Morgunblaðið - 02.11.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGÚR 2. NÓVEMBER1985
9
HVS6A6N&RÖLLIN
BÍLDSHOFÐA 20-110 REYKJAVÍK » 91-81199 og 81410
Fyrirmyndar-
þjóðfélag fé-
lagshyggjunnar
Kormaður Alþýðuflokks
spurði formann Alþýðu-
bandalags i opnu bréfl 17.
igúst 1982:
„Er þetta það fyrirmynd-
arþjóðfélag félagshyggj-
unnar, sem þú og félagar
þínir hafið veríð að berjast
fyrír á undanfórnum
árum?“ Síðan lýsir hann
standinu á Goddastöðum
vinstrí manna m.a. með
þessum orðum:
★ „Þar sem ríkisstjórn
þin vekur almenningi falsk-
ar vonir um stööugan gjald-
miðil með myntbreytingu
sem látin er renna út I
sandinn á fyrsta ári... “
★ „Þar sem ríkið tryggir
starfsmönnum sínum verð-
tryggð lífeyrísréttindi, á
sama tíma og heilar þjóð-
félagsstéttir njóta engra
slíkra réttinda, og aðrar að
takmörkuðu leyti..."
★ „Þar sem þessi harð-
duglega þjóð verður, vegna
lélegs stjórnarfars, að sætta
sig við þríðjungi lakari lífs-
kjör, þrátt fyrir a.m.k. þriðj-
ungi lengri vinnutíma, en
grannþjóðir okkar."
★ „Þar sem ríkisstjórn
efnir kosningaloforð sín
með þeim hætti að koma
verðbólgu upp I 70—80% á
ári, þegar hún lofar 7%“.
Nokkrum mánuðum eftir
að þessi orð vóru skráð á
blað var verðbólgan komin
uppi'130%
★ „Þar sem erlendar
skuldir þjóðarbúsins nálg-
ast óðfluga helming árlegr-
ar þjóðarframleiðslu og fyrr
en varír fer annar hver
flskur sem íslenzkir sjó-
menn draga á land til
greiðslu afborgana og vaxta
til erlendra lánardrottna."
★ „Þar sem efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar hvflir
á ámóta traustum grunni
og hjá vanþróuðustu þjóð-
um Afríku, sem búa við
hernaðareinræði og spill-
ingu.“
Kópavogur:
Kynning á
starfi grunn-
skólanna
GRUNNSKÓLAR í Kópavogi efna til
sérstakrar kynningar á starfi skól-
anna mánudaginn 4. nóvember næst-
komandi. Foreldrum verður þá boðið
að koma í skólana á almennum
kennsludegi og kynna sér starfsem-
ina. Hér er um að ræða almenna
kynningu á skólastarfinu og verða
skólarnir opnir öllum sem hafa áhuga
á að kynna sér hvernig skóladagur
fer fram.
Undanfarin ár hefur verið unnið
markvisst að uppbyggingu grunn-
skólanna í Kópavogi og hefur nýtt
kennsluhúsnæði verið tekið í notk-
un á hverju ári. Nú í haust voru
teknar í notkun 4 nýjar kennsiu-
stofur í Digranesskóla og 2 kennslu-
stofur í Snælandsskóla. Þá er fyrir-
hugað að taka í notkun nýjan
íþróttasal i Snælandsskóla á næsta
ári og félagsaðstöðu í Digranes-
skóla. Undirbúningur er einnig
hafin að byggingu næstu áfanga í
Hjallaskóla og Snælandsskóla.
Helstu nýjungar í starfi grunn-
skóianna í Kópavogi eru þær að
nemendur eiga kost á þvi að fá
keypt nesti í nokkrum skólanna.
Þá hefur gæsla sex ára barna verið
utan skólatíma þannig að nemend-
ur hafa getað dvalið i skólanum í
a.m.k. 4‘/í tíma vegna útivinnu
foreldra.
Markvisst er unnið að því að gera
skóladag nemenda samfelldan og
að nemendur geti fengið aðstoð við
heimanám í skólunum.
(KróUaiilkynning.)
ISíHamalka2ulinn
Range Rover 1982
Grá-sanseraður 4ra dyra, ekinn 60 þús. km.
Úrvalsbill. Verð 1.100 þús.
Mazda 323 Saloon 1984
Blá-sanseraður. ekinn 24 þús. km. Snjódekk,
sumardekk. Verð 365 þús. Skiptl á Volvo 244
GL '82, Tercel 4x4 '83, Subaru ST. 4x4 '83
Mitsubishi Lancer GLS1984
Hvítur, eklnn 20 þús. km. Framdrif. 5 gira,
útvarp, seaulband. sumardekk. snjódekk.
Verö 380 þus.
Oldsmobil Delta 88
Royal Diesel 1982
Grá-sanseraöur m/hyitum toppi, 2ja dyra.
Eklnn 40 þús. milur. Utvarp, plussklæddur,
rafm.rúöur, rafm.sæti, rafm læsingar o.fl.
Glæsivagn sem er ódýr i rekstri. Verö 780
þús.________
Honda Civic Sport 1985
Gull-sanseraður. ekinn 6 þús. km. Glæsilea-
ur bill. Verö 440 þús.
Hötum kaupendur að:
Subaru83—85.
Mazda 626 83-85.
HondaCivic 83—85.
Vantar lapanska jeppa árgerö 82—85.
Fíat Panda 341983
Rauöur. Verö 180 þús.
Daihatsu Charade 1983
Ekinn 38 þús. km. Verö 280 þús.
Fiat Uno 5551984
Ekinn 24 þús. km. Verö 270 þús.
Mazda 626 1983
Sjálfskiptur. Verð 395 þús.
Saab 900 GL 4ra dyra 1982
Ekinn 39 þús. km. Verö 360 þús.
Mercedes Bens 280 SE 1982
Ekinn 62 þús. km. m/öllu. Verð 1300 þús.
Toyota Tercel 4x41983
Drapplitur, ekinn 40 þús. Verð 480 þús.
Saab 900 GLS1983
Blá-sanseraöur, ekinn 42 þús. km. 2 dekkja-
gangaro.fi. Beinskiptur, 5gira. Verö495 þús
-RITSTJÚRNARGREIN— Þriöjudaqur 17. ágúst 1982
Opið bréf til félaga Svavars
Aður en þú. félagi Svavar, flyfur n«st
raeðuna þlna um Alþýðubandalagið sem
I brimbrjóf „sósialisma, verkalýðs
I hreyfingar og þjóðfrelsis" og dustar rykið
I af róftæku frösunum um fyrirmyndarþjóö
I félag félagshyggjunnar, þætfi mér vænt um
I aö þú veltir fyrlr þér svörum við þessum
I spurningum. Það skal tekið fram að spurn-
1 inoarnar eru valdar
— Þar sem rikiö tryggir sfarfsmönnum
Slnum verötryggö lifeyrisréttindl, á sama
tima og heilar þjóófélagsstéttir njóta engra
slikra réttinda, og aðrar aö takmörkuöu
leyfi? Þar sem ráöherrar kunna engin ráö i
ræöum sinum önnuren ,,aö auka f ramleiöni
og hagvöxt", en allar aögeróir þeirra leiöa
tll minnkandi framleiðni fjármagns og
mannafla i landbúnaðl, sjávarúfvegi og_
Bréf til félaga Svavars '
Alþýöubandalagiö hefur gert þjóðinni grein fyrir stefnu sinni og
markmiðum — á marktækan hátt —. Hér er aö sjálfsögöu átt viö
aðild þess aö ríkisstjórnum 1971 —1974 og 1978—1983. Þá
skráöi Alþýðubandalagið sjálft sig, innhald sitt og árangur með
rúnaletri reynslunnar á blöö ráöherrasósíalismans. Fyrir rúmum
þremur árum ritaöi formaöur eins A-flokks, Jón Baldvin Hannib-
alsson, opiö bréf til formanns annars A-flokks, Svavars Gestsson-
ar, um þetta rúnaletur reynslunnar af Alþýöubandalaginu. Stak-
steinar fletta upp í þessu þriggja ára bréfi í dag.
í gróðurhúsi
ráðherrasósíal-
ismans
Og áfram heldur lýsing
Jóns Baldvins á fyrirmynd-
arþjóðfélagi féíagshyggj-
unnar í gróðurhúsi ráð-
herrasósíalismans:
* „Þar sem verkalýös-
forysta sósíalista er helzti
þrándur í götu lýðræðis-
íegra umbóta innan verka-
lýðshreyfíngarinnar, sem
beinast að því að sameina
fólkið á vinnustöðum um
hagsmunamál sin og sinnar
atvinnugreinar, í stað þess
að sundra þeim í ótal smá-
kóngafélögum, sem breytt
hafa verkalýóshreyfíngunni
í uppboðsmarkað sérhags-
munatogstreitu."
★ „Þar sem ríkisstjórn
meó þátttöku sósíalista
lætur sér sæma að hlaða
upp nýjum og nýjum skríf-
ræðisstofnunum á vegum
ríkisvaldsins og fjölga opin-
berum starfsmönnum fjór-
um sinnum hraðar en þjóð-
inni, og ætlar vinnandi fólki
í framleiósluatvinnuvegun-
um að bera þetta bákn á
herðum sínum á tímum
kreppu og samdráttar."
★ „Þar sem ríkisstjórn
með þátttöku sósíalista
lætur sér sæma að falsa
úreltan vísitölugrundvöll til
þess að hafa umsamin laun
af vinnandi fólki.“ Fáum
mánuðum síðar helmingaði
ráðherrasósíalisminn veró-
bætur á laun (desember
1982).
★ „Þar sem ríkissjóður
í umsjón fjármálaráðherra
sósíalista rakar saman fé
af gengdarlausu innflutn-
ingsæói á hvers kyns
óþarfa, á sama tíma og
framleiðsluatvinnuvegirnir
liggja í rúst“
★ „Þar sem vel reknum
fyrirtækjum, sem geta
greitt gott kaup, er meinað
aö vaxa og dafna, á sama
tíma og búskussum í sjáv-
arútvegi og landbúnaöi er
haldið uppi með óaftur-
kræfum styrkjum af al-
mannafé."
★ „Þar sem ráódeildar-
sömu fólki er gert ókleift
að spara, þar sem fyrirtækj-
um er gert ókleift aó skila
hagnaði og framtíð þjóðar-
innar og lífskjör næstu
kynslóðar eru í staðin veð-
sett erlendum lánardrottn-
um.“
★ „Þar sem fjármálaráð-
herra sósíalista lýsir ár-
angri, eigin fjármálastjórn-
ar með þeim orðum, „aó
þjóðin sé sokkin í skuldir",
en þú, félagi Svavar, tregast
við að viðurkenna að árang-
ur flokks þíns og ykkar
félaga sé „dauðadómur"
yfír spilltu og lélegu stjórn-
arfari."
Geymt en ekki
gleymt
Margt fleira er fram sett
í bréfí því, sem hér er vitnað
til, um ávextina á reynslu-
tré Alþýöubandalagsins.
Nóg er hinsvegar tíundað.
Fólk er fíjótt aó gleyma.
I trausti þess gerír Alþýðu-
bandalagiö nú kröfu til
vegsauka í íslenzkum
stjórnmálum.
Vonandi eru rúnir reynsl-
unnar, þ.e. ráðherrasósíal-
isminn, geymdur en ekki
gleymdur í hugum fólks.
Sitthvað hefur farið úr-
skeiðis hjá núverandi ríkis-
stjórn. Þjóðin þarf vissu-
lega að halda henni við
efnið. l>etta kjörorð hlýtur
þó aó vera efst í huga þorra
fólks:
„Aldrei framar vinstrí
stjórn!"