Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 2
2
MORGUNBLADID, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
900 lítrar af bruggi
í tveimur íbúðum
Mesta áfengismagn sem tekið hefur verið um langt skeið
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á um 900 lítra af bruggi auk
verulegs magns af eimuðum landa. Bruggið og áfengið fann lögregla í tveim-
ur íbúðum við Yrsufell í Reykjavík og er tvennt í haldi vegna rannsóknar
málsins. Játningar liggja fyrir um, að áfengið hefði verið selt á markaði í
Reykjavík og það í umtalsverðum maeli.
Lögreglan hefur undanfarið unn-
ið að rannsókn málsins. Tvívegis
hafði verið leitað á heimili höfuð-
paursins eftir að grunsemdir vökn-
uðu en án árangurs. Aðfaranótt
föstudagsins lét svo lögreglan til
skarar skríða í þriðja sinn og þá
fannst áfengismagnið. Höfuðpaur-
inn hafði fengið nágranna i næstu
íbúð til hýsa bruggið og lagt raf-
magnsleiðslur yfir í íbúðina til þess
að standa straum af kostnaði við
bruggun og eimingu.
Brugg var í nokkrum stórum
tunnum, sem tóku eitt hundrað og
tvö hundruð lítra hver. Þá fundust
eimingatæki og 16 flöskur af eimuð-
um landa tilbúnum til söiu. Lög-
reglan í Reykjavík handtók fimm
manns vegna rannsóknar málsins,
en hafði sleppt fjórum í gær. Ekki
hafði verið tekin afstaða til þess,
hvort ástæða væri til þess að gera
kröfu um gæsluvarðhald yfir mann-
inum, sem talinn er standa á bak
við áfengisframleiðsluna í Yrsu-
felli. Þetta er mesta magn af bruggi
og landa, sem tekið hefur verið um
langt skeið hér á landi.
Handalögmál
um borð í þotu
TIL handalögmála kom milli íslend-
ings og Svía um borð í þotu Flugleiða
í gær. Flugvélin var að koma frá
Stokkhólmi. Er vélin kom inn yfir
landið hugðist Svíinn taka myndir og
færði sig yfír að glugga þar sem íslend-
ingurinn sat. Eitthvað fór í taugar
íslendingsins, því hann kippti óþyrmi-
lega í myndavélina. Toguðust þeir á
um gripinn nokkra hríð, en svo fór
að Svíanum leiddist þófíð og sló ís-
lendinginn.
Flugstjórar tilkynntu lögreglu í
gegnum talstöð að ólæti væri meðal
farþega. Svíinn hefur lagt fram
kæru á íslendinginn fyrir spjöll á
myndavél sinni. íslendingurinn
mun á móti hafa bent á það að
gleraugu sem hann var meö hafi
brotnað í átökunum.
Morjfunblaðiö/ Júlíus
Bruggið, eimingartækin og eimaði landinn, sem lagt var hald á í íbúð við
Yrsufell aðfararnótt föstudagsins.
„The Great Dream“ olíumálverk cftir Gunnar Örn Gunnarsson mynd-
listamann.
Guggenheim listasafnið í New York
kaupir mynd eftir Gunnar Örn
GUGGENHEIM listasafnið í New York hefur nýlega fest kaup á oliumál-
verki eftir myndlistamanninn Gunnar Örn Gunnarsson, sem heldur
einkasýningu í sýningarsal hjá Achim Moeller í New York um þessar
mundir.
„Myndin, sem ég kalla „The
Great Dream“ hefur hlotið hvað
mesta athygli á sýnigunni," sagði
Gunnar Örn. „Þetta er tímamóta-
mynd þar sem sitt lítið af hverju
sem ég hef gengið í gegn um á
undanförnum árum kemur fram.“
Myndin er máluð árið 1984 og
hefur verið á einni sýningu í
Lundi í Svíþjóð á síðasta ári en
aldrei verið sýnd á Islandi.
„Eg veit ekki til að Guggenheim
safnið eigi mynd eftir aðra ís-
lenska listamenn og það að selja
safninu mynd er hlutur sem mann
hefði getað dreymt um að gerðist
á efri árum. Salan, sem slík breyt-
ir engu fyrir mig persónulega, en
hún auðveldar vissulega umboðs-
manni mínum að kynna verk mín
hér í Bandaríkjunum og í Evr-
ópu,“ sagði Gunnar Örn. Þegar
hefur verið afráðið að Gunnar
Örn sýni teikningar á pappír og
skúlptúr á sýningu hjá Achim
Moeller næsta vor.
Skipverji á Karlsefni
tekinn en síðan sleppt
Lögreglan fór fram á 30 daga gæsluvarðhald yfir þre-
menningunum, sem teknir voru á fimmtudagskvöldið
Morgunbladid/ Júlíus
Lögreglumenn fíkniefnadeildar lögreglunnar leita fíkniefna við Chevrolet
Monza, sportbifreið smyglaranna, á fímmtudagskvöldið en þeir reyndu að
kasta eitrinu út úr bifreiðinni.
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í
Reykjavík handtók í fyrrinótt skip-
verja á togaranum Karlsefni vegna
gruns um aðild að smygli á amfetam-
íni, sem lögreglumenn tóku af þrem-
ur mönnum eftir æsilegan eltingar-
lelk og snörp átök á Grandagarði á
fímmtudagskvöldið. Skipverjanum
var sleppt úr haldi í gær þar sem
Ijóst þykir að hann eigi ekki aðild
að smyglinu á amfetamíninu, þó
smávægilegt magn af hassi hafí
fundist í fórum hans.
Lögreglan fór í gærkvöldi fram
á 30 daga gæsluvarðhald yfir þre-
menningunum, sem handteknir
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi:
Jöfnuði í viðskiptum við útlönd
verður ekki náð á næsta ári
— í stjórnmálaályktun fundarins er lagst gegn hugmyndum um að skattleggja sparnað
„Hverjum dettur í bug að það sé aðför að velferðarkerfínu að draga úr
erlendum skuldum. Hverjum dettur í hug að erlendir fjármagnseigendur
vilji halda uppi velferð hér á landi," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins og fjármálaráðherra á flokksráðsfundi sem haldinn var í
gær. í setningarræðu sinni lagði Þorsteinn áherslu á að það væri verðmæta-
sköpunin sem stæði undir velferðarkerfínu og því væri nauðsynlegt að auka
hana, jafnframt því sem dregið væri úr erlendum lánum. Sá áróður væri
rangur að einhver ný stefna hefði verið tekin upp í velferðarmálum og
nefndi Þorsteinn dæmi um hið gagnstæða.
I máli Þorsteins kom fram að varpinu sem nú liggur fyrir þingi
gert er ráð fyrir að vaxtabyrði
ríkissjóðs á næsta ári verði 6,2%
af tekjum hans. Fyrir tíu árum var
þetta hlutfall 1,5%. Ef ekki verður
spyrnt við fótum verður þetta
hlutfall hærra á næstu árum. Ef
vaxtabyrðin á næsta ári yrði sú
sama og á yfirstandandi ári, hefði
ríkisstjórninni verið kleift að
standa að fullu við loforð sitt um
að lækka tekjuskatt um 600 millj-
ónir króna. Um 3,2 milljarðar
króna munu renna til greiðslu
vaxta árið 1986, en í fjárlagafrum-
er áætlað að tekjuskattur nemi 2,7
milljörðum króna. Engu að síður
mun greiðslubyrði vegna beinna
skatta lækka á næsta ári.
Þorsteinn Pálsson lagði áherslu
á nauðsyn þess að beita aðhaldi í
ríkisútgjöldum án þess að skerða
kaupmátt launa. Verkefni ríkis-
stjórnarinnar er að vinna að lækk-
un verðbólgunnar enn frekar en
orðið er og draga úr erlendum
skuldum. Halli á viðskiptum ís-
lendinga við útlönd er verulegur,
ekki vegna vöruskipta, heldur
vegna þess að íslendingar eru að
borga erlendum fjármagnseigend-
um vexti af lánum undangenginna
ára. Helmingur af öllu lánsfé
okkar kemur erlendis frá. Formað-
ur Sjálfstæðisflokksins sagði að
æskilegt hefði verið að geta stefnt
að hallalausum viðskiptum við út-
lönd strax á næsta ári, en slíkt
væri ekki mögulegt, nema með því
að skerða kaupmátt launa. Það
væri hins vegar ekki stefna ríkis-
stjórnarinnar.
Þorsteinn vék einnig í ræðu
sinni að hugmyndum um gengis-
fellingu krónunnar, sem einni leið
til að rétta við hag sjávarútvegs-
ins. Hann taldi að slíkar aðgerðir
orkuðu tvímælis, sérstaklega
vegna þess að meiri hluti en áður
af útgjöldum fyrirtækja í sjávar-
útvegi væri tilkostnaður, sem
myndi hækka þegar gengi íslensku
krónunnar væri fellt gagnvart
erlendum gjaldmiðlum. Þá er
launakostnaður einnig stór hluti
rekstrarkostnaðar, og engum dytti
í hug að ekki þyrfti að bæta starfs-
fólki sjávarútvegsfyrirtækja upp
þá kjararýrnun sem það yrði fyrir
í kjölfar gengislækkunar.
Á fundi flokksráðs Sjálfstæðis-
flokksins var samþykkt stjórn-
málaályktun, þar sem meðal ann-
ars er lagst gegn þeim hugmynd-
um að leggja skatt á sparifé. Þá
er einnig lýst yfir stuðningi við
framkomið frumvarp um sveitar-
stjórnarmál, með þeirri breytingu
að úr því verði felldur kaflinn um
héraðsnefndir.
Þá lagði Vilhjálmur Egilsson,
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, fram greinargerð og
tillögur stjórnar SUS um aðhald
og sparnað í ríkisrekstri, til kynn-
ingar.
voru vestur á Grandagarði. Dóm-
ari í sakadómi í ávana- og fíkni-
efnamálum tók sér frest til dagsins
í dag, laugardags, til að kveða upp
úrskurð.
Lögreglumenn fíkniefnadeildar-
innar voru önnum kafnir aðfarar-
nótt föstudagsins í kjölfar hand-
tökunnar vestur á Grandagarði.
Þeir fengu úrskurði dómstóla til
húsleita í tveimur íbúðum í
Reykjavík, en urðu ekki fíkniefna
varir í þeim.
Svo sem fram kom í Morgun-
blaðinu í gær, voru smyglararnir
stöðvaðir við Gróubúð, bækistöð
slysavarnardeildarinnar Ingólfs á
Grandagarði. Lögreglumenn urðu
tvívegis að aka utan í hraðskreiða
sportbifreið þeirra til þess að
stöðva þá. Sportbifreiðin, Chevr-
olet Monza, er í eigu eins smygla-
ranna. Sjónvottar bera að viðbrögð
lögreglu við handtökuna hefði
verið fumlaus og örugg. Að sögn
Arnars Jenssonar, fulltrúa í fíkni-
efnadeild lögreglunnar, var gripið
til þess ráðs að stöðva þá á
Grandagarði þar sem gatan er
þrengst. „Við hugleiddum að
stöðva þá við Karlsefni, en hættum
ekki á það, því reynsla okkar er
sú, að fíkniefnaneytendur - sér í
lagi þeir sem neyta amfetamíns -
eru óútreiknanlegir. Við vildum
því ekki stöðva þá á hafnarbakkan-
um af ótta við að þeir kynnu að
fara sjálfum sér og öðrum að voða
með því að aka út af hafnarbakk-
anum og hafna í sjónum, svo dæmi
sé tekið,“ sagði Arnar og bætti
við: „Því stöðvuðum við þá þar sem
gatan er mjóst og áður en þeir
kæmust út á aðalbrautir Reykja-
víkur þar sem hraðskreið sport-
bifreið þeirra fengi notið sín og
þeir ef til vill náð að fyrirgera
amfetamíninu."