. og var flutt í Sjúkrahúsið á Selfossi. Um kvöldið var hún öll. Kristín Steingrímsdóttir fædd- ist á ísafirði 23. september 1909. Foreldrar hennar voru Steingrím- ur Benediktsson, skósmiður, og kona hans, Kristjana Katarínus- dóttir. Stína var elst þriggja barna þeirra hjóna, hin voru Sæmundur er lést 1958, og Ingunn Katrín er lést 1961, bæði um aldur fram. Stína giftist 30. nóvember 1935 Jónasi Halldórssyni, rakarameist- ara, ættuðum frá Seyðisfirði, og bjuggu þau 5 fyrstu árin á ísafirði, en í janúar 1940 fluttust þau til Siglufjarðar. Stína og Jónas eignuðust 5 börn. Eitt barn misstu þau nýfætt. Hin eru: Hermína, sjúkraliði, gift Karli Th. Lilliendahl hljóðfæra- leikara og starfsmanni Húsa- smiðjunnar, Guðný, sjúkraliði, gift Jónmundi Hilmarssyni húsa- smíðameistara, Stefán, hárgreiðslumeistari á Selfossi, kvæntur Valgerði Gísladóttur, og Dagný, sjúkraliði, gift Sigurði Sveinbjörnssyni húsasmíðameist- ara. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin 2. Er börnin uxu úr grasi fór það svo að leið þeirra lá suður á land, eins og svo margra annarra. Þá voru Stína og Jónas orðin ein eftir í fallega húsinu sínu á Kirkjustíg 9. Veturnir voru oft langir og var þá beðið eftir sumrinu, en þá komu börnin og barnabörnin í heimsókn í sumarfríum og stund- um dvöldu ömmubörnin þar sumarlangt. Kg og fjölskylda mín minnumst sérstaklega þessara heimsókna á sumrin. Það var aldrei farið norð- ur í sumarfrí án þess að heim- sækja Stínu og Jónas og dvelja hjá þeim í nokkra daga. Þar var tekið á móti okkur með höfðingsskap, enda var Stína húsmóðir af lífi og sál. í nóvember 1979 fluttu Stína og Jónas frá Siglufirði og settust að á Stokkseyri, í nágrenni við son sinn, Stefán, á Selfossi. Það hefur ekki verið sársaukalaust fyrir þau að kveðja húsið sitt, fjörðinn og fjöllin, þar sem þau höfðu lifað og búið saman í 40 ár. Þau keyptu lítið hús á Stokkseyri og bjuggu þar vel um sig, og þar voru þau í meiri nálægð við börn sín og fjöl- skyldur þeirra, sem gafst þaá fleiri tækifæri til njóta samvista með þeim. Einnig heimsótti þau fjöldi vina og kunningja sem leið áttu um Suðurlandsundirlendið. Fyrir fjórum árum fóru Stína og Jónas til sólarlanda með dóttur sinni og tengdasyni. Þau létu ekki þar við sitja, heldur fóru alls fjór- ar ferðir, þar af þrjár á eigin veg- um. Þá var það fastur liður að þau dvöldu á heimili okkar í Keflavík í nokkra daga er heim kom, síðast í júlí sl. Það eru okkur dýrmætar minningar, sem og allar samveru- stundir er við höfum átt saman. Að lokum vil ég þakka Stínu fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem hún sýndi okkur systkinunum á erfiðum stundum og alla tíð. Einnig vil ég þakka henni fyrir þann hlýhug sem hún sýndi konu minni og dætrum, sem væru þær tengdadóttir og ömmubörn. — Guð blessi minningu hennar. Við vottum Jónasi, börnum hans og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Steingrímur Guðrún Guðbrands- dóttir - Minning Fædd 24. febrúar 1908 Dáin 12. október 1985 Að morgni hins 13. október sl. bárust okkur hjónum þau sorgar- tíðindi að kvöldið áður hefði tengdamóðir mín, Guðrún Guð- brandsdóttir, látist á Landa- kotsspítalanum. Sárt er að frétta lát ættingja þegar maður er staddur tieima á íslandi, en helmingi verra þegar verið er á ferðalagi erlendis. Guðrún Guðbrandsdóttir fædd- ist hinn 24. febrúar 1908 að Litlu- gröf í Mýrasýslu, dóttir hjónanna Olafar Gilsdóttur og Guðbrandar Sigurðssonar oddvita. Systkini Guðrúnar voru 10. Elstur var Ingólfur fyrrum hrepp- stjóri að Hrafnkelsstöðum, látinn 1972, Sigurður fyrrum mjólkur- bússtjóri í Borgarnesi, látinn 1984, Jenny fyrrverandi verkakona, Reykjavík, látin 1983, Stefanía húsfrú í Borgarnesi, Pétur sem lést á unga aldri, Haíldóra húsfrú á Brúarlandi, Andrés verkamaður í Reykjavík, Sigríður húsfrú í Reykjavík, Ólöf húsfrú í Reykja- vík og Hrefna húsfrú í Reykjavík. Fyrstu ár ævi sinnar dvaldi Guðrún í foreldrahúsum á fjöl- mennu heimili. 1933 fór Guðrún til Reykjavíkur og starfaði fyrst sem vinnukona við húshjálp og síðar í Laugavegsapóteki. 30. október 1937 var mikill gæfudagur í lífi Guðrúnar, en þann dag giftist hún Októ Þor- grímssyni, fæddum í Reykjavík hinn 31. október 1915. Hófu þau búskap í Reykjavík og áttu meðal annars heima í Garða- stræti 4 og síðast á Víðimel 19. Á heimili þeirra á Víðimelnum dvöldust oft ættingjar Guðrúnar, er þeir komu til Reykjavíkur. Októ Þorgrímsson var mikill mannkostamaður, góður heimil- isfaðir og stoð og stytta Guðrúnar. Októ Þorgrímsson starfaði allan sinn starfsaldur hjá Leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar, Austurstræti 3 hér í bæ. Börn Guðrúnar og Októs eru: Óttar fæddur 5. janúar 1936, framkvæmdastjóri, ókvæntur, ólöf fædd 31. október 1904, röntg- entæknir, gift undirrituðum, eig- um við 4 börn og eitt barnabarn, Þorgrímur fæddur 18. maí 1945, skrifstofustjóri, kvæntur Ebbu G. Pétursdóttur. Eiga þau 2 syni. Hjónaband Guðrúnar og Októs var mjög gott en ekki urðu árin mörg. Árið 1958 lést Októ skyndi- lega aðeins 43 ára að aldri. Var hann öllum harmdauði. Eftir lát Októs starfaði Guðrún nokkur ár m.a. í Efnagerð Reykja- víkur við iðnaðarstörf og hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, við afgreiðslu í mjólkurbúð. Veittu þessi störf henni mikla ánægju og lífsfyllingu. Það mun hafa verið 1961 sem Guðrún og synir hennar fluttu í Stóragerði 30. Um það leyti stofn- uðum við ólöf okkar fyrsta heimili hinum megin á ganginum í sama stigahúsi. Það má segja að skrefin hafi ekki verið mörg á milli okkar en nábýlið í alla staði mjög gott. Það sem mér fannst einkum ein- kenna Guðrúnu í löngum sam- skiptum okkar var glaðværð henn- ar og ánægja hennar með lffið og tilveruna. Þótt það megi með sanni segja að mjög margt hafi t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUORÚN GUOBRANDSDÓTTIR, verður jarösungin trá Bústaöakirkju mánudaginn 21. október kl. 15.00. Óttar Óktósson, Ólöf Óktósdóttir, Einar Kristinsson, Þorgrimur Óktósson, Ebba G. Pétursdóttir, börn. tengdabörn og barnabarn. blásið á móti henni, lát eigin- manns hennar og ótal sjúkdómar og fjölmargar spítalalegur. Annar þáttur var mjög sterkur í fari Guðrúnar, en það var hversu barngóð hún var. Er mér sérstak- lega hlýtt að hugsa til þess hversu góð Guðrún var börnum okkar Ólafar. Þau sakna hennar mikið eins og við öll. Við kveðjum góða konu, elsku- lega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Guð blessi minningu hennar. Einar F. Kristinsson Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið 5II kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. 4S^ t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN STEINGRÍMSDÓTTIR, Eyrarbraut 6, Stokkseyri, áður búsett á Siglufiröi, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 21. október kl. 13.30. Jónas Halldórsson, Hermína J. Lilliendahl, Karl Lillíendahl, Guöný Jónasdóttir, Jónmundur Hilmarsson, Stefán Jónasson, Valgeröur Gísladóttir, Dagný Jónasdóttir, Siguróur Sveinbjörnsson, barnabórn og barnabarnabörn. t Móðirmín, SÓLVEIG JÚLÍUSDÓTTIR frá Grindum, Skagafiröi, Grundarstig 5b, Reykjavík, veröur jarösungin frá Hallgrimskirkju þriöjudaginn 22. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Jarösett verður í Gufuneskirkju- garöi. Sigurlína Hermannsdóttir. t GUOMUNDUR JÓNSSON, Háageröi 37, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. október kl. 15.00. Vilborg Ingimundardóttir, Lilly Guömundsdóttir, Gunnar Páll Ingólfsson, Lilja Guömundsdóttir, Jón I. Guðmundsson, Jóhanna Steindórsdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR, Garöi, Núpasveit. Einar Benediktsson, Pétur Einarsson, Helga Helgadóttir, Lára Einarsdóttir, Halldór Halldórsson, Sigurveig Einarsdóttir, Ólafur Benediktsson, Guðbjörg Einarsdóttir, Olfert Náby, Vilborg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega þann hlýhug sem okkur var sýndur viö andlát og útför HELGA FINNBOGASONAR, Álftamýri 46. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Búrfellsvirkjunar og Lands- virkjun. Svava Guðbergsdóttir, Sigríöur Helgadóttir, Helgi Fannar Vilhjálmsson, Sigurrós Helgadóttir, Þorsteinn Guölaugsson, Anna Garöarsdóttir, Guörún Karítas Garöarsdóttir. Fyrirtæki til sölu Til sölu fyrirtæki ásviði málningarframleiöslu. Tæki, lager og framleiösluleyfi. Heppilegt fyrir tvo samhenta menn. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni G. Finnsson hrl., Strandgötu 25, Hafnarfiröi, sími 51500. I Hef opnað tannlæknastofu mína á Barónsstíg 5. Tímapantanir í síma 22969. Friðrik H. Ólafsson tannlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.