Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
43
Minning:
Stefanía Guðbrands-
dóttir, Borgarnesi
Fædd 24. janúar 1906
Dáinn 24. október 1985
í dag fer fram útför Stefaníu
Guðbrandsdóttur Þorsteinsgötu 4
Borgarnesi. Ég ætla ekki að fara
að rekja ætt hennar eða lífshlaup
hér, aðeins að kveðja hana og
þakka henni.
Kynni okkar hófust fyrir 7 árum
er ég hóf sambúð með syni hennar
Guðbrandi. Mér er minnisstætt
hve vel hún tók á móti mér og
börnum mínum. Allan þann hlý-
hug er hún sýndi okkur alltaf, það
vil ég þakka henni og þær þakkir
flyt ég lika frá börnunum mínum,
þó sérstaklega frá þeim eldri,
Þresti og Jönu, sem lengst hafa
dvalið í Borgarnesi.
Það var alltaf gott að koma inn
á heimili þeirra hjóna, Stefaníu
og Geirs Jónssonar, og samstilltari
og samhentari hjónum hef ég ekki
kynnst á lífsleiðinni og ég gleymi
ekki þeirri tilfinningu sem greip
mig er þau heiðurshjón héldu upp
á gullbrúðkaup sitt í október árið
1982 í hópi vina og ættingja. Þá
var hugsun mín eitthvað á þá leið,
ef allt fólk væri eins og þau þá
væri heimurinn betri.
Oft talaði ég við Stebbu um þau
mál sem mér lá á hjarta og fann
ég þá alltaf svo mikla hjartagæslu
hjá henni og skilning, að mér leið
alltaf betur er ég fór af hennar
fundi.
Hún fór okkur oft i mat eða
kaffi og alltaf fannst mér allt svo
gott sem hún bar á borð. Furðaði
ég mig oft á hinum mörgu nýjung-
um sem hún bryddaði upp á í
matargerð svo fullorðin kona.
Ég gæti skrifað svo miklu meira
um hana, en orð eru fátækleg og
erfitt að festa á blað þær hugsanir
sem mig langar að segja um góða
konu.
Ég mun alltaf geyma í hjarta
mínu alla þá hlýju og hjartagæsku
er hún sýndi mér.
Ég vil þakka elsku Stebbu fyrir
allt og óska henni velfarnaðar á
nýjum slóðum. Megi góður guð
styrkja þig Geir minn, synina og
aðra ættingja og vini.
Góð minning um góða konu lifir.
Margrét Einarsdóttir
í dag fer fram frá Borgarnes-
kirkju útför Stefaníu Guðbrands-
dóttur. Hún var fædd að Litlu-
Gröf í Borgarhreppi, dóttir hjón-
anna Ólafar Gilsdóttur frá Kross-
nesi í Álftaneshreppi og Guð-
brandar Sigurðssonar frá Mið-
húsum í sömu sveit. Árið 1907
flutti fjölskyldan að Hrafnkels-
stöðum í Hraunhreppi og þar ólst
Stefanía upp fjórða 1 röð ellefu
systkina. Tíu þeirra komust til
fullorðinsára og eru nú fimm á lífi.
Uppvaxtarár Stebbu voru með
líkum hætti og tíðkaðist í sveitum
landsins á þeim tíma. Börnin
lærðu ung að vinna og gekk hún
jafnt til verka úti sem inni.
Árið 1932 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Geir Jónssyni frá
Hjörsey í Hraunhreppi. Hófu þau
búskap á Hrafnkelsstöðum, en
fluttu í Borgarnes árið 1939.
Bjuggu þau fyrstu árin í leiguhús-
næði, en síðar festu þau kaup á
húsinu að Þorsteinsgötu 4, þar sem
þau áttu heima allt þar til þau
fluttu á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi fyrir rúmlega tveimur
Minning:
Eyjólfur Jóhann
Andrésson
Fæddur 24. nóvember 1983
Dáinn 24. október 1985
Sá tími mun koma, að hinn
himneski faðir mun kalla á okkur,
til að takast á við önnur og veiga-
meiri verkefni. Sum förum við
öldruð á hans fund en önnur ung.
Kannski fara þeir fyrr, en við hin,
sem náð hafa þeim þroska sem til
þarf, til að standa frammi fyrir
augliti hans. Þroska á einhverju
sem við, hinir lifandi, vitum ekki
hver er.
öll aukum við á þekkingu ann-
arra, með því að miðla af okkar
eigin þekkingu og reynslu. Eyjólf-
ur gaf mikið af sínu, þennan stutta
tíma sem hann dvaldi hér á meðal
okkar. Hann var sterkari en mörg
okkar og yndislegt barn. Það hefur
eflaust verið þess vegna sem hann
var valinn til þess að gegna þessu
hlutverki í þessum heimi. Hlutverk
hans var erfitt og ekki er víst að
aðrar sálir hefðu valdið því.
Foreldrar Eyjólfs voru Andrés
Eyjólfsson og Rakel Benjamíns-
dóttir. Eyjólfur var yngsta barn
þeirra hjóna en áður höfðu þau
19 ára, Guðrúnu 16 ára og Lilju
11 ára.
Við mennirnir leitum eftir
leyndardómi lífs og dauða og mörg
okkar geta ekki svarað eigin
spurningum sem leita á huga
okkar, á stundu sem þessari, en í
bók Kahlil Gibran, Spámaðurinn,
fann ég orð sem veita huggun í
þessari sorg, og trú um það að einn
dag hittum við Eyjólf, fullkominn
eins og við sjálf munum verða.
Hvað er það að deyja annað en að standa
nakinn í blænum og hverfa inn í
sólskinið? Og hvaö er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lifsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guös síns
Elsku Andrés, Rakel, Bogga,
Gunna og Lilja, Eyjólfur og Guð-
rún, fyrir hönd afa og ömmu Eyj-
ólfs í Olafsvík og fjölskyldu þeirra,
langafa hans í Reykjavík og Sól-
borgar, votta ég ykkur mína
dýpstu samúð og bið þess að algóð-
ur guð styðji ykkur og styrki í
þessari miklu raun.
árum, en þá var hún orðin heilsu-
lítil. Þau eignuðust þrjá syni, Pét-
ur f. 3. mars 1934, veitingamaður
í Hreðavatnsskála, giftur Hlíf
Steinsdóttur og eiga þau þrjú börn
og fjögur barnabörn. Jón f. 11.
febrúar 1937. Hann fórst með
togaranum Júlí frá Hafnarfirði í
febrúar 1959. Guðbrandur f. 27.
apríl 1941, bílasali í Reykjavík,
sambýliskona hans er Margrét
Einarsdóttir. Það var mikið áfall
er þau misstu Jón, í blóma lífsins,
en þá eins og ætíð var öllu mótlæti
tekið með einstakri stillingu og
erf iðleikum ekki velt yfir á aðra.
Húsið á Þorsteinsgötu 4 er ekki
stórt, en þar voru oft margir
samankomnir bæði í mat og gist-
ingu, og sannaðist að þar sem
hjartarými er, þar er einnig hús-
rými. Stebba vann aldrei utan
heimilis, en vann búi sínu mjög
vel og var óspör á tíma sinn í þágu
annarra, má m.a. nefna að fóstur-
foreldrar Geirs voru hjá þeim
hjónum síðustu æfiárin, þá bæði
farin heilsu.
í áratugi var faðir okkar daglega
í Borgarnesi. vegna atvinnu sinnar,
nær allan þann tíma í hádegismat
hjá Stebbu og Geir, einnig höfðum
við systkinin, átta að tölu, dvalið
hjá þeim um lengri eða skemmri
tíma vegna náms og vinnu. Stebba
frænka var okkur sem önnur móð-
ir, og hjá þeim hjónum áttum við
okkar annað heimili. Hún var
einstaklega greiðvikin og fórnfús
kona, glöð í lund og viðmótsþýð,
þau hjónin voru samrýmd og
samhent, störfuðu saman við hús
og heimili og áttu margar stundir
í fallegum garði, sem þau ræktuðu
við húsið sitt. Stebba tók virkan
þátt í starfi Kvenfélags Borgar-
ness um árabil og jafnréttisbar-
átta kvenna var henni jafnan
hugleikin. a heimili þeirra Stebbu
og Geirs var oft rætt um stjórn-
mál og önnur þjóðmál og tók
Stebba ekki minni þátt en aðrir í
þeim samræðum, enda hafði hún
ákveðnar skoðanir og studdi alla
tíð stjórnmálahreyfingar sósíal-
ista og málgagn þeirra. Hún var
skemmtilegur viðmælandi, átti
gott með að koma fyrir sig orði
og tók ætíð málstað þeirra, sem
minna máttu sín.
Nú þegar skilja leiðir, er okkur
efst 1 huga þakklæti til góðrar
frænku, fyrir allt sem hún var
okkur systkinum, foreldrum okkar
og fjölskyldum.
Að lokum vottum við Geir og
öðrum aðstandendum dýpstu sam-
úð.
Systkinin frá Brúarlandi
Hjónaminning:
Albert Sigurðs-
son og Guðríður
Benediktsdóttir
Albert, fæddur 20. mars 1919
Dáinn 26. október 1985
Guðríður, fædd 24. júní 1915
Dáin 20. september 1978
í dag verður jarðsettur frá Bú-
staðakirkju í Reykjavík, faðir
okkar, Albert Sigurðsson, sem lést
aðfaranótt 26. þ.m. á Landspítal-
anum eftir langvarandi veikindi.
Hann fæddist á Seyðisfirði 20.
mars 1919 og var einn af ellefu
systkinum. Sonur hjónanna Guð-
bjargar Eyjólfsdóttur og Sigurðar
Gunnarssonar sjómanns.
Eiginkona hans og móðir okkar
var Guðríður Benediktsdóttir,
dóttir Jósefínu Leifsdóttur og
Benedikts Jónassonar bónda að
Vöglum í Vatnsdal, Austur-Húna-
vatnssýslu. Hún var ein fjögurra
systkina.
Okkur er ljúft að minnast for-
eldra okkar á þessum tímamótum
því söknuðurinn er mikill og minn-
ingarnar margar og kærar.
Systkinahópurinn var stór, en
það heimili sem foreldrar okkar
bjuggu okkur var alltaf sá staður
sem vænta mátti huggunar, ástar
og umhyggju. Þar var oft margt
um manninn, þar sem faðir okkar
hafði marga menn í vinnu og því
stundumk óvíst hversu marga
munna þurfti að metta. Sumir
þessara manna urðu miklir heim-
ilisvinir og margir okkur kærir en
þó sérstaklega einn þeirra sem
varð þeim síðar sem sonur og
okkur sem bróðir. Erlendur Helga-
son bjó hjá þeim frá unglingsárum
og þar til hann kvæntist. Þessi ár
voru okkar uppvaxtarár.
Foreldrar okkar voru að mörgu
leyti ólík, en persónuleiki þeirra
skemmtileg blanda, sem féll vel
saman.
Hún var gædd mikilli hlýju,
stolti og ábyrgðartilfinningu, en
hann sló á léttari strengi með
glaðværð sinni, ástúð og virðingu
til hennar. Þannig styrktu þau
hvort annað í blíðu og stríðu.
Verkefnin voru næg jafnt innan
heimilis sem utan en frístundirnar
vel nýttar til samvista með börn-
unum. Slíkar stundir líða seint úr
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
OfT með frÁðu líuubili
Við krakkarnir týndumst að
heiman eitt og eitt eins og gengur
og gerist og voru það eflaust mikil
viðbrigði fyrir þau. Þó komu þeir
tímar sem þau gátu sinnt meira
sínum hugðarefnum og þau höfðu
meiri tíma fyrir hvort annað. Þá
kom best í ljós hversu samhent og
hjartfólgin þau voru hvort öðru.
Þá kom reiðarslagið, sem var
vitneskja um þann sjúkdóm sem
átti eftir að verða banamein föður
okkar.
Engan hefði þá grunað að það
yrði hann sem þyrfti að stíga þau
þungu spor sem lágu að banabeði
konu hans. Banalega hennar var
löng og ströng og erfið öllum ást-
vinum hennar, ekki síst honum.
Hún lést þann 20. september
1978.
Hve vildi ég, móðir minnast þín
en má þó sitja hljóður,
mér finnst sem tungan fjötrist mín,
mér finnst hver hugsun minnkast sín,
því allt er minna móður.
Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn,
mitt athvarf lífs á brautum,
þinn kærleik snart ei tímans tönn,
hann traust mitt var í hvíld og önn,
í sæld og sorg og þrautum.
Ég veit þú heim ert horfin nú
og hafin þrautiryfir,
svo mæt og góð, svo trygg og trú,
svo tállaus, falslaus reyndist þú,
égveitþúlátin lifir.
Steinn Sigurðsson.
„Til móður minnar".
Þetta atvik olli straumhvörfum
í lífi pabba. Fráfall mömmu sætti
hann sig aldrei við, þó hann hafi
reynt áfram að sinna sínum
áhugamálum. Söknuður hans var
mikill.
Ég, minnist kvöldsins er fórstu frá mér
þá fannst mér lífið svo grimmt og kalt.
Ég bað þig vina að vera hjá mér
Ég var svo einn, þú skildir allt.
Þú sagðir aðeins ég ann þér vinur
með ástúð straukstu mitt ljósa hár.
Ég hugsa til þín er hríðin dynur.
Þá héla gluggar, frjósa tár.
Ég veit þú bíður þótt vetur hylji
hvern veg sem liggur frá mér til þín.
Og mundu vina þótt vegir skilji
vorið kemur og ég til þín.
(Óskar Þórðarson frá Haga)
Hann lést 26. október sl. sáttur
við dauðann, því hann trúði á
framhaldslíf, þar sem þau myndu
hittast að nýju.
Við viljum þakka öllum þeim
sem sýndu honum tryggð og vin-
áttu á þessum erfiðu tímum, þá
sérstaklega Sigmundi Magnússyni
lækni, eiginkonu hans og sam-
starfsmanni, ásamt Sigurði Árna-
svni lækni.