Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
FLUGMÁLASTJÓRN
Nám í flugumferöarstjórn
Flugmálastjórn hyggst taka nokkra nemend-
ur til náms í flugumferöarstjórn í febrúar nk.
Skilyrði fyrir inntöku og námi í flugumferðar-
stjórn er aö umsækjandi hafi lokið stúdents-
prófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd,
hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu
og fullnægi tilskildum heilbrigðiskröfum.
Námið fer að mestu leyti fram við erlendar
menntastofnanir og að hluta sem starfs-
þjálfun á vinnustöðum hérlendis.
Þeir er áhuga hafa á slíku námi og starfa
vilja viö flugumferðarstjórn sæki umsóknar-
gögn, útfylli umsóknareyðublað og skili
ásamt staöfestu stúdentsprófsskírteini og
sakavottorði til flugmálastjórnar á Reykjavík-
urflugvelli fyrir 15. nóvembernk.
Umsóknargögn liggja frammi á afgreiðslu
flugmálastjórnar á 1. hæð í flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli og á skrifstofu flug-
málastjórnar á Keflavíkurflugvelli.
1. nóvember 1985
Flugmálastjóri.
FLUGVI RKJ AFÉLAG ÍSLANDS
Aðalfundur
Aðalfundur FVFÍ verður haldinn að Borgar-
úni22ídagkl. 13.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg fundarstörf.
2. Reglugerðarbreyting sjúkrasjóðs.
3. Sala á orlofshúsi íSvignaskarði.
4. Önnur mál. Stjórnin.
Verslunarmannafélag
Hafnarfjarðar
heldur fund mánudaginn 4. nóveber 1985 kl.
20.00 að skrifstofu félagsins Strandgötu 33.
Fundarefni:
1. Kosningfulltrúaá 15. þing L.Í.V.
2. Önnurmál. Stjórnin.
Nóvemberfagnaður MÍR
Hinn árlegi nóvemberfagnaður MÍR, Menn-
ingartengsla íslands og Ráöstjórnarríkjanna,
í tilefni af byltingarafmælinu og þjóðhátíðar-
degi Sovétríkjanna, verður haldinn í Þjóðleik-
húskjallaranum sunnudaginn 3. nóvember og
hefst kl. 15.00. Ávörp flytja Evgení A. Kosarév
sendiherra og Helgi Kristjánsson sagnfræð-
ingur. Hljómsveitin „Hvísl“ leikur. Skyndi-
happdrætti. Fjöldasöngur. Kaffiveitingar. —
Aðgangur öllum heimill meöan húsrúm leyfir.
StjórnMÍR.
kennsla
^0 VÉLSKÓLI
fSLANDS
Innritun á vorönn 1986
Innritun nýrra nemenda á vorönn 1986 er
hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám
verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir
6. des. n k. pósthólf 5134.
Inntökuskilyrði:
Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með
tilskildum árangri eöa hlotið hliðstæða
menntun. Kennsla fer fram eftir áfanqakerfi.
Nemendur sem hafa stundað nám við aðra
skóla fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem
þaö fellur að námi Vélskólans.
Samkvæmt nýjum lögum um véístjórnarnám
býður skólinn upp á vélavarðarnám sem tekur
eina námsönn (4 mán.) og veitir vélavarðar-
réttindi samkvæmt ísl. lögum.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans í Sjómannaskólahús-
inu, 2. hæð, kl. 08.00-16.00 alla virka daga.
Sími 19755.
Skólameistari.
Minning:
Magnús Sigurbjöms-
son Glerárskógum
Fæddur 23. apríl 1910
Dáinn 19. október 1985
Sama ættin hefur setið Glerár-
skóga í Hvammssveit frá því laust
eftir miðja síðustu öld.
Foreldrar Magnúsar voru þau
Helga Ásgeirsdóttir, Jónssonar
frá Ásgarði og Sigurbjörn Magn-
ússon, Jónssonar bónda í Glerár-
skógum. Magnús Sigurbjörnsson
var þriðji ættliður í beinan karl-
legg, er bjó í Glerárskógum.
Strax í æsku vandist Magnús
óvenju fjölbreyttum bústörfum.
Var það vegna hlunninda og gagn-
semi jarðarinnar. Heyskapur var
á sumrum sóttur langt til fjalls,
staðið hjá fé á vetrum en setið
hjá kvíaám að sumrin, selur veidd-
ur skammt undan landi en lax í
ám. Heimilið var mannmargt.
Helga Ásgeirsdóttir var tvígift.
Með fyrri manni sínum, Sigurði
Magnússyni í Sælingsdal, átti hún
tvö börn, þau Sigríði, síðar hús-
freyju í Hólum og í Sælingsdals-
tungu, og Geir, er seinna bjó á
Skerðingsstöðum. Með seinni
manni sínum, Sigurbirni, er var
hálfbróðir fyrri mannsins, sam-
feðra, átti hún auk Magnúsar tvær
dætur, þær Guðbjörgu Helgu, er
um skeið var húsfreyja í Hólum
og Sigurborgu er búið hefur um
langt skeið á Vígholtsstöðúm í
Laxárdal. Auk systkinahópsins, er
nú hefur verið getið var alltaf
eitthvað af vinnufólki í Glerár-
skógum eins og algengt var á
hinum stærri jörðum áður fyrr.
Þótt störfin sætu í fyrirrúmi á
þeim árum var margt gert til
skemmtunar og fróðleiks einkum
á vetrarkvöldum og um helgar.
Mjög oft bar gesti að garði þar sem
Gierárskógar iiggja í þjóðbraut.
Á þessum árum önnuðust far-
kennarar alla barnafræðslu en í
Glerárskógum kenndu lika eldri
systkinin hinum yngri.
Unga fólkið í Glerárskógum tók
mikinn þátt í félagsmálum, var
allt í ungmennafélagi sveitarinn-
ar, kirkjukórnum o.fl. Undirrituð-
um er t.d. afar minnisstætt að
hafa sótt þar skemmtisamkomu
eina að sumarlagi. Var samkoma
þessi haldin til fjáröflunar fyrir
ekkju eina í sveitinni. Hún hafði
misst mann sinn af slysförum og
átti þá fyrir ungum börnum að
sjá. Þreyttar voru ýmsar íþróttir,
sungið mikið, leikið leikrit og að
lokum var dansað í hlöðu, en hún
hafði verið tjölduð innan og settur
danspallur á gólf hennar.
Um tvítugsaldur dvaldi Magnús
í héraðsskólanum að Laugum í
S-Þingeyjarsýslu. Þar stundaði
hann m.a. íþróttir af áhuga og
kappi. Nokkru seinna, eða þegar
sundlaugin að Laugum í Sælings-
dal var tekin í notkun, fór hann
til Reykjavíkur og sótti námskeið
fyrir sundkennara. Að því búnu
kenndi hann á sundnámskeiðum
að Laugum um skeið. Eins og þegar
hefur komið fram var Magnús á
yngri árum vel búinn íþróttum
eins og sagt var fyrrum. Hann mun
t.d. hafa átt héraðsmet í frjálsum
íþróttum um skeið. Ekki verður
skilist svo við uppvaxtarár Magn-
úsar að ekki sé getið þess þáttar-
ins, sem framar öðru mótaði ungt
fólk á þeim árum víða um sveitir
landsins, en það voru störfin í
ungmennafélögunum. Hinn frjálsi,
opni skóli félaganna varð mörgum
drjúgt veganesti, þegar kom í skóla
lífsins. Mörgum urðu félögin hinn
eini framhaldsskóli, ef svo má
segja og áhrifin — virðing fyrir
líkamsrækt, þjálfun í félagsstörf-
um og hófsemi gagnvart tóbaki og
áfengi — hafa orðið mörgum leið-
arsteinn og hjálparhella. Enginn
vafi leikur á að þessi félagsáhrif
ásamt traustu heimili hafa lagt
grunrtinn að farsælu ævistarfi
Magnús í Glerárskógum.
Þann 19. sept. 1941 gekk Magnús
að eiga Eðvaldínu M. Kristjáns-
dóttur frá Hólum í Hvammssveit.
Bæði höfðu allist upp í sömu sveit-
inni, Hvammssveitinni og voru
mjög jafnaldra. Tveimur árum
áður, eða 1939 höfðu þau tekið við
jörð og búi í Glerárskógum.
í Glerárskógum mátti segja að
væri gróið ættarsetur. En engin
bylting varð þó með komu ungu
hjónanna. Haldið var í horfi með
nytjar jarðarinnar í takt við
breytta tíma. Með tilkomu stór-
virkra tækja var ræktun mjög
aukin og smátt og smátt var búið
orðið vel búið tækjum. Gömlu
einkennin þeirra Glerárskóga-
bænda, varfærni og fyrirhyggja
fylgdust enn þá að.
Glerárskógahjón urðu ham-
ingjurík í sínu einkalífi. Þau eign-
uðust þrjár dætur, sem allar eru
búsettar í Reykjavík. Þær eru:
Kristfun Helga, gift Viðari Waage,
lögreglumanni, Björk, gift Steinari
Karlssyni, húsasmíðameistara,
Bjarnheiður, gift Steingrími Ei-
ríkssyni, lögfræðingi.
Mjög fljótlega var Magnús í
Glerárskógum kvaddur til starfa á
félagslegum vettvangi fyrir sveit
sína og hérað. Ber þar fyrst að
nefna störf hans í hreppsnefnd
Hvammshrepps en hann var odd-
viti hennar alls í 28 ár, eða lengur
cn nokkur annar hefur verið. Á
þeim árum, er hann sat í hrepps-
nefnd, einkanlega frá því um 1950
og fram á sjöunda áratuginn var
hann í forystusveit þeirra manna,
er unnu mest að sameiningu hér-
aðsins um skólann að Laugum. Er
margs að minnast frá þeim árum.
Magnús sat í stjórn Kaupfélags
Hvammsfjarðar um langt skeið,
vann um tíma í mjólkurflutninga-
og mjólkurstöðvarmálum sýslunn-
ar o.fl.
Fyrir allmörgum árum kenndi
Magnús nokkurrar bilunar á heilsu
sinni. Þegar það ágerðist fór hann
að draga sig í hlé frá umsvifamikl-
um félagsstörfum og allra seinustu
árin sinnti hann aðeins heimilinu.
Margir munu eflaust minnast
heimilisins hjá ínu og Magnúsi i
Glerárskógum. Má þar til nefna
höfðinglegar móttökur gesta, svo
og ekki síður margháttaða fyrir-
greiðslu — jafnt á nóttu sem degi
í sambandi við umferð á Vestur-
landsvegi.
Þá má nefna dvöl dótturbarna
þeirra hjóna, er oft sóttu heim afa
og ömmu. Er ekki að efa að margt
er þau kynntust þar verður þeim
heilnæmt veganesti.
Hauststormarnir hafa nú um
stundir feykt fölnuðu laufi birkis-
ins á Glerárskógaásum. Það
minnir á fallvaltleik mannlegrar
ævi.' En það vorar aftur með rís-
andi sól og laufið mun grænka á
ný.
Með sama hætti trúði Magnús
að væri háttað með tilveru og
framhald mannlegs lífs. Sú trú gaf
honum oft aukinn styrk í starfi.
Við ferðalok er hann kvaddur
með virðingu og þökk.
Einar Kristjánsson
Þurídur Þórðar-
dóttir — Minning
Fædd 9. júlí 1916
Dáin 24. október 1985
Hún Þura amma er dáin og sár
skilnaðarstund runnin upp. Þegar
við nú stöndum frammi fyrir þeirri
bitru staðreynd flæða margar
hugljúfar minningar um hugann.
Hún Þura amma var heilsteypt
og sterk kona, hreinskilin og hsip-
urslaus. Hún var hamhleypa til
allra verka, vinnuglöð og ósérhlíf-
in.
Með þessum fáu kveðjuorðum
viljum við þakka henni umhyggj-
una og umburðarlyndið og allar
þær ánægjulegu og uppbyggjandi
samverustundir sem viö áttum
saman. Við þökkum henni sérstak-
lega ást hennar og hlýhug í okkar
garð.
Hún amma skilur eftir sig fal-
lega minningu og bjarta sem ekki
fyrnist og verður okkur dýrmæt á
ókomnum árum. Að lokum hitt-
umst við öll aftur.
„Margseraðminnast,
margt er hér að þakka,
Guðiséloffyrirliðna tíð.
Margseraðminnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.“ (V.Briem.)
Elentínus og Margeir