Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
*
Eiður Guðnason um úteendingar um kapalkerfi í Olafsvík:
„Ekki jafnalvarlegt mál og mál
frjálsu útvarpsstöðvanna í fyrra
„AUÐVITAÐ get ég ekki komið í
veg fyrir slíkar útsendingar, en vissu-
lega tel ég þetta ólöglegt," sagði
Eiður Guðnason alþingismaður (Al-
þýðuflokki) þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins spurði hann hvort hann
liti útsendingar í lokuðum sjónvarps-
kapalkerfum öðrum augum, en út-
Morgunblaðið/Júlíus
F.v. Elísabet Bjarklind Þórisdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir halda hér á_
mynd Júlíönu Sveinsdóttur „Kona við sauma“, en hún er af móður listakon-
unnar, Guðrúnu Runólfsdóttur.
Gerðuberg:
Sýning á myndverkum kvenna,
f eigu Reykjavíkurborgar
SÝNING á myndverkum eftir konur,
í eigu Reykjvíkurborgar, verður opn-
uð í Gerðubergi á morgun, sunnnu-
dag. Alls eru 28 verk á sýninguni eftir
tíu listakonur sem allar eru látnar.
Alls eru í eigu Reykjavíkurborgar
um 90 verk eftir konur og hefur
verið ákveðið að sýna þau öll á
tveimur sýningum. Á þeirri fyrri,
sem opnuð verður á morgun, verða
sýnd verk látinna kvenna en á siðari
sýningunni, sem opnuð verður í
janúar nk., verða sýnd verk eftir
núlifandi listakonur.
Á sýningunni í Gerðubergi eru
aðallega málverk en einnig nokkrar
höggmyndir og ofin veggteppi. Átta
málverk eru eftir Júlíönu Sveins-
dóttur (1889-1966), þar af sjö sem
faðir hennar, Sveinn Jónsson, færði
skjalasafni Reykjavikurborgar að
gjöf.
Þá eru þrjú málverk eftir Krist-
ínu Jónsdóttur (1888-1959), eitt
eftir Barböru Árnason (1911-1976),
tvö eftir Eyborgu Guðmundsdóttur
(1924-1977), eitt eftir Maríu H. ól-
afsdóttur (1921-1979), fimm eftir
Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og
tvö eftir Ragnheiði Jonsdóttur
(1917-1977). Gerður Helgadóttir
(1928-1975) á glermynd og brons-
styttu á sýningunni, Gunnfriður
Jónsdóttir (1889-1968) koparstyttu
og Vigdís Kristjánsdóttir (1904-
1981) þrjú ofin veggteppi.
Guðrún Erla Geirsdóttir og El-
ísabet Bjarklind Þórisdóttir, for-
stöðumaður Gerðubergs, áttu hug-
myndina að sýningunni og hafa þær
annast allan undirbúning. Sögðu
þær í samtali við Morgunþlaðið að
þetta væri fyrsta sýningin, sem
haldin væri á verkum kvenna, í eigu
Reykjavíkurborgar. Verkin prýddu
öll hinar ýmsu stofnanir borgarinn-
ar sem sumar væru ekki opnar
almenningi, og gæfist fólki nú gull-
ið tækfæri til að skoða öll verkin á
einum stað.
Sýningin í Gerðubergi opnar sem
fyrr segir á morgun, sunnudag, kl.
15 og er aðgangur ókeypis. Stendur
hún til 1. desember og er opin
mánudaga til fimmtudaga frá kl.
16 til 22 og föstudaga til sunnudaga
frákl. 14 til 18.
varpssendingar þær sem viðgengust
sl. haust í BSRB verkfallinu, og Eiður
gagnrýndi harkalega. Tilefni spurn-
ingarinnar var það, að Kiður ásamt
öórum þingmönnum Vesturlands-
kjördæmis, sat um síðustu helgi ráð-
stefnu um atvinnumál í Ólafsvík og
var sjónvarpað frá ráðstefnunni um
þorpið í lokuðu kapalkerfi.
Eiður sagðist telja að málin
horfðu talsvért öðru vísi við nú,
en í fyrrahaust þegar hinar svo-
kölluðu „frjálsu útvarpsstöðvar"
voru með útsendingar, því nú væri
búið að samþykkja ný útvarpslög,
þó að þau tækju ekki gildi fyrr en
um áramót. „Mínar skoðanir á
þessu máii hafa í engu breyst,"
sagði Eiður, „en málið horfir auð-
vitað öðru vísi við, nú þegar búið
er að samþykkja ný útvarpslög og
það er ljóst að svona starfsemi
verður leyfð."
Eiður sagðist jafnframt telja að
mál þetta væri annars eðlis heldur
en rekstur frjálsu útvarpsstöðv-
anna. Hér hefði verið um það að
ræða að sjónvarpað var um lokað
kerfi frá atvinnumálaráðstefn-
unni, en frjálsu útvarpsstöðvarnar
hefðu verið reknar með sölu aug-
lýsinga. „Þó að Morgunblaðið hafi
aldrei fengist til að viðurkenna
það, né skrifa um það, þá liggur
það fyrir að sl. haust var rekin
ólögleg útvarpsstöð í Valhöll,
húsakynnum Sjálfstæðisflokksins,
þar sem reksturinn var fjármagn-
aður með sölu auglýsinga. Slíkt
mál tel ég miklu alvarlegra í eðli
rínu heldur en þetta lokaða kapal-
kerfi í Ólafsvík, þó að ég dragi
ekkert úr ólögmæti útsendinga þar
eða annars staðar og hef raunar
margsagt það áður,“ sagði Eiður
Guðnason.
Dagur
frímerk-
isins 1985
Á DEGI frímerkisins, 5. nóvem-
ber nk., verður sérstakur dag-
stimpill í notkun í pósthúsinu R-1
í Reykjavík og einnig á póst-
húsunum á Akureyri og Húsa-
svík. Þetta er í fyrsta sinn sem
dagstimpill er notaður á Húsavík
í tilefni Dags frímerkisins, en
slíkur stimpill hefur verið í notk-
un á Akueyri frá árinu 1982.
Dagstimpillinn að þessu
sinni er gerður með það í huga
að minnast í senn Tónlistarárs
Evrópu og Árs æskunnar. Nóta
er tákn tónlistarársins, en inni
í henni er mynd af pilti og
frí-
unga
stúlku sem tákna
merkjasafnara.
Kjörorð dagstimpilsins eru:
Frímerki eru fræðandi. Þau eiga
að minna á gildi frímerkjasöfn-
unar. (Fréttatilkynning.)
Ný
þjónusta
Greiöslukortaviöskipti
Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt aug-
lýsingar sínar meö greiöslukortum VISA og
EUROCARD.
Auglýsendur geta hringt inn auglýsingar,
geffið upp kortnúmer sitt og verður þá
reikningurinn sendur korthaffa frá VISA og
EUROCARD.
Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá
munum viö veita þeim sem staögreiöa
auglýsinqar 5% afslátt.
fltofgmiÞIfifrifr
Auglýsingadeild
Viötalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins í
Reykjavík
Laugardaginn 2. nóvember veröa til viötals Hilmar
Guðlaugsson formaöur byggingarnefndar Reykjavík-
ur, húsaleigunefndar og í stjórn verkamannabústaöa
og Þórunn Gestsdóttir varaformaður æskulýðsráðs,
fulltrúi í barnaverndarnefnd og SVR.
Prófið eitthvað nýtt
Komiö viö hjá okkur í Síöumúlanum og
bragöiö áframandi austurlenskum réttum.
Sjáumst
Bangkok, Síðumúla 3—5
Pantanir í síma 35708.