Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
„Alltaf míkil upplifun
að leika fyrir íslendinga“
— segir Erling Blöndal Bengtsson,
sem leikur í Bústaðakirkju í kvöld
á vegum Kammermúsíkklúbbsins
SELLÓLEIKARINN Erling Blöndal Bengtsson er nú staddur hér á
landi. Hann var einleikari á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar á
fimmtudagskvöld og í kvöld kl. 20.30 leikur hann í Bústaðakirkju á
vegum Kammermúsíkklúbbsins þrjár síðari svítur Bachs, en þrjár hinar
fyrri flutti hann á sama stað á þriðjudaginn.
Erling Blöndal Bengtsson og Merete eiginkona hans.
Erling Blöndal er að hálfu
íslendingur - móðir hans er frá
ísafirði. Ég spurði hvort hann
talaði um að koma „heim“ til
íslands?
„Já það geri ég skilyrðislaust,"
svaraði hann að bragði.
Erling kom fyrst hingað til
lands árið 1946, á vegum Tónlist-
arfélagsins. „Það verða því 40 ár
í vor síðan ég kom hingað fyrst.
Síðan hef ég komið oft og reglu-
lega - ég hef ekki tölu á því í
hve mörg skipti ég hef verið hér
á landi."
Erling var spurður hvernig
honum fyndist að spila á íslandi:
„Það er alltaf mikil upplifun
að leika fyrir íslendinga - áheyr-
endur hér eru geysilega góðir.
Áheyrendur í Bústaðakirkju á
þriðjudaginn voru t.d. stórkost-
legir. Þeir höfðu mjög góð áhrif
á mig. Þeir skynjuðu tónlistina
svo vel. Á sinfóníutónleikunum
voru áheyrendur einnig mjög
góðir - en það er auðvitað allt
annars eðlis að leika með hljóm-
sveit en að vera einn." Erling
leikur í kvöld hjá Kammermús-
íkklúbbnum, eins og áður sagði.
„Þar höldum við upp á 300 ára
afmæli Bachs. Mér finnst þetta
framtak klúbbsins stórkostlegt
og mjög til fyrirmyndar."
Erling er fæddur í Kaup-
mannahöfn árið 1932 og kom
fyrst hingað til lands 1946 eins
og áður sagði. Hann hefur búið
í Danmörku utan þess sem hann
dvaldist í Bandaríkjunum í fimm
ár. „Ég bjó þá í Fíladelfíu og
iærði við hina frægu stofnun
Curtis Institute of Music." Þar
kenndi hann einnig um tíma.
Erling kenndi um tíma við Tón-
listarháskólann í Köln í Vestur-
Þýskalandi og nú er hann pró-
fessor við Konunglega Tónlistar-
skólann í Kaupmannahöfn - auk
þess sem hann ferðast um heim-
inn og leikur á tónleikum.
Erling sagði ísland besta stað-
inn til að leika á:
„Hér finnst mér ég alltaf vera
„heima“. Það sem íslendingar
hafa gert fyrir mig hefur líka
verið afgerandi fyrir líf mitt.
Þegar ég kom hingað 14 ára fékk
ég móttökur sem ég mun aldrei
gleyma. Og svo var ég sendur til
Ameríku - Tónlistarfélagið
greiddi nám mitt þar á sínum
tírna."
Erling ólst upp á miklu tón-
listarheimili; „faðir minn var
fiðluleikari og móðir mín píanó-
leikari. Umhverfið hefur alltaf
mikil áhrif á hvað menn taka
sér fyrir hendur þannig að það
lá nokkuð ljóst fyrir að ég yrði
tónlistarmaður. Og ég byrjaði
mjög snemma - spilaði i fyrsta
sinn á tónleikum er ég var fjög-
urra ára; á lítið selló!" Það var
á hátíðartónleikum danska
blaðsins Politiken, árið 1936. „Á
næsta ári á ég því í raun 50 ára
tónleikaafmæli."
Þú hefur kannski áhuga á að
halda upp á afmælið með tónleik-
um á íslandi?
„Já, takk!“ svaraði Erling að
bragði og brosti.
Hann segist hafa haft mikið
að gera undanfarin ár við að
leika inn á hljómplötur en áður
fyrr gerði hann mjög lítið af
því. „Eg hef einmitt nýlokið við
að leika allar sex sellósvítur
Bachs, sem ég leik í Bústaða-
kirkju nú, inn á plötur. Danska
fyrirtækið Danacord gefur það
út í þriggja plötu-albúmi og
dreifir því á heimsmarkað. Ég
hef einnig leikið verk Beethov-
ens inn á plötur og á stefnu-
skránni er að leika ensk selló-
verk inn á plötu með hljómsveit
í Englandi. “
Er eitthvert tónskáld sem þú
heldur sérstaklega upp á?
„Ja..það er erfitt að segja. Ég
verð náttúrulega aldrei þreyttur
á að spila verk Bachs. Tónlistar-
maður verður auðvitað að geta
spilað hvað sem er og ég held
að ég hafi alltaf mest gaman af
því sem ég er að fást við hverju
sinni. En ég verð þó að segja að
Bach er í sérflokki. Ég segi það
aftur að ég þreytist aldrei á að
leika verk hans. Nú er haldið upp
á 300 ára afmæli Bachs en verk
hans eru jafn fersk og „ný“ og
þau hafa verið í öll þau ár síðan
hann samdi þau. Það er stórkost-
legt - svipað og hægt er að segja
um Shakespeare í leikrituninni.
Og ég er sannfærður um að eftir
önnur 300 ár mun mönnum
finnast verk Bachs jafn fersk og
skemmtileg og okkur finnst í
dag. Og framtak Kammermúsík-
klúbbsins að halda þessa tón-
leika er stórkostlegt að mínu
mati. Ég er ekki sammála því
sem sumir segja að tónlist Bachs
höfði ekki til allra. Það er ekki
erfitt að skilja tónlist hans eins
og menn hafa viljað vera láta.“
Blaðamaður spurði hvort eig-
inkona Erlings, Merete, væri
alltaf í för með honum á tón-
leikaferðalögum:
„Nei, því miður ekki alltaf. En
þegar ég fer til íslands er hún
alltaf með í för!“ sagði hann. Og
frúin bætti við: „Ég kom fyrst
hingað 1968 og hef komið oft
síðan. Og það er alltaf mjög
gaman. Eg segi alltaf „velkom-
inn heim“ við Erling þegar við
komum hingað til lands - okkur
líður svo vel hér.“
Undirritaður tók eftir því að
eintak af Morgunblaðinu í gær
lá á borði á hótelherbergi þeirra
hjóna. „Við kaupum alltaf Morg-
unblaðið þegar við erum hér á
landi," sagði Erling. „Ég get lesið
svolítið í íslensku," sagði hann
og leit á forsíðuna. „Sakharov
og Shcharansky í skiptum fyrir
njósnara?" „Nú þarna er eitt orð
sem ég skil ekki - njósnari" Eftir
að hafa fengið að vita hvað orðið
þýddi sagði Erling: „Að ég skyldi
nú ekki vita hvað þetta þýddi,
af öllum orðum."
Mig fýsti að vita hvort ekki
færi mikill tími í æfingar hjá
tónlistarmanni eins og Erling
Blöndal. Hann játti því - „en
allir listamenn verða auðvitað
að leggja mikið á sig. Hvort sem
það er tónlistarmaður, málari
eða rithöfundur. Þreytist menn
á því sem þeir eru að gera eiga
þeir náttúrulega að snúa sér að
einhverju öðru um leið. En ég
held þó að menn geti alls ekki
orðið leiðir á listinni..."
-SH.
Leggjum höfuðáherslu
á að ná til unglinga
— segir Thorolf Blatt sem flytur fyrirlestur um varnir
gegn ofnotkun vímuefna á námstefnu um helgina
NÁMSSTEFNA á vegum Lions hreyfíngarinnar á Islandi um varnir gegn
ofnotkun vímuefna verður haldin laugardaginn 2. nóvember. Fulltrúar
frá öllum Lionsklúbbum á landinu munu sitja ráðstefnuna og fjalla um
málið auk sérfróðra manna er flytja erindi á ráðstefnunni. Meðal fyrirles-
ara verður Thorleif Blatt, félagi í Lions hreyfíngunni í Noregi. Thorleif
hefur stjórnað baráttu hreyfíngarinnnar þar í landi gegn ofnotkun vímu-
efna á undanförnum árum.
„Við leggjum höfuðáherslu á
að ná til allra unglinga með áróð-
ursherferðum og beitum öllum
tilteknum ráðum til að upplýsa
ungmenni, foreldra, kennara og
aðra, sem hafa með unglinga að
gera, um skaðsemi eiturlyfja,"
sagði Thorleif. „Lionshreyfingin
hefur látið gera kvikmynd um
hass og önnur vímuefni, sem við
sýnum í skólum. Myndinni er
ætlað að vera umræðugrundvöll-
ur um vímugjafa og fylgja mynd-
inni leiðbeiningar til kennara
með spurningum, sem óneitan-
lega vakna þegar horft er á
myndina. Kvikmyndin hefur ver-
ið sýnd á námsstefnum sem Lions
hreyfingin hefur staðið að fyrir
unglinga og foreldra þeirra með
þátttöku lögreglu, lækna og fé-
lagsfræðinga. Þessar námsstefn-
ur eru afar mikilvægar að okkar
áliti. Þar gefst okkur tækifæri til
að ræða allt sem viðkemur vímu-
efnum og byggja upp kjarna
ungmenna, sem síðan geta haft
áhrif í sínum kunningjahópi
þegar umræður um vímuefni
koma upp. Þá höfum við sýnt
myndina í félagsmiðstöðvum
unglinga um allt land og í hvert
sinn sem fram fara opnar um-
ræður um vandamálið."
Fyrstu afskipti Lions hreyfing-
arinnar í Noregi af fíkniefna-
vandamálum voru árið 1980 þeg-
ar klúbbur innan hreyfingarinn-
ar hóf starfsemi sína í nýbyggðu
hverfi í útjaðri Osló. „Vandamál
frumbyggja í nýjum hverfum eru
oft ótrúleg og þarna voru þau svo
mörg og margvísleg að okkur
fannst við ekki geta setið hjá og
beðið eftir að einhverjir gerðu
eitthvað," sagði Thorleif. „Við
hófum baráttuna og söfnuðum fé,
sem við lögðum í uppbyggingu
félags- og iþróttastarfs innan
hverfisins. Þetta tókst mjög vel
og síðan hafa fleiri klúbbar innan
Lions hreyfingarinnar í Noregi
farið inn á sömu braut. Nú er svo
komið að við höfum gert 1. maí
að baráttudegi gegn fikinefnum.
Þann dag dreifum við merkjum
og áróðursbæklingi og reynum
að kynna starfsemina. Fólk
kemur og vinnur með okkur,
ýmist sem sjálfboðaliðar eða
leggur fram fé, því allt kostar
þetta peninga.
En við Iátum okkur ekki nægja
að reka áróður gegn fíkniefnum
og upplýsa unglingana, við höfum
stutt með beinum fjárframlögum
aðila eins og lögreglu og tollverði.
Sem dæmi get ég nefnt að við
höfum látið þjálfa hunda til að
þefa uppi fíkniefni. Þessir hundar
hafa síðan verið gefnir bæði til
lögreglu- og tollyfirvalda. Sam-
starf okkar við yfirvöld hefur því
Norðmaðurinn Tborleif Blatt.
verið með ágætum og þau telja
að dregið hafi úr neyslu vímuefna
og að færri unglingar hafi ánetj-
ast þeim á siðustu árum heldur
en búist var við. Þetta gleður
okkur mjög að heyra því þá sjáum
við að vinna okkar hefur borið
einhvern árangur."
Baráttuaðferðir Lions hreyf-
ingarinnar í Noregi hafa vakið
athygli og hefur samskonar
starfsemi þegar farið af stað í
Danmörk og Svíþjóð. Þá hefur
alþjóðastjórn Lions fylgst vel
með árangri norsku Lions mann-
anna á undanförnum árum og
hefur nú hvatt til alþjóðlegrar
herferðar Lions gegn vímuefnum.
Skipulag þeirrar herferðar bygg-
ist að miklu leyti á reynslu
norsku hreyfingarinnar.
Norræna húsið:
Vantar flygil til
tónleikahalds
FRÁ því Norræna húsið hóf starf-
semi sína árið 1968 hefur salurinn
þar verið vinsæll og eftirsóttur til
tónleikahalds.
Undanfarna mánuði hafa þó
verið nokkur vandræði með hljóð-
færið í salnum. Ástæðan er sú að
Steinway-flygill sá sem notaður
hefur verið og er í eigu Ríkisút-
varpsins er orðinn slitinn og ekki
lengur upp á sitt besta. Hljóðfæri
hússins sjálfs, lítill Bechstein-
flygill, er of lítill fyrir flesta tón-
leika i húsinu og er því í láni hjá
einu af embættum ríkisins.
Leitað hefur verið leiða til þess
að endurnýja hljóðfærið í salnum,
en þar eð Norræna húsið er háð
fjárveitingum opinberra aðila, hef-
ur ekki gengið eins vel og skyldi
að afla fjár til flygilkaupa.
í byrjun október var ljóst að ekki
var lengur stætt á því að bjóða
Iistamönnum og áheyrendum
óbreytt ástand. Leitað var til Leifs
Magnússonar, hljóðfærasmiðs og
bauðst hann til þess að lána Nor-
ræna húsinu lítinn Atlas-flygil um
óákveðinn tíma til þess að bæta úr
þessu neyðarástandi og var sá
flygill fyrst notaður á tónleikum
Willem Brons 13. október sl. Áfram
verður þó reynt að útvega stóran
konsertflygil í sal hússins.
Norræna húsið vill flytja Leifi
Magnússyni bestu þakkir fyrir að
hlaupa undir bagga þar til úr ræt-
l'st. 1 ' •: i. í ■ '»1 * *