Morgunblaðið - 02.11.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
53
Þrjú íslensk lið í annarri umferð Evrópukeppninnar:
Víkingar mæta Teka
í Laugardalshöllinni
— Valsmenn leika gegn Lugi í Gautaborg
EINS og mönnum mun kunnugt
eru þrjú íslensk handknattleiksliö
komin í aöra umferö Evrópu-
keppninnar í handknattleik. FH
leikur í Evrópukeppni meistara-
liöa, Víkingur í keppni bikarhafa
og Valur félagsliöa. FH og Víking-
ur sátu yfir í fyrstu umferöinni þar
sem liðin stóöu sig svo vel í
keppninni í fyrra en þá komust
þau bseöi í undanúrslit.
Þaö hlýtur aö teljast mjög góöur
árangur hjá ekki fjölmennari þjóö
aö hafa þrjú félagsliö i annarri
umferö keppni af þessu tagi og eiga
auk þess landsliö sem keppir í
A-heimsmeistarakeppninni. Þetta
sýnir betur en nokkuö annaö hve
handknattleikur hér á landi er í
háum gæöaflokki og mega hand-
knattleiksmenn og þeir sem áhuga
hafa á íþróttum vera stoitir af.
Á morgun leika tvö íslensk iiö
fyrri leiki sína í annarri umferö.
Víkingar leika viö spænska féiagiö
Teka í Laugardalshöllinni og hefst
leikur þeirra klukkan 20.30 en Vals-
menn leika á sama tíma í Svíþjóö
viö Lugi frá Lundi.
FH-ingar hafa ákveðiö aö leika
báöa leiki sína í Svíþjóö en þeir
drógust á móti Redbergslid frá
Gautaborg. Leikir þessara liöa
veröa í Gautaborg um næstu helgi,
fyrri leikurinn á laugardaginn og sá
síöari á sunnudaginn.
Einar Þorvaröarson markvöröur
sem nú leikur meö Tres de Mayo á
Spáni sagöi i samtali viö Morgun-
blaöiö aö lið Teka væri mjög sterkt
á pappírunum en heföi hins vegar
leikiö fremur illa þaö sem af væri
mótinu á Spáni. „Þeir hafa aö vísu
heldur verið aö rétta úr kútnum aö
undanförnu og ef þeir ná sér á strik
þá geta þeir verið stórhættulegir og
erfiðirVíkingum."
Morgunblaöiö/SUS
• Þeir verða í eldlínunni á morgun. Kristján Sigmundsson, markvörður
Víkinga (til hægri), og Mats Olsson, markvörður Lugi. Kristján og félag-
ar leika gegn Teka í Höllinni en Olsson mun verja mark Lugi gegn
Valsmönnum í Gautaborg.
j Morgunblaðið/Einar Falur
IBK Reykjanesmeistarar
• Þessar stúlkur uröu á dögunum Reykjanesmeistarar í körfuknattleik kvenna. Þetta er liö íþrótta-
bandalags Keflavíkur og sigraói liðið af nokkru öryggi. Það er ekki langt síöan kvennaliö tók fyrst
þátt í islandsmóti í körfuknattleik en engu aö síöur hafa stúlkurnar staöiö sig ágætlega til þessa og
hafa þær tekið miklum framförum frá því í fyrra. Stúlkurnar úr Keflavík eiga frí þessa helgi sem og
flest önnur liö í kvennakörfunni. Aöeins veröur einn leikur um helgina, KR tekur á móti Njarðvíkingum
í Hagaskóla á morgun klukkan 15.30.
Einar sagöi aö sérstaklega þyrftu
Víkingar að hafa góöar gætur á
öörum hornamanni liösins og
markvöröur þess væri mjög sterk-
ur. „Hornamaöurinn er alveg geysi-
skemmtilegur leikmaöur sem skor-
ar mikiö af mörkum og markvörður-
inn er frábær. Vörnin hjá þeim er
ekkert sérstök og ef Víkingar eru
fljótir í sóknina þá ættu þeir vel aö
geta unniö liöiö, sérstaklega heima
á íslandi," sagöi Einar.
Valsmenn leika gegn Lugi á
morgun fyrri leikinn og verður hann
leikinn í Gautaborg. Liö Lugi er
sterkt, á því leikur enginn vafi. í
liöinu eru fjórir landsliösmenn sem
þátt tóku í hraðmótinu sem fram fór
í Sviss fyrir skömmu. Þekktastur
þeirra er án efa hornamaðurinn
Sten Sjögren sem veriö hefur einn
markahæsti leikmaöur sænsku
deildarinnar undanfarin ár.
Sjögren er í mjög góöri æfingu
um þessar mundir og í landsleikj-
unum í Sviss skoraöi hann oftast
um fimm til sex mörk í leik. Mark-
vörðurinn, Mats Olsson, stóö sig
einnig vel meö landsliöinu þó svo
hann fengi ekki mikið aö leika því
Hellgren stóö mest í marki Svía.
Olsson varöi vel þann tíma sem
hann lék og til dæmis varöi hann
vel í leik Svía og Islendinga.
Tveir landsliösmenn 'eru þá
ónefndir. Roland Nilson er sterkur
leikmaöur. Mjög góöur í vörninni
og geysilega nákvæm skytta sem
skorar mikilvæg mörk á hinum
ótrúlegustu tímum. Jonas Sand-
berg var einnig í landsliöshópnum
en hann lék ekkert með liöinu. Ef
miöaö er viö styrk landsliös Svía
þá hlýtur hann aö vera nokkuö góð-
ur og þaö er Ijóst aö róöurinn veröur
erfiður hjá Valsmönnum í Svíþjóö
ekki síður en hjá Víkingum í Laugar-
dalshöllinni á morgun.
Létt hjá
Víkingum
BLAKLIÐ Víkings brá sér austur
fyrir fjall á fimmtudagskvöldiö til
þess aö leika við HSK í fslands-
mótinu í blaki og var leikíö á
Laugarvatni. Víkingar sigruðu
örugglega, 3:0, eins og reyndar
var búist viö.
Þaö blés þó ekki byrlega fyrir
Víkinga framan af fyrstu hrinunni.
Skarphéöinsmenn hófu leikinn af
miklum krafti og komust í 8:0 í
fyrstu hrinu. Þá vöknuðu Víkingar
til lífsins og sneru dæminu algjör-
lega viö. Þeir fengu fimmtán stig á
meöan heimamenn fengu aöeins
tvö og lokastaöan þvi 10:15.
Víkingar fylgdu vel eftir þeim
spretti sem þeir voru komnir á og
unnu næstu tvær hrinur 15:9 og
15:9.
Andrés Guömundsson kom
verulega á óvart í liöi HSK. Sterkur
leikmaöur sem litiö hefur æft blak
en ef hann heldur áfram þessarí
iðkun nær hann án efa langt. Ann-
ars bar þaö helst til tíöinda aö Ást-
valdur Arthúrsson meiddist og gat
ekki leikiö allan leikinn. Erlingur
Kristjánsson, knattspyrnu- og
handknattleiksmaður, stóö sig
einnig vel. Fjölhæfur íþróttamaöur,
Erlingur.
Hjá Víkingum var Arngrímur
Þorgrímsson traustur uppspilari og
Siguröur Guömundsson var sterk-
urísókninni.
Iþróttir
helgarinnar
ST/ERSTI viöburöur helgar-
innar á sviði íþrótta er án efa
viöureign Víkings og Teka í
Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik á sunnudags-
kvöldið. Noröurlandamótið í
júdó, yngri en 21 árs, fer fram
hér á landi um helgina. Körfu-
boltinn veróur í fullum gangi
og eru margir leikir á dagskrá.
Blakmenn veröa einnig á ferö-
inni og eins handboltamenn.
Handknattleikur:
Evrópuleikur Víkings og Teka
frá Spáni veröur í Laugardals-
höll kl. 20.30 ásunnudagskvöld.
Þetta er fyrsti stórleikur vetrar-
insíhandknattleik.
Margir leikir fara fram i 2.
deild karla á íslandsmótinu og
leika, HK-UBK kl. 14.00 í dag í
Digranesi, Ármann og ÍR leika í
Seljaskóla á sama tima og Þór
og Grótta leika í Vestmannaeyj-
um kl. 13.30. Á morgun, sunnu-
dag, veröur einn leikur í 2. deild,
Haukar og Afturelding leika kl.
20.00 íHafnarfiröi.
Þrír leikir veröa í 1. deild *'
kvenna um helgina. Fram og
Valur leika ídag kl. 14.00 í Laug-
ardalshöll og Víkingur og
Stjarnan strax á eftir. Á morgun,
sunnudag leikasíðan Haukarog
FH í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi
kl.21.15.
Nokkrir leikir veröa einnig í
3. deild karla.
Valur og Lugi leika á morgun,
sunnudag, fyrri leik sinn í Evr-
ópukeppninni í Svíþjóö.
Júdó: •*
Norðurlandamót kvenna og
karla, yngri en 21 árs, í júdó
verður í fyrsta sinn haldiö hér á
landi og hefst í dag, laugardag.
Keppt veröur í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans viö Stigahlíö og
hefst mótiö kl. 10.00 og veröur
þá keppt í léttari þyngdarflokk-
um karla.
Körfuknattleikur:
Tveir leikir fara fram í úrvals-
deildinni um helgina. ÍBK og iR
leika í Keflavík í dag og hefst
leikurinn kl. 14.00. A morgun,
sunnudag, leika Valur og KR í
íþróttahúsi Seljaskóla og hefst
leikurinn kl. 20.00.
T veir leikir fara fram í 1. deild «
karla. Fram og Grindavík leika í
Hagaskóla kl. 14.00 í dag og á
morgun leika ÍS og Breiöablik á
sama staö og hefst hann kl.
14.00.
Einn leikur veröur í 1. deild
kvenna. KR og Njarövík leika í
Hagaskóla kl. 15.30 á sunnu-
dag.
Fjölmargir aörir leikir i neöri
deildum eru á dagskrá um helg-
ina.
Blak:
Tveir leikir veröa í 1. deild
karla á sunnudag. Víkingur og
ÍS leika kl. 20.15 og strax aö
honum loknum leika Fram og
HK. Einn leikur verður í 1. deitd
kvenna. Víkingur og iS leika kl.
14.00. Allir leíkirnir fara fram í
íþróttahúsi Hagaskóla.
Heiðurs-
gestir
verða tveir
ÞEIR Júlíus Hafstein, formaö-
ur íþróttabandalags Reykjavík-
ur og íþróttaráós, og Dagbjartur
Einarsson, stjórnarformaður
sölusambands íslenskra fisk-
framleiðenda, verða heiðurs-
gestir handknattleiksdeildar
Víkings í Laugardalshöllinni á
morgun þegar Víkingar mæta
Teka frá Spáni í fyrri leik lið-
anna ( Evrópukeppni bikarhafa.