Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 16

Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 16
16 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 c Árni Sigfússon „Eftir að hafa leitast viö að finna ríkisrekstri rétt- an stað í samfélagi okkar, greina erfiðleika slíks rekstrarforms og lýsa samanburðarat- hugunum á ríkisrekstri og einkarekstri, fjallar þessi fjórða og síðasta grein um nauðsyn og möguleika á hagræðingu í ríkisrekstri. Ljóst er að ýmsar leið- ir eru sýnilegar en fáar færar, nema til komi stuðningur almennings, og aukinn efnahagslegur og pólitískur styrkur.“ töldu þennan þátt hafa haft slæm- ar afleiðingar í för með sér. Þegar starfsmenn voru spurðir hversu vel þeir teldu að hafi verið staðið að síðasta mati á störfum þeirra voru 52% ánægðir með lyktir, 28% óvissir og 18% óánægðir. (Public Personnel Management, Vol. 14, No. 2, Summer 1985, IPMA) Hafa ber í huga að kerfið „refsaði" starfsmönnum ef starfsmat gaf til kynna alls ófullnægjandi árangur miðað við sett markmið. Möguleikar á starfsmati sem þessu byggja auðvitað á því að yfirmaður sé hæfur til þess að meta störf starfsmanns og að starfsmaðurinn sjálfur telji svo vera. Þetta er síður en svo sjálfsagt mál. Hugmyndir sem þessar hljóta að vera athyglisverðar fyrir ís- lenskar aðstæður. Auðvitað þarf að aðhæfa þær okkar þjóðfélag- skerfi og aðstæðum. Þannig reyn- ist t.d. verulegt vandamál að að- hæfa stöðulækkanir og brottrekst- ur samningum og æviráðningar- kerfi íslenskra ríkisstarfsmanna. Ég tel líka að mikið þurfi að ganga á, og starfsmaður þurfi að vera verulega „slæmur" til þess að til slíkra „neyðarráðstafana" þurfi að grípa. Þetta gildir í umhverfi þar sem hagræðingarátakið er fólgið í öðru en að fækka verulega í starfs- liði hins opinbera. En það er ljóst að veruleg umbylting væri fólgin í því að hverfa frá stöðuhækkunum og launahækkunum bygggðum á starfsaldri til umbunar samkvæmt gæðum og afköstum starfsmanns. Eg er þó sannfærður að hér mætti finna æskilega samsetningu þess- ara tveggja þátta. Það jákvæðasta við ofangreind- ar hugmyndir varðandi starfs- matskerfi er að markmiðin eru færð nær starfsmanni sjálfum og Forsendur hagræð- ingarátaks Rekstur á vegum hins opinbera hlýtur að vera eingöngu sá rekstur sem almenningur hefur samþykkt að til skuli stofnað í gegnum full- trúa sína á Alþingi. Fyrir löggjaf- ann hefur þannig verið lögð fram hugmynd, frumvarp, um stofnun ákveðinnar þjnustu. Krafa okkar á að vera sú að löggjafinn tilgreini mjög skýr markmið fyrir þeirri þjónustu sem veita skal. Hvert er nákvæmt verksvið stofnunar, hvernig er henni unnt að fram- kvæma markmiðin, hvernig á hún að gera það og hvernig ekki? Hvernig skal stofnunin fjármagna þessa þjónustu? Þessa þætti vil ég nefna sem forsendur rekstrar- hagræðingar. Því til lítils er að kukla í rekstrarhagræðingu þegar mjög óljóst er hver eiginleg verk- svið stofnunar eiga að vera. Lög- gjafanum hefur brugðist bogalist- in í þessu efni. Alltof oft hafa lög verið sett án þess að markmiðin séu nægjanlega skýr og að tryggt sé a þau séu í raun framkvæman- leg. Eg hef áður minnst á að eitt helsta vandamál við opinberan rekstur er hin óljósa markmiða- setning. Hér er því vandamálið fyrst og fremst löggjafans, og hann verður að sækja til saka áður en menn leysa sig undan ábyrgð með því að benda á skrifræðið. Hafi stofnun skýr markmið til að fylgja, er fyrst kominn grund- völlur til þess að meta starf hennar og sneiða af verkefni sem löggjaf- inn hafði ekki ætlað stofnuninni að framkvæma. Þegar markmið stofnunar hafa þannig verið greind og fáguð er loksins kominn grund- völlur til þess að kanna með hvaða hætti megi vinna störfin betur og hagkvæmar. Algengt er að kannað sé vinnuálag í hverju starfsgildi og reynt að fá jafnari, fulla nýt- ingu á þeim starfsgildum sem fyrir eru. Til er róttækari leið. Hún er sú að starfsgildi hverrar stofnunar eru algjörlega endursköpuð. Þann- ig eru markmið stofnunarinnar, þjónustan sem henni ber að veita, notuð til þess að skapa ný starfs- gildi, sem best samræmast tilskip- aðri þjónustu. Viðgætum ímyndað Tilgangur stéttarfélaga er að verja hagsmuni félagsmanna þegar að þeim er vegið. En andstaða gegn breytingum er líkleg til að vera eitt erfiðasta vanda- málið í ríkisrekstri. ljón eru í veginum. Ef hagræðing- arhugmyndir eru ekki stöðugt á sveimi rennur hagræðingarátakið gjarnan inn í hringrás breytinga- skeiðs, stöðnunar og hrörnunar. Slík hringrás hefur fremur leitt til hrörnunarástands þegar til langs tíma er litið. Þessar tíma- bundnu hagræðingartilraunir hafa mjög verið bundnar pólitísk- um vilja æðstu stjórnenda. Hrörn- unartilhneiginguna má rekja að hluta til hinna óljósu og víðu markmiða. Þegar svo er ástatt vill „hagræðingin" oft enda samkvæmt „Parkinsons lögmálinu" þar sem vinna þenst út í réttu hlutfalli við þann tíma sem gefinn er til að ljúka verkinu. Undir slíkum kring- umstæðum er hættan einnig sú að áhugasamir stjórnendur „hag- ræði“ með því að leita að auknum verkefnum út fyrir hin upphaflegu markmið stofnunarinnar — til mati skyldu svo notaðar til þess að ákveða hvort endurþjálfunar starfsmanns sé þörf, tilfærslur í hentugra starf eða hvort verð- launa skuli starfsmenn á einhvern hátt. Reyndar gerir þetta amerlska kerfi ráð fyrir að með þessu móti sé einnig hægt að segja óhæfum starfsmönnum upp störfum eða lækka menn í tign til jafns við betri laun og stöðuhækkanir. Eins og áður segir eru markmiðin, sem keppa skal að, sett í samráði við starfsmann og mætti því ætla að hver og einn geti haft töluvert um það að segja hvað hann telur æskilegt vinnuálag. Starfsmaður- inn metur svo skriflega hvernig til hefur tekist í lok hvers starfsmats- tímabils sem getur verið nokkrir mánuðir eða eitt ár. Yfirmaður starfsmannsins gerir það einnig. Heildarmat er svo byggt að megin- hluta á þessum tveimur mats- gerðum. Aðferð þessi byggir á að hlutaðeigandi einstaklingar séu sáttir við hana. Misvel hefur gengið að koma þessu starfsmatskerfi i fram- kvæmd. Árið 1980, einu ári eftir að þessu kerfi hafði verið komið á í Washington-ríki í Bandaríkjun- um, var gerð ítarleg athugun á afstöðu starfsfólk f ríkisrekstri til hins nýja kerfis. Leitað var álits hjá 30 þúsund ríkisstarfsmönnum í 50 ríkisstofnunum. Heildarsvör voru mjög jákvæð gagnvart hinu nýja kerfi. Hvað varðar þann þátt að starfsmenn meti sjálfir frammistöðu sína, var tekið 1000 manna handahófsúrtak úr hópi ríkisstarfsmanna. 45% úrtaksins töldu þennan þátt vera mjög já- kvæðan, en tæp 30% höfðu ekki gert upp hug sinn í þessu máli. Rúmlega 10% töldu kerfið ekki hafa áhrif og 14,4% úrtaksins hann verður meðvitaðri á um- hverfi sitt. Þessi siðastnefndi þátt- ur er nauðsynleg forsenda þess að hagræðingarmálum verði viðhald- ið í stofnuninni. Við þekkjum eflaust flest dæmi þess að yfir- stjórn fyrirtækja hefur tekið sig til og óskað eftir tillögum og ábendingum um hagræðingu hjá starfsmönnum. En þvi miður er hægt að nefna fá dæmi þar sem hagræðingartillögur hafa borist frá starfsmönnum. Þó er ljóst að starfsmenn hljóta að hafa bestu þekkinguna á hvernig eðli starfs þeirra er og hvort ákveðnar hag- ræðingartillögur geta gengið. Mál- ið er að gera þá jákvæða fyrir mögulegum breytingum. Kostur starfsmatskerfisins er sá að góðir starfsmenn eru metnir að verðleik- um og aukin krafa um vandaðri vinnubrögð hvetur þá til þess að benda á það sem betur mætti fara Um einkarekstur — ríkisrekstur. 4. grein: Hagræðing í opin- berum rekstri — eftir Árna Sigfússon Efnahagslegar þrengingar og óánægja með aukna fjárþörf hins opinbera hafa kallað á löngu tíma- bæra umræðu um hvernig megi auka hagræðingu í opinberum rekstri. Svipuð umræða á sér stað um öll Vesturlönd, með mismun- andi áhersluþáttum þó. ísland hefur ekki farið varhluta af þess- ari umræðu þótt erfiðlega hafi gengið að finna lausnir sem meiri- hlutinn hefur orðið ásáttur um. Fyrri greinar mínar hafa leitast við að skýra tilgang og verksvið hins opinbera reksturs og bera saman einkarekstur og ríkisrekst- ur þar sem það hefur átt við. Þótt erfitt sé að alhæfa út frá þeim upplýsingum sem ég hef áður til- greint, virðist nokkuð ljóst að ákveðin form einkareksturs geta vel komið í auknum mæli að hlið hins opinbera rekstrar, i sumum tilvikum leyst hann af hólmi, en í öðrum tekið við afmörkuðum verk- þáttum undir stjórn hins opinbera. Á fleiri sviðum er þó ljóst að rekst- ur undir yfirstjórn ríkisfyrirtækja mun halda áfram. Ég mun hér ræða um þann þátt, þ.e. möguleika á því að bæta ríkisrekstur í ís- lensku samfélagi. okkur stofnun sem þannig væri endurskoðuð frá grunni. Fyrst eru markmiðin skoðuð. Þá er kannað með hvaða hætti sé hagkvæmast að ná þessum markmiðum. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir er kannað hvað mörg starfsgildi þurfi til þess að framkvæma umrædda þjón- ustu. Nákvæm starfsgreining fer fram á hverju starfsgildi til þess að tryggja jafnt vinnuálag og fulla nýtingu. Þessu fylgir gjarnan mat á þeirri lágmarks þekkingu og hæfileikum þess starfsmanns sem í starfið skal ráða. Með þessu móti ætti sem best hagkvæmni að nást en kostnaðarlegur og gæðalegur samanburður er síðan stöðugur fylgifiskur stofnunarinnar. Þessi vinnubrögð kunna að hljóma nokkuð vélræn, en það eru þau alls ekki. Ljóst er að mikið af þessu mati, sem á ytra borði virðist vélrænt, er mjög flókið og fullt af viðkvæmum mannlegum vandamálum. Þessi vinnubrögð krefjast mjög mikillar sérþekking- ar á störfum viðkomandi stofnana og pólitískrar stjórnunar. Mér er kunnugt um að stjórnendur og starfsmenn ýmissa íslenskra ríkis- stofnana hafa vissulega gert at- hyglisverðar tilraunir til þess að ná betri starfsnýtingu. En ýmis þess að fylla upp í auðan tíma, fremur en hreinsa markmiðin og fækka starfsgildum eða halda þeim í horfinu. Þörfin fyrir starfsmatskerfi Verulegt hagræðingarátak þýðir jafnan fækkun starfsfólks, þar sem það er jafnan kosnaðarsam- asti þáttur þjónustunnar. En þar sem hægt er að koma við hagræð- ingu án fækkunar starfsmanna á megin áherslan að vera sú að hæfileikar starfsmanna fái sem best notið sín. Á seinni hluta kjörtímabils Jimmy Carters Bandaríkjaforseta voru athyglisverð lög samþykkt í þessu veru (The Civil Service Re- form Act frá 1978), sem m.a. kveða á um að nokkurs konar starfsmats- kerfi skuli komið á stofn fyrir ríkisstarfsmenn. Þetta kerfi skyldi meta með ákveðnu millibili störf starfsmanna hvað gæði og afköst varðar, með því að hver starfsmað- ur setji sér ákveðin markmið, í samvinnu við yfirmann sinn, til að keppa að á ákveðnu starfstíma- bili. Niðurstöður af þessu starfs-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.