Morgunblaðið - 02.11.1985, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
fclk f
fréttum
99
Konur í
Kvennasmidjua
Sigrún M. Stefánsdóttir, kjötiðnaðarmaður.
Sigrid Foss, mjólkurfræðingur.
Kvennasmiðjunni, sýningu yfir 70
starfsstétta kvenna í Seðlabankahús-
inu, lauk sl. fimmtudagskvöld en þá
hafði hún staðið í viku frá því hún
opnaði 24. október sl. í tilefni loka
kvennaáratugs. Á sýninguna kom
fjöidi fólks og voru haldnar skemmti-
dagskrár á kvöldin. Blaðamaður og
Ijósmyndari Morgunblaðsins heim-
sóttu Kvennasmiðjuna á lokadegi
hennar og tóku ýmsa tali er voru við
iðju sína þar innan dyra.
fMÉg er ekki í
ncinum hetjuleik
Eini kvenvélstjórinn í Vélstjóra-
félaginu var í bás sínum og svalaði
forvitni gangandi varðandi starf
sitt og menntun, en í félaginu eru
1945 karlmenn alls. Rannveig Rist,
24 ára Reykjavíkurmær, hafði
aldrei komið á sjó fyrr en hún
útskrifaðist með vélstjóraréttindi
úr Vélskóla íslands vorið 1983. Þá
sótti hún um vélstjórastöðu á
togskipum en var neitað fimm
> sinnum sökum kyns síns og fengu
minna menntaðir karlmenn stöð-
urnar sem hún sótti um. „Ég varð
öskuvond, fór upp í Vélstjórafélag
og sagði farir mínar ekki sléttar.
Þremur klukkustundum eftir það,
var félagið búið að útvega mér
stöðu sem 2. vélstjóri á Óskari
Halldórssyni RE 157 — stöðu sem
mig hafði ekki órað fyrir að fá því
ég hafði sjálf aðeins sótt um sem
4. vélstjóri eða smyrjari. Vandinn
var sá að enginn þekkti þennan
nýútskrifaða vélstjóra. Ekkert af
mínu fólki hefur verið til sjós en
mig hafði alltaf dreymt um að
fara á sjóinn. Ætli það hafi ekki
verið vegna gamalla hjóna sem
-rypössuðu mig þegar ég var lítil.
Maðurinn var skipstjóri og tók
mig stundum með niður að höfn
og sagði mér sjóarasögur."
Rannveig hafði lokið þremur
árum í Menntaskólanum við Sund
þegar hún ákvað að fara utanskóla
í Vélskölann og tók hún stúdents-
prófið og 1. stig Vélskólans á sama
árinu. Eftir fjögurra ára Vélskóla-
nám fór hún á samning í vélvirkj-
un og tók sveinspróf nýlega. Rann-
veig er hálfnuð með vélaverk-
fræðina í háskólanum og lýkur því
námi væntanlega eftir tvö ár.
„Mér finnst ágætt að vinna
innan um karlmenn. Þeir eru yfir-
leitt tryggir og góðir félagar og
hef ég alltaf fallið inn í hóp þeirra.
Föður mínum hefur alltaf litist vel
á menntunarleið mína en aðrir
þeir sem ég umgengst hafa frekar
dregið úr mér — líta jafnvel á
þetta sem einhverskonar hetju-
stæla í mér. En, ég er bara vél-
stjóri og nenni ekki að standa í
hetjuleik. Þó held ég að ég muni
ekki leggja sjómennsku alfarið
fyrir mig heldur vil ég halda öllum
möguleikum opnurn."
Rannveig sagði að í raun gætu
konur farið þær leiðir sem þær
vildu ef viljinn er fyrir hendi.
Ekki myndu karlemennirnir
hindra þær. „Þeir eru að vísu
svolítið tortryggnir fyrst en verða
jákvæðir að lokum og treysta
manni fullkomlega. Kjarabarátta
hinna hefðbundnu kvennastétta
þarf að vera miklu ákveðnari en
nú er svo þær fái einhverju fram-
gengt. Konur bera alls ekki sömu
virðingu og karlmenn gera fyrir
sínum störfum."
Pabbi hlustaði
ekki á mig
í næsta bás sat netagerðameist-
arinn Elfa Dís Arnórsdóttir. Hún
er frá Isafirði og lærði netagerð
hjá Netagerð Vestfjarða. „Eg ætl-
aði mér alltaf á samning hjá pabba
en hann er húsgagnasmiður. Hann
hlustaði hinsvegar aldrei á mig svo
ég gafst upp á nöldrinu og fór í
netagerð. Samt langar mig alltaf
öðru hvoru í húsgagnasmíði."
Elfa Dís er 28 ára, gift og þriggja
barna móðir. Hún hefur unnið hjá
Hampiðjunni og hjá Asiaco hf. Nú
dundar hún sér heima í bílskúr við
að fella net fyrir tengdapabba sinn
og eiginmann en þeir róa saman á
bát frá Sandgerði. „Ég tel að neta-
gerð sé ekki síður fyrir kvenmenn
en karlmenn. Þó getur verið erfitt
að splæsa saman mjög þykka víra
og gerum við konurnar það yfir-
leitt ekki. Margar eldri konur hafa
komið til mín hér og sagst oft
hafa unnið slík störf hér á árum
áður á meðan eiginmennirnir réru.
Móðir mín t.d. hnýtti þegar hún
var með okkur krakkana litla og
var mjög algengt að kvenmenn
tækju að sér slík störf í akkorði."
Elfa Dís sagði að sjö kvenmenn
væru í Félagi netagerðamanna, en
hún væri eini meistarinn. Hún
sagðist ætla að vera áfram heima-
vinnandi húsmóðir því yngsta
barnið er aðeins sjö mánaða. Þó
sagðist hún myndu fara i fram-
haldsnám í greininni ef það væri
fyrir hendi t.d. í háskólanum.
Enginn uppgjafartónn
í hjúkrunarfræöingum
Heilbrigðisstéttin hafði sér sýn-
ingarsvæði og þar var Lilja Stein-
grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
önnum kafin við að mæla blóð-
þrýstinggesta Kvennasmiðjunnar.
Sýndar voru litskyggnur og ýmis
tæki sjúkrahúsa. M.a. voru til sýn-
is þau tæki sem ljósmæður tóku
með sér í vitjanir hér á árum áður
þegar algengt var að konur fæddu
börn sín í heimahúsum.
Lilja sagði kjör hjúkrunarfræð-
inga slæm og væri það aðallega
þrennt sem þær kvörtuðu um: of
lág laun, álag vegna fæðar hjúkr-
unarfólks og aðstöðu og vakta-
vinnu. „Andlegt álag í starfi er
mikið vegna undirmönnunar
starfsfólks á sjúkrahúsum. T.d. eru
dæmi um að hjúkrunarfræðingar
komi heim af vöktum sínum eftir
16 tíma vaktir. Það er alls ekki
greitt samkvæmt þeim kröfum
sem gert er til okkar. Það er flótti
úr stéttinni aðallega vegna of Iágra
grunnlauna. Erfitt er fyrir fjöl-
skyldufólk að samræma fjöl-
skyldulíf sitt við þessa vaktavinnu.
Margir hjúkrunarfræðingar hafa
farið í önnur störf, e.t.v. á sömu
launum en álagið er minna."
Lilja sagði að enginn uppgjafar-
tónn væri farinn að gera vart við
sig viðvíkjandi kjarabaráttunni.
„Við förum fram á að grunnlaunin
verði a.m.k. það há að þau nægi
fyrir framfærslu hálfrar vísitölu-
fjölskyldu. Vandamálið innan
stéttarinnar er e.t.v. óvirkni hins
almenna félagsmanns. Byrjunar-
laun hjúkrunarfræðinga er um
26.500 krónur. Vaktaálag er 33%
á kvöldin og 45% á nætur og um
helgar."
100 tonn af „bæjarins
bestu“ í júlí
Sextán kvenkjötiðnaðarmenn
hafa útskrifast síðan árið 1978.
Sigrún M. Stefánsdóttir er ein
þeirra og starfar hún nú sem slík
hjá Sláturfélagi Suðurlands. „Ég
hef unnið í mörg ár hjá SS og fór
í námið vegna þess að ég vildi ekki
vera á lægri launum en strákarnir
sem unnu nánast sömu störf og ég
þótt þeir væru kjötiðnaðarmenn."
Sigrún vinnur nú við 500 lítra
hrærivél og býr til „Bæjarins
bestu“ pylsur allan daginn. í júlí-
mánuði framleiddi SS yfir 100
tonn af pylsum og er það algjört
met að sögn Sigrúnar. „Jú, ég er
með sömu laun og karlmennirnir
sem við hlið mér starfa og er ég
sæmilega ánægð með þau þrátt
fyrir að maður hafi aldrei á móti
kauphækkunum."
Sigrún er núverandi formaður
Félags kjötiðnaðarmanna og eru
kvenkjötiðnaðarmenn 9,1% félags-
manna nú. „Karlmenn í stéttinni
eru mjög jákvæðir í garð okkar svo
við vinnum saman í bróðerni við
sömu kjör. Þetta er alls ekki karla-
starf eingöngu og skil ég hreint
ekki af hverju kvenmenn hafa ekki
fyrir lifandi löngu komið sér í
þetta.“
Konur voru mjólkur-
fræð-
ingar í gamla daga
Sigrid Foss er norsk, fluttist til
íslands fyrir átta árum með ís-
lenskum manni sínum sem einnig
lærði mjólkurfræði. Þau hjón
starfa hjá Mjólkursamsölunni. „Ég
ólst hreinlega upp við mjólkuriðn.
Pabbi var mjólkurbústjóri í Nor-
egi. Námið er fjögurra ára náms-
samningur þar af átta mánaða
bóklegt nám í Danmörku og þar
hitti ég manninn minn.
Sigrid sagði að það ríkti full-
komið jafnrétti meðal starfsfélaga
af'sitt hvoru kyninu í mjólkuriðn-
inni. Konur voru mjólkurfræðing-
ar fyrri alda. Þær mjólkuðu og
strokkuðu. Árið 1899 var stofnaður
sérstakur mjólkurskóli á Hvann-
eyri. Þar lærðu ungar stúlkur
mjólkurmeðferð og mjólkur-
vinnslu og urðu hæfar til að
stjórna rjómabúum. Skólinn varð
síðar fluttur að Hvítárvöllum.
Hinsvegar var það Jónas Krist-
jánsson sem varð fyrsti mjólkur-
bústjórinn á íslandi hjá Mjólkur-
samlagi KEA árið 1928. Mjólkur-
fræðingafélag fslands var stofnað
1946 án kvenna. Nú eru félags-
menn 98, þar af þrjár konur.
Sigrid starfar á rannsóknarstof-
unni við framleiðslueftirlit og
sagði hún að hreinlæti væri yfir-
leitt í góðu lagi. „Maður þarf ekki
lengur að lyfta 50 kílóa mjólkur-
brúsum til og frá — tæknin hefur
séð um það svo að ekkert stendur
í veginum að fyrir konum ef þær
á annað borð hafa áhuga á mjólk-
urfræðistarfi," sagði Sigrid.
Karlmenn fá líka bólur
Snyrtifræðingar unnu hörðum
höndum við snyrtistörf er blaða-
mann bar að bás þeirra. Þær Elísa-
bet Rafnsdóttir og Anna Valdi-
marsdóttir frá snyrtistofunum
Andromedu og Þemu voru að
hreinsa andlit eins gestanna og
Elfa Dís Arnórsdóttir, netagerðarmaóur.
Kristín Brynjólfsdóttir og Margrét Einarsdóttir stóðu vörð um brjóstsykurinn
í krambúðinni. 8.