Morgunblaðið - 02.11.1985, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
Hugmynd um nýtt sUrfsmatskerfí fyrir opinbera starfsmenn g*ti mjög líklega verið raunhæfasU hagræðingarhug-
myndin. SUrfsmaðurinn setur sér markmið að keppa að, í samráði við yfírmann sinn, og metur svo með honum
hvernig til hefur tekist í lok fyrirfram ákveðins tímabils, sem haft gæti í för með sér breytingar á högum starfsmanns.
í fyrirtæki þeirra svo settu mark-
miði sé náð. Framkvæmd slíks
kerfis gæti mjög líklega orðið
raunhæfasta hagræðingarhug-
myndin í opinberum rekstri.
Reynsla Bandaríkja
stjórnar
Margt má læra af ýmsum hag-
ræðingartilraunum í bandarískum
ríkisrekstri. Reagan stjórnin hefur
nokkuð aðra áherslu á hagræðing-
armál í opinberum rekstri en til-
raunir Carter stjórnarinnar. Ýms-
ar breytingar sem gerðar voru i
tíð Carter stjórnarinnar eru þó enn
virkar og má þar nefna grunnhug-
myndina að starfsmatskerfinu.
Slíkar hugmyndir starfa við hlið
nýrri og „harðari" hugmynda
Reagan stjórnarinnar, sem krefst
mun augljósari og skjótari hag-
ræðingarárangurs en fyrri stjórn-
ir.
Hagræðingarhugmyndir í opin-
berum rekstri eru ekki nýjar af
nálinni í Bandaríkjunum. Stjórn-
völd hafa jafnan haft uppi hug-
myndir um að koma á samanburði
á getu ríkisfyrirtækja og einkafyr-
irtækja. Hins vegar hafa fram-
kvæmdir verið mjög takmarkaðar
þar til nú. Fyrstu hugmyndir og
áætlanir um rekstrarlegan saman-
burð á vegum hins opinbera má
rekja til Eisenhowers forseta frá
1954. Með tímanum þróuðust þess-
ar hugmyndir í hina svonefndu
A-76 reglu frá 1966. Sú regla lagði
áherslu á að hinu opinbera bæri
að forðast viðskiptalega þátttöku
í atvinnulífinu. Einkarekstur í stað
opinbers reksturs var talinn mark-
mið til að keppa að — jafnvel þótt
ekki lægi fyrir kostnaðarsaman-
burður — og miðstýring í ríkis-
rekstri var gagnrýnd.
Það var þó ekki fyrr en árið
1978 sem fyrsta rannsóknin var
gerð á hvernig A-76 væri fram-
kvæmd. í ljós kom að framkvæmd
og þar með árangur voru harla
lítil. Fjárlaga- og hagsýslustofnun
Bandaríkjastjórnar, OMB, endur-
skoðaði áhersluatriði A-76 regl-
unnar árið 1979 sem olli nokkru
umróti í rekstri hins opinbera. Nú
var í fyrsta sinn gerð alvarleg til-
raun til þess að skapa samkeppni
innan opinberra stofnana, sem
höfðu aldrei áður verið krafðar um
kostnaðarlega hagkvæmni í
rekstri. Þessi krafa varð nú megin-
krafa í framkvæmd A-76.
Á síðasta ári höfðu 160 þúsund
starfsgildi í opinberum rekstri
verið greind til kostnaðarsaman-
burðar, en það var aðeins helming-
ur þess fjölda sem OMB hafði talið
mögulegt og æskilegt að búið væri
að bera saman fyrir árslok.
Takmarkadur
samstarfsvilji
Þessi takmarkaði vilji ýmissa
stofnana í opinberum rekstri varð
til þess að OMB ákvað að sýna
klærnar á þessu ári og taka beinan
aukinn þátt í þessum kostnaðar-
samanburði. Hafist var handa við
að greina ástæður fyrir tregðu
ýmissa stofnana til samstarfs um
hagræðingarátak. Joseph R.
Wright, aðstoðarframkvæmda-
stjóri OMB greinir frá þessum
þáttum í fróðlegri grein er birtist
í The Federal Managers, Vol 3,no
1, Winter 1985. Greinargerðin var
unnin af Logistic Management
Institute. Niðurstöður greinar-
gerðarinnar eru m.a. þær að
hræðsla starfsmanna við að missa
starfið reyndist vera langsterkasti
hvatinn fyrir að út í rekstrar-
hagræðingu var farið. Rannsókn-
araðili heldur því fram að ef þessi
ótti við starfsmissi hefði ekki verið
fyrir hendi, hefði hvati til bætts
rekstrar ekki náð inn til yfir-
manna og starfsmanna fyrirtækj-
anna. Eðlilega er síður en svo
auðvelt fyrir menn að kyngja slík-
um fullyrðingum og heldur hljóm-
ar yfirlýsing þessi einhæft. En í
greinargerðinni eru tekin dæmi til
stuðnings þessari fullyrðingu. Eitt
dæmið segir frá opinberri skrif-
stofu i tengslum við herinn sem
hafði verið skipað að undirbúa sig
undir að leggja út í samkeppni við
önnur fyrirtæki um þjónustu sem
hún hafði sjálf áður einokað. Veru-
legt hagræðingarátak var þegar
skipulagt og bent var á stórkost-
legar sparnaðarleiðir fyrir skrif-
stofuna. En þegar tilkynning barst
ofan frá um að hætt hefði verið
við að reka umrædda þjónustu á
samkeppnisgrundvelli, stakk
skrifstofan öllum hagræðingar-
pakkanum undir stól. Hræðslan
við samkeppni, óttinn við að lifa
ekki af, hafði verið eini sparnaðar-
hvatinn sem greinanlegur var.
Skýrslan bendir enn fremur á að
áberandi hafi verið hvað opinberar
stofnanir, sem undirbúa skyldu
störf á samkeppnisgrundvelli,
reyndu að fresta öllum slíkum
undirbúningi líkt og í von um að
„hættan" liði hjá“.
Samanburður milli
ríkisstofnana
Samanburður á rekstri ríkis-
fyrirtækja og einkafyrirtækja er
ekki eina leiðin sem fær er í leit
að rekstrarhagræðingu. Nú er í
auknum mæli farið að bera saman
sambærileg störf á milli ríkis-
stofnana, á kostnaðargrundvelli.
Þarna gefst annað tækifæri fyrir
stofnanir til þess að keppa um
hagkvæmustu notkun á fé skatt-
borgaranna. Leitað er svara við
því hvar hagkvæmast sé að fram-
kvæma ákveðin verk í ríkisstofn-
unum, hvar megi þar breyta og
hvernig.
Áhersluverkefni
Þriðja leiðin sem farin er, í leit
að rekstrarhagræðingu, er sú að
greind eru ákveðin megin-starfs-
svið tæknilegs eðlis, sem líkur eru
á að megi spara fé fyrir hið opin-
bera. Hér er því áherslan ekki á
einstaka stofnun, heldur sérstök
tæknileg málefni sem varða mjög
margar stofnanir.
OMB hefur tekið til við þessi
vinnubrögð. Á þessu ári leggur
stofnunin áherslu á þessi sérsvið:
ritvinnslu, bókhald, lánamál fyrir-
tækja, mannvirkjagerð og við-
haldsþjónustu, þjálfun starfsfólks,
persónulega þjónustu, fæðisþjón-
ustu, póstmál fyrirtækja og skjala-
geymslu, bókasöfn, nýtingu
geymsluaðstöðu, bifreiðaþjónustu,
og vélaviðhald. Leitað er að hent-
ugasta fyrirkomulagi til þess að
framkvæma markmið þessarar
þjónustu á fullnægjandi hátt. OMB
leggur áherslu á að ljóst sé að
þessir þættir geti ekki allir keppt
við einkarekstur. Hér er því ekki
eingöngu verið að afhenda verk-
efni til einkafyrirtækja. En það
er gert ef það á við og er talið
hagkvæmara. Þar sem verkefni er
áfram í höndum opinberrar stofn-
unar er gerður samanburður innan
stofnana eða á milli þeirra.
Aðeins eru aðskilin fjögur verk-
svið frá þessari greiningu, sam-
kvæmt upplýsingum OMB. Þau
eru: 1. Smáir sértækir verkþættir
sem eðli samkvæmt er ekki unnt
að bera saman við aðra verkþætti.
2. Verkþættir sem unnir eru af
fötluðum eða öðrum sérréttinda-
starfsmönnum í starfi hjá hinu
opinbera. 3. Stefnumótandi
ákvarðanataka og útboðsstjórnun.
4. Sérstök varnarmálaverkefni.
Mótbyr
Það dylst vonandi engum að
flest stór hagræðingarverkefni
fást við sparnað, sem að mestu er
fólginn í fækkun starfsliðs. Það
er að sjálfsögðu krafa almennings
að ef unnt sé að framkvæma þjón-
ustu fyrir borgarana á betri og
hagkvæmari hátt, þá skuli það
gert. Það kemur okkur einnig
ekkert á óvart þótt fari um ein-
hverja af hinum 2,8 milljónum
bandarískra ríkisstarfsmanna
þegar gengið er hart fram í rekstr-
arhagræðingu.
Þegar haft er í huga að unnt sé
að auka laun starfsmanna er vinna
vel og segja þeim upp sem illa
vinna, eftir ítrekaðar tilraunir til
þess að bæta getu þeirra, þá lítur
málið alls ekki svo illa eða ósann-
gjarnt út. En íslenskt ríkisstarfs-
mannakerfi er ekki svo einfalt.
Fast skorðað æviráðningarkerfi,
vinargreiðinn og pólitískir svifti-
vindar sjá til þess. Að auki ber að
hafa í huga að um leið og ríkis-
starfsmönnum fækkar, minnkar
máttur stéttarfélags þeirra og því
berst það með oddi og egg gegn
fækkunartilhneigingum, auk þess
sem tilgangur þess er einmitt að
verja þessa hagsmuni félaga sinna.
Þetta eru engin ný sannindi. Það
er einnig ljóst að þegar menn sjá
atvinnu sinni hætt, losnar í þeim
fítonskraftur til þess að fjarlægja
hættuvaldinn af sjónarsviðinu.
Flokksstimplar og stjórnmála-
skoðanir skipta þá oftast litlu.
Hagræðingarátak sem ekki gerir
ráð fyrir þessum mannlegu þáttum
og reynir ekki að aðstoða við lausn
þeirra vandamála sem það skapar
ýmsum starfsmönnum sínum, er
dæmt til að mistakast. En and-
staðan gegn breytingum er erfið-
asta vandamálið í íslenskum ríkis-
rekstri. Við munum og höfum
getað hagrætt örlítið til án þess
að slíkt hafi fækkun starfsmanna
í för með sér, en við munum aldrei
geta hagrætt verulega án þess að
það muni kosta einhverja starfið.
I mjög mörgum tilvikum hefur
hagræðingarátak í för með sér
endurþjálfun starfsmanna sem er
mjög mikilvæg forsenda þess að
bættum rekstri sé stöðugt við-
haldið. Einnig er hætta á að ótti
við breytingar á högum starfs-
manna nái að yfirbuga allar hug-
myndir um breytingar.
Hagræðingarátak í opinberum
rekstri verður því að vera tilbúið
að taka á þeim vandamálum sem
það skapar. Fyrst og fremst ber
að huga að hættu á atvinnuleysi.
Þessi umhyggja fyrir þeim er
missa vinnu sína er ef til vill
ekkert sjálfsögð í hagfræðiformúl-
um, en hún þykir sjálfsögð í þeim
þjóðflagslega veruleika sem við
búum við. Aukin atvinnutækifæri
annarsstaðar eru því í raun nauð-
synleg forsenda verulegrar ríkis-
hagræðingar í okkar pólitíska
veruleika.
Höfundur er rid háskólanim í
rekstrarhagfrædi og stjórnunar-
fræói í tíandaríkjunum. Hann er
fyrrrerandi framkræmdastjóri full-
trúaríds sjálfstæóisfélaganna í
Reykjavík.
Sendum um\
V allan heim:
s
Núeru
jólasveinar
komnir
á kre”
glugganum
okkar...
til aö minna ykkur
á, aö óöum styttist til jóla
og aö betra er aö hafa tímann fyrir sér
ef jólagjafirnar til vina og kunningja
erlendis eiga aö ná fram í tíma ...
Við göngum frá og sendum
jólapakkana um allan heim.
Allar sendlngar eru fulltryggðar
yður að kostnaðartausu.
RAflHAGERDIN
HAFNARSTRÆTI 19