Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985
55
Fyrsta tap UMFN
NJARÐVÍKINGAR töpuöu sínum
fyrsta leik í úrvalsdeíldinni i
körfuknattleik í gærkvöldi er liöiö
mætti Haukum í íþróttahúsi
Njarövíkur. Haukar sigruöu meö
82 stigum gegn 30 í jöfnum og
skemmtilegum leik. Staðan í leik-
hlói var 36:42 fyrir Hauka.
Skömmu fyrir leikslok var staðan
jöfn, 76:76 en Haukar náöu að
breikka bilið og sigra. Haukarnir
eru nú í ööru sæti deiidarinnar
meö 8 stig en UMFN hefur 12 stig
í efsta sætinu.
Leikurinn var allan tímann jafn
en þó voru Haukar alltaf fyrri til aö
UMFN — Haukar
80:82
skora en Njarövíkingar fylgdu fast
á eftir. Eftir aö leikiö hjafði veriö í
15 mínútr var staðan 30:30 en
tveimur mínútum síðar höföu Hauk-
ar náö sjö stiga f orystu ,31:38.
I síöari hálfleik smá söxuöu
Njarövíkingar á foskot Haukanna
og þegar leikiö haföi veriö í sex
mínútur höföu þeir náö forystu,
53:52. Haukar gáfust ekki upp og
meö mikilli baráttu og góöum leik
náöu þeir aftur forystunni og kom-
ustsexstig yfir.
Njarövikingar gáfust ekki upp viö
mótlætið og minnkuöu muninn í
69:70. ísak Tómasson skoraöi síö-
an tvær næstu körfur og síðari karfa
hans var þriggja stiga karfa þannig
aö staöan var 74:70 fyrir Njarövík-
inga. Enn ná Haukar forystunni og
aö þessu sinni vannst Njarövíking-
um ekki tími til aö jafna metin og
sigur Hauka var í höfn.
Leikurinn var allan tímann í járn-
um eins og fram kemur hér aö fram-
an. Liðin skiptust á um aö hafa
forystuna í síöari háfleik og bæöi
léku hraöan 09 skemmtilegan
körfuknattleik. Áhorfendur, sem
fylltu nærri húsiö í Njarövík, studdu
dyggilega viö bakiö á sínum mönn-
um en aö þessu sinni dugöi þaö
ekki.
Haukar viröast vera komnir á
sigurbraut því fyrr í þessari viku
unnu þeir sinn fyrsta heimasigur i
deildinni og nú leggja þeir efsta
liöiö aö velli. Meö þessum sigri
skutust þeir upp í annaö sætiö,
næstir á eftir Njarðvíkingum. Þetta
var fyrsta tap Njarövíkinga í úrvals-
deildinni í vetur og telja sumir aö
tími hafi verið kominn til því þeir
höföu sex stiga forystu fyrir þessa
umferö.
Bestir í liöi Njarðvíkinga voru
þeir Helgi Rafnsson og Kristinn
Einarsson. Árni Lárusson átti einn-
ig þokkalegan leik og Jóhannes
Kristbjörnsson, sérstaklega í síöari
hálfleik. ísak Tómasson baröist vel
aö vanda og stóö fyrir sínu. Athygli
vakti aö valur Ingimundarson náöi
sér aldrei á strik í leiknum. Hann
skoraöi aöeins sjö stig og þaö öll í
fyrri hálfleik. Hann skoraöi ekki eitt
einasta stig í síðari háifleik.
Hjá Haukum var Ivar Webster
bestur. Geysilega sterkur í fráköst-
unum og skoraöi auk þess 20 stig.
Pálmar Sigurösson var einnig góö-
ur og Ólafur Rafnsson. Henning
Henningsson meiddist skömmu
fyrir leikhlé og gat ekki leikiö meira
í þessum leik.
Stig UMFN:Helgi Rafnsson 17, Jóhannes
Kristbjörnsson 16, Kristinn Einarsson 15,
Arni Lárusson 14, isak Tómasson 9, Valur
Ingimundarson 7, Ingimar Jónsson 2.
Stig Hauka:ivar Webster 20, Pálmar Sig-
urósson 19, Ólafur Rafnsson 17, ivar As-
grimsson 8, Kristinn Kristinsson 8, Henning
Henningsson 4, Viðar Vignisson 4. Reynir
Kristjánsson 2.
-ÓÓTH/SUS.
Morgunblaöiö/Bjarni
• Hjalti Ursua og Jón Páll halda hér á Steinari Birgissyni og Húsafells-
hellunni frægu. Myndin var tekin á Austurvelli ( gær, en þá kynntu
lyftingamenn keppnina um sterkasta mann íslands. Þeir Hjalti, Jón
Páll og Torfi Ólafsson munu koma fram í leikhlói í leik Vikings og
Teka á morgun og taka nokkra spretti með Húsafellshelluna. Þess
má geta aö hellan er 186 kfló en Steinar aöeins 90 þannig aö saman-
lagt halda þeir kappar á 276 kílóum á milli sín.
Hver er sterkasti
maður á íslandi?
„HJALTI Ursus ætlar aö taka mig
i nefiö á þriðjudaginn. En hver
veröur tekinn í nefið og af hverj-
um? Þaö kemur í Ijós í Laugar-
dalshöllinni á þriöjudagskvöldiö“,
hrópaði Jón Páll Sigmarsson í
gjallarhorn viö Austurvöll síöari
hluta dags í gær. Þeir fólagar voru
þá aö kynna keppnina um sterk-
asta mann íslands sem hefst 6
morgun og henni lýkur á þriöju-
dagskvöldiö.
Það er KRAFT sem gengst fyrir
þessu móti sem nú er haldiö í fyrsta
sinn hér á landi. Eins og mönnum
er í fersku minni sigraði Jón Páll í
keppninni um sterkasta mann
heims í fyrra og hann tekur síöar í
þessum mánuöi þátt í annari slíkri
keppni sem aö þessu sinni verður
haldin í Portúgal.
Keppnin hér heima hefst á morg-
un klukkan 14 fyrir framan Laugar-
dalshöllina þar sem kraftakarlarnir
ætla sér aö draga vörubíl í kapp viö
klukkuna. Ekki er fyllilega Ijóst hve
margir munu taka þátt í keppninni
en þeir sem ekki hafa skráö sig en
hafa áhuga á aö keppa geta mætt
ítrukkadráttinn klukkan 14 á morg-
un og tekið þátt. Þeir sem lenda í
sex efstu sætunum í trukkadrættin-
um komast í lokakeppnina sem
veröur á þriðjudagskvöldið í Höil-
innl.
Aö sögn Óiafs Siggeirssonar,
formanns KRAFT, hefur skráningin
ekki gengiö eins vel og vonast var
til og því var gripiö til þess ráös aö
hafa þennan háttina á. Rétt er aö
leggja á þaö áherslu aö þessi
keppni er fyrir alla, ekki aöeins fyrir
þá sem æft hafa lyftigar aö staö-
aldri.
„Nú kemur í Ijós hvort þeir eru
sterkari, þeir sem æfa reglulega
eöa hinir sem vinna reglulega.
Þessi keppni er ekki aöeins fyrír
lyftingamenn heldur fyrir alla og viö
vitum um marga hrausta menn víöa
um land sem vinna erfiöisvinnu og
hafa þannig ööiast mikinn kraft.
Þessa menn viljum viö endilega fá
í keppnina en auövitaö reynir maö-
ur sitt besta í keppninni og vonar
aö þaö dugi,“ sagöi Hjalti í samtali
viö Morgunblaöiö í gær.
Aögangseyrir á keppnina á
þriöjudaginn veröur 200 krónur
fyrir fulloröna og 50 krónur fyrir
börn yngri en 12 ára. Ómar Ragn-
arsson mun annast kynningu á
þriöjudaginn og er honum ætlaö aö
halda léttleikanumyfir keppninni.
Henson og Aston
Villa stofna
markaðsfyrirtæki
Halldór Einarsson, eigandi Henson-sportfatnaöar, og Doug Ellis,
stjórnarformaður enska knattspyrnufólagsins Aston Villa, handsala
hér samkomulag sem þeir geröu meö sór í gær um stofnun fyrirtæk-
isins „Henson Sales and Marketing". Hlutverk hins nýja fyrirtækis
er aö markaössetja Henson-vörur á heimsmarkaði. Aston Villa
leikur sem kunnugt er í Henson-búningum í vetur — og er stofnun
fyrirtækisins nú í beinu framhaldi af samningi þessara aðila í
haust. Ellis kom gagngert til landsins til aö ganga frá samningi
viö Halldór — og ætlaöi síðan utan á ný í morgun.
Stórtap Bremen
BORUSSIA Mönchengladbach
komst á topp vestur—þýsku 1.
deildarkeppninnar í knattspyrnu
í gærkvöldi. Liöiö sigraði þá Bor-
ussia Dortmund 3—2 á útivelli —
en á sama tíma steinlá Werder
Bremen gegn Leverkusen, 1—5,
einnig á útivelli.
Ulrich Borowka náöi forystu fyrir
Gladbach í Dortmund en Marcel
Raducanu jafnaöi fyrir hlé. I síöari
hálfleik skoraöi Frank Mill tvisvar
fyrir Gladbach. Jurgen Wegmann
minnkaöi muninn undir lok leiksins.
Tap Bremen-liösins í Leverkusen
var annaö tap liösins í 13 leikjum í
vetur. Suöur-Kóreubúinn Bum Kun
Cha skoraöi þrjú mörk fyrir Leverk-
usen (á 4.16. og 56. mín.), Christian
Schreier og Dirk Schlegel geröu
eitt mark hvor. Michael Kutzop
geröi eina mark Bremen á 62. mín.
— er staöan var orðin 4—0. Brem-
en-liðiö saknaöi greinilega marka-
skorarans mikla Rudi Völler sem er
meiddur. Þriöji leikurin í gærkvöldi
var viöureign Bayern Munchen og
Kaiserslautern á heimavelli þeirra
síöarnefndu. Helmut Winklhofer og
Norbert Eder geröu mörk meistara
Bayern i2—0 sigri liösins.
• Ómar Torfason
Miklar
líkur á
samningi
Ómars
Torfa
Miklar líkur eru nú á því aö
ómar Torfaaon geri samning viö
aviasneska liöiö Luzern. Um-
boösmaöurinn Willie Reinke
kemur líklega til landsins í dag
og þá mun hann ganga frá mál-
um Ómars.
i samtali viö Morgunblaöiö í
gærkvöldi sagöi Ómar Torfason aö
ekki væri víst aö Reinke kæmist til
landsins í dag þvi hann heföi þurft
aö bregöa sér til Tékkóslóvakíu.
Hann vildi ekkert segja um hvort
hann væri í þann mund aö gera
samning viö Luzern. „Ég vil ekkert
segja fyrr en allt er komiö á hreint,"
sagöi Ómar.