Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1986 55 legs fjallgönguútbúnaðar. Má þar nefna sérstakan hlífðarfatnað og plastskó með sérstakri einangrun í innri skónum. Þó var fjármögnunin versti höfuðverkurinn, en eins og gefur að skilja kostar svona fyrir- tæki „svolítið" meira en sólarferð. Við leit- uðum því til nokkurra velviljaðra fyrir- tækja um stuðning og brugðust þau afar vel við og hreinlega gerðu okkur þetta kleift. Klifrað í úrvalsbergi Þann 11. júní héldum við Snævarr svo til London með 70 kg. hvor af farangri. Eftir að hafa útvegað okkur vegabréfs- áritun til Pakistan í London, héldum við til heimilis Doug í NV-Englandi þar sem við tókum þátt í að yfirfara og pakka sam- eiginlegum útbúnaði leiðangursins. Okkur gafst nokkrum sinnum tækifæri á að skreppa í kletta sem voru þar í ná- grenninu og klifra nokkrar góðar loiðir í úrvalsbergi. Klettaklifur er mikið stundað á Bretlandi og er almenningur yfirleitt vel upplýstur um þessa íþrótt. Um helgar stundar mikill fjöldi karla og kvenna mis- erfitt klettaklifur og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Eftir nokkurra daga dvöl í Englandi flugum við með allt okkar hafurtask, sem var um 2 tonn, til Karachi, hafnarborgar, syðst í Pakistan. 3 sólarhringa á vörubflspalli Það var eins og að ganga á ósýnilegan vegg er við stigum út úr flugvélinni. Hit- inn var um 35° og ótrúlegur raki í loftinu þó um miðja nótt væri. Við leigðum vöru- bíl og var öllum farangri hrúgað upp á hann. Breiddum við síðan tjalddýnur þar ofan á, því þetta átti eftir að vera heimili okkar næstu þrjá sólarhringa. Þannig ferðuðumst við stanslaust næstu 3 sólar- hringa í 45° hita og ferlegu ryki. Aðeins var stansað þar sem kalda kók var að fá, en það var það eina sem öruggt var að drekka á þessari leið. Þess á milli lágu allir á pallinum ákaflega illa haldnir vegna hitans o.fl. Eins og gefur að skilja er 'AFGHANISTAN HIMALAJAFJOLL iDiran +7273 OILGf PAKISTAN INDLANi SOVETRÍKIN HÁLENDI 3000 - SOOO m ylir •iivmrmili Mælikvarði 1:4000000 Kortið sýnir leið Himalayaleiðangursins í Pakistan.' iiíi Hímói Innfæddir burðarmenn er fluttu búnað leiðangursmanna upp f aðalbúðir í 3500 metra hæð. þetta ekki með þægilegustu ferðalögum sem ég hef farið. Sérstaklega áttum við íslendingarnir erfitt með að umbera óþol- andi hitann. Það var því mikill léttir að komast til höfuðborgarinnar Islamabad. Þar tók það okkur nokkra daga að ganga frá formsatriðum og ýmsu skriffinnsku „veseni“ í sambandi við fjallönguleyfi. Á meðan dvöldu menn meðal breska sendi- ráðsfólksir.s í ágætu yfirlæti. Veiktist skyndilega Kvöld það er legga skyldi af stað frá Islamabad til norðurhéraða Pakistan þar sem fjöllin biðu, veiktist ég skyndilega með miklum upp- og niðurgangi og var eftir skamma stund orðinn fársjúkur. Var farið með mig á sjúkrahús borgarinnar sem var ekki líkt neinu venjulegu sjúkra- húsi, sóðaskapurinn og skíturinn hreint ótrúlegur. í ljós kom að veikindin voru af völdum svæsinnar bakteríu er þrífst vel í vatni og mat í Pakistan. Yrði ég allt að 10 daga að ná mér. Ekki leist mér á er átti að gefa mér sprautu. Ég lét þó tilleiðast þegar ég var búinn að koma lækninum í skilning um að ég vildi ekki sjá annað en hreina nýja nál. En það virðist vera til siðs þarna að nota sömu nálina á fjöld manns, en henni er þó dýft í sótthreinsivökva á milli. Því var ekki um annað að ræða en ég yrði eftir í Islamabad. Hættulegasta flug í heimi Aðrir leiðangursmenn héldu áfram til þorpsins Karrimabad með allan farangur- inn. Það tók mig um viku að ná aftur heilsu og flaug ég þá til Gilgit sem er nokkuð stór kaupstaður í N-Pakistan. Tal- að er um flugleið þessa sem þá hættu- legustu og erfiðustu í heimi. Flogið er eftir djúpum dölum og utan í snævi þöktum tindum, m.a. Nanga Parbat. Frá Gilgit fór ég með áætlunarbifreið til Karrimabad sem stendur á bökkum Indus í 2000 m. hæð. Þaðan eru um 50 km. í landamæri Kína og Afganistan. Ég hitti leiðangursmenn aftur í tjaidbúðum í 3000 m. hæð ofan við Karrimabad. Þarna dvöldum við svo í viku og fórum í stuttar ferðir um nágrennið. Minna varð úr fjallgöngum á þessu svæði en áætlað var. Var það aðallega vegna slæmra snjóalaga í fjöllum og var mikið um snjóflóð. Eitt sinn kom snjóflóð ofan úr 6000 m. hæð alia leið niður að tjaldbúð- um okkar og tók með sér nokkrar kindur og saklausar geitur. Við sluppum hinsveg- ar með skrekkinn. Snævarr hafði ásamt tveim öðrum farið að kanna fjallið Batura en snéru þeir við í 4.800 m. hæð, en þar var sömu sögu að segja af snjóaðstæðum, snjóflóð og hrun í öllum hlíðum. Aðalbúðir við rætur Diran Ákveðið var að færa tjaldbúðirnar yfir dalinn og setja þær upp í 3.500 m. hæð, við rætur fjallanna Rakaposhi og Diran. Það tók okkur nokkra daga að flytja allt okkar hafurtask þarna yfir. Notuðum við m.a. asna og burðarmenn við flutningana. Hver burðamaður bar 25—30 kg. og virtust þeir fara létt með það. Er þar var komið við sögu voru veikindi farin að hrjá flesta leið- angursmenn og áttu flestir nóg með að koma sjálfum sér upp í tjaldbúðirnar og ekki hjálpaði hinn gífurlegi hiti. Er upp í tjaldbúðir kom og gera átti upp við burð- armennina kom upp ósætti vegna greiðslna. Burðarmennirnir kröfðust mun hærri launa en tíðkuðust þarna um slóðir og lá við handalögmálum, en um síðir tók- ust samningar. í tjaldbúðunum hafði hver maður sitt tjald. Einnig var eitt stórt mat- ar- og birgðatjald. Leiðangurskokkurinn Nazír eldaði allt og bakaði yfir opnum eldi, en nóg var af spreki þarna í nágrenninu. Fæðið var hrísgrjón, baunir og grænmeti enda voru allir leiðangursmenn, að undan- skildum okkur fslendingunum, grænmetis- ætur og því ekkert kjötmeti á boðstólum. Næstu dagar fóru í hvíld og léttar göngu- leiðir um nágrennið enda þurftum við að aðlagast hæðinni sem best. Við Snævarr fórum áleiðis upp á hrygg er liggur upp á Rakaposi East (7.190 m.) Fórum við upp eftir jökli og settum upp tjald í 4.500 m. hæð á miðjum skriðjökli. Næsta dag héld- um við áfram upp í um 5.200 m hæð, en snérum þar við vegna þess hve snjórinn var orðin viðsjárverður vegna mikils hita. TEXTL HELGI BENEDKTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.