Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
Leikfélag Hafnarfjarðar:
Boðið til Spánar og Portúgals
LEIKFÉLAGI Hafnarfjarðar hefur
nýverið borist boð frá Portúgal um
að koma þar frara næsta vor með
söngleikinn „Rokkhjartað slær“.
Sömulciðis hefur félaginu verið
boðið í leikfór með söngleikinn um
Katalóníu.
Þessi boð eru komin í framhaldi
af þátttöku Leikfélags Hafnar-
fjarðar í leiklistarhátíð áhuga-
manna í Mónakó síðastliðið sumar.
Nýverið frumsýndu Hafnfirð-
ingar barnaleikritið Fúsa froska-
gleypi eftir danska höfundinn Ole
Lund Kirkegaard, sem Olga Guð-
rún Árnadóttir þýddi. Leikstjóri
er Viðar Eggertsson.
Spielbera
ÞEIR SPIELBERG OG HJÁLP-
ARMENN HANS ... HAFA
HITT NAGLANN Á HÖFUÐIÐ,
EINA FERÐINA ENN, GAMAN,
GAMAN! SV.Mbl.31/10.
Sýnd í Austurbæjarbíói
ipr-. 1 j , Vk l *
Framkvæmdastjórn SÁÁ á nýbyrjuðu starfsári, fremrí röð frá vinstri: Ragnheiður Guðnadóttir, Hendrik Berndsen
formaður, Ragnar Aðalsteinsson, varaformaöur, Þórhildur Gunnarsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Hreinn Garðarsson, skrifstofustjóri, Tómas Agnar Tómasson, Þórarinn Þ. Jónsson, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Friðrik Theodórsson, Einar Kr. Jónsson framkvæmdastjóri.
Hendrik Berndsen endur-
kjörinn formaður SÁÁ
HENDRIK BERNDSEN var endurkjörinn formaður SÁÁ, Samtaka áhuga-
fólks um áfengisvandamáliö, á fyrsta fundi aðalstjórnar eftir aðalfund —
en hann var haldinn 17. október síðastliðinn.
1 skýrslu framkvæmdastjórnar
á aðalfundi kom fram að stærsta
verkefni nýliðins starfsárs var
yfirtaka SÁÁ á Áfengisvarna-
deild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavikur og endurskipulagn-
ing Fræðslu- og leiðbeiningar-
stöðvar SÁÁ í Síðumúla 3—5 í
kjölfar hennar.
Aðsókn að fræðslu og leiðbein-
ingarstöðinni var mikil — um
4.250 viðtöl, námskeið o.fl. voru
skráð á árinu 1984. meginverk-
efni næsta árs verður frekari
endurskipulagning og uppbygg-
ing starfseminnar í fræðslu- og
leiðbeiningarstöðinni, þ.e. göngu-
deildar og fjölskyldudeildar, auk
fræðslustarfs í skólum og meðal
almennings um skaðsemi vímu-
efna og sjúkdóminn alkóhólisma.
{ aðalstjórn samtakanna sem
skipuð er 36 mönnum, voru 12
kjörnir til þriggja ára og einn til
tveggja ára, þau Bjarki Elíasson,
Ewald Berndsen, Guðmundur J.
Guðmundsson, Gunnlaugur
Ragnarsson, Hendrik Berndsen,
Hrafn Pálsson, Ingimar H. Ing-
imarsson. Jón Steinar Gunn-
laugsson, Pétur Sveinbjarnarson,
Pjétur Þ. Maack, Ragnar Aðal-
steinsson, Tómas Agnar Tómas-
son og Þórhildur Gunnarsdóttir.
Othar Örn Petersen, varafor-
maður gaf ekki kost á sér til
endurkjörs og var Ragnar Aðal-
steinsson kjörinn varaformaður
SÁÁ á fyrsta fundi aðalstjórnar
eftir aðalfund. Auk Hendrik
Berndsen, sem endurkjörinn var
formaður eins og áður greinir,
og Ragnars eru í framkvæmda-
stjórn: Ragnheiður Guðnadóttir,
ritari, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, gjaldkeri, Friðrik Theódórs-
son, Tómas Agnar Tómasson,
Þórarinn Þ. Jónsson og Þórhildur
Gunnarsdóttir.
afslrttur
Gullpalmar... a0ur ™ . 190.
SSÍrPargUS '• • • 20-50% afsláttur
Bastvörur
Mikið úrval 30% afsláttur
l&amik-og glervörur
Mikið úrval 25% atsláttur
Komib i Btómaval um helgtn
- Gerið góð kaup
Blómum
interflora viðaverold
I5áca