Morgunblaðið - 02.11.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
Viljum við enn vera
vatnsberar heimsins?
— eftir Lilju
Ólafsdóttur
Ég hlustaði á þáttinn „Eitt rif
úr mannsins síðu“ á mánudags-
kvöldið. Þar var meðal annars sagt
frá viðtali sem fréttamaður nokk-
ur átti við konur í einhverju þróun-
arlandanna. Þessar konur þurftu
að ganga marga kílómetra dag
hvern til að sækja vatn til heimil-
isins. Fréttamaður spurði hvers
vegna karlarnir sæktu ekki vatnið.
Þær flissuðu og hlógu að þessari
barnalegu spurningu og svöruðu
því til að vatnsburður væri
kvennastarf. Næsta spurning um
hvort karlar gerðu þá eitthvað
annað fannst þeim líka fyndin og
svo var að skilja sem þeim hefðu
þótt þessar spurningar miður
gáfulegar.
Mér hnykkti við þegar ég var
enn einu sinni minnt á það mis-
rétti gagnvart konum sem við-
gengst víða í heiminum og kenndi
meðal annars um lágu menntunar-
stigi, oft ólæsi, sem kemur í veg
fyrir framfarir og breytingar á
hugsunarhætti.
Kvöldið eftir horfði ég á sjón-
varpsfréttir. Þar var sýnt brot úr
skemmtidagskrá í Kvennasmiðj-
unni fyrr um daginn. Skemmtunin
virtist i því fólgin að horfa á
Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra og Guðmund J. Guðmunds-
son alþingismann og verkalýðs-
foringja búa um sjúkrarúm.
Áhorfendur, flestir konur, hlógu
að viðvaningslegum handbrögðum
þeirra. Hvorugur hefur víst starfs-
reynslu við hjúkrun. Með tilliti til
þess þótti mér frammistaða þeirra
ágæt.
Hefði það þótt ámóta fyndið að
sýna til dæmis Ragnhildi Helga-
dóttur heilbrigðisráðherra og
Guðrúnu Helgadóttur alþingis-
mann logsjóða? Ég veit ekki til
þess að þær hafi reynslu í þeim
störfum.
Er hugsanlegt að íslenskar kon-
ur séu ekki komnar lengra á undan
kynsystrum sínum í þriðja heimin-
um en svo, að þeim finnist líka
hlægilegt að sjá karla í „kvenna-
störfum".
Það er liðið að lokum kvennaára-
tugar Sameinuðu þjóðanna. Ég hef
tekið virkan þátt í jafnréttisum-
ræðu þann áratug allan og nokkuð
lengur og lít nú um öxl og rifja
upp þau viðhorf sem hafa ríkt til
jafnréttismála á þessu tímabili.
Árið 1970 þegar Rauðsokkuhreyf-
ingin hóf göngu sína. Árið 1975
sem Sameinuðu þjóðirnar helguðu
bættri stöðu kvenna í heiminu.
Árið 1980 þegar við íslendingar
kusum konu til æðsta embættis.
Árið 1985 þegar kvennaáratug lýk-
ur og stefnan er mörkuð til ársins
2000.
Margt hefur breyst. í upphafi
tímabilsins ríkti tortryggni og
andúð í garð boðbera nýrra hug-
mynda. Athugasemdir á borð við:
„Það ætti að senda ykkur á togara
og sjá hvað yrði úr ykkur“ voru
algeng rök karla fyrir því að kon-
um bæri ekki jafnrétti við þá. Og
því miður studdu ýmsar konur
þeirra mál og afneituð „öllu jafn-
réttisbrölti“.
Þá var atvinnuþátttaka giftra
kvenna 61% og hlutfall kvenna í
námi við Háskóla íslands um 21%.
Smám saman breyttist umræð-
an. Árið 1975 höfðu konur náð
víðtækri samstöðu eins og kvenna-
fríið 24. október bar vitni um.
Umræður um jafnréttismál voru
orðnar eðlilegur þáttur í þjóðmála-
umræðu, að minnsta kosti þegar
konur áttu í hlut. Lög um þriggja
mánaða fæðingarorlof voru sam-
þykkt og atvinnuþátttaka giftra
kvenna var komin upp í 73%.
Árið 1980 kusu Islendingar sér
forseta. Kosningabaráttan var líf-
leg eins og áður í slíkum tilvikum
og mikil umfjöllun í fjölmiðlum.
Nú voru það ekki einungis konur
sem beittu fyrir sig rökum um
jafnrétti kynja. Stór hópur karla
tók i sama streng í opinberri
umræðu.
Langt er nú liðið á árið 1985.
Hjáróma og mjóar eru raddir
þeirra sem enn amast við jafn-
réttismálum. í Kvennasmiðjunni
hitti ég á dögunum kvenkyns vél-
stjóra sem kvaðst ágætlega kunna
við sig á togurum.
Konur eru nú 45% af stúdentum
Lilja Ólafsdóttir
við Háskóla Islands og atvinnu-
þátttaka allra kvenna tæp 80%.
Kvenmannslausum starfsgreinum
og reyndar karlmannslausum líka
fækkar stöðugt þótt kynskipting í
störfum sé enn áberandi. Augu
umheimsins beinast oft að íslandi
þegar leitað er forystu í jafnréttis-
málum.
Að mínu mati má líkja breyting-
um síðustu ára á þessu sviði við
byltingu. Fimmtán ár eru ekki
„Er hugsanlegt að ís-
lenskar konur séu ekki
komnar lengra á undan
kynsystrum sínum í
þriðja heiminum en svo,
að þeim finnist líka
hlægilegt að sjá karla í
„kvennastörfum“?“
langur kafli í menningarsögu okk-
ar.
En veigamiklar undantekningar
eru frá hinni hröðu framþróun.
Meðal annars gefa opinberar tölur
til kynna að launamisrétti sé enn
áberandi í mörgum starfsgreinum.
Hvar er skýringanna að leita?
Gætu þær að hluta til legið í því
að sá rótgróni hugsunarháttur
leyndist enn í hugskoti kvenna að
störf þeirra séu lítilmótleg og
einföld?
Finnst þeim ástæða til að skop-
ast opinberlega að þeirri hugmynd
að karlar gegni þeim?
Gera þær ráð fyrir að einhver
geti unnið þessi störf með fag-
mannlegum handbrögðum án
nokkurrar starfsreynslu?
Lilja Ólafsdóttir er framkræmda-
stjóri i Reykjarík.
Hvað og hvar eru sjúkraliðar?
— eftir Hrefnu
Birgittu Björnsdóttur
„Mér finnst lágmark að almenn-
ingur fái að vita að enn sé á spit-
ulunum starfandi stétt, sem ber
heitið sjúkraliðar.“
Hvað og hvar eru
sjúkraliðar?
Í Morgunblaðinu 22. október
1985 las ég fréttatilkynningu frá
Borgarspítalanum, þar sem segir
meðal annars: „Undanfarna mán-
uði hafa verið framkvæmdar mikl-
ar breytingar á skurð- og lyflækn-
ingadeildum Borgarspítalans, sem
miða að bættri vinnuaðstöðu. Er
þetta tilraun af spítalans hálfu að
laða til sín hjúkrunarfræðinga."
Síðar í greininni segir: „Undan-
farið hefur verið mikill skortur á
hjúkrunarfræðingum til starfa og
því ekki verið hægt að reka allar
deildir spítalans með fullum af-
köstum." Tilvitnun lýkur.
Þegar ég las fréttatilkynningu
þessa varð mér ljóst að stjórn
Borgarspítalans hefur greinilega
gleymt að til er starfandi stétt á
spítalanum sem ber heitið sjúkra-
liðar og kæmi mér ekki á óvart að
einmitt sú stétt væri sú fjölmenn-
asta þar. Jafnframt hef ég heyrt
því fleygt að Borgarspítalann
skorti nú yfir 60 sjúkraliða en ca.
25 hjúkrunarfræðinga. Nú væri
gaman að fá að vita hvaða breyt-
Eigendur og starfsmaður Bflaness.
Bflasalan Bflanes NjarÖvík:
Morgunblaðift/EG.
Mikil sala á nýjum og notuðum bflum
MIKIL sala var á nýjum bílum
um síðastliðna helgi hjá Bílasöl-
unni Bílanes í Njarðvíkum. Þá
fór fram sýning á bílum frá
Heklu hf., en bílasalan er að taka
við umboði þess fyrirtækis á nýj-
um bílum á Suðurnesjum.
„Viðbrögðin við sýningunni
voru mjög góð. Við áttum alls
ekki von á þessu“ sagði Randver
Ragnarsson bílasali í samtali við
Morgunblaðið, aðspurður um
hvernig sýningin hefði gengið.
Hann sagði ennfremur að alls
15-20 bílar væru þegar seldir.
Bílasalan Bílanes hefur auk
umboðs fyrir Heklu hf. umboð á
nýjum bílum frá Daihatsu. Þá
selur Bílanes einnig notaða bila.
Eigendur bílasólunnar eru Rand-
ver Ragnarsson og Erlingur
Hannesson, en þeir keyptu fvrir-
tækið í júlimánuði sl. Auk þeirra
starfar Skafti Þórisson við sðl-
una.
Randver Ragnarsson sagðist
vænta þess, að Suðurnesjamenn
þyrftu ekki lengur að fara til
Reykjavíkur til að eiga bílavið-
skipti, hvorki varðandi nýja bíla
eða notaða.
E.G
ingar verða gerðar á Borgarspítal-
anum þegar stjórnin hefur „laðað“
til sín þá hjúkrunarfræðinga sem
þurfa þykir, og stendur frammi
fyrir því að þurfa að loka deildum
vegna sjúkraliðaskorts, sé nú lög-
verndað eða ætla þeir enn að ráða
ófaglært fólk þó svo að starf
sjúkraliða og þvf óheimilt að ráða
í störf þeirra?
Hversu lengi er t.d. hægt að reka
B-deildir (öldrunardeildir B.sp.)
spítalans án sjúkraliða?
Hvers vegna eru sjúkraliðar
ekki Iaðaöir að með t.d. föstum
vöktum eða plássum á barnaheim-
ili spítalans? Nú, ef ekki er til pláss
þá mætti aðstoða við greiðslu til
dagmæðra.
Eg held að sjúkraliðar hljóti að
fara að vakna upp af svæfingunni
og hver veit. Þá vakna kannski
fleiri.
Ekki vanmet ég störf hjúkrunar-
fræðinga, starfsstúlkna eða ann-
arra starfsmanna spítalanna en ég
get ekki lengur sætt mig við að
hálfur sannleikurinn sé sagður.
Mér finnst lágmark að almenning-
ur fái að vita að enn sé á spítulun-
um starfandi stétt, sem ber heitið
sjúkraliðar.
Til þess að gera almenningi
nokkra grein fyrir störfum sjúkra-
liða langar mig að nefna nokkur
af störfum þeirra.
Þegar sjúklingur dvelst á spít-
ala, er hann oft rúmfastur ein-
hvern hluta legu sinnar. Á þeim
tíma þarf hann mikla umönnun
bæði andlega og líkamlega. Það
kemur í hlut sjúkraliða í flestum
tilvikum að aðstoða sjúkling með
t.d. þvott, mat, bekken o.fl. Þegar
sjúkling vanhagar um eitthvað
hringir hann bjöllu og sjúkraliðinn
svarar því kalli í flestum tilvikum.
Af þessu leiðir að sjúkraliðinn er
sá aðili sem mest samband hefur
við sjúklinginn og getur því oft
fengið innsýn í andlegt ástand
hans. Sjúkraliðinn kemur upplýs-
ingum um ástand sjúklings til
hjúkrunarfræðings, sem síðan
metur hvort ástæða sé til að hafa
samband við lækni eða ekki. Ef
hættuástand skapast hjá sjúkling
er æskilegt að hjúkrunarfræðing-
ur dveljist hjá honum en sjúkralið-
inn sér þá um að kalla út sérfræði-
lega aðstoð.
Þetta eru að mfnu mati veiga-
mestu störf sjúkraliða en of langt
mál yrði að telja upp öll önnur
störf þeirra á deildunum. Deildirn-
ar hafa mismunandi þarfir þar
sem þeim er skipt eftir sérfræði-
legri þekkingu þeirra lækna sem á
Hrefna Birgitta Björnsdóttir
Ég held öllum ætti að vera ljóst,
að eftir því sem starfsfólkið er
betur menntað og þjálfað í sínum
störfum ætti sjúklingurinn að vera
öruggari með sitt líf.
Nú hefur nám hjúkrunarfræð-
inga verið flutt á háskólastig. Við
það hefur námstími þeirra lengst,
en í staðin hafa þeir fengið nokkr-
ar krónur í leiðréttingu launa
sinna. Enginn hefur talað um leið-
réttingu á launum sjúkraliða þó
námstími þeirra sé nú þrjú ár í
stað tveggja. Enginn talar um
álagsgreiðslu yfir sumartímann
þegar ófaglært fólk, oft hjúkrunar-
fræðinemar í 1. ári, sem aldrei
hafa komið inn á sjúkrahús, er
ráðið í sumarafleysingar fyrir
sjúkraliða. Þá þurfa þeir sjúkralið-
ar sem ekki eru í sumarfríum oft
að bera margfalt það álag sem
annars er. Þeir þurfa að stunda
t.d. kennslu, sem er að sjálfsögðu
ólaunuð, já, þá er nám þeirra metið
og þeir nógu góðir í sínu fagi.
Nei, sjúkraliðar, nú ættum við
að vakna upp af værum svefni og
láta vita að við erum enn að störf-
um við aðhlynningu sjúkra og
ætlum okkur að vera við þau störf
í framtíðinni.
Stöndum saman, stöndum vörð
um starfsheiti okkar, sjúkraliði.
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir