Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 28

Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjaid 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Einkarekstur — opinber rekstur rjú rekstrarform setja svip sinn á atvinnu- starfsemi hér á landi: einkarekstur, samvinnu- rekstur og opinber rekstur. Skiptar skoðanir eru am það, hvert þessara rekstrar- forma skilar mestu í þjóð- arbúið. Flestir eru hinsveg- ar sammála um það grund- vallaratriði, að samkeppni fyrirtækja og rekstrar- forma eigi að vera á jafn- stöðugrundvelli. Á það hef- ur verulega skort. Tökum dæmi af tveimur útgerðarfyrirtækjum, sem rekin eru í einu og sama sveitarfélaginu. Hið fyrra er einkafyrirtæki, sem greiðir skatta og skyldur bæði til ríkis og sveitarfé- lags. Það tekur sinn þátt í sameiginlegum kostnaði fólks og fyrirtækja, hvort heldur litið er til ríkis- búskaparins eða sveitarfé- lagsins. Hitt fyrirtækið er bæjarútgerð, sem sækir fjármuni til sameiginlegs sjóðs borgaranna, sveitar- sjóðsins, bæði að því er varðar stofnfjárfestingu og hugsanlegt tap, sem því miður er ekki óalgengt fyr- irbæri í sjávarútvegi, að ekki sé talað sérstaklega um þetta rekstrarform. Annað fyrirtækið axlar skattaþunga, sem ella þyrfti að bæta ofan á skattabagga almennings. Hitt skapar sveitarfélaginu aukin útgjöld, sem ekki verða sótt annað en í vasa borgaranna með þyngri sköttum. Það standa engin rök til þess að tala um jafnstöðu einkaútgerðar og bæjarút- gerðar í sjávarútvegi. Bæj- arútgerð getur hinsvegar átt fullan rétt á sér, ef ekki er hægt að mæta atvinnu- þörf með öðrum hætti — og/eða skattborgarar við- komandi sveitarfélags eru reiðubúnir til að ábekja rekstrarvíxil fyrir hana. Sjávarútvegur hefur um langt árabil búið við mjög erfiðar rekstraraðstæður. Óðaverðbólgan, sem hér hefur ráðið ríkjum síðan 1971, gerði sjávarútvegs- fyrirtækjum að sæta við- varandi tapi, ganga á eignir og safna skuldum. Hækkun tilkostnaðar innanlands, langt umfram verðþróun sjávarvöru á mörkuðum okkar erlendis, lék þessa undurstöðugrein í þjóðar- búskapnum grátt. Hlutur útflutningsframleiðslu var réttur að hluta með stanz- litlum gengislækkunum, smækkun gjaldmiðils okk- ar. Sú aðferð dugar skammt nú þegar erlendar skuldir þjóðarinnar, sjávarútvegs sem annarrar starfsemi, eru orðnar jafn miklar og raun ber vitni um. Sjávarútvegurinn hefur gripið til margs konar varnaraðgerða, meðal ann- ars endurskipulagningar, sem til dæmis kemur fram í ráðgerðri sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavík- ur og ísbjarnarins hf., til að ná fram betri nýtingu tiltækrar aðstöðu og meiri rekstrarhagkvæmni. Sam- eining þessara fyrirtækja hefur orðið sumum tilefni til að halda því fram að Bæjarútgerðin hafi staðið sig betur á gengum starfs- árum sínum en ísbjörninn. Þeim hinum sömu gleymist þá að Bæjarútgerð Reykja- víkur hefur sótt 1.300 m.kr. til skattborgara í Reykjavík -borgarsjóðs — reiknað á meðalverðlagi þessa árs, samkvæmt heimildum frá borgarstjóra. Á sama tíma hefur ísbjörninn verið greiðandi til borgarsjóðs, borið hluta útgjalda borg- arinnar, m.a. vegna bæjar- útgerðarinnar. Sú er reynsla vítt um veröld að einkarekstur skili meiri verðmætum með minni tilkostnaði en nokk- urt annað rekstrarform. Og það eru verðmætin, sem til verða í þjóðarbúskapnum, að frádregnum tilkostnaði við að afla þeirra, sem ráða lífskjörum okkar — sem annarra. Greiðasta leiðin til bættra lífskjara liggur um eflingu einkarekstrar, heilbrigða samkeppni og hvetjandi vinningsvon. jiöaffiGsö oddID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 310. þáttur Þar sem síðasti þáttur (26. okt.) misfórst í uppsetningu, eru umsjón- armaður og lesendur beðnir vel- virðingar á því. Birtist þátturinn hér öðru sinni, nú í venjulegri uppsetningu: Enn langar umsjónarmann til þess að víkja að enskum áhrifum á íslenskt mál og vara við þeim. Af augljósum ástæð- um eru þau mjög áleitin, og nægir að nefna dægurlaga- texta, myndbönd og auglýsing- ar. Sérstakt tilefni er hluti af grein eftir Víkverja hér í blað- inu 15. þ.m. Þar segir: „Það er að verða óþolandi að fylgjast með því, hvernig viss hópur kaupsýslumanna vinnur að því að eyðileggja íslenskt mál. Hvarvetna blasa við er- lend fyrirtækjaheiti: Western fried chicken, Southern fried, Kentucky fried, Broadway o.s.frv. Við þessi erlendu heiti á fyrirtækjum bætist nú, að þeir eru farnir að setja upp heljarstór auglýsingaskilti við hraðbrautir með þessum ósóma, eins og t.d. má sjá, þegar ekið er um Mosfellssveit, þar sem skilti með nafninu: „Western fried chicken" blasir við augum, þegar ekið er út úr höfuðborginni vestur og norð- ur. Það á að banna erlendu fyrirtækjaheitin með lögum og það á að banna þessi auglýs- ingaskilti. Fyrr en varir verða þau orðin að alvarlegri um- hverfismengun, eins og þau hafa alls staðar orðið." Á fleira þessu líkt langar umsjónarmann til að drepa og þá ekki síst það sem með ein- hverjum hætti höfðar til barna og unglinga. Málsýkingin á þeim aldri er hættulegust, því að lengi býr að fyrstu gerð. Smekkurinn, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber, segir máltækið. Við þurfum mjög að gjalda varhug við enskunni í ýmsu er varðar leikföng barna. Við getum ekki sætt okkur við orðskrípi eins og heman og skeleton. Vandinn er enginn, því að þetta þýðir karlmaður og beinagrind. Og enn eitt. Ef við viljum endilega taka eitt- hvað upp úr ensku sem sérstakt heiti, þá hlýtur það að vera lágmarkskrafa, að það sé staf- sett eftir íslenskum reglum, en ekki enskum. Við megum ekki láta það viðgangast, að börn venjist á að kalla drykk hæsí, nema hann sé stafsettur þann- ig. Eins og letri er háttað utan á fernunum, væri skömminni skárra að kalla drykkinn háa c (háa sé). Við köllum þó alltjent olíufélag Bé pé (skammstöfun fyrir British Petrolum), en ekki Bí pí. Og stuttstíga gaurinn í Dallas getum við kallað JoA Err, en alls ekki Dsjei Ar. Ekki sakar heldur að minnast á uppivöðslu orðsins ókei, sem æðir eins og eldur í sinu um íslenskt mál og hefur tekið á sig sömu tónbrigðin í mismunandi merkingum, eins og í máli Englendinga og Bandaríkj amanna. * Umsjónarmaður hefur áður minnst á brenglaða orðaröð í íslensku fyrir erlend áhrif. Ekki skal staglast á því í þetta sinn, en lítið dæmi tilfært héð- an úr blaðinu föstudaginn 18. þ.m. Þar kemur fram, sem betur fer, að margur er á verði um móðurmálið. Húsmóðir í Kópavogi skrifar Velvakanda: „í Morgunblaðinu 16. októ- ber var sagt frá því að Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Danadrottningar og manns hennar, Hinriks prins, væri hér í heimsókn og birt var mynd af prinsinum unga sem bauð af sér góðan þokka. En hann var nefndur „prins Jóakim" á þremur stöðum í greininni og faðir hans „prins Hinrik". En samkvæmt íslensku máli á að segja nafnið fyrst og síðan titilinn, samanber „Margrét Danadrottning." Ekkert hefur enn heyrst frá Hlymreki handan eftir ádrepu ónefnds Akureyrings í næstsíð- asta þætti. En kunningi hans, Þjóðrekur þaðan, hefur hins- vegar haft samband við um- sjónarmann og tekið undir áfellisdóminn um Hlymrek í eftirfarandi vísu: Eg vorkenni Hlymreki handan að hafa ekki meðtekið andann. Hans Sónarkerssveita er sjenslaust að neyta því hann kann hvorki að brugg’- ann né bland’ann. Einfaldur og auðlærður er munur nokkurra atviksorða sem tákna átt, stefnu og stað. Sjáum á eftirfarandi dæmum hvernig endingarlausu orð- myndirnar tákna stefnuna, hreyfinguna til, en orðmyndirn- ar með endingu tákna kyrrstöð- una, dvölina á: Við förum út, en erum úti, förum inn, en erum inni, förum upp, en erum uppi, förum fram, en erum frammi, förum niður, en erum niðri. Seinasta orðmyndin finnst mér einkum.í hættu. En við förum sem sagt niður á bryggju og er- um niðri á bryggju. Jón botnan, bróðursonur Björns botnans frá Botnastöðum, kvað: Eiríkur á Sauðá syðri ' Sigríði á Eyri niðri sauma lét á seltíð miðri sængurföt með rjúpnafiðri. Og það er þá heldur ekki sama hvernig við skiptum milli lína. Ýmislegt ljótt af því tagi hefur mátt sjá á tölvuöld, nú síðast í Lesbókinni fyrir réttri viku. Þar stóð: „Auðvitað þekkti ég tal — svert (þannig skipt milli lína) til hans.“ Þetta held ég að hafi átt að vera tals-vert. Auk þess legg ég til að við höfnum slettunni gallerí og tökum upp orð eins og listhús eða myndhús. Hvort viljið þið heldur? Sjóefnayinnslan, Reykjanesi: „Eina tilraunin með há- hita- og efnavinnslu" — segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra og telur sjálfsagt að ljúka þeirri tilraun „ÞAÐ eina sem ákveðið hefur verið er að halda áfram þessari einu til- raun, sem er í gangi, ura rannsókn á háhita- og efnavinnslu," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður hvort stefnu- breyting hefði orðið á afstöðu Sjálf- stæðisráðherranna varðandi upp- byggingu Sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi, við það að hann tók við embætti iðnaðarráðherra. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sl. vori vildi þáverandi iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, að stöðvaðar yrðu greiðslur úr ríkissjóði til Sjó- efnavinnslunnar, en eins og kunnugt er, er nú gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu verksmiðjunnar svo og koltvísýruverksmiðju og til þess skal varið 60 milljón krónum af fjárlögum Frá Sjóefnavinnslunni. næstaárs. Iðnaðarráðherra sagðist engu um það spá hvort niðurstöður þessara rannsókna yrðu á þann veg að fyrirtækið yrði arðbært eða ekki. „Það getur vel verið að rannsóknir eigi eftir að leiða í ljós, að þetta verði allt til einskis," sagði Albert, „en það getur líka vel verið að þetta leiði til þess, að við sjúm að við getum haft hér arðbæra atvinnuvegi á mörgum sviðum í framtíðinn. Maður veit aldrei fyrirfram hver niðurstaðan verður af vís- indalegum rannsóknum, en engu að síður borga þær sig, því þær sýna hvort víð höfum yfir auðæfum að ráða eða ekki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.