Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR2.NÓVEMBER1985
„Sjórinn hefur tvö eðlia
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Gúmmískór með gati. Smásagna-
safn. Samtök móðurmálskennara og
Mál og menning. Síðara bindi.
Ritstjóri: Heimir Pálsson.
Kápa: Robert Guillemette.
Mál og menning. Reykjavík 1985.
Þetta er síðara bindi af smá-
sagnasafni er Samtök móðurmáls-
kennara og Mál og menning gefa
út.
Bindið hefur að geyma sögur
eftir ellefu höfunda. Fyrsta sagan
heitir Skógarævintýri og er hún
eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Höfundur segir vel frá. Sagan
er í eðli sínu heilsteypt og góð lýs-
ing á drengjunum tveim, sem leita
hetjuævintýra í gróðrastöðinni
utan við bæinn. Taka sér hetjunöfn
og eru nánast villimenn þegar því
er að skipta. Höfundur tekur hryll-
inginn í þjónustu sína er hann
lætur drengina með bitlausum
hníf murka lífið úr villiketti.
Hvernig ber að líta á slíka frá-
sögn?
Oviljandi valda þeir stórbruna í
skógræktinni.
Dagurinn sá eftir Ásu Sólveigu
er saga um dreng, fráskilinna
foreldra, sem býr hjá móður sinni.
Hann veit lítið um það sem gerst
hefur og gerist nema af pískri i
eldhúsinu. Þó er móðirin að öðru
leyti opinská við drenginn sinn.
Næmur er skilningur höfundar
á sálarkreppu þeirri er skapast
hjá öllum í fjölskyldunni við slíkar
aðstæður. Af varfærinni samúð
vinnur höfundur vel úr erfiðum
kringumstæðum í lífi sögupersóna
sinna.
Það er leiðinlegt að setning eins
og þessi: „Óli heyrir að vatn er
látið renna 1 eldhú3ið“, skuli
finnast í svo góðri sögu.
Benóný Ægisson á hér söguna
Trítlaveislan. Fjölskylda sem er á
ferð um hraun og hella í fleiri tíma,
sennilega á Snæfellsnesi.
Höfundurinn blandar raunveru-
leika og ævintýri saman í frásög-
unni. Að mínu mati tekst honum
ekki að ná því valdi á efninu sem
nauðsynlegt er til þess að úr verði
góð saga. Lítill maður, eða dvergur
með huliðshúfu, er líka dálítið út-
þvælt í sögum. Lesanda gæti dottið
í hug að tvær sögur, saga raun-
veruleikans og saga ævintýrsins,
hefðu orðið heilstæðari einar sér.
Sjórinn eftir Elísabetu Þorgeirs-
dóttur er saga úr lífi sjómanna og
MEÐ GATI
ástvina þeirra. Lesandi hefur á
tilfinningunni að höfundur sé að
lýsa hér sorgum og gleði sem hann
hefur sjálfur tekið þátt í. Slíkar
sögur eru ekta.
Helga er saga eftir Guðjón
Sveinsson. Hún fjallar um ungan
dreng úr kaupstað sem sendur er
til sveitadvalar hjá barnlausum
hjónum, sem voru kunn að því að
hjá þeim gátu börnin lært „guð-
rækni og góða siði“.
í sveitinni rifjar drengurinn upp
öll smá prakkarastrikin sem hann
hefur framið heima. Honum leiðist
og ákveður að strjúka. Einlægt
samtal hans og gömlu, skilnings-
ríku konunnar Helgu, sem einnig
er hjá hjónunum, vekur hann til
umhugsunar um ýmislegt í tilver-
unni. Og hann hættir við að
strjúka.
Sagan er langdregin á köflum
og dregur það úr áhuga lesanda á
efninu.
Herdís Egilsdóttir er höfundur
sögunnar Nú — tí-mingh. Þetta er
dæmisaga og boðskapur hennar er,
að fólk á tækniöld leitar hamingj-
unnar langt yfir skammt og oft á
kostnað barnanna sinna. Mér
þykir nafnið á vélmenninu afkára-
legt, þrátt fyrir hlutverk hans í
ágætri sögu.
Saga Jórunnar Sörensen Leynd-
armálið, er að mínu mati besta
sagan í bókinni og skákar hún þar
einnig flestum sögum í fyrra bind-
inu. Drengurinn Haraldur felur
útigangskisu, komna að því að
gjóta, í geymslunni heima hjá sér.
Sagan er samin af innsæi á tilfinn-
ingasambandi manna við dýrin.
Frásögnin er látlaus og vönduð.
Vekur löngun til þess að heyra
meira frá höfundar hendi.
„Donkey Kong“ er eftir Kristínu
Steinsdóttur. Sannferðug frásögn
af fjölskylduferð til sólarlanda og
hertöku tölvuspils á hug drengsins
Ara. Geðjast ekki að útlendu nafni
á sögunni.
Njörður P. Njarðvík á hér sög-
una Rauð nótt — hvítur dagur. Efni
hennar er að mestu sótt í raun-
veruleikann, atburði sem ég trúi
að enn séu flestum í fersku minni.
Skáldleg frásögn höfundar er
áhrifarík og tilfinningalífi þáttt-
akenda í þessum harmleikjum
náttúruhamfaranna vel lýst.
Ótti eftir Oddnýju Guðmunds-
dóttur er hressileg saga, sem
greinir frá óöguðum, ærið fyrir-
ferðarmiklum strákum á sveitabæ.
En þangað er sendur kjarklítill
drengur úr kaupstað, sem hefur
þó kjark til að flýja þær ógnir, sem
hann finnur í návist við drengina
á bænum.
Svanhildur Friðriksdóttir á síð-
ustu söguna Gúmmískór með gati.
Sagan gerist í þorpi nokkru fyrir
þrjátíu árum. í einum hluta þorps-
ins er krakkafjöldi sem situr al-
deilis ekki auðum höndum. Guð-
mundur í götóttu gúmmiskónum
er forsprakkinn að uppátækjum
krakkanna.
Meginatburður sögunnar er
hrekkjabragð strákanna er þeir
koma brennivíni niður í hænsin
hennar Laugu gömlu og afleiðing-
arnar láta ekki á sér standa.
Minnir frásögnin óneitanlega á
slíkan atburð í sögu Emils f Katt-
holti. Sagan er rituð með lítilli
virðingu á gömlu konunni Laugu,
nánast háðulegt, niðurlægjandi
viðhorf til útlits hennar og hugs-
ana.
Að mínu mati er lítil fyndni í
þessari sögu. Munnsöfnuðurinn í
henni sýnist mér þjóna litlum til-
gangi. Það geislar hvorki gleði né
gáski af hvörmum ungra söguper-
sóna í þessari bók.
Tilfinningaleg átök af völdum
manna, og nátturu, þar sem ungar
óreyndar sálir lúta ósjaldan í
lægra haldi eru eins og rauður
þráður gegnum alla bókina. Er líf
æskunnar í raun og veru svona
gleðisnautt? Höfundatal er aftast
í bókinni.
Raunir Tómasar
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jens Kristian Lings: Vita Watt
Útg. Attika 1985
THOMAS Watt, kennari í bók-
menntum, skrifar dagbók um
samband sem hann tekur upp
við Vitu nemanda sinn, honum
langtum yngri. Þegar dag-
bókin hefst virðist sambandið
hafa staðið nokkurn tíma og
einhverjir brestir eru komnir
í það, þrátt fyrir fjálglegar
lýsingar Watts á sælustundum
þeirra skötuhjúa. Eftir því sem
dagbókin vindur sig áfram
verður ekki lengur hægt að líta
framhjá því að samskiptin eru
augsýnilega Vitu mjög á móti
skapi, þótt hún af nærfærni
og verndartilfinningu reyni að
þrauka enn um sinn. Hún tek-
ur að vísu einhver hliðarspor,
Thomasi til mikilla sárinda.
En hann fyrirgefur og umber,
enda er ekki skýrt hvað eru
órar hans og hvað er virkileik-
inn. Þegar hún reynir síðan
loks að klippa á þráðinn, getur
hann ekki afborið kvölina og
dagbókin tekur við draumum
hans og sjúku hugarflugi og
óskhyggju, án þess að honum
lánist að greina á milli hvað
er hvað. Hann reynir að hefja
samskipti við fyrri vinkonu;
einn nemandi hans sýnir
áhuga á honum, en allt er það
fyrirfram vonlaust, vegna þess
að ástin sem hann telur sig
bera til Vitu er eins og æxli,
sem hann hvorki vill né getur
látið nema brott.
Þegar á líður magnast
óhugnaðurinn í sálinni og það
tekur ekki betra við þegar
lesandi verður áskynja um
hans líkamlega ástand líka.
Ruglaðar og brenglaðar
bernskuminningar þótt tak-
markaðar séu eiga þátt í að
Jens Krisdan Ijngs
í
í
‘f
\/l+A Ift/ATT
AT'IIKA
skapa stemmningu bókarinnar
sem um margt verður eftir-
minnileg.
Jens Kristian Lings sendi í
fyrra eða hitteðfyrra frá sér
bókina Luerne sem getið hefur
verið í þessum dálkum og fékk
góðar undirtektir í Danmörku.
Þessi bók er henni þó langtum
fremri, að mínum dómi. Eink-
um vegna eðlilegrar stígandi í
frásögninni og skýrrar per-
sónusköpunar aðalpersónunn-
ar.
Syndir feðranna
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Af öllum þeim aragrúa af sjón-
varpssyrpum, bæði langhundum
og stutthundum, sem íslenskir
innflytjendur myndbanda setja
hér á markað eru óskaplega fáar
sem eru þess virði að eyða tíma
í. Og í þær fer mikill tími. Maður
á bágt með að sjá tilganginn í
því að horfa á spólu eftir spólu
af lopatogi sem í flestum tilfell-
um er samhljóða því efni sem
íslenska sjónvarpið býður upp á
lon og don. En margar þessar
syrpur verða vinsælar á leigun-
um hér. Sem sýnir kannski bara
það, að íslenskir neytendur eru
ekkert óánægðir með það efni
sem sjónvarpið sýnir. Þeir vilja
bara meira af því sama.
Það er hins vegar löngu vitað
að bresk framleiðsla af þessu
tagi stendur þeirri amerísku
framar að öllu jöfnu. Hún er
vandaðri, áræðnari og mun síðar
höll undir formúlur. Yfirleitt eru
þessar syrpur, hvort heldur þær
eru á tveimur, þremur eða tutt-
ugu spólum, ættarsögur, hinn
langi sýningartími er notaður
fyrir frásögn af vexti og viðgangi
tiltekinnar fjölskyldu, gjarnan
frá örbirgð til auðs og valda eða
öfugt, og eru þá ólikir fulltrúar
ættarinnar í sviðsljósinu til
skiptins. Þættirnir spanna þann-
ig mörg ár, áratugi eða jafnvel
aldir. Síðan er undir hælinn lagt
hversu áhugaverðar persóriurnar
og örlög þeirra eru, og hversu vel
höfundar halda á spilunum innan
þessa forms.
Breski stutthundurinn The
Mallens eða Mallen ættin, sem
nýlega kom hér á myndbanda-
leigur, tilheyrir þessari hefð.
Strax skal ég taka fram að ég
horfði á þessa þætti sem eru
þrír talsins og taka samtals u.þ.b.
sex klukkustundir í sýningu, mér
til meiri ánægju en stundum
áður. Það stafar nú ekki af því
að þeir séu betur gerðir en geng-
ur og gerist. Reyndar eru þeir á
köflum óvenju sjúskaðir f tækni-
vinnu miðað við breska fram-
leiðslu; einkum er myndataka
stundum ómarkviss og klaufaleg.
Nei, það er sagan sem hér grípur
áhorfanda fremur en hvernig
hún er sögð. Mannen ættin er
eins konar bresk 19. aldar útgáfa
af Dallas með ívafi frá Fýkur
yfir hæðir eða Wuthering
Heights eftir Emily Bronté. Hér
er byggt á skáldsögu eftir Cath-
erine Cookson sem mun hafa
selst í meir en þremur milljónum
eintaka og segir frá örlögum
ættarinnar sem verkið heitir
eftir. Þau örlög helgast af spek-
inni gömlu um að syndir feðr-
anna komi niður á börnunum.
Höfuð Mallenþættarinnar er
óðalsbóndinn á Hæðarbakka —
villimaður og auðugur hefðar-
maður í senn, sem gengur fyrir
frumhvötunum og ómældu
magni af púrtvíni. 1 upphafi sáir
hann þeim frækornum sem sag-
an vex af þegar hann tekur unga
konu á víðavangi, bæði nauðuga
og viljuga, og úr verður barn í
brók. Sögusviðin eru lengst af tvö
— óðal feðranna og heiðarbýlið
þar sem bastarðurinn elst upp
hjá móður, fósturföður og hálf-
bróður. Á óðalinu sukkar Mallen
bóndi með syni sínum skilgetn-
um en titrandi álengdar eru tvær
ungar frænkur og barnfóstra
þeirra dyggðum prýdd. Þetta eru
snotrar dömur og prúðar en
bleikar af frygð. Svo fer að
Mallen og sonur sukka frá sér
allt fé og hið stolta setur þessar-
ar úrkynjuðu ættar verður skuld-
um að bráð. Sonurinn stekkur
burt frá réttvísinni eftir að hafa
skotið einn skuldheimtumanninn
og Mallen gamli verður upp á
dömur sínar kominn og flyst með
þeim i lítið sumarhús. Þá aukast
samskiptin milli heiðarbýlis-
fólksins og hins niðurlægða að-
als; hálfbræðurnir tveir fara að
gera sér dælt við frænkurnar
ungu, og barnfóstran siðprúða
verður býsna gleið undir gamla
nautnabelgnum Mallen.
Allt þetta gerist í fyrsta þætti
og byrjun annars, og meira til.
Og það verður að segjast eins og
er að Mallen ættin er ansi kröft-
ugur reyfari lengst af. Aðdrátt-
arafl sögunnar felst mjög í and-
stæðum pólum persónanna; hálf-
bræðurnir, hinn sterki bastarður
og hinn veiki tæringarsjúki bróð-
ir hans mæta svipuðum skautum
frænknanna, annarri harðri,
hinni mýkri. En öll samskiptin
ruglast mjög vegna ýmissa ytri
atvika sem kvikna af örlaga-
hyggju eða forlagatrú þeirra sem
mettar verkið allt. Saga Mallen
ættarinnar er saga endurtekn-
inganna. Bölvun hennar birtist i
líki hans villta tryllta ættföður
sem aldrei getur hamið besefann
á sér. Myndgerð hennar er grár
lokkur sem gengur í erfðir og
táknar eitt grátt hár hvert skipti
sem fjölskyldufaðirinn brýtur
sjötta boðorðið, að því er hann
segir sjálfur!
Mallen ættin er dálítið brokk-
geng í vinnslunni og leikurinn
misjafn utan aðalhlutverkanna.
Þau eru á hinn bóginn ágætlega
mönnuð og einkum eru þau John
Hallam sem Lammen og Carol-
ine Blakiston sem barnfóstran
eftirminnileg. Og þótt þriðji og
síðasti þátturinn fari að mestu í
að láta sem flesta af hinum
dæmdu ættliðum týna tölunni
með sem voveiflegustum hætti,
er syrpan í heild töluvert nátt-
úrumikil afþreying.
Stjörnugjöf Mallen ættin I, II 0g
III: ick'A