Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 50
50
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
HCEAAttft
hö-fum lítib -f&rib Cit 6\6or. hann
mciddi sig í bak/'nu."
*
Ast er...
.. ,aö þekkja ilminn henn-
ar.
TM Rm. U.S. Pat Off.-all rlghts resarvad
«1985 Los Angeles Tlmes Syndicate
Þökkum ykkur fyrir brúðar-
gjöfina — borðlampann
ægilega sæta ...
Með
morgunkaffinu
Velkomnir á fætur útvarps-
hlustendur góðir. Nú tökum
við á honum stóra okkar.
Samtaka nú ...!
HÖGNI HREKKVISI
„ LlKLE'OA HOLA I HOCÓGI-
-
Aðilar í sjávarút-
vegi stofni útvarp
Velvakandi.
Samband fiskvinnslustöðva hélt
aðalfund sinn 25. október síðastlið-
inn. Aðalmál fundarins var sí-
versnandi afkoma viðkomandi
atvinnugreinar í þjóðfélaginu og
hvað væri helst til úrbóta. Meðal
leiða sem til greina komu var áróð-
ursherferð og í ályktun þess efnis
sagði m.a.: „Ætti að leggja til
sameiginlegrar áróðursherferðar
fyrir sjávarútveginn með LÍÚ og
starfsfólki?".
Það er vonum seinna sem þessi
hugmynd kemur fram frá ráða-
mönnum sjávarútvegsins, sem
árum saman hefur barist i bökkum
og nálgast nú óðfluga allsherjar
gjaldþrot að óbreyttu ástandi.
Innflutningsverslun og embætt-
ismennska hafa átt sín áróðurs-
blöð í áratugi og bændastéttin
nokkru skemur en sjávarútvegur-
inn, sem aflaði til skamms tfma
95% af gjaldeyri þjóðarinnar,
hefur aldrei átt svo framsýna for-
ystumenn sem hafa komið sér upp
slíku fagblaði. Nú er loksins vakið
máls á þessu, en hikandi þó alvitað
sé að á siðustu árum hafi margir
milljarðar króna horfið frá þessum
undirstöðuatvinnuvegi til annarra
stétta í landinu og þá mest á höfuð-
borgarsvæðinu. Vafalaust hefðu
þessir milljarðar verið færri ef
hugmyndaflug og samtök útgerð-
armanna hefði verið betri í þessum
efnum.
Nú á ekki að hika lengur heldur
taka strax til hendinni og stofna
til öflugrar blaðaútgáfu og út-
Ef til vill ættu þessir kappar a stofna
útvarp?
varps, sem útgerð, fiskkaupendur,
sjómenn og fiskvinnslufólk stend-
ur sameiginlega að. Staða þessara
undirstöðuatvinnuvegar væri
ábyggilega betri í dag ef málgagn
til sóknar og varnar hefði orðið til
á eðlilegum tíma, en betra er seint
en aldrei.
Ólafur Á. Kristjánsson.
Þokuljós til öryggis
ef notuð eru rétt
Hringhentur
læknaleikur
Er að þæfa þrýstinginn
þjóðin gæfuríka.
Búið að svæfa sjúklinginn
og svo til kæfann líka.
Hákur.
f Velvakanda s.l. föstudag spurði
Elsa Gísladóttir hvort Bifreiðaeft-
irlit ríkisins ætlaði ekki að banna
rauð þokuljós aftan á bifreiðum.
Rökin fyrir að óska eftir banninu
virtust vera þau að ökumenn
kynnu ekki að nota þessi ljós.
Svar:
Þessi ljós geta verið til öryggis
ef þau eru rétt notuð. Bifreiðaeftir-
litið hefur því ekki gert áætlanir
um að banna þau. Þau á aðeins
að nota í þoka eða mjög slæmu
skyggni utan þéttbýlis.
Það virðist hins vegar vera sá
misskilningur ríkjandi hjá nokkr-
um hópi ökumanna, að því fleiri
ljós sem loga utan á eða ofan á
bílnum í öllum akstri, því meira
umferðaröryggi.
Hvert ljós eða ljósmerki á að
þjóna ákveðnum tilgangi og notast
í samræmi við það.
Fyrir hönd Bifreiðaeftirlits ríkis-
ins,
Guðni Karlsson.
Víkverji skrifar
Ottalega er dapurlegt að koma
að Borgarbókasafninu við
Þingholtsstræti. Batnar að vísu
strax þá inn er komið þar sem
mætir manni birta og notalegt
viðmót. En húsið er smánarlega
illa farið að utan og þörf skjótra
viðbragða ef ekki á að fara illa.
Þetta er samt ekkert nýtt i bú-
skap okkar íslendinga því er nú
verr: að láta sameiginlegar eigur
okkar drabbast svona niður.
Venjulega er fjárskorti borið við
og er þá auðvitað ekki við fólkið
að sakast sem starfar í þessum
húsakynnum. Það er jafn angrað
og vegfarandinn. En stundum
grunar mann aftur á móti að þetta
sé bara venjulegt íslenskt kæru-
leysi með í bland sem byggir á
bannsettri tuggunni: Flýtur á
meðan ekki sekkur.
XXX
Umrætt hús hét Esjuberg, ef
Víkverja misminnir ekki, og
heitir það kannski enn; þar var
um langt skeið heimili ólafs John-
son stórkaupmanns og Guðrúnar
konu hans. Stórglæsileg bygging
og sannkölluð bæjarprýði og gæti
vitanlega verið það ennþá.
En raunar er þetta fjarri þvi að
vera einsdæmi, eins og fyrr segir,
né verra dæmi en gengur og gerist
um opinbert sinnuleysi. Stundum
gengur mei« ið segja slóðaskap-
urinn svo langt að húsin deyja
bara drottni sínum, eins og lognast
útaf. Þannig er Víkverja kunnugt
um vandaðan embættisbústað
nyrðra sem stóð mannlaus í nokk-
ur ár. Þegar til átti svo að taka
var húsið að heita ónýtt. Menn
höfðu kært sig kollótta og enginn
sýnist núna hafa verið ábyrgur.
Hvað munar svona milla eins
og okkur um þrjár, fjórar milljón-
ir? Ekki mikið. Það er alltaf hægt
að rusla upp öðrum kofa.
XXX
Nýlega gerði Víkverji þjónustu
greiðslukortafyrirtækj anna
að umræðuefni. Þar var frá því
skýrt að nokkur mismunur væri á
þjónustunni, t.d. veitti Eurocard
viðskiptavinum sínum tóm til þess
að greiða úttektir hinn 5. hvers
mánaðar en VISA krefðist greiðslu
2. hvers mánaðar. Gjalddagi
Eurocard hefur því tvímælalaust
verið hagkvæmari þeim, sem fá
laun sín greidd um mánaðamót,
því að þá hefur gefist meiri tími
til þess að standa í skilum. Séu
ekki gerð skil koma strax dráttar-
vextir. Nú í vikunni tilkynnti
Eurocard hinsvegar að fyrirtækið
tæki upp sama háttinn og VISA,
þ.e. að gjalddaginn yrði 2. hvers
mánaðar. Er þá kominn sami
grautur í sömu skál. Geta nú kort-
hafar allt eins skipt við VISA eins
og Eurocard, auk þess sem það
getur verið mun þægilegra, þar
sem fleiri viðskiptabankar eru í
VISA-viðskiptum en Eurocard-
viðskiptum.
XXX
Er ekki Sambandið eina stórfyr-
irtækið íslenska sem notar
forstjórann sinn í auglýsingar?
Víkverji minnist þess til dæmis
ekki að hafa séð Hörð forstjóra
Eimskipafélagsins tróna í stafni
einhvers Fossanna í auglýsingu
frá félaginu né heldur þá banka-
stjórana Höskuld og Kristján vera
að gera sig til fyrir sparifjáreig-
endur í auglýsingum Verslunar-
bankans. Það er líka hæpið að
myndir af þessu tagi hafi mHdð
aðdráttarafl ef svo mætti orða
það. Á þeirri nýjustu sem borið
hefur fyrir augu Víkverja er bens-
ínafgreiðslumaður að mjatla bens-
íni á bíl, náungi að klóra ávísun í
kjörbúð, kvenfólk með brugðna
hnífa og i gljáandi svuntum að
snyrta þorskflök og svo hann Er-
lendur Sambandsforstjóri að
flytja ávarp í hljóðnema ofan úr
gljáandi ræðustóli.
Víkverja fannst myndasafnið
ekkert eftirminnilegt eins og
myndasyrpur í auglýsingum eiga
samt helst að vera.
Ef konurnar hefðu aftur á móti
verið að snyrta Erlend ...